Gamlárspartý WI 5

Leiðin er í Stólnum í Skíðadal, um 1 km innar en Super Dupoint

WI 4+/5-, 40m

Leiðin er víst stífari en hún lítur út fyrir að vera, ísinn var einnig mjög harður þennan daginn

FF: Freyr Ingi, Jökull Bergmann og Sigurður Tómas

Myndirnar eru í boði Sigga Tomma, fleiri myndir má sjá hér

Crag Tröllaskagi
Sector Skíðadalur
Type Ice Climbing

Hraundrangi

Gefnir hafa verið út tveir leiðavísar um Hraundranga, annar er frá 1981 og birtist í 19. tölublaði af Ísalp tímaritinu en hinn er frá 2009 og birtist í ásriti sama ár.

Eina breytingin á milli þeirra er að árið 2007 bættist við vetrarleið sem liggur upp NV hrygg Hraundranga, en að öðru leiti er klassíska leiðin sú sama.

Tindurinn hefur líklega í upphafi verið nefndur Drangi og er enn kallaður Drangi Hörgárdalsmegin en hefur svo síðar meir verið kenndur við bæinn Hraun í Öxnárdal og þess vegna verið nefndur Hraundrangi en fjallið sjálft er kennt við Drangann og nefnist Drangafjall.

Einhverstaðar má sjá vísað til allrar drangaraðarinnar sem Hraundranga eða Hraundrangar nefndir í fleirtölu en þetta er rangt með farið, Hraundranginn er aðeins einn þó svo að það séu margir drangar á Drangafjalli, margir þeirra eru ónenfdir. Sjá hér.

Um tvær leiðir er að velja þegar gengið er upp að Hraundranga. Sunnan megin úr Öxnadal eða norðan megin úr Hörgárdal. Tveir fyrstu hóparnir sem fóru á Drangann gengu frá bænum Hrauni í Öxnadal, upp vesturhlíðar Einbúa yfir svokallaðan Stapa og upp skriðurnar í skarðið, sem lægst ber á hryggnum. Hæðamismunur á þessari leið er um 850 m og er áætlaður göngutími um 2-3 stundir.
Hin leiðin liggur frá bænum Staðabakka í Hörgárdal en göngubrú er yfir Hörgá, rétt fyrir neðan bæinn. Þegar komið er yfir brúna liggur ein samfelld brekka upp að Dranganum. Hæðamismunur er um 700 m, áætlaður göngutími er um 2-3 stundir.

Þegar komið er upp á brún austan við drangann er best að gera línur og annan klifurbúnað tilbúinn. Eitthvað er af gömlum fleygum í Dranganum en það eru sennilega bestu tryggingarnar sem hægt er að koma inn á leiðinni, bergið er mjög laust í sér alla leið!

Klifirið sjálft er um 70 m og er frekar létt framan af upp stóra gras og mosastalla en eftir um 25m klifur er komið að fyrri lykilkafla leiðarinnar, þar sem þarf að vanda hand og fótfestur. Á stallinum ofan við þennan kafla var millistans en hann var færður ofar þar sem að hann hélt ekki fleygum lengur. Rúmum 10 m hærra er komið að sæmilega traustu akkeri þar sem hægt er að gera millistans og tryggja upp.

Rétt áður en komið er upp á toppinn er komið að síðari lykilhreyfingu klifursins. Hér er bergið orðið nokkuð gott og þægilegt er að kom fyrir tryggingu áður en lagt er þar upp.

Toppakkerið er traust, sigkarabínur, slingar og vírar utan um stóra grjótblokk og þaðan er 2-3 m smáskrölt upp á blátoppinn. Best er að senda einn í einu upp síðustu metrana því það er þröngt og einmannalegt á toppnum.

Þægilegast er að síga niður í einu sigi á tveimur 70 m línum en einnig er hægt að síga í millistansinn og þaðan niður í skarðið.

