Bröltið WI 2

Leið númer 3.

Mjög lítill ís þegar við fórum. Nánast ekkert til að tryggja í. Var eiginlega bara brölt í einhverju lausu móbergi og smá ís. Var ekki í nógu góðum aðstæðum. Gæti trúað að leiðin sé mjög auðveld þegar það er aðeins meiri ís. Leiðir tvö og þrjú liggja í gili aðeins hægra megin við fyrstu leiðina, séð frá bílastæðinu. Ég myndi segja að þetta væri ágætis staður til að fara í stutt kvöldklifur fyrir byrjendur.. Auðvelt að labba niður. Fleiri gil á svæðinu sem væri vert að skoða.

FF: Kári Brynjarsson og Tómas Eldjárn, 28. janúar 2018.

Crag Mosfellsdalur
Type Ice Climbing

Út af Sporinu WI 2

Leið númer 1.

WI2+ 10 Stutt en samfelld alla 10 metrana. Ágætlega brött. Liggur í augljósu gili sem sést frá bílastæðinu.

Leiðin heitir Út af Sporinu því frumferðarteymið ætlaði í Spora en það var svo ógeðslegt veður þar að þeir ákváðu að beila og kíkja á þetta á heimleiðinni til að skoða.

FF: Kári Brynjarsson og Tómas Eldjárn, 28. janúar 2018.

Crag Mosfellsdalur
Type Ice Climbing

Mosfellsdalur

All margar leiðir hafa verið klifraðar í Mosfellsdalnum norðanverðum, þar er Kistufellið, Grafarfoss, Stardalur og fleira. Aðeins þrjár leiðir hafa verið klifraðar í Mosfellsdalnum sunnanverðum og tekur þetta svæði því til leiðanna þar.

Sennilega leynist þarna eitthvað fleira.

Fínt og easy fyrir byrjendur eða sem léttur dagur.

Túristafoss WI 3

Leið við endann á Sólheimajökli, vestan megin eins og talað er um en er í rauninni norðan megin ef horft er á kort.

Byrjað er á að fylgja túristaslóðinni upp austan megin á jöklinum í gegnum brattasta og sprungnasta kaflann, þar til komið er á flatann á miðjum jöklinum. þá sést fossin greinilega og lítið mál ætti að vera að krossa beint yfir hann.

Til að komast út af jöklinum gæti þurft að síga fram af (áin myndar helli, farið varlega) eða maður gæti orðið heppinn og bara stigið beint útaf.

Fyrsti hluti leiðarinnar er mjög léttur, WI 2 eða minna, örugglega hátt í 3 spannir. Hér flæðir vatnið á frekar breiðum kafla og því er hægt að forðast aðal vatnsstrauminnn og staði þar sem fossinn er opinn.

Þegar komið er á einskonar sillu þar sem að fossinn þrengist verður erfiðara að forðast allt vatsrennslið og opnu kaflana og leiðin verður aðeins brattari, erfiðleikar í kringum WI 3 en þunnt klifur. U.þ.b. 60 frá þrengingunni og upp á topp en stöllótt svo að það er sennilega best að skipta þeim kafla upp í tvennt.

Til að fara niður er hægt að ganga út dalinn frá toppnum, þá lendir maður á göngustíg sem fer aftur fyrir hnúðinn á Jökulhausnum (Tveir Jökulhausar á svæðinu, smá ruglandi). Stígurinn leiðir niður gil þar sem að á flæðir út í lónið fyrir framan jökulinn. Í frumferðinni var Lónið ísilagt svo að hægt var að ganga yfir það endilangt. Ef lónið er ekki ísilagt er sennilega best að síga niður leiðina og koma sér á jökulinn aftur.

Ef gengið er á lóninu er skynsamlegt að vera bundin saman með meira en 10m á milli sín, vera með exi uppi við og skrúfu á beltinu. Ef ísinn brotnar undan einhverjum þá getur hinn þurri skrúfað í ísinn með skrúfunni og togað í línuna og hinn blauti getur notað exina til að draga sig úr vökinni yfir á þykkari ís.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 20. janúar 2018, WI 3, 150+m

Crag Sólheimajökull
Type Ice Climbing

Video

Krumlur WI 4

Leið í Lakaþúfugili, við endann á Sólheimajökli, eða þar sem að hann beygir upp til vinstri (vestur).

