Norðvesturhryggur Lambatinds

Rauð leið á mynd.

Leiðin er í Lambatind á Ströndum og snýr leiðin út að Veiðileysu. Ekki alveg á Hornströndum, en nokkuð nálægt

NNV hryggur Lambatind. 400-450m af 2. gráðu snjó, íshöftum, léttu klettabrölti og snjósyllum. Allt klifrað á hlaupandi tryggingum.

FF: Bergur Einarsson og Jósef Sigurðsson í apríl 2011. 400-500m, snjóklifur 2. gráða

Crag Strandir
Sector Lambatindur
Type Alpine

Flottur foss WI 3

Keyrðum aðeins um í Lóni, komum við á einum stað sem Gummi heldur uppá og klifruðum líltinn foss þar sem er ofboðslega fallegur að sumri, ca. 10m og er létt 3. gráða. Ofan fossins er svo lúmskt flottur og langur dalur sem tekur við, enda frekar há fjöll þarna.

FF: Guðmundur Freyr Jónsson, Arnar Jónsson og Davíð Jón Ögmundsson, 19. febrúar 2010

Skemmtilegar myndir frá Fjallateyminu má sjá hér

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Lón
Type Ice Climbing

Ókindin WI 4

Leiðin er í gili rétt ofanvið bæinn, beint fyrir ofan Björgunarsveitarhúsið. Leiðin er í tveim kertum og snjóbrekku á milli þannig að klifrið sjálft summast ekki nema í rétt um 30m.

FF: Arnar Jónsson, Guðmundur Jónsson, Davíð Jón og Eiríkur Dúi, febrúar 2010, WI 4, 40m

Skemmtilegar myndir frá Fjallateyminu má sjá hér

Crag Fjarðabyggð
Sector Seiðisfjörður
Type Ice Climbing

Aftanmídan WI 5

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin liggur í suðvestur-hlíðum Hvolsfjalls sem er rétt sunnanmeginn við Gilsfjörð í Breiðafirði. Flott ísþil á bakvið pýramídann í Fannahjalla.

FF: Óðinn Árnason, febrúar 2014. WI5, 50m.

Skemmtilega frásögn og myndasafn frá fjallateyminu má finna hér.

Crag Skarðsströnd
Sector Hvolsfjall
Type Ice Climbing

Teitur WI 5

Mynd af leiðinni óskast.

Leiðin liggur í Teitsgili en þegar komið er ofan í gilið blasir við áberandi þykkur sirka 50+ metra ísfoss lengst til vinstri frá hefðbundinni aðkomu. Leiðin var klifruð í 2 sirka 25 metra spönnum upp miðjan fossinn í fyrstu spönn og aðeins til hægri í seinni spönninni.

FF: Óðinn Árnason og Arnar Jónsson í nóvember 2013. 55m, WI 5

Crag Borgarfjörður
Type Ice Climbing

(Icelandic) Aðstoð við útgáfu ársrits!

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Kæru Ísalp meðlimir!

Nú þarf að fara að huga að næsta ársriti, og vantar okkur snillinga til að hjálpa til við að vinna að útgáfu þess.

Það verður enginn hægðarleikur að taka við keflinu af Þorsteini og félögum eftir seinustu ársrit, enda með eindæmum vel gerð. Auðvitað var seinasta ársrit með veglegra móti, afmælistritið, svo við stefnum á að hafa ársritið 2017-2018 léttara og straumlínulagaðra, en það er engu að síður mikilvægur þáttur í starfi Íslenska Alpaklúbbsins fyrir seinasta árið.

Okkur vantar því öfluga meðlimi sem eru tilbúnir að aðstoða við útgáfu næsta ársrits (öll aðstoð er vel þegin). Við erum ekki að leita að greinahöfundum eins og er (þó svo að við tökum vel á móti öllum krassandi sögum, greinum og myndum), heldur vantar okkur fólk til að þefa uppi og veiða greinar upp úr fólki, og fylgja eftir öllu sem gera þarf til að ársritið líti dagsins ljós.

Ef þú hefur áhuga að vera með í ritnefnd ársritsins í ár, máttu endilega senda póst á stjorn@isalp.is.

Kl

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd frá festivalinu í Ungverjalandi

Íslenski Alpaklúbburinn óskar eftir umsækjendum til þátttöku í klifurferð til Ungverjalands 4.-13.ágúst. Ferðin er hluti af Erasmus menningarsamstarfi ÍSALP og vinafélaga í Slóveníu og Ungverjalandi.

