Altarisgangan WI 3

Leið númer 2. á mynd, leið númer 1. er ófarin.

Leiðin er við hið svokallaða Kirkjugólf við Kirkjubæjarklaustur. Kirkjugólfið er jökul og brimsorfinn stuðlabergsflötur og er u.m.þ.b. 80 fermetrar. Leiðin blasir við ef setið er inni í Skaftárskála og horft út um gluggann upp í fjall.

Leiðin er samfelld, u.m.þ.b. 40m og klifrast sennilega best í einni góðri spönn

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018

Crag Kirkjubæjarklaustur
Sector Kirkjubæjarklaustur
Type Ice Climbing

Dominos WI 3+

Leið númer 1. á mynd

Á hringtorginu á Kirkjubæjarklaustri er farið út á öðru (ef komið er Reykjavíkur megin að) og haldið áleiðis inn eftir, framhjá öllum ís og mixleiðunum og inn að bænum Mörk. Frá Mörk er um 5 mínútna gangur í næsta gil þar sem leiðin blasir við.

Leiðin er í tveimur áberandi höftum og klifrast því þægilega í tveimur en þokkalega stuttum spönnum. Frá veginum lítur hún út fyrir að vera ágætlega brött og efra haftið lýtur út fyrir að vera lengra en það neðra, höftin eru síðan álíka löng og ekki það brött.

Heildarlengd er um 55m og gráðan var WI 3 þegar leiðin var frumfarin en var í rosalega þægilegum aðstæðum, sennilega almennt meira WI 3+.

Nafnið hefur tvíþætta merkingu.

Fyrri merkingin er að leiðin er mjög góð og skemmtileg, ef hún væri nær Reykjavík væri hún ein af klassískustu leiðum landsins, eins klassísk og að fá sér pizzu í kvöldmat.

Seinni merkingin vísar til þess að Rakel Ósk efndi til keppni 10 desember um hvort hún eða Jonni yrði fyrri til að frumfara  leið og nefna hana Dominos. Rakel frumfór leið nokkrum dögum áður en náði ekki samkomulagi við samferðamenn sína um að leiðin fengi nafnið, endaði á að vera nefnd Rennibraut. Jonni vann því keppnina, en aðeins rétt svo því að Norðanmenn eru iðnir við klifur um þessar mundir.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018

Crag Kirkjubæjarklaustur
Sector Kirkjubæjarklaustur
Type Ice Climbing

Tokyo WI 2

Leið númer D2.

Eitt haft í byrjun leiðir mann upp í stóra skál. Úr skálinni liggja þrjár línur áfram upp, Tokyo er línan vinstra megin

FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018, WI 2 kannski 3

Crag Brynjudalur
Sector Stórihjalli
Type Ice Climbing

Vegasaltið WI 2

Leið númer D1.

Stöllótt og létt leið, gæti horfið í snjóþyngslum. Hægt að klifra í einni langri 60m spönn. Frábær fyrir byrjendur til að æfa sig í leiðslu.

Leiðin er nefnd eftir mjög áberandi stein sem vegur salt ofan á einskonar súlu ofan við leiðina

FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018

Crag Brynjudalur
Sector Stórihjalli
Type Ice Climbing

Bahamas WI 3

Leið númer D4.

Eitt haft í byrjun leiðir mann upp í stóra skál. Úr skálinni liggja þrjár línur áfram upp, Bahamas er hægri línan. Það er bæði hægt að klifra upp í hverkinni alveg lengst til vinstri eða beint upp áhugavert haft, beint upp gæti verið WI 3+

FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018, WI 3

 

Crag Brynjudalur
Sector Stórihjalli
Type Ice Climbing

Haraldsleið WI 3

Leið númer D5.

Leiðin snýr aðeins í suðvestur og blasir því við þegar keyrt er inn dalinn en fer svo hálfpartinn í hvarf þegar farið er framhjá Þrándarstöðum. Þegar komið er alveg upp að leiðinni kemur svo í ljós önnur lína sem er enn meira í hvarfi hægra megin við D5.

FF: Haraldur Ketill Guðjónsson, Jónas G. Sigurðsson og Kamil Kluczyński

Crag Brynjudalur
Sector Stórihjalli
Type Ice Climbing

Kjötveisla WI 3

Leið númer D7. (Næst mest til hægri í skálinni

Svipuð stemming og í leiðum D2-4, þar sem að eitt létt haft leiðir upp í skál með mörgum valmöguleikum, línurnar í þessari skál eru samt lengsi og brattari en í hinni. Þessi skál hefur fjórar áberandi línur, bara er vitað til þess að leiðirnar mest til hægri og næst mest til hægri hafi verið klifraðar.

Þessi leið blasir mest við þegar komið er í skálina, er breiðust og með talsverðu tjaldi á vinstri kantinum.

FF: Jónas G. Sigurðsson, Haraldur Ketill Guðjónsson og Kamil Kluczyński, 4. janúar 2018

Crag Brynjudalur
Sector Stórihjalli
Type Ice Climbing

Hawaiian WI 3

Leið númer D8. (Mest til hægri í skálinni)

Svipuð stemming og í leiðum D2-4, þar sem að eitt létt haft leiðir upp í skál með mörgum valmöguleikum, línurnar í þessari skál eru samt lengsi og brattari en í hinni. Þessi skál hefur fjórar áberandi línur, bara er vitað til þess að leiðirnar mest til hægri og næst mest til hægri hafi verið klifraðar.

Þessi leið er lengst til hægri þegar komið er í skálina. Leiðin er nokkurn vegin tvískipt, léttur fyrri helmingur og svo nokkuð brattur en stuttur pillar, með möguleiga á að stíga á kanta á klettavegg til vinstri.