Til að komast að leiðinni er byrjað að elta slóðina þar sem að allir túristarnir fara upp á jökulinn, í gegnum brattann og sprungusvæðið í byrjun og upp á flatann. Á flatanum sést í efri spönnina á leiðinni og því er bara stefnt beint á leiðina. Þegar að maður nálgast jaðarinn á jöklinum, þá lendir maður á sprungusvæði, þar sem að jökullinn er bæði að mynda viðnám við fjallið og sveigja niður dalinn. Þetta er ekkert rosalegt sprungusvæði en það þarf að horfa aðeins í kringum sig og sviga dálítið til.

Fólk sem hefur áður gengið þarna upp að talaði um að þarna væri lítið uppistöðulón og héldum við að þar sem að lónið fyrir framan jökulinn væri frosið, þá hlyti þetta lón að vera frosið líka og við gætum gengið beint að leiðinni þegar við stigum út af jöklinum. Lónið var hins vegar búið að tæma sig og skildi eftir áhugaverð ummerki, lína í snjónum á jöklinum og ís sem að hafði áður lagt yfir lónið lá þarna á víð og dreif undir.

Ef að lónið er ekki til staðar eða ekki frosið, þá er hægt að hliðra eftir skálinni hægra megin, en það er smá maus og krefst vandvirkni, frekar bratt.

Fyrsta spönnin lýtur ekkert út fyrir að vera það löng þegar að maður stendur undir henni, 30-40m kannski. Klifrið leiddi í ljós að 60m lína dugði ekki til að komast upp spönnina og simulklifruðum við a.m.k. 20m ofan á þessa 60m, áður en hægt var að gera akkeri.

Þegar maður toppar úr þessari löngu, en hrikalega góðu spönn, kemur maður á risa sillu, 10-20m djúpa og jafn breið og gilið sem maður er í. Næsta spönn var aðeins styttri, sléttir 60m frá akkeri og þar til að var búið að klifra upp á jafnsléttu.

Nafnið á leiðinni er dregið af mjög sérstökum ísmyndunum í gilinu. Stærðarinar regnhlífar voru úti um allt og úr þeim flestum komu lóðrétt grýlukerti, auk þess að umherfið í kringum leiðina var mjög kertað. Regnhlífarnar með lóðréttu grýlukertunum mynntu mjög á stórar hendur eða krumlur og í toppinn voru tvær slíkar regnhlífar nánast búnar að loka leiðinni, 30-40 cm á milli þeirra og maður stóð á mjög mjóum pillar meðan maufað var við að troða sér þar á milli.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 20. janúar 2018, S1-WI 3-80m, S2-WI 4/+-60m

Crag Sólheimajökull
Sector Lakaþúfa
Type Ice Climbing

Brostni turninn M 3

Leið númer 7 á mynd

Leiðin er um 60m teknir í einni spönn því bergið bauð ekki upp á stans á miðri leið.

Dót: þunnir fleygar, stórt dót, lítið dót, Langur prússik til að snara toppinn.

Um 6 millitryggingar fóru inn á þessum 60m og flestar ekkert sérstakar.

FF: Haukur Már Sveinsson og Árni Stefán Haldorsen, 2012, 5.6 M3 X

Crag Esja
Sector Búahamrar - Lykkjufall
Type Alpine

Norðurhlið Tindsins – Afbrygði WI 3

Rauð lína á mynd

Í mars 1995 var farið nýtt afbrygði á Tindinn í Tindfjöllum. Klifrað er upp Norðurhlíð Tindsins eftir “normal-leið” frá 1979, þangað til komið er upp í klettana. Þaðan er farið beint upp og endað í litlu gili/lænu og er komið beint á hrygginn sem er í raun hæðsti punktur Tindsins.

FF: Guðmundur Jóhannsson, Ívar Finnbogason og Sigursteinn Baldursson, mars 1995, WI 3

Crag Tindfjöll
Sector Tindurinn
Type Ice Climbing

Lodospady WI 2

Leið upp Gíslalæk í Kjós, aðeins norðar en Dingulberi og Dauðsmannsfoss

Austan megin í Kjós, beygt til hægri hjá skilti sem á stendur Gíslagata, hjá litlum skógarlundi.

