Fréttir af ísklifri og aðstæðum

Eilífsdalur fékk sína fyrstu heimsókn á þessum vetri á laugardag en þar voru á ferðinni Gabriel og Eyþór sem heimsóttu Einfarann.

Sunnudaginn nýttu þeir einning en þá inni í Brynjudal. Ísleiðirnar framarlega í Flugugili reyndust þunnar og ekki beint tilbúnar svo að stefnan var þá tekin innar í dalinn og þar urðu fyrir valinu leiðirnar vestast í Skógræktinni. Samkvæmt leiðarvísi voru þar klifnar leiðir B1 sem ber nafnið “Árnaleið” og  annað nokkuð þétt ísþil sem þyrfti nú að merkja inn í annars metnaðarfullan leiðarvísi um Brynjudal. Snati var orðinn síður en samt ekki að ná jarðtengingu. Þyrfti fleiri góða daga til þess.

Þrándarstaðafossar voru stórir en ekki alveg lokaðir enda vatnsmiklir.
Óríon virðist fjarska fagur.
Almennt talsverður ís kominn.

Continue reading

Suðurhlið Lóndranga

Leið númer 3

Spönn 1: Hliðrar eftir grassyllunni að austanverðum dranganum og byrjar að klifra upp klaufina við flöguna sem að er að flettast af suðurhliðinni.

Spönn 2: Byrjar þar sem rauða línan á drónamyndinni byrjar. Spönnin byrjar á nokkuð langri hliðrun inn í kverk. Kverkin leiðir í smá stans.

Spönn 3: Leiðir inn í Stóru sprunguna, þar sem að Lóndranginn er í rauninni klofinn í tvennt, nokkuð þröngt til að byrja með en víkkar talsvert eftir því sem ofar dregur. Endar alveg uppi á topp á sama stað og hinar leiðirnar.

Á toppnum er talsvert af gömlum sigbúnaði, slingar, karabínur, keðjuhlekkir og ein hneta, svo að ekki ætti að vera mikið mál að komast niður aftur. Í leiðinni sjálfri er eitthvað af fleygum og í stansinum. Grunur leikur á að fleygarnir séu eftir eggjatýnslumenn en ekkert er vitað með viss um það.

Drangurinn sjálfur er úr móbergi, svo að hann er aðeins laus í sér en á íslenskan mælikvarða er hann bara fínn og þokkalega fastur.

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

Fyrst er vitað til þess að leiðin hafi verið klifruð af námskeiðinu Fjallamennska III, í maí 2003

FF: Kjartan Þór Þorbjörnsson, … , maí 2003, 3 spannir 5.6

 

 

Crag Snæfellsnes
Sector Lóndrangar
Type Alpine

Minni Lóndrangi

Minni Lóndranginn er 61m á hæð og er ekki oft klifinn, talsvert fleiri láta vaða í þann stærri.

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

FF: Óþekkt 1938

Crag Snæfellsnes
Sector Lóndrangar
Type Alpine

Austurhlið Lóndranga

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin er yfirleitt klifin í tveim eða þrem spönnum. Fyrst upp á stallinn og svo alveg upp á topp, seinni spönnin er mjög löng og þræðir alskonar fídusa, því er ekki vitlaust að skipta henni í tvennt.

Í seinni spönninni er hægt að klifra upp klaufina líkt og í Upprunalegu leiðinni eða fylgja kverk sem er vinstra megin við klaufina.

Allt klifrið er dótaklifur með þokkalega góðum tryggingarmöguleikum en það eru gamlir og þokkalega traustir fleygar á stöku stað í leiðinni

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

FF: Óþekkt, gráða 5.6

Crag Snæfellsnes
Sector Lóndrangar
Type Alpine

Video

Upprunalega Lóndrangaleiðin

Leið númer 1 á mynd

Ekki eru til myndir eða mjög nákvæmar lýsingar af klifrinu en fólki fannst þessi gjörningur vera hinn mesti háskaleikur. Leiðin er því ekki algjörlega þekkt en ætla má að hún liggin einhvern vegin á þennan hátt.

