Gjáin

Leiðinni upp Þorfinn er lýst í ársriti Ísalp frá 1989 og er hún talin þar sem klassísk leið.

Svæði; Fjallið Þorfinnur við Önundarfjörð.
Leið: Gjáin. Leiðin endar í áberandi gjá vestarlega í brúninni.
Hæð leiðar: 250-350 m.
Aðkoma: Frá veginum i Valþjófsdal.
Gráða: 1-2.
Útbúnaður: Hjálmur og smáræði af kilfurbúnaði til andlegs stuðnings

FF: Árni Tryggvason og Björn Harðarson, 27. júní 1982

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Önundarfjörður
Type Alpine

Örninn

Leiðinni upp Örninn er lýst í ársriti Ísalp frá 1989 og er hún talin þar sem klassísk leið.

Svæði: Fjallaklasi sunnan Grundarfjarðar.
Leið: Suðvesturveggur Arnarins (Tröllkarlsins 778 m).
Hæð leiðar: 250 m (vetrarleið snjór/ís).
Aðkoma: Frá Lífsuhóli eða Efra-Bláfeldi til norðurs (3-4 klst).
Klifurtími: 2-3 klst.
Gráða: PD tvö afbrigði (II. – III. gráðu hreyfingar i aðalspönninni)..
Útbúnadur: Ísaxir, broddar, lína, snjóakkeri og 2-4 ísskrúfur

FF: Ari Trausti Guðmundsson, Finnbogi Rögnvaldsson, Hermann Valsson, Hreinn Magnússon og Höskuldur Gylfason, 22. febrúar 1986

Crag Snæfellsnes
Sector Örninn
Type Alpine

Nyrðra Dyrfjall

Leiðinni upp Dyrfjöll er lýst í ársriti Ísalp frá 1989 og er hún talin þar sem klassísk leið.

Svæði: Dyrfjöll (N-Múl).
Leið: Vesturhlið yfir á suðurhlið nyrðra Dyrfjalls
Hræð leiðar: U.b.b. 200 m.
Aðkoma: Gengið undir nyðri hlíðum Geldingarfjalls.
Klifurtími: Ca.2-4 tímar alveg upp á tind.
Gráða: II-IV.
Utbúnaður: Lína og klettaklifurbúnaður

FF: Pétur Ásbjörnsson og Jóhannes Hermannsson

Crag Fljótsdalshérað
Sector Dyrfjöll
Type Alpine

Scottsrif

Ekki algjörlega vitað hvaða rif Michael klifraði en líklegt er að það hafi verið annað af þessum tveimur augljósu vinstra megin við leiðina Morgunfýla.

Í heimsókn sinni til Íslands í maí 1986 fór Michael Scott meðal annars á Botnssúlur. Þar einfór hann nýja leið í norðurhlíð Syðstusúlu (1095 m). Leiðin liggur upp eitt af rifunum í norðurhlíðum ofan Súlnadals og er af 3.-4. gráðu.

FF: Michael Scott, maí 1986.

Crag Botnssúlur
Sector Syðstasúla
Type Alpine

It’s easy to belay WI 4+

Leið númer A4a.

Leiðin var farin sem hluti af CAI Pisa skiptiverkefninu, þegar að Ítalirnir komu til Íslands. Leiðin er nefnd eftir óskiljanlegum brandara Vitaliano, sem talar litla sem enga ensku og gæti eitthvað hafa skolast til í þýðingu.

Leiðin blasir nokkuð við í dalnum og því er afar líklegt að þessi lína hafi verið farin áður. Engar upplýsingar eru til um að þetta hafi verið klifrað áður…

FF: Anna Priedite, Francesco, Giovani, Mauro, Ottó ingi, Vitaliano, Franco, Þorsteinn og Matteo, febrúar 2017

 

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Gljúfur WI 2

Leið sem hefst við einbreiða brú á Hvammsveg rétt við bæinn Gljúfur, innan rauða hringsins. Lagt er austanmegin við brúnna og þar ætti að vera hægt að stíga beint út á frostna ánna. Ef að áin er ekki frosin er megnið af leiðinni sennilega ekki inni og betra að fara í annað verkefni.

Gengið er upp á ánni, hátt í tvo kílómetra. Á leiðinni eru allskonar höft, litlir fossar eða flúðir.

