Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Bjöggi og Einar frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum eru nú staddir á Grænlandi að leiðsegja í þriggja tinda leiðangri fyrir Adventure Consultants.
Markmiðið var að fara á Gunnbjörn 3.994 metrar, Cone 3.669 metrar og Dome 3.682 metrar. Þrjú hæstu fjöll Grænlands sem sagt. Eftir það á svo að klifra og skíða.
Skemmst er frá því að segja að þeir eru búnir með öll þrjú aðalmarkmið ferðarinnar. Ljómandi flott hjá þeim.
Minni svo á hina Íslendingana á Grænlandi, en það er sennilega skemmtilegasta blogg internetsins þessa dagana, 109 km dagar, bacon og viský er þemað. http://expeditions.mountainguides.is/
Farið er upp breitt gil, sem er beint norðan undir hátindi Miðsúlunar. Klettahaft getur verið farartálmi, ef farið er beint upp úr gilinu. Efst má því fara á ská til vesturs út á vesturhrygginn, er þar jafnan samfelldur snjór. Þaðan er haldið áfram vesturhrygginn og efst sameinast Rupp bróðurleiðum sínum Ripp og Rapp (nr. 11 og 12).
Klifrað er upp gilið næst fyrir vestan Ripp (nr. 11) upp á austurhrygginn. Hengjur eru sjaldgæfar upp úr gilinu. Síðan sameinast þessi leið Ripp (nr. 11).
Gengið er upp að gili sem liggur niður af austurhrygg Miðsúlunar og klifrað þar upp á hrygginn. Upp úr gilinu getur verið smáhengja. Nú er farið á ská til vesturs fyrir neðan hátindinn og út á vesturhrygginn rétt neðan við tindinn. Smá klettahaft er efst á hryggnum, en það er yfirleitt lagt ísi eða snjó.
Þessi leið liggur um 20-30 m vestar en Direct (nr. 9) og er auðveldari. Hér eru engin íshöft eða hengjur. Lagt er af stað úr Miðsúludal og komið upp á suðurhrygginn rétt fyrir neðan tindinn.
Leiðin byrjar úr Miðsúludal og tekur stefnu beint á tindinn upp ísi- og snjólagt gil í klettabelti fyrir neðan tindinn. Engar hengjur eru á leiðinni, en gilið sem er um 30 m lang er oft ísilagt og mjög bratt, varla fært nema við góð skilyrði. Þegar upp úr gilinu er komið, er haldið áfram upp á tindinn, og eru þar engir farartálmar.
Farið er norður fyrir Háusúlu. Þaðan er klifrað upp breitt gil (norðurgilið), sem gengur niður úr vesturhrygg Háusúlu. Smáhengja er efst, en annars er leiðin greið. Þessi leið sameinast Vesturgili (nr. 7), þegar upp á hrygginn er komið.
Gengið er norður úr skarðinu milli Háu og Vestursúlu, í vesturhlið Háusúlu, að gili, sem gengur niður úr vesturhrygg Háusúlu. Þegar að gilinu er komið, skal fara í línu og síðan leggja af stað upp gilið, sem er auðfarið. Gilið er af I. gráðu snjóklifurs og um 90 m langt. Þegar komið er upp á vesturhrygginn, skal reka niður tryggingu, áður en haldið er áfram.
Frá hryggnum á tindinn eru um 60 m. Fyrstu 10-15 metrana er brattinn um 60-65° og upp ísí- eða snjólagt berg. Bergið er “sæmilegt” en þessi kafli getur verið snjólaus. Þegar upp fyrir klettahaftið er komið, tekur við samfelld snjóbrekka, um 50° brött, upp á tindinn.
Ein langsta snjó og ísklifurleið í Botnsúlum. Lagt er af stað upp úr Súlnadal neðst í klettabeltinu norðvestan undir hátindinum. Farið er beint upp gilin, sem er um 10m breitt neðst. Gilið breikkar eftir um 25 m, en greinist jafnframt í að minnsta kosti þrjú snjófyllt gil. Haldið er áfram upp gilið, sem er lengst til hægri (vesturs). Áður en haldið er áfram, er best að reka niður tryggingu, því nú eykst brattinn og er á köflum rúmlega 50°. Gilið mjókkar jafnframt og verður um 2m breitt. Þegar um 100 m eru að baki, skiptist leiðin í tvennt. Sé haldið beint áfram og síðan upp á norðurhrygg Syðstusúlunar, eru engin íshöft á leiðinni. Þá telst leiðin af I. gráðu, en skemmtilegast er þó að fara upp til vinstri (austurs) upp 4 m, 60° bratt íshaft og áfram upp mjótt og bratt gil, sem síðan hverfur út í vesturhlíðina á norðurhrygg Syðstusúlunnar. Gæta þarf fyllstu varúðar þegar komið er upp fyrir gilið, því að klifrið er ekki búið, auk þess er mikill bratti og mikil vegalengd niður í Súlnadal. Efst við norðurhrygginn getur verið smá hengja.
