Leið númer 3
Spönn 1: Hliðrar eftir grassyllunni að austanverðum dranganum og byrjar að klifra upp klaufina við flöguna sem að er að flettast af suðurhliðinni.
Spönn 2: Byrjar þar sem rauða línan á drónamyndinni byrjar. Spönnin byrjar á nokkuð langri hliðrun inn í kverk. Kverkin leiðir í smá stans.
Spönn 3: Leiðir inn í Stóru sprunguna, þar sem að Lóndranginn er í rauninni klofinn í tvennt, nokkuð þröngt til að byrja með en víkkar talsvert eftir því sem ofar dregur. Endar alveg uppi á topp á sama stað og hinar leiðirnar.
Á toppnum er talsvert af gömlum sigbúnaði, slingar, karabínur, keðjuhlekkir og ein hneta, svo að ekki ætti að vera mikið mál að komast niður aftur. Í leiðinni sjálfri er eitthvað af fleygum og í stansinum. Grunur leikur á að fleygarnir séu eftir eggjatýnslumenn en ekkert er vitað með viss um það.
Drangurinn sjálfur er úr móbergi, svo að hann er aðeins laus í sér en á íslenskan mælikvarða er hann bara fínn og þokkalega fastur.
Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.
Fyrst er vitað til þess að leiðin hafi verið klifruð af námskeiðinu Fjallamennska III, í maí 2003
FF: Kjartan Þór Þorbjörnsson, … , maí 2003, 3 spannir 5.6