FF: Jónas G. Sigurðsson, Haraldur Ketill Guðjónsson og Kamil Kluczyński, 4. janúar 2018

Crag Brynjudalur
Sector Stórihjalli
Type Ice Climbing

Svartifoss WI 4

Leið númer 3 á mynd

Þarf langann frostakafla til að komast í aðstæður. Myndar stóra hrúgu undir sér, sem er líklega lykilatriði í að fossinn nái saman. Sjálft klifrið virðist myndast í tveimur samvöxnum súlum og var sú vinstri ansi þunn við frumferð, svo er bara að sjá hvernig þetta lýtur út þegar þetta frýs næst.

FF: Árni Stefán Halldorsen, Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, 4. janúar 2018, WI 4, 30m

Crag Öræfi, Vestur
Sector Skaftafellsheiði
Type Ice Climbing

Langar þig í skíðaferð til Slóveníu?

ÍSALP hefur verið boðin þátttaka í menningarsamstarfi þriggja landa; Íslands, Slóveníu og Ungverjalands og gefst klúbbnum færi á að senda sjö félaga í viku skíðaferð til Júlísku Alpanna í Slóveníu dagana 18.-24.mars þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þema ferðarinnar er „Öryggi í vetrarfjallamennsku“ og verður megináhersla lögð á fjallaskíði.
Alpaklúbburinn óskar hér með eftir þátttakendum til fararinnar.
Kröfur til umsækjenda eru eftirfarandi:

 

1) Þátttakendur verða að vera meðlimir í ÍSALP

2) Þátttakendur þurfa að hafa reynslu á fjallaskíðum. Þeir þurfa að vera öruggir skíðamenn/-konur og eiga sinn eigin fjallaskíðabúnað

3) Þátttakendur þurfa að hafa þekkingu á snjóflóðahættu og viðbrögðum við snjóflóðum. Þeir þurfa að kunna að nota snjóflóðaþrennu (ýli, skóflu og stöng) og eiga sinn eigin búnað.

4) Þátttakendur þurfa að hafa áhuga á mannlegum samskiptum og geta tekið þátt í hópastarfi, umræðum á ensku og verið klúbbnum til sóma.

5) Þátttakendur skuldbinda sig til að aðstoða við móttöku fjallafólks frá Slóveníu og Ungverjalandi þegar Alpaklúbburinn verður gestgjafi í viðlíka viðburði, vorið 2019.

Verkefnið er styrkt af Erasmus+.
Umsóknir sendist á stjorn@isalp.is með eins miklum upplýsingum um umsækjendur eins og þurfa þykir með hliðsjón af liðunum 5 hér að ofan. Umsóknarfrestur er til miðnættis 15.janúar. Stjórn klúbbsins velur úr hópi umsækjenda út frá hæfni og framlagi til klúbbsins og tilkynnir niðurstöður eins fljótt og hægt er eftir að frestur rennur út.

Projection: Rectilinear (0)
FOV: 65 x 48
Ev: 13,96

-Stjórn Alpaklúbbsins

Jólakötturinn WI 3+

Rauð lína á mynd.

Þegar ekið er í átt að þórsmörk er farið framhjá nauthúsagili og áður er farið yfir fyrstu ánna (sauðá) er blasir þetta allt við. Þetta er fyrsta línan vinstra megin við giljagaur eftir fyrstu spönn er farið í gilið til hægri og í staðin fyrir að fara giljagaurs spönnina er farin stutt spönn sem er vinstramegin og hægt svo að tengja aftur eftir það.

FF: Ólafur Þór Kristinnsson og Þórir Guðjónsson, 3. janúar 2018, WI 3/4

Crag Þórsmörk
Sector Grettisskarð
Type Ice Climbing

Surf & turf WI 3

Hægri línan á myndinni

Beint upp frá Arnarhóli sem er við þjóðvegin í Holtsós kannski ca 2km vestan við bæin Steina.

Það eru tvær línur þarna. Vestari línan er líklega WI 4. Fórum austari línuna sem var alveg skítfín WI 3 með svoldi af torfklifri 2 spannir kannski 20-30m hvor fyrir sig (ekki allt bratt). en hún er

FF: Ólafurþór Kristinnsson og Bergur Sigurðarson 31. des 2017

Crag Eyjafjöll
Sector Holtsós
Type Ice Climbing

Refur hinn gamli WI 3+

Leið númer C3

Aðeins brattari en Brynja.

Í Landnámu (Sturlubók) er fjallað um Brynjudal í Hvalfirði. „Hvamm-Þórir nam land á milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Þórir deildi við Ref hinn gamla um kú þá, er Brynja hét; við hana er dalurinn kenndur. Hún gekk þar úti með fjóra tigu nauta, og voru öll frá henni komin. Þeir Refur og Þórir börðust hjá Þórishólum; þar féll Þórir og átta menn hans.“

FF: Óþekkt, WI 3, 30m

Crag Brynjudalur
Sector Ingunnarstaðir
Type Ice Climbing

Brynja WI 3

Leið númer C2

Þokkalega þægileg leið, kannski tæplega WI 3. Stöllótt leið og nóg um hvíldir. Aðeins brattari en Hvamm Þórir.

Í Landnámu (Sturlubók) er fjallað um Brynjudal í Hvalfirði. “Hvamm-Þórir nam land á milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Þórir deildi við Ref hinn gamla um kú þá, er Brynja hét; við hana er dalurinn kenndur. Hún gekk þar úti með fjóra tigu nauta, og voru öll frá henni komin. Þeir Refur og Þórir börðust hjá Þórishólum; þar féll Þórir og átta menn hans.”

FF: Óþekkt, WI 3, 30m

Crag Brynjudalur
Sector Ingunnarstaðir
Type Ice Climbing