Einföld snjóleið úr Súlnadal upp á norðurhrygg Syðstusúlunar. Engin höft eða íshengjur eru á þessari leið, sem er jafnframt auðrötuð. Meðalhalli mun vera um 45-50°
Í ársriti Ísalp frá 1992 birtist greinin “Morgunstund gefur gull í mund”. Greinin fjallar um frumferðina á leiðinni Morgunfýla.
Leiðin byrjar í snjógili með um 5m íshafti snjógilið er um 30 m. Þaðan tekur við 20m hliðrun eftir bergstöllum til að komast að ísnum. Þaðan er klifrað beint upp fossinn sem er um 70-80 gráðu brattur með lóðréttum köflum.
FF: Jón Haukur Steingrímsson og Valdimar Harðarson, WI 3/4, 200m
Skemmtileg snjóklifurleið upp á austurhrygg Syðstusúlunar, upp úr Miðsúludal. Engir meiriháttar erfiðleikar eru á leiðinni, en bratti er mikill, sérstaklega efst. Farið er upp austast úr skálinni fyrir norðaustan hátind Syðstusúlunar. Er þá stefnt til austurs, upp í gilið undir stóra klettinum, sem er um 200 m fyrir neðan (austan) hátind Syðstusúlu. Dálítil ísing getur verið á klettinum og smáhengja rétt áður en farið er upp í gilið, annars er leiðin greið og án teljandi farartálma.
Úr leiðavísi frá 1979:
Löng ís og snjóklifurleið, fær við bestu skilyrði og aðeins fyrir mjög “vana” klifurmenn. Lagt er af stað úr Miðsúludal og farið upp breitt gil, sem sker klettabeltið, og snjóbrekku að þrengslunum. Þessi kafli er um 80 m og telst til I. gráðu snjóklifurs. Höft eða hengjur eru ekki á þessari leið. Bratti er mikill uppi í mynni sjálfra þrengslanna og neðst í þeim er um 5 m langt 70° bratt íshaft. Hér er best að reka inn ísskrúfu eða ísfleyg og tryggja næsta mann upp til sín áður en lagt er á brattann. Þegar komið er upp fyrir fyrsta íshaftið minnkar hallinn í um 50° og helst það næstu 10 m. Þá tekur við um 8 m langt og 70° bratt íshaft. Ágætt er að reka inn millitryggingu áður en lagt er í haftið. Þegar upp fyrir haftið er komið, klofnar leiðin í tvennt, best er að halda beint áfram, því leiðin til hægri er ekki samfelld, klettar slíta hana í sundur á kafla. Haldið er áfram, uns leiðin skiptist aftur, þá er stansað, enda um 35-40 m niður til næsta manns. Nú er tryggt með ísöxi og/eða snjóankeri (stundum betra að nota ísskrúfur) og til öryggis má negla bergfleyg í klettinn. Nú er næsti maður tekinn, því næst farið upp íshaftið sem er lengt til hægri (vesturs), því að jafnaði er mesti ísinn þar. Upp að haftinu, sem er jafnframt síðasti og erfiðasti “farartálminn” á leiðinni er um 50° bratti, en haftið sjálft er yfir 80° og 4-6 m langt. Millitrygging áður en langt er á haftið er ákjósanleg. þegar komið er upp úr þrengslunum, tekur við samfelld snjóbrekka. Er þá klifrað upp á hrygg Syðstusúlunnar og næsti maður tekinn upp.
Löng klifurleið úr Miðsúludal upp að kletti á austurhrygg Syðstusúlunnar. Tryggingar eru nauðsynlegar og heppilegast að nota snjóankeri og /eða ísaxir. Gilið, sem farið er upp eftir, er fremur einföld snjóleið. Alvarlegar hengjur eða íshöft eru ekki á þessari leið.
Leið númer 1, ekki teiknuð inn á mynd en fylgir hryggnum
Gráða I, 80 m
Þessi leið er auðveld yfirferðar og eru þar engin íshöft eða hengjur. Leiðin er á gönguleið nr. 6 (lýst í 12. tbl. ÍSALP) og er sjaldan ófær. Til trygginga er öruggast að nota snjóankeri.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Þann 16. maí, klukkan 10:20 varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til að stíga á topp Lhotse. Þessu er sagt frá á heimasíðu styrktarfélagsins Líf.
Lhotse er hluti af Everest fjallgarðinum og er fjórða hæsta fjall í heimi, á eftir Everest, K2 og Kangchenjunga, öll í Everest fjallgarðinum. Lhotse er 8.516 m á hæð og tók það John Snorra um 17 klukkustundir að ganga upp á tindinn sjálfan og fjórar stundir niður aftur.
Næst er John Snorri að miða á að klífa fjallið K2 sem er það næst hæsta í heimi, 8.611 m, en jafnframt það erfiðasta og hættulegasta. Aðeins um 300 manns hafa náð á tind K2 en 77 hafa látið lífið við það að reyna.
Við óskum John Snorra alls hins besta í þessum leiðangri og hlökkum til að heyra fleiri fréttir af framvindu ferðarinnar.