FF: Finnur Eyjólfsson, Nicholas Clinch og Sigurður Waage, 05.08 1956

Hraundrangi átti 60 ára uppferðar afmæli árið 2016. Þá sló Sigurður Waage til og fékk sér sitt fyrsta tattú og var það af dranganum, Fékk það þó nokkuð mikla fjölmiðlaumfjöllun:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/04/fekk_sitt_fyrsta_hudflur_88_ara/
http://www.ruv.is/frett/fekk-ser-hudflur-i-tilefni-klifurafreks
http://www.visir.is/g/2016160809550/fagnar-afreki-med-tattui

Í frumferðinni tók gangan að Dranganum um þrjár klukkustundir, klifrið tók um sjö stundir. Þeir tryggðu alls 15 sinnum og það tók þá allt upp í hálftíma að komast eina hreyfingu. Eftir stutta viðdvöl á toppnum sigu þeir niður aftur og héldur til Akureyrar eftir alls 18 stunda ferð.

Næsta ferð upp á Drangann varð ekki fyrr en 1977, rúmum tveim áratugum seinna. Voru þar á ferðinni Helgi Benediktsson, Pétur Ásbjörnsson og Sigurður Baldursson. Klifrið sjálft tók þá um fimm tíma og ferðin sjálf um 13 stundir.

Uppferðasagan er vel skráð og varðveitt allt fram til 2010 en það var gert með gestabók sem lá í kassa á toppnum, ásamt Ísalp pela af malt viskí.

Klassíska leiðin er rauða punktalínan á hægri myndinni.

Crag Hörgárdalur
Sector Hraundrangi
Type Alpine

Video

South of the flake

Rauð lína á mynd

Fyrir leiðalýsingu hvernig á að komast að Þumli, sjá Þumall – klassíska leiðin.

Leiðin liggur sunnan (hægra megin) við flöguna sem flettist af vesturvegg Þumals og sameinast svo klassísku leiðinni í síðustu spönninni upp á topp.

Í frumferðinni og einu ferðinni á þessari leið, var klifrað upp um 40 m og var tryggt á leiðinni upp þann kafla. Þegar þessum 40 m var lokið, losaði Arnór sig úr línunni og sóló klifraði þaðan upp á topp.

FF: Arnór Guðbjartsson, 19.06 1982

Crag Öræfajökull
Sector Þumall
Type Alpine

Þumall – The classic route

Tindurinn Þumall (1279 m) er nokkuð þekktur manna á meðal. Áður fyrr var Þumall talinn ókleifur og er hann ekkert sérstaklega árennilegur við fyrstu sýn. Þumallinn er blágrýtisdrangur sem stendur í suðurbrún Vatnajökuls, í svonefndum Skaftafellsfjöllum, og rís um 120 m yfir jökulinn.

Árið 1975, í ágúst, klifu þrír Vestmannaeyingar Þumal fyrstir manna, þeir Snorri Hafsteinsson, Daði Ásbjörnsson (eða Garðarsson?) og Kjartan Eggertsson. Næstir til að klífa tindinn voru menn úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík og var það 1977, um páska. Fimmta heimsókn á tindinn var í fyrsta skipti sem kvennmaður fór á tindinn, en í þá daga þótti það tíðindavert að konur stunduðu fjallamennsku. Umrædd kona, Vilborg Hannesdóttir fór ásamt Birni Gíslasyni og Róberti Lee Tómasyni á tindinn. Vilborg bætti um betur og og sólóaði alla leiðina og tók það um 50 min upp á topp, var þetta í annað sinn sem Þumall var sólóaður.

Áratuginn eftir að Þumall var klifinn í fyrsta sinn, þótti mikið afrek að komast upp og var hver ferð skráð niður vel og vandlega. Núna síðustu ár hefur aðeins slaknað á þessu bókhaldi, enda hefur ferðum á Þumal fjölgað gífulega síðan 1975.

