Hnetubrjótur

Leið númer 3a. á mynd

Leiðin liggur upp klettahrygg á milli tveggja gilja. Gilin eru leið 3. sem er Miðgil og leið 4. sem er Anabasis.

Klifrið er laust og mosagróið neðst en bergið verður fastara í sér eftir því sem ofar dregur. Hreyfingar í efstu spönnum eru allt að 5.8/9

Leiðin er dótaklifurleið og ekki hafa verið boltaðir stansar, líkt og í Heljaregg. Leiðin er klofin í tvennt af stórum mosastalli í miðri leið. Þegar komið er á mosastallinn þarf að ganga u.þ.b. eina spönn inn að seinni klettaveggnum, þar er bergið orðið betra.

Lýsing á leiðinni frá Pál Sveinsyni hljómar svona: Mjög langt, margar spannir, fullt af dóti og frekar erfit.

Sjá má skemmtilegar myndir úr uppferðum hér og hér

FF: Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, 1986

 

Crag Esja
Sector Vesturbrúnir
Type Alpine

Vesturveggur

Gul lína á mynd. Á talsvert sameiginlegt með Bæði Boreal og Suðurkantinum.

Fysta klifurleiðin upp á Vestrahornið. Það tók þá félaga um tvær og hálfa klukkustund að klífa leiðina sem er 450m löng. Að þeirra sögn er bergið með því besta sem þeir hafa kynnst og stórkostlegt til klifurs. Að þeirra mati var leiðin af IV. gráðu en erfiðast (crux) 5.6 (V/V+). Fyrstu 80-100 metrarnir voru erfiðastir.

FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, 21. ágúst 1981

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type Alpine

Kistan

Rauð lína á mynd

Næsti tindur sunnan við Hraundranga, einkennist af flötum topp.

Leiðin er klifruð úr skarðinu á milli Hraundranga og Kistunar. Leiðin er tvær spannir.

Spönn 1: 40m, þar af eru fyrstu 20 erfiðasti parturinn af leiðinni, laust berg, töluverður mosi og erfitt að tryggja. Seinni hluti fyrstu spannar skiptist á laust og fast berg. Eftir fyrri spönnina er komið á sillu, nokkuð góða og þaðan eru um 20m upp á topp.

Spönn 2: 20m, bergið orðið fastara og minni mosi.

Tryggt með fleygum, hnetum og sling utan um stein, sem var sigið niður á. Frumferðarteymi treysti sér ekki til að gráða leiðina en sagði að hún væri mun erfiðari en klassíska leiðin á Hraundranga.

FF: Birkir Einarsson og Sigurður Á Sigurðsson, 17. júní 1982.

Crag Hörgárdalur
Sector Hraundrangi
Type Alpine

Eldey

Eldey er 75m hár móbergstappi, stendur upp úr sjó og þverhnýptur á allar hliðar. Eyjan er undan suðvesturhorni Reykjaness.

Árið 1844 voru síðustu tveir geirfuglarnir drepnir í Eldey og seldir fyrir háar fjárhæðir. Mennirnir sem voru þar á ferð voru þó ekki klifrarar og fóru ekki upp á eyjuna.

1894 kleif Hjalti Jónsson Eldey við þriðja mann. Tilgangur ferðarinnar var að leggja leið færa bjargmönnum upp á eyna. Viðbúnaðurinn var: Gerðarlegir bergfleygar og einskonar stigar til að komast upp mjög erfiða kafla. Farið var frá Reykjavík með gufubáti, en minni bátur notaður til að lenda við eyna. Tók klifrið um tvo tíma og var erfiðasti kaflinn efst. Eftir þessa för var Hjalti jafnan kallaður Eldeyjar-Hjalti.

Í Eldey er ein af stæðstu súlubyggðum í heiminum, með u.þ.b. 16.000 varppör. Súlan er sjófugl sem heldur sig úti á rúmsjó nema yfir varptímann, sem er í apríl og maí. Því er ekki ráðlegt að leggja í eyjuna nema utan varptíma Súlunar.

2013 fór Vísir út í Eldey og tók þar skemmtilegar myndir.

FF: “Eldeyjar” Hjalti Jónsson, Ágúst Gíslason og Stefán Gíslason 30. maí 1894

Crag Reykjanes
Sector Eldey
Type Alpine

Háidrangur

Er drangur þessi þverhníptur úr sjó og voru sagnir um að hann hefði verið klifinn um aldamótin 1800 af ónefndum brattgengismanni.

Tilgangurinn var að leggja veg upp á dranginn til að auðvelda eggja og fuglatöku. Klifrið tók fjórar klukkustundir upp dranginn.

Notaðir voru fleygar til trygginga og tréstigi einn á mjög erfiðum stöðum. Kom hann fyrir böndum og keðjum upp dranginn svo að hann var sæmilega fær bjargmönnum.

FF: “Eldeyjar” Hjalti Jónsson, 25 júní 1893.