Ísalp hefur um árabil átt og séð um skálann Bratta í Súlárdal í Botnssúlum. Skálinn hefur lent í ýmsum hremmingum í gegnum tíðina. Farið var með nýjan skála upp í Súlárdal í mars 1983. Gengið var frá honum þannig að hann myndi þola vond veður þar til að gengið væri endanlega frá honum um sumarið. 17 apríl gerði hins vegar fárviðri af norðaustri. Að sögn bænda í Brynjudal var þetta alversta veður í áraraðir og fuku meðal annars þök af húsum þar. Í þessu veðri fauk Bratti í heilu lagi og brotnaði niður í spýtnabrak. Strax var hafist handa við endurbyggingu og 1984 var kominn upp nothæfur skáli.
2011 var Bratti aðframkominn vegna slæms viðhalds og var fluttur í bæinn til lagfæringar. Árið 2014 fékk klúbburinn nýjan og veglegan skála að gjöf frá bílaframleiðandanum Land Rover og kemur sá skáli til með að leysa Gamla-Bratta af hólmi. Gamli-Bratti var gefinn til að rýma fyrir þeim nýja og hann þjónar nú sem verkfæraskúr við sumarbústað á Suðurlandi.
Til stendur að flytja nýja skálann upp í Botnssúlur næsta vetur í samstarfi við Ferðafélag Íslands.
Frá Bratta eða úr Súlárdal, einnig þekktur sem Súludalur, er hægt að stefna á nokkrar mismunandi Súlur. Skráðar eru leiðir í Hásúlu, Miðsúlu og Syðstusúlu en líklegt þykir að hægt sé að fara leiðir í Vestursúlu eða í Súlnabergi.
Norðvesturhlíð
5. Tog – Gráða II
5a. Þel – WI 3
6. Dráttur – Gráða II
2. Háasúla (1023m) Læðsta súlan í Botnssúlum, aðeins Súlnaberg er lægra. Ekki er vitað hvaða kaldhæðni var í gangi þegar að þessi tindur var nefndur eða hvort að fólk hafi almennt haldið að Háasúla væri hæðst.
Norðurhlíð
Norðurveggur – WI 3
Vesturhlíð
7. Vesturgil – Gráða II
8. Norðurgil – Gráða II
3. Miðsúla (1086m)
Jafn há og Vestursúla og stendur næst skálanum Bratta. Leiðirnar á norðurhlíðinni eru nefndar eftir frægum persónum úr Andabæ Ripp, Rapp og Rupp. Bræðurnir þrír eru jafnhæfir í öllu, hvort sem um er að ræða að gáfnafari, leikhæfni í tölvuleikjum, og eru allir jafnir að hæð og þyngd, þetta kemur saman við leiðirnar þrjár sem eru allar Gráða I/II og eru 90-100 m
Suðausturhlíð
9. Direct – Gráða II/III
10. Sveigjan – Gráða I
Ein af þremur leiðum á Tindinn, 1251 m háan klettastapa sem Tindfjöll eru kennd við.
Frá Efstaskála (Ísalp skálanum) er um 300 m lækkun niður í gil Þórólfsár. Þaðan um 700 m hækkun á Tindinn.
Áætlaður göngutími: 4-6 klst. úr Efstaskála upp að Tindi. Auk þess má ætla 1-2 klst. í klifrið upp á Tindinn.
Farið er upp Tindinn að suðaustan. Er það um 80 m hátt klifur, fært bæði vetur og sumar, en mun aðveldara í hjarni og ís. Er þetta ca. 2.-3ju gráðu snjó/ís-klifur. Að sumarlagi er fátt um góðar tryggingar, bergið yfirleitt laust.
Ein af þremur leiðum sem liggja upp á Tindinn, 1251 m hár klettastapi sem Tindfjöll eru kennd við.
Frá efsta skála (Ísalp skálanum) eru um 5 km að Tindinum, um 2-2,5 klst og 1-2 tímar í klifrið sjálft.
Þægilegt er að klifra SV hrygginn upp á Hornklofa og halda svo eftir hryggnum sem liggur í suður þar til komið er að Tindinum.
Norðurhlið Tindsins er talin erfiðari en suðurhlíðin, trúlega ófær að sumri til. Bestu aðstæðurnar yrðu seinni hluta vetrar og að vori til, í ís og harðfenni. Þessi hlið Tindsins var fyrst klifin, svo vitað sér, í apríl 1979. Klifrið er um 80 m hátt, meðalhalli 55°, tvö höft þó um 70° brött. Telja má þetta 3ju gráðu snjó/ís-klifur. Lagt er upp frá lægð í háhryggnum, rétt norðan undir Tindinum. Er þá fyrst farið yfir í bratta austurhlíðina, síðan upp klettahaft, oft ísi lagt. Er þá komið upp að klettarana, þaðan haldið upp snjólænu norðan í Tindinum sem liggur upp á hæðsta kollinn.
FF: Jón E. Rafnsson og Guðjón Ó. Magnússon, 28.04 1979, WI 3