Ferðin skiptist í tvo hluta: Annars vegar klifurferð í þjóðgarðinum High Tatras í Slóvakíu 4.-7.ágúst sem er ekki formlegur hluti af prógramminu. Þátttakendur bera sjálfir kostnaðinn af þátttöku í þessum hluta þar sem í boði verður allt frá grjótglímu og upp í fjölspanna leiðir í graníti. Hópurinn ferðast sameiginlega frá Búdapest. Þessi hluti ferðarinnar er valkvæður.

Seinni hlutinn er 7.-13.ágúst í Aggtelek í Ungverjalandi, sem er nálægt Búdapest. Þar fer fram fjögurra daga klifurkeppni/-festival (https://www.facebook.com/aggtelekkupa/) sem þátttakendur geta tekið þátt í, en eru ekki skildugir til. Á svæðinu eru fjölmargar sportklifurleiðir í kalksteini, en auk þess verður boðið upp á fjölbreytt fjallaprógram, fjallahlaup, og fjallahjól eftir vilja hópsins.

Þátttakendur fá ferðastyrk upp á 500 evrur og auk þess fría gistingu og uppihald í 6 nætur, frá 7.-13. ágúst.

Alpaklúbburinn stefnir á að senda 8 meðlimi út.

Umsóknir berist stjórn ÍSALP (stjorn hjá isalp.is) fyrir 18:00 26.apríl. Í umsókn þarf að koma fram klifurreynsla umsækjenda (grjótglíma, sport, trad…), framlag til klúbbsins og rökstuðningur fyrir því hvers vegna umsækjandinn ætti að verða fyrir valinu!

Stjórn mun meta umsækjendur á grunni framlags til klúbbsins, klifurhæfni, félagslegrar hæfni og hvort viðkomandi hefur nýlega fengið styrk frá klúbbnum; en mun sömuleiðis leitast við að senda fjölbreyttan hóp út.

Við munum tilkynna niðurstöðu eins fljótt og hægt er eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Mynd frá moveonthetop.blogspot.is

 

Aprílgabb

Rauð lína á mynd

Leiðin er á norðurvegg Búðarhyrnu við Seljadal í Óshlíðinni

Línan byrjar hægra megin við áberandi berggang sem að stendur út úr norðurvegg fjallsins.

Fyrsta spönn er öll á ís, WI 3.

Önnur spönn er aðeins á ís í byrjun en færist yfir í torfklifur þar til komið er að áberandi klettalagi. Fylgið klettalaginu þar til að hægt er að krækja fyrir það og haldið áfram upp 70-80m á ís (þriðja spönn WI 3).

Fjórða spönn byrjaði aðeins á ís en tekur svo klettahliðrun á mjög mjórri sillu, M4 kannski?

Eftir það er snjógili fylgt alveg upp, 150m hækkun og talsvert brattara á köflum en það virtist neðan frá.

Auðvelt er að fara niður á suðurhlið Búðarhyrnu og enda í Hnífsdal, ekki þörf á að síga niður.

FF: Sigurður Jónsson og Rúnar Óli Karlsson.

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Óshlíð
Type Alpine

Il Mappazzone WI 3

Route number 60a.

2 pitches 140m  WI3 snow, mixte

p1 climb the ice and then traverse to the next snow field on the right

p2 straight up on the snow field crossing a steep rock band and leading to the left to climb a dihedral with a bit of mixte then cross the cornice

 

FF Matteo Meucci and Marco Porta 22/04/2017

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Ice Climbing

Hrútshorn WI 4+

Route 64c. Left of route 64a Bekri. 240m in 4 pitches

P1: we took one of the right pillar (WI4+ 10m) and then 15m of mixt climbing then snow slope. Belay on a rock with sling and cams. there is an easier pillar on the left but then a longer traverse to the right. 55m

P2: long traverse on easy ledge and then straight the wall with some ice (WI4). Belay on a horizontal crack. 80m

P3: left of the belay, then a kind of ramp to the right (mixt) until the next wall (WI4). Belay on a rock and screws. 40m

P4: easy slope with some steps on ice until the top (WI2) 70m

FF: Matteo Meucci & Sigurður Ýmir Richter, 25. mars 2018

 

Crag Esja
Sector Hrútadalur
Type Ice Climbing