Crag Vík í Mýrdal
Sector Dyrhólaey
Type Alpine

Leitishamar

Komið er í kletta í um 400m hæð. Fyrsti hluti klifursins er mjög góður, fast berg og gott að tryggja. Aðallega tryggt með fleygum. (gráða III)

Þegar að byrjunar lænunni lýkur blasir við hellisskúti nokkru ofar. Þá er farið til hægri og upp smá hrygg. Sá hryggur er ekki jafn fastur í  sér og byrjunin. Þá er haldið áfram til hægri yfir klettabrún, sem líkja má ivð brauðmylsnu, hvað festu snertir.

Þaðan tekur við erfiðasti partur klifursins (gráða IV). Ekki mjög bratt, en lítið um hand og fótfestur, með þverhnýpi fyrir neðan.

Að þessum kafla loknum tekur við mosavaxinn hryggur og þaðan er haldið upp til vinstri í skriðu.

Þaðan er rölt upp auðvelda kletta á toppinn.

Niðurleiðin er niður vesturhrygg fjallsins, sigið síðustu 40m á hryggnum og svo farið niður Kexið.

Í frumferðinni var stefnan sett á að klifra Kambhornið en teymið endaði ekki á réttu fjalli og áttaði sig ekki á því fyrr en í nestispásu á mosavaxna hryggnum.

FF: Birgir Jóhannesson, Ævar Aðalsteinsson og Örvar Aðalsteinsson, 8. ágúst 1979

Crag Vestrahorn
Sector Leitishamar
Type Alpine

Sárabót Satans

Sárabót Satans er tveggja spanna móbergssprunga í vesturvegg Hrútafells, veggurinn er hér um bil 3 km fyrir vestan Skóga, snýr í norðvestur og er vægast sagt áberandi þegar komið er úr bænum. Nyrsti hluti þessa veggjar er svo einskonar drangi eða nýpa og gengur undir nafninu Arnarnýpa og rís tæpa hundrað metra í mjög sléttu og felldu móbergi sem verður að teljast heillegt á sínum mælikvarða.

Leiðin er með boltuðum sigakkerum = þrír 15 sm múrboltar í hvorum stansi, klifruð í tveimur spönnum, sú fyrri er hrein snilld 50 m 5.8 og því vissara að vera með alla vini sína með ef menn eru haldnir einhverri flughræðslu, seinni spönnin sem er um 30 m 5.8, byrjar á ansi víðri sprungu svo það er ekkert verra að vera með eitthvað XL dót.

Continue reading

Crag Eyjafjöll
Sector Hrútafell
Type Alpine

Dirty Rainbow

Fyrsta spönn er boltuð af Árna Stefáni Halldorsen, Eyþóri Konráðssyni og Jónasi G. Sigurðssyni.

Flottur veggur rétt austan megin (hægri) við Saurgat Satans, gæti orðið frábær sportklifursector. Draumurinn er að láta Dirty Rainbow verða að fjölspanna leið, eins langt og mögulegt er að komast þarna upp, svo að hún er leið í vinnslu en fyrsta spönnin er tilbúin og er frábær sportklifur spönn.

Continue reading

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type Alpine

Saurgat Satans

Boltuð fjölspannaleið, ágætlega langt á milli bolta á sumum stöðum, slabb allan tíman.

Aðkoma: Gengið beint upp brekkuna frá tjaldsvæðinu, ætti ekki að taka mikið meira en korter. Best er svo að síga niður leiðina aftur þar sem hún fer ekki alveg upp á topp, muna að setja hnúta á endana á línunni!

Búnaður: 12-15 tvistar ætti að vera feiki nóg, ekki vitlaust að kippa 2-3 hnetum með, ekki nauðsinlegt samt. Mælt er með því að vera með hjálm allan tíman! Nesti, lína, bakpoki, kalk, klifurskór, tryggjaradúnn og góða skapið.

Continue reading

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type Alpine

Ódyseifur

Hæð: 200m
Lengd leiðar: 400m
Tími: 6-8 tímar í klifri + tveir tímar niður
Aðkoma: 15 mín frá bíl

Útbúnaður: Léttur klettarakkur, hnetusett + 1/2 vinasett. Aðkoma er sunnan við Kambhorn, ekki hræðast blauta sanda, þeir eru harðari en sýnist…

Leiðin var unnin á árunum 1995-1998 af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni. Einnig komu við sögu Björn Vilhjálmsson og Einar Steingrímsson auk Jóns Geirssonar en þeir tveir síðastnefndu tóku þátt þegar leiðin var klifin í heild, um verslunarmannahelgina 1998. Als voru farnar sex ferðir austur og í hverri ferð bættust ein til þrjár spannir við leiðina. Þegar upp var staðið var leiðin alls þrettán spannir. Höfðum við ekið alls um 7000km til að ljúka henni.

Continue reading

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type Alpine

Nemesis

Fyrst farin í júlí 1982 af Birni Vilhjálmssyni og Einari Steingrímssyni.

Í frumferð leiðarinnar sóló klifraði teymið upp “Gráu slöbbin”, merkt inn II, III og III. Slöbbin leiða upp á hrygg, þar sem að aðal klifurhluti Nemisis fer fram. Klifrað er austan megin við hrygginn.