Fjögur stutt höft með smá labbi á milli (það fjórða var á kafi í snjó).

Fyrsta haft er auðveldur WI 2 u.þ.b., 15-20 m. og sést frá veginum, miklir bólstrar sem mynda hálfgerðan stiga.

Annað haft er eilítið brattara en  frekar stutt.

Þriðja er stutt ísrenna við hlið aðal fossins sem var ekki frosinn, heldur brattari en hin höftin.

Þó leiðin teljist hvorki erfið né löng þá leynir hún talsvert á sér miðað við hvernig hún lítur út frá veginum.

FF: Bartolomiej Charzynski, Ewelina og Michal, Des 2013

Crag Kjós
Sector Múli
Type Ice Climbing

Video

Dingulberi WI 3

Leið númer 3 á mynd

Leiðin er rétt sunnan við Dauðsmannsfoss sem rennur úr Sandfellstjörn rétt hjá Vindáshlíð

Leið númer 2. er óklifruð eftir því sem best er vitað

Leið merkt inn á kort númer 38, númer 1 á mynd

FF: Daníel Másson og Jón Andri Helgason, janúar 2018

 

Crag Kjós
Sector Múli
Type Ice Climbing

Altarisgangan WI 3

Leið númer 2. á mynd, leið númer 1. er ófarin.

Leiðin er við hið svokallaða Kirkjugólf við Kirkjubæjarklaustur. Kirkjugólfið er jökul og brimsorfinn stuðlabergsflötur og er u.m.þ.b. 80 fermetrar. Leiðin blasir við ef setið er inni í Skaftárskála og horft út um gluggann upp í fjall.

Leiðin er samfelld, u.m.þ.b. 40m og klifrast sennilega best í einni góðri spönn

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018

Crag Kirkjubæjarklaustur
Sector Kirkjubæjarklaustur
Type Ice Climbing

Dominos WI 3+

Leið númer 1. á mynd

Á hringtorginu á Kirkjubæjarklaustri er farið út á öðru (ef komið er Reykjavíkur megin að) og haldið áleiðis inn eftir, framhjá öllum ís og mixleiðunum og inn að bænum Mörk. Frá Mörk er um 5 mínútna gangur í næsta gil þar sem leiðin blasir við.

Leiðin er í tveimur áberandi höftum og klifrast því þægilega í tveimur en þokkalega stuttum spönnum. Frá veginum lítur hún út fyrir að vera ágætlega brött og efra haftið lýtur út fyrir að vera lengra en það neðra, höftin eru síðan álíka löng og ekki það brött.

Heildarlengd er um 55m og gráðan var WI 3 þegar leiðin var frumfarin en var í rosalega þægilegum aðstæðum, sennilega almennt meira WI 3+.

Nafnið hefur tvíþætta merkingu.

Fyrri merkingin er að leiðin er mjög góð og skemmtileg, ef hún væri nær Reykjavík væri hún ein af klassískustu leiðum landsins, eins klassísk og að fá sér pizzu í kvöldmat.

Seinni merkingin vísar til þess að Rakel Ósk efndi til keppni 10 desember um hvort hún eða Jonni yrði fyrri til að frumfara  leið og nefna hana Dominos. Rakel frumfór leið nokkrum dögum áður en náði ekki samkomulagi við samferðamenn sína um að leiðin fengi nafnið, endaði á að vera nefnd Rennibraut. Jonni vann því keppnina, en aðeins rétt svo því að Norðanmenn eru iðnir við klifur um þessar mundir.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018

Crag Kirkjubæjarklaustur
Sector Kirkjubæjarklaustur
Type Ice Climbing

Tokyo WI 2

Leið númer D2.

Eitt haft í byrjun leiðir mann upp í stóra skál. Úr skálinni liggja þrjár línur áfram upp, Tokyo er línan vinstra megin

FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018, WI 2 kannski 3

Crag Brynjudalur
Sector Stórihjalli
Type Ice Climbing