Kona

V. gráða

Klettaleið sem fylgir hryggnum vestan við Miðgil, og einnig yfir nálina sem prýðir forsíðu ársritsins ’85. Leiðin var farin í kulda og snjó, og voru erfiðustu hreyfingarnar af V. gráðu en heildin af IV. gráðu.

Farin í frosti og snjó. Hryggur á milli gilja 2 og 3. Byrjað lítið eitt vinstra megin við gil 3 og upp miðjan hrygginn. Komið er við á Nálinni (Sjá forsíðu 1985) og áfram upp kletta til vinstri.

Leiðin er rétt vinstra megin við leið 3 (nákvæm staðsetning óskast).

FF. Haraldur Ólafsson og Víðir Pétursson, 26. apríl 1989

Crag Esja
Sector Vesturbrúnir
Type Alpine

Axlarbragð

IV. gráða

Leiðin liggur upp áberandi línu um 200m vestan við Jónsgil, sem skiptist á snjó og ís. Hún hliðrast um línulengd til austurs (vinstri) fyrir síðustu tvær spannirnar og endar rétt austan við toppinn (Eitthvað reynist erfitt að staðsetja leiðina út frá lýsingum, og því óskast nákvæm staðsetning).

FF. Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, 1992

Crag Skarðsheiði
Sector Heiðarhorn
Type Alpine

Stöng

Tindur sem stendur norðan megin í Berufirði. Einn af mörgum kvössum tindum en sagt er að þessi sé einn sá fallegasti.

Tindurinn er úr líbaríti og er 942 m á hæð.

Fjallateymið fór á tindinn 2008 og tók skemmtilegar myndir.

Klifrið er hvorki erfitt eða tæknilegt en sniðugt er samt að síga niður af toppnum.

FF: Ari Trausti Guðmundsson, Hreinn Magnússon og Höskuldur Gylfason, 13. apríl 1987

Crag Berufjörður
Sector Stöng
Type Alpine

Þel WI 3

Sennilega gilið sem er mitt á milli leiðar 5 og leiðar 6.

Mjög skemmtileg snjó- og ísklifurleið í norðvesturvegg Syðstusúlu (1 095 m). Leiðin liggur upp gil sem sker vegginn skáhalt og endar efst á hryggnum milli Súlnadals og Miðsúludals. Einu erfiðleikarnir eru í tveimur íshöftum neðst í leiðinni, 3. gráða.

FF: Gestur Geirsson og Guðjón Snær Steindórsson, janúar 1984

Crag Botnssúlur
Sector Syðstasúla
Type Ice Climbing