Hér og þar í leiðinni eru fleygar sem virka þokkalega traustir, annars þarf að notast við dótatryggingar. Þokkalega auðvelt er að finna góða tryggingastaði.

Í heimildum er sagt að Lóndrangar séu Basaltstappar. Klifrarar telja það vera helbera lygi eða í það minnsta hálfsannleik, því að augljóslega er um móberg að ræða af mestu leiti.

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

FF: Ásgrímur Bergþórsson 1735, 5.6

 

Crag Snæfellsnes
Sector Lóndrangar
Type Alpine

Myoplex vöðvaflex WI 5+

Í því sem venjulega er klettaveggur hægra megin við Orion. Leiðin liggur upp þar sem kemur smá skarð í brúnina. Myndin sýnir Oríon en Myoplex vöðvaflex er ekki inni, mynd óskast.

Leiðin er til komin vegna úða frá Orion og er að öllu jafna ekki til. Byrjar í smá yfirhangi, einn fjarki og smá læsingar komu okkur yfir það, en restin er að mestu auðveld í góðum ís. Erfiðleikarnir byggjast á nokkrum crux hreyfingum í byrjun sem auðvelt er að tryggja.

FF: Ívar Finnbogason og Arnar Þór Emilsson, 24.02 ’01. 50m WI 5+

Crag Brynjudalur
Sector Flugugil
Type Ice Climbing

(Icelandic) Afmælispartý

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Heil og sæl,

Veislan fer fram í húsnæði Arms ehf, Skeifunni 5 (við hliðina á Vínbúðinni!).

Húsið opnar klukkan 19 með fordrykk og borðhald hefst klukkan 20. Boðið verður upp á vín, bjór og óáfenga drykki en öllum er frjálst að mæta með sitt eigið.

Matseðillinn er ekki af verri endanum:

Heilgrillað Lambalæri og Grilluð Kalkúnabringa frá Grillvagninum
• Osta-Gratínkartöflur / Bakaðar kartöflur.
• Ferskt salat m/Feta.
• Léttristað grænmeti.
• Maísbaunir.
• Hunangssinnepssósa.
• Rauðvíns eða Púrtvínssósa.

Kv. Afmælisnefndin

Bifröst, III 5.9 220m

Leiðin liggur upp klettahrygg undir höfuðvegg Kambhorns.

  1. spönn: 5.6, 20m, 5 boltar
  2. spönn: 5.5, 30m, 5 boltar
  3. spönn: 5.7, 20m, 8 boltar
  4. spönn: 5.9, 50m, 10 boltar
  5. spönn: 50m óboltuð tengispönn
  6. spönn: 5.7, 50m, 8 boltar

Við frumferð var leiðin að stórum hluta blaut og rök og eru því góðar líkur á að gráðurnar séu ekki alveg réttar og ætti að taka þeim með fyrirvara.

Leiðarlýsing: Leiðin býður upp á alvöru fjallaklifurfíling og reynir oft meira á útsjónarsemi og vandvirka fótavinnu heldur en að toga fast. Leiðin einkennist af blönduðu klifri þar sem Continue reading

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type Alpine

Vestrahorn

Vestrahorn er fjallgarður austan við Almannaskarð, um 10km austar en Höfn í Hornafirði og stendur milli Hornsvíkur og Papóss. Fjallgarðurinn er sérstakur í íslenskri jarðfræði þar sem þetta er einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem finna má gabbró og annað djúpberg. Klettarnir þar henta því vel til klifurs og er að finna einhverja hæstu klettaveggi landsins þar.  Í fjörunni neðan við hamrana eru steinblokkir sem fallið hafa úr klettunum í fjallinu. Grjótin eru allt frá því að vera smásteinar upp í að vera á stærð við margra hæða blokkir. Frekari upplýsingar um grjótglímu (boulder) á svæðinu má finna á https://www.klifur.is/crag/vestrahorn.

