Tilikum
Suðurhliðin á Klukkutindi, milli Berufjarðar og Breiðdalsvíkur.
Aðkoma: Frá Breiðdalsveg er gengið inn í Grunnadal og nánast strax upp á hrygginn til austurs, sem fljótlega verður að Lágheiði. Lágheiði er fylgt að hryggnum fyrir neðan tindinn. Hryggurinn undir Klukkutind er með bröttu klettabelti sem hægt er að hliðra utan um. Frumferðarteymið hliðraði til austurs og upp mjög bratt harðfenni upp á öxlina undir tindinum. Það gæti verið að brekkan sé yfir algengasta snjóflóðahallanum, en ef ekki þá gæti hún verið mjög varhugaverð ef snjóaðstæður eru öðruvísi. Á öxlinni er farið undir tindinn og utan um hann að vestanverðu og svo hliðrað undir suðurhliðina.
Klifrið: Þegar staðið er undir suðurhliðinni sést áberandi gilskorningur sem er nánast á suðausturhorninu, hliðrað er að honum og brölt þar upp. Klifrið er mjög létt en það þarf að hafa tvær axir úti og treysta alveg á þær öðru hverju, bannað að detta. Þegar komið er upp úr gilskorningnum er hægt að brölta upp nokkra stalla áður en þarf að klifra að alvöru. Fyrst var 4m Continue reading
Crag | Berufjörður |
Sector | Klukkutindur |
Type | Alpine |