Frá hryggnum er farið í skorstein og stefnt að öðru gráu slabbi við “Eyrað”. Gráa slabbið rétti lygilega úr sér þegar að því er komið og er lúmskt erfitt, líkist helst skíðastökkbretti. Er farið upp vinstra megin, inn í stóra horninu og stefnt á stóran stein, sem húkir undir stóru þaki, sem krýnir Gráa slabbið. Þaðan er haldið skáhalt út til vinstri upp á brúnina. Upp á topp er farið eftir gróf (ca 80-100m).

Continue reading

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type Alpine

Boreal

Rauð lína á mynd

Fundin boltuð og frumfarin af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni.

Fyrst klifruð í maí 2013

Aðkoman tekur um það bil 90 mín og er það brött ganga upp grýtta fjallshlíð. Grjótið er allt laust en er það stórt að gangan er ekki eins og að ganga í skriðu. Einhver teymi hafa átt í erfiðleikum með að finna leiðina, vonandi kemur myndin af góðum notum. Það á að vera blátt prússik í fyrsta bolta, það er til að gera leiðina sýnilegri ef verið er að leita af henni, það táknar ekki að leiðin sé project.

Continue reading

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type Alpine

Video

(Icelandic)

Fall er fararheill WI 4

Leið númer 1 á mynd

Er í gili austan til í Ingólfsfjalli. gilið snýr beint að bænum Hvammi. 10 mín ganga úr bílnum.

Oft kertaður að neðan, frekar brotthættur í byrjun vetrar, aðeins ofar þettist hann, tekur svo við kafli sem er oft frekar þunnur endar svo í massífu kerti ofar.

Í fyrstu tilraun við þennan foss fékk Ívar bíl lánaðan hjá mömmu sinni eftir skóla og keyrði sem leið lá að Selfossi til að klifra nýja leið í gili í Ingólfsfjalli. Ívar var einn á ferð og hafði hug á að einfara (sólóa) leiðina. Hann leggur af stað upp ísinn en það fer ekki betur en svo að hann dettur þegar hann er kominn aðeins af stað og fellur niður um 4m. Marinn og lítillega tjónaður staulast hann aftur í bílinn og keyrir heim. Svo kom hann aftur viku síðar til að klára það sem hann hafði byrjað á.

FF: Ívar F í kringum 2000

Crag Árnessýsla
Sector Ingólfsfjall
Type Ice Climbing

Reykjavík

Reykjavík er ekki þekkt fyrir ísklifur en þó leynast einhverjar línur hér og þar.

Gufunes

Í frístundarmiðstöðinni í Gufunesi er gamall súrheysturn. Innan í honum eru klifurfestur þar sem að börn geta klifrað. Utan á turninum fékk alpaklúbburinn að koma fyrir úðarakerfi sem lætur vatn leka niður norðurhlið turnsins þegar að frost fer niður fyrir -2°C.

ATH: Eftir að turninn fékk langþráð viðhald og var endurmúraður að utan og gerður fínn, þá var ákveðið að ekki mætti lengur ísklifra á honum og grindin er því ekki uppi og úðarakerfið ekki virkt.

Ef einhver veit um stað á Höfuðborgarsvæðinu sem gæti hýst svipaðan vegg, þá má endilega hafa samband við klúbbinn.

Úlfarsfell

Nokkrar línur eru mögulegar í Úlfarsfelli en lítið er vitað um klifur í fjallinu. Norðurhliðin sem snýr að Mosfellsbæ hefur að geyma allskonar gilskorninga og veggi, suma hverja með ís. Þetta gæti orðið príðis svæði til að skjótast á og brölta aðeins.

Vitað er um eina leið á norðvestur hlið fjallsins, sem snýr að þjóðveginum. Leiðin er alla jafna stutt WI 3 en verður  stundum jafnvel WI 2 eða bara snjóbrekka ef að gilið fyllist af snjó

  1. Skautasvell WI 2

Korputorg

Á Korputorgi kemur vatn út úr bergi á einum stað á bílastæðinu. Veggurinn er um 4-5m hár og myndar þetta byrjendavænar aðstæður til að æfa ísklifur

Höfðatorg

Komið hefur verið fyrir boltum á einum veggjana á Höfðatorgi. Um fjórar leiðir er að ræða

  1. Vinstri leiðin – 5.10a
  2. Hægri leiðin – 5.10c
  3. Byrja á vinstri og enda á hægri – 5.10c
  4. Byrja á hægri og enda á vinstri – 5.10b

Klifurfélag Reykjavíkur hefur fengið leyfi hjá eigendum til þess að mega klifra á veggnum. Eigendur hafa beðið um að nokkrum reglum sé fylgt:

  • Ekki klifra á þeim tíma sem starfsemi er í byggingunni þ.e. 9:00-16:00 á virkum dögum, það truflar vinnufrið á skrifstofum.
  • Ekki klifra á nóttunni þ.e. eftir 00:00.
  • Ekki vera með óþarfa læti eða hávaða.