Helstu tindar á svæðinu eru:

Húsadalstindur

Klifatindur

Rustanöf

  1. Rustanöf

Litla horn

Leitishamar

  1. Leitishamar – gráða III

Kambhorn

Veggurinn sem gnæfir yfir öllum grjótglímusteinunum og sá sem hefur flestar leiðir á svæðinu. Hér má finna leiðirnar

  1. Vesturveggur – III, 5.6
  2. Boreal – III, 5.7
  3. Suðurkantur – III
  4. Suðurkantur – afbrygði – III
  5. Bifröst – III, 5.9
  6. Nemesis – III, 5.8
  7. Ódyseifur – III, 5.8
  8. Saurgat satans (Hrappsleið) – III, 5.10b
  9. Dirty Rainbow – 5.10a

Brunnhorn

Afskaplega formfagurt fjall sem fær því miður fáar heimsóknir. Hér er bergið ásættanlega gott og því eru miklir möguleikar fyrir nýjar leiðir.

  1. Brunnhorn – AD+ III 5.4

(Icelandic) ÍSALP 40 ára

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Íslenski Alpaklúbburinn er 40 ára á árinu og því ber að fagna. Þann 17. nóvember næstkomandi verður slegið til veislu þar sem grill og glundur verður í boði fyrir afmælisgesti.

Miðaverð: 3000kr fyrir Ísalpara, 5000kr fyrir aðra.

Tryggðu þér miða með því að leggja inn á reikning ÍSALP: rn 0111-26-001371 kt. 580675-0509 og senda greiðslukvittun á heidaj@gmail.com

Takmarkað rými er í partýsalnum svo það borgar sig að tryggja sér miða sem fyrst.

Sjáumst

(Icelandic) Bís Kvöld – Dry Tooling evening

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Vetur konungur er handan við hornið og því tilvalið dusta rykið af ísöxunum og hefja æfingar. Ísalp ætlar að efna til BÍS kvölds í klifurhúsinu föstudaginn 13. október klukkan 20:00.

Byrjendur jafnt sem lengra komnir er hvattir til að mæta. Vonumst til að sjá sem flesta!

(Icelandic) Fréttir úr starfi ÍSALP með tveimur fréttaglefsum

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Frétt Morgunblaðsins um fjallaskálann Bratta

 

Aðalfundur Alpaklúbbsins var haldinn síðasta miðvikudag.

Helgi Egilsson situr ár í viðbót sem formaður. Með honum í stjórn eru Bjartur Týr Ólafsson, Jónas G. Sigurðsson, Sigurður Ýmir Richter, Baldur Þór Davíðsson, Matteo Meucci og Ottó Ingi Þórisson. Úr stjórn fara Heiða Aðalbjargar, SIgurður Ragnarsson og Þorsteinn Cameron og þökkum við þeim kærlega fyrir óeigingjarnt framlag til klúbbsins undanfarin ár!

Skýrsla stjórnar klúbbsins fyrir árið 2017 er komin á heimasíðuna, undir liðinn „fundargerðir“

Við undirbúum nú spennandi dagskrá fyrir haustið og stefnum meðal annars á að halda upp á fertugsafmæli Alpaklúbbsins í nóvember.

Næsta fréttaglefsa er úr Eyjafréttum og fjallar um Alpaklúbbsferð Páls Sveinssonar, Bjart Týs, Ottós Inga og Rúnu Thorarensen til Ítalíu í september:

(Icelandic) Hönnun á nýjum skála ÍSALP

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Teikning af nýja Bratta

Nú styttist í að Nýi-Bratti verði fluttur upp í Botnssúlur. Björgunarsveit Akraness og vinir hafa unnið gríðarmikla undirbúningsvinnu í Súlnadal í sumar og þar er núna allt tilbúið fyrir komu skálans.
Næstu skref snúast um að gera skálann sjálfan tilbúinn til flutnings.
Nú leitum við að hugmyndum um hvernig skálinn myndi best nýtast klúbbnum. Ef þú ert með hugmynd að einhverju sem við kemur skálanum, hvort sem það er alsherjarhönnun, eða bara eitt lítið smáatriði, þá viljum við gjarnan heyra af því.

Hvað þarf að vera svefnpláss fyrir marga? Hvernig er best að raða kojum? Hvernig á að haga kyndingu? Hvernig lit viljum við á klósettsetuna?

Áætlað er að september og október fari í hönnunarvinnu en þar á eftir byrji smíðavinna og frágangur á skála fyrir flutning.