Best er að hefja ferðina úr Skaftafelli, frá tjaldsvæðinu og ganga inn í Bæjarstaðaskóg í Morsárdal og elta þaðan dalinn inn þar til að komið er í næsta dal, hornrétt á Morsárdal, sá dalur gengur undir nafninu Kjós. Áberandi gil er norðan megin í Kjósarmynninu, Vestara-Meingil, gengið er upp vestanmegin við það eftir þokkalega skýrum slóða. Þar getur verið nokkur hætta á ferðum í úrkomu og slæmu skyggni, því gilið er hrikalegt. Þegar komið er upp í 750 m hæð sveigir leiðin til vesturs, inn í stóra skál eða dal sem ber nafnið Hnútudalur. Continue reading

Crag Öræfajökull
Sector Þumall
Type Alpine

Video

Norðvesturhlíð

Leið númer 8 á mynd.

Lóðrétt hækkun: 130 m.
Gráða: I/II.
Áætlaður klifurtími: 1 klst.

Stefnt er á klettana nyrst í norðvesturhlíðinni. Fyrst er jafnt hallandi snjóbrekka uns kemur að lóðréttu klettabelti nokkru ofar miðjum hlíðum. Er þar íshaft, 3-4 m., 70° brett. Þar fyrir ofan tekur við snjófláki, um 45° brattur. Þá er stefnt upp í vik eða lænu til vinstri og minnkar þar brattinn. Vikið endar í þröngri, stuttri rás, ekki brattri og er þaðan stutt leið til suðurs upp á tindinn.

Crag Vífilsfell
Type Alpine

Flóttamannaleið

Leið númer 7 á mynd

Lóðrétt hækkun: 150 m.
Gráða: II.
Áætlaður klifurtími: 1- 1 1/2 klst.

Farið er á snjó upp yfir fyrsta klettahaftið 10-15 m. Þar getur brattinn náð 50-55°, upp snjóbreiðuna, 45 °, á ská til hægri, upp undir bröttustu klettana. Þá er haldið til hægri upp ca. 50° bratta brekku. Þar þrengist snjóbreiðan en breikkar fljótlega aftur og minnkar þar brattinn niður í 35-40°. Haldið er til hægri eftir snjóbreiðunni aðeins niður á við uns komið er fyrir klettana. Þá er haldið upp aðeins á ská til hægri, uns komið er að klettum. Upp þá ca. 20 m.  Er þá komið upp á brún og þaðan er auðveld ganga á tindinn.

Crag Vífilsfell
Type Alpine

Vesturhlíð

Leið númer 6 á mynd

Lóðrétt hækkun: 100 m.
Gráða: I.
Áætlaður klifurtími: 1/2 klst.

Sé gert ráð fyrir að farið sé frá Sandskeiði er styttst á fjallið sunnan mestu klettanna (NV-veggjarins). Segja má að klifrið byrji þegar hallinn er kominn í ca. 40°. Klifrað er upp í með stefnu dálítið sunnan við hæsta klettinn. Er þar efst létt brölt í ísuðum klettum sem endar þegar komið er á dálítinn hrygg sem liggur upp á hæsta tindinn.

Crag Vífilsfell
Type Alpine

Nafnlausa leiðin

Leið númer 5 á mynd

Skemmtileg og góð æfingaleið fyirr óreyndari klifrara.

Lóðrétt hækkun: 100 m.
Gráða: II.
Áætlaður klifurtími: 1 – 1 1/2 klst.
Útbúnaður: Fleygar, karabína (bara ein?), lína

Haldið upp klettafláana (I), nokkurn veginn á ská til vinstri uns komið er að brattari hluta veggjarins. Þá er farið eftir breiðri syllu til vinstri um 5-10 m., uns komið er að smá geil nokkuð mosavaxinni, klifrað upp hana hægra megin 15-20 m. (II). Þar fyrir ofan er lítið um tryggingar. Þaðan liggur leiðin um mosavaxnar syllur til vinstri, 20-25m., að lítilli skoru í klettinum. Upp hana, 5m. (II), og yfir bratt klettahaft, 2 m. (II+). Þaðan er haldið um 6 m. beint upp (II+) að litlu horni. Þar er hægt að millitryggja með breiðum fleyg. Þá er farið um 5-6 m. beint til hægri (I) og þaðan upp örfáa metra á brúnina.