Skemmtilegt rölt/brölt og byrjendavænt ef að áin er vel frosin. Passið að fara hinsvegar virkilega varlega því að það er ekki að spyrja að leikslokum ef einhver fer undir vök með á undir ísnum, því skal aðeins leggja í þessa leið eftir langann frostakafla og heldur halda sig nær eða á bökkum en úti á miðju.

FF: Óþekkt

Crag Árnessýsla
Sector Ingólfsfjall
Type Ice Climbing

Avoiding a shower WI 4+

Line nr 3, right side of #44

The approach to this route goes in the same canyon as the route Hrynjandi(in grindagil) but turns left up a steep hill with some small sections of ice. Crampons and ice axes recommended for the approach as it is quite steep(40° – 50°). Takes around 30 minutes to get to the routes from the car. You can park by the side of the road or follow a 4wd track down to the river. Crossing the river on foot should be possible if the river is well frozen and there are some ice bridges.

The route starts up a steep, near vertical ice slab leading into the crux move which is getting up through a small chimney-like feature. Some fun stemming moves there and after that there is a short rest under some massive icicles. Use extreme caution if breaking any of those. The next part is completely vertical until easing off a little at the top. We didn’t top out, instead we made a v-thread and went back down the same way.

The name of the route comes from the fact that the line a little to the right of the route is VERY wet and was attempted first but after getting drenched after placing 2 screws in it we traversed over to this one.

22m WI4+

Continue reading

Crag Kjós
Sector Grenihlíð
Type Ice Climbing

New topo of Múlafjalli

Last Saturday the Icelandic alpine club hosted a publishing party for this years journal. This beautiful journal Christmas shure came early for all our members this time. In this new journal you can find loads of fun articles, a log of last years events and achievements and a brand new topo for our beloved Múlafjall.

The topo contains full 69 routes and was being made and modified until the last minute before printing.

Now you can access this topo online along with the routes in the data base for Múlafjall being updated

The topo can be found at: https: https://www.isalp.is/en/leidarvisar and under other topos – Ice, mix and alpine climbing,

Enjoy!

Thor is back M 6+

Route number B13.

“Þór er bakkelsi” er ný mixleið á horninu vinstra megin við leiðina “Fimm í fötu M5+”.

Leiðin er 40m og það er hægt að klifra hana í einni spönn en mælt er gegn því sökum núnings sem myndast á stórri syllu fyrir miðri leið. Því hefur verið komið fyrir tveggja bolta milli stans á þeirri syllu. Annars eru 13 boltar í leiðinni. Til að minnka run outið er hæglega hægt að koma fyrir Camalot 1/2 efst í fyrstu spönninni og svo .75 á bröltinu upp að millistansinum. Einnig er hentugt að hafa .5 Camalot fyrir cruxið í efri spönninni.

Fyrsta spönnin er sirka M5 og fylgir augljósri sprungu upp á stallinn. Nóg er af góðum húkkum og spennutökum fyrir axir. Aðal fjörið leynist í efri spönninni þar sem hliðrað er út til vinstri og önnur sprunga leiðir upp í gegnum brattasta kafla klettsins. Aftur er nóg um góð spennutök í sprungunni en eitthvað minna fyrir fætur. Þegar lykilkaflinn hefur verið leystur er eftir skemmtilega krefjandi mantle á toppinn.

Gengið er beint upp að leiðinni frá bílastæðinu og fínt er að síga niður úr boltuðu akkeri á toppnum. Athugið að ef klifrað er á einni 60m línu þá þarf að síga niður í tveimur köflum. 70m lína og tvöfaldar línur ná auðveldlega niður.

Leiðin var fyrst farin af Matteo Meucci í Nóvember 2015.

 

 

Crag Múlafjall
Sector Kötlugróf
Type Mix Climbing

Messaguttinn M 6

Route number F7 in the photo.

Bolted top anchor above a tight crack in a small corner that has at least been climbed on top rope. The route starts in an overhanging wedge. This route can be bolted and redpointed if some one is interested. Difficulty around M6-7.

There is a slight chance this is a route by Jón Heiðar Andrésson that is called Skitið í buxurnar. Jón Heiðar on the other hand doesn’t remember this accent

FA: Unknown

Crag Múlafjall
Sector Svartisteinn
Type Mix Climbing