Tökum við hugmyndum á stjorn@isalp.is og stofnaður umræðuþráður hér á vefnum.

Nýi skálinn að utan

…Og innan

Aðalfundur 2017

Kæru félagar,

Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbisns verður haldinn í Klifurhúsinu, Ármúla 23, miðvikudaginn 27. september kl. 20:00.

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns Ísalp og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál.

Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.

Framboð skulu hafa borist fyrir 20. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður ef einhverjar eru á aðalfundi.

Helgi Egilsson formaður, Þorsteinn Cameron meðstjórnandi, Heiða Jónsdóttir meðstjórnandi og Sigurður Ragnarsson meðstjórnandi eru öll að kveðja stjórn og því nóg af lausum sætum fyrir framboð.

Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 20. september.
Sjá lög klúbbsins hér.

F.h. stjórnar, Þorsteinn Cameron

 

John Snorri reaches the summit of K2

Last Friday, 28th of July, John Snorri became the first Icelander to reach the top og K2 in Pakistan. The mountain reaches 8611 m above sea level and is the second tallest in the world, only Mt. Everest is taller.

No one has reached the top of K2 since 2014. Also considering the K2-statistics this expedition is a great achievement.

Earlier this summer John Snorri also became the first Icelander to reach the top og Lhotse, 8561, but Lhotse is the fourth tallest mountain in the world

Amazing summer for John Snorri. The Icelandic alpine club congratulates John on this great achievement!

 

(Icelandic) Frítt dótaklifurnámskeið og STARDALSDAGURINN 2017

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd úr Stardal – fengin að láni frá Ágústi

Alpaklúbburinn býður klúbbfélögum upp á frítt dótaklifurnámskeið (e. Trad climbing) í Stardal laugardaginn 24.júní. Þátttakendur skrái sig til leiks með nafni, símanúmeri og netfangi í gegnum stjorn@isalp.is . Skráning er nauðsynleg til að hægt sé að áætla fjölda leiðbeinenda. Farið verður úr bænum kl. 09.00 á laugardagsmorgun og má gera ráð fyrir að námskeið standi til ca. 18.00.

Daginn eftir (sunnudaginn 25.júní) verður hinn árlegi Stardalsdagur haldinn. Dagurinn er með frjálslegu sniði og gengur út á það að Ísalparar fjölmenni í Stardal og klifri saman. Verðlaun veitt fyrir besta búninginn. Skyldumæting fyrir alla nýliða og alla ofurhuga í klúbbnum.

-Stjórnin

Climbing in Valshamar

Due to complaints from landowners in Elífsdal please keep your dogs under control, minimize barking and preferably keep them on a leash.
Also, when walking up to the cliff do not go through private land. Take the path running along the fench. It´s a short walk and a good warm up.
Lets keep the peace and keep on climbing in Valshamar.

(Icelandic) Vilborg á tindi Everest

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Vilborg Arna kláraði málið með glæsibrag síðastliðinn sunnudag.

Þetta var ekki gefins hjá henni og skrifuðu menn um mikinn vind á fjallinu. Vilborg og Tenji Sherpa þurftu að hætta við tilraun sína 20. maí og bíða í 4. búðum eftir færi. Þau lögðu svo aftur í hann og komust á toppinn. Skv. fésbókarsíðu hennar gekk allt vel.

Vilborg reyndi við fjallið 2014 og 2015 en þurfti frá að hverfa í bæði skiptin vegna jarðskjálfta og snjóflóðs.

Þetta þýðir að Vilborg hefur lokið tindunum sjö, er fyrst íslenskra kvenna á Everest, auk þess að vera eina konan sem hefur einfarið 8 þúsund metra tind (Cho Oyu) og pól (Suðurpólinn) ef fréttaritara skjátlast ekki.

Við óskum Vilborgu til hamingju og bendum á greinina í síðasta ársriti fyrir þá sem vilja lesa meira um þessa öflugu fjallakonu. Einnig er hægt að skoða heimasíðu hennar, og facebook.

Mynd af Instagram Vilborgar Örnu: Vilborg Arna á Everest 2017