Crag Vífilsfell
Type Alpine

Skuldaskil

Leið númer 4 á mynd.

Skemmtileg klifurleið, frekar opin og brött. Líkl. fyrst klifin haustið 1979.

Lóðrétt hækkun: 120 m.
Gráða: III+
Áætlaður klifurtími: 2 klst.
Útbúnaður: Fleygar, karabínur, lykkjur, lína.

Farið upp klettafláana (I) og stefnt norðan við stapann sem gengur útúr hlíðinni niður af hátoppnum. Stuttu áður en kemur að rótum stapans verður fláinn brattari (II). Þar fyrir ofan, norðan við rætur stapans, tekur við mosavaxin sylla.

Síðan er stefnt upp geilina sem myndast milli hlíðarinnar og stapans (II), 15 m., en hún mjókkar þegar ofar dregur og endar í lóðréttum vegg. Frá geilinni er klifrað út frá vinstri upp 6 m. háan vegg (III+) og síðan upp með stapanum 13-15 m (III). Þá er komið á mjóa syllu og er þar helst til trygginga að reka flyga beint í móbergið. Nú er klifrað til hægri upp breiða sprungu (III+) e.t.v. hreyfingar (IV+), opið klifur, 20 m. Þá er brúninni náð.

Crag Vífilsfell
Type Alpine

Reykháfurinn

Leið númer 3 á mynd

Skemmtileg og fjölbreytileg klifurleið. Sú leið sem kemst næst því að liggja beint á hágnýpu fjallsins.

Lóðrétt hækkun: 130m
Gráða: III.
Áætlaður klifurtími: 1 1/2 klst.
Útbúnaður: Fleygar, karabínur, lykkjur (sling), lína.

Gengið er upp skriðurnar norðvestan í fjallinu að klettunum. Síðan haldið upp klettafláana (I) og stefnt á hágnýpuna uns brattinn fer að aukast fyrir alvöru. Þá er farin sylla, skáhalt upp á við 15 m., til vinstri. Af henni klifrað upp um 10m. eftir breiðri sprungu (III). Þar tekur við stór stallur, klifrað til vinstri upp Reykháf (III), 25 m. Er þá komið upp á lítinn stall. þaðan klifið skáhalt upp á við til vinstri (II+) uns brúninni er náð, 30 m. Fleyga má nota bæði í Reykháfnum og fyrir ofan hann en hvergi eru augljósar fleygsprungur.

Crag Vífilsfell
Type Alpine

Vífilsfell

Vífilsfell is well known for hikers but less known for climbing. In Ísalp journal #16, 1980, Ísalp topo #10 was issued and it describes climbing in Vífilsfell. This topo was the first one in Iceland that featured rock climbing, previously two topos had been issued that featured snow and ice climbing in Tindfjöll & Botnsúlur

3. Reykháfurinn – Grade III
4. Skuldaskil – Grade III+
5. Nafnlausa leiðin – Grade II
6. Vesturhlíð – Grade I
7. Flóttamannaleið – Grade II
8. Norðvesturhlíð – Grade I/II

Read the descriptions with care, specially what gear to bring. Also remember that Vífilsfell is made out of very loose rock and is not really suited for climbing.

Góða ferð Ueli

Route number 80 in the photos

WI 2+/3

This route was first climbed the day that news came from Mt. Everest, that the great mountaineer Ueli Steck was killed while climbing and acclimatizing for his climb up to Mt. Everest. Great loss for the alpinism comunity.

FA: Matteo Meucci, 30.04 2017

Crag Esja
Sector Blikdalur
Type Alpine

Tvíhleypan

Leið númer 19a á mynd

WI3 M4, 300 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 21. apríl 2017.

Leiðin fylgir áberandi hrygg, sunnan við austurhrygg Skessuhorns. Hryggnum var fylgt að mestu, en leiðin flöktir þó aðeins til að elta góða tryggingarstaði og ís. Undir lokakaflanum, einskonar höfuðvegg, var hliðrað til vinstri (suðurs) í góðan ís sem var klifinn upp á topp.

Mestu erfiðleikar leiðarinnar voru í mixhöftum í fyrstu spönn, þá sérstaklega því fyrsta. Um miðbik leiðar var
falleg spönn með stuttu og bröttu hafti af bláum ís. Talsvert af góðum ís í efri hluta, en óvenju góðar aðstæður voru í Skarðsheiði í frumferðinni.

Klifruð var ein föst spönn í byrjun, þá tvær langar hlaupandi spannir og loks tvær spannir upp lokakaflann, samtals um 300 metrar. Tryggt var með bergtryggingum (hnetur, vinir, fleygar) og skrúfum. Nóg af góðum tryggingum.

Leiðin dregur nafn sitt af atburði sem átti sér stað á þessum slóðum á ofanverðri 19. öld. Bóndi nokkur hafði ráðið kaupamann sem hafði víða verið til vandræða. Leið ekki á löngu þar til kaupamaðurinn gerði sér dælt við eiginkonu bóndans. Bóndinn var alræmdur skapmaður og tók þessu ekki þegjandi, heldur reif fram skotvopn, enska tvíhleypu, og beindi henni að kaupamanninum sem flýði í ofboði út úr bænum, upp í átt að Skessuhorni og bóndinn á eftir. Bóndinn mun fljótlega hafa dregið á kaupamanninn og náði honum loks þar sem nú heitir Kaupamannsgröf. Liggur sá staður ekki fjarri upphafi klifurleiðarinnar.

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá hér

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

Austurhryggur Skessuhorns

Leið númer 19b á mynd

AI2 M4, 350 m. FF: Andri Bjarnason, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, mars 2016.

Leiðin fylgir A-hrygg Skessuhorns til að byrja með í gegnum ágætis mix-höft. Tekur svo sveig til hægri, framhjá íslausum, bröttum höftum, og þaðan skáhallt upp til vinstri, alveg upp á tind Skessuhorns. Í góðum ísaðstæðum er mögulegt að beinni lína sé möguleg. Mestu erfiðleikar í höftunum í fyrstu spönn.

Klifraðar voru tvær langar spannir en síðan á hlaupandi tryggingum upp á topp. Aðallega var tryggt með bergtryggingum.

Fleiri myndir úr frumferðinni má sjá hér

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

Eftirförin

Staðsetning: Vesturveggur Trönu í Eyjadal, norðan Móskarðahnjúka.

AI2 M4, 300 m. FF: Andri Bjarnason og Sveinn Friðrik Sveinsson, 14. apríl 2017.

Leiðin hefst við lítið sker neðst í hlíðinni. Klifrað upp nokkur höft, um 100 metra, uns dregur úr brattanum næstu 150 metra. Lokakaflinn liggur hægra megin upp greinilegan höfuðvegg efst í fjallinu (lykilkafli). Þar voru tvær hreyfingar af M4, annars léttara klifur.

Fyrstu 150 metrarnir voru einfarnir, næstu 100 m á hlaupandi tryggingum og síðustu 50 m í fastri spönn.

Tryggt var með hnetum, öxum og snjóankeri.

Aðkoma: Ekið inn Svínaskarðsveg og þurfti að fara yfir nokkra skafla sem voru krefjandi fyrir 38″ jeppa. Síðan gengið upp gil innarlega í Svínadal sem liggur milli Móskarðahnjúka og Trönu. Áhugavert væri að skíða norður af Móskarðahnjúkum í leiðina. Þriðji möguleikinn væri að ganga inn Eyjadal.

Leiðin dregur nafn sitt af atburði sem átti sér stað á þessum slóðum þann 18. október, 1942. Þá hafði orrustuflugvél Bandamanna veitt þýskri Junkers 88 herflugvél eftirför og þær skipst á skotum. Jafnvel er talið að þær hafi rekist saman með þeim afleiðingum að stél þeirrar þýsku skemmdist. Eftirförinni lauk með þeim afleiðingum að sú þýska fórst í hlíðinni, skammt ofan við gilið sem við gengum upp úr Svínadal, og létust allir þrír áhafnarmeðlimir. Lík þeirra voru jarðsett í kirkjugarðinum í Brautarholti, en síðar flutt í Fossvogskirkjugarð. Í gilinu má enn finna brak úr vélinni, þó snjórinn hafi hulið það þegar við vorum á ferð.

Heimild: http://www.ferlir.is/?id=6114

Fleiri myndir úr frumferðinni má finna hér

Crag Esja
Sector Eyjadalur
Type Alpine

Endurfundir

Route number 2 in the photo

WI 3+

5 and half pitches
1 WI3+ 30m
2 WI2  55m
3 WI2 60m
4 WI 3 60m
5 40° 60m
6 15m easy

FA: 15.04.2017 by Matteo Meucci & Marco Porta

During the second pitch I dropped a screw and on our way back we went looking for that founding it straight in to the snow…a good sign!

Crag Öræfi, Vestur
Sector Kristínartindar
Type Alpine

ÍSALP returns to Iran!

Mt. Damavand

Fjallamennskusamband Íran hefur haldið árlegan alþjóðlegan fjallamennskuviðburð fyrir unga klifrara frá árinu 2015 og hefur Íslenska Alpaklúbbnum verið boðin þátttaka.

Í fyrra sendum við í fyrsta sinn þátttakendur og gekk vel í alla staði.
Í sumar verður viðburðurinn haldinn í síðasta sinn.
Í þetta sinn klifra þátttakendur undir tryggri leiðsögn „fjallamennskulandsliðs Íran“ á tvö fjöll: Mt. Damavand (5.671 m) sem er hæsta fjall Íran og Alam-kuh (4.848 m).
Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast um framandi slóðir og stunda spennandi fjallamennsku.
Miðað er við að þátttakendur séu 35 ára eða yngri, en á því hafa þó verið gerðar undantekningar.

Hægt er að lesa meira um ferðaáætlunina hér en herlegheitin standa yfir frá 7. – 19. júlí: Iran Damavand – Alam Summer Camp

ÍSALP styrkir tvo meðlimi til ferðarinnar um 50.000kr á mann. Til að sækja um styrkinn og að fara til Íran fyrir hönd ÍSALP þarf að fylla út formið hér að neðan.

Continue reading

Pisa Application

Pizzo D’Uccello er í nágrenni Pisa og þykir líklegt að þessi tindur verði heimsóttur

Íslenski Alpaklúbburinn og Alpaklúbbur Písa (Ítalíu) komu nýverið á legginn skiptiprógrammi milli félaganna tveggja.
Í febrúar bauð ÍSALP fjórum Ítölum til Íslands, hýstu þá, ferðuðust með þeim um landið og klifruðu.
Í haust endurgeldur Alpaklúbbur Písa greiðann og býður fjórum félögum í okkar klúbbi í klifurheimsókn til Toscana.

Stefnt er að því að fara til Písa í september en nákvæm dagsetning kemur von bráðar. Ferðin mun vara í eina viku og styrkir ÍSALP fjóra meðlimi um 50.000kr á mann.
Sú upphæð ætti að næga fyrir ferðalaginu til Písa en þegar þangað er komið mun CAI-PISA klúbburinn sjá um gistingu og ferðalög.
Fyllið út formið hér fyrir neðan til að sækja um!

Umsóknarfrestur er 01.05.17!

Continue reading