(Icelandic) Annar hluti Erasmus samstarfsins

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Eins og mörgum er kunnugt er Íslenski alpaklúbburinn í samstarfi við alpaklúbbana í Slóveníu og Ungverjalandi. Þeir sem tóku þátt í þetta skiptið fyrir Íslands hönd voru: Árni Stefán Halldorsen, Bjartur Týr Ólafsson, Esther Jónsdóttir, Helga Frímann, Jónas G. Sigurðsson, Ottó Ingi Þórisson, Sif Pétursdóttir og Védís Ólafsdóttir.

Núna í mars síðastliðnum fór íslenskur hópur til Slóveníu í fjallaskíðaferð og núna í ágúst var íslenskur hópur í Ungverjalandi og Slóvakíu að stunda klifur.

Í mars 2019 tekur Ísalp svo á móti hópum frá Slóveníu og Ungverjalandi og sýnum þeim hvað Norðurland hefur upp á að bjóða af brekkum og fossum.

Annar hluti samstarfsins hófst í Vysoké Tatry eða hærri Tatrasfjöllunum í Slóvakíu. Þar varði hópurinn þrem heilum dögum. Þar var farið í fjölspanna klifur, ýmist með eða án bolta, grjótglímu, gönguferðir og einhverjir fóru jafnvel út að hlaupa. Continue reading

10 ára viðgerðarafmæli Tindfjallaskála

Um þessar mundir eru 10 ár síðan Tindfjallaskáli var sóttur til Reykjavíkur og tekinn í allsherjar uppgerð, sem stóð yfir í eitt ár og viku.

Úr frétt MBL: “Skálinn á sér merkilega sögu og var reistur á fimmta áratugnum af félagsskap sem nefndist Fjallamenn en þar var fremstur í flokki Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Félagsskapurinn lagðist af en í framhaldinu tók Alpaklúbburinn sem stofnaður var 1977 við skálanum. Í vetur sem leið fóru fram miklar umræður meðal klúbbfélaga um ástand skálans og framtíð hans. Varð niðurstaðan sú að gera hann upp og hefur mikilvægum áfanga verið náð á þeirri braut með því að koma honum niður á láglendið.”

Greinin: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1235404/

Hér má svo skoða byggingasöguna og mikið af skemmtilegum myndum úr þessu verkefni: http://isalpskalar.blogspot.com/2008/

Í haust er fyrirhugað að setja nýja kamínu í skálann og klára nokkur almenn viðhaldsverkefni. Húsið er í frábæru standi eftir árin tíu enda var vandað mikið til verka í uppgerðinni.

Nú styttist í snjóinn í Tindfjöllum og tilvalið að bóka helgi. Upplýsingar um bókanir er að finna hér: https://sites.google.com/…/isalpskal…/upplysingar-um-skalann

(Icelandic) [ATH Breyting!] Stardalsdagurinn Mikli 2018 (23. júní) +Dótaklifurkynning

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Uppfært 19.06:

ATH breytt plön! Dótaklifurkynningin færð upp í Stardal!

Þar sem veðrið ætlar ekki að gefa okkur neinn afslátt um helgina, og spáin lofar rigningu og roki báða dagana, ætlum við að breyta dótaklifurkynningunni. Á morgun (20. júní) verður hins vegar rjómablíða, svo í stað þess að húka inni eina góða kvöld vikunnar, ætlum við að halda upp í Stardal eftir vinnu. Sá dagur verður því líkari Stardalsdeginum í sniðum, en þó ætlum við að hafa létta kynningu þar á búnaðinum og tækni.

Eins og áður segir, er öllum velkomið að mæta, og erum við í raun bara að sameina dótaklifurkynninguna og Stardalsdaginn.
Brottför verður frá Skeljungi við Grjótháls/Vesturlandsvegi klukkan 17:30, en þó er velkomið að mæta upp í Stardal þegar fólki hentar.

———————

Nú er vel liðið á sumarið, og víða farið að sjást til skrumara að spóka sig á klettaklifursvæðum landsins. Af því leiðir að Stardalsdagurinn nálgast óðfluga, og ætlar ÍSALP, líkt og fyrri ár að halda daginn hátíðlegan, þó í þetta sinn í samvinnu við Klifurfélag Reykjavíkur.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er Stardalsdagurinn árlegur viðburður þar sem dótaklifurtröll fjölmenna í klifur í Stardal. Stardalur er án efa eitt glæsilegasta dótaklifursvæði landsins, með 88 skráðar klifurleiðir frá 5.2 upp í 5.11b, og ekki þykir verra að klifursvæðið er í einungis 15 mínútna fjarlægð frá Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Dagurinn verður haldinn þann 23. júní (með 24. júní til vara ef veður ætlar í hart), en hann verður með ögn breyttu móti í ár, þar sem ÍSALP ætlar með aðstoð Klifurfélags Reykjavíkur að halda kynningu á dótaklifri (e. Traditional climbing) áður.

Brottför verður svo í Stardal þann 23. júní klukkan 10:00 frá Skeljungi við Vesurlandsveg/Grjótháls (en þið megið auðvitað mæta hvenær sem er í dalinn og fara þegar ykkur listir). Fólk er að sjálfsögðu á eigin vegum og ábyrgð, og því mælum við eindregið með að þið verðið ykkur sjálf úti um klifurfélaga og búnað. Athugið að það verður ekki kennsla í Stardal, heldur erum við einfaldlega að fjölmenna í dalinn, og því er best að fólk hafi einhverja lágmarks reynslu af klifri í línu (t.d. sportklifri).

Hægt er að fylgjast betur með viðburðunum á facebook:

https://www.facebook.com/events/1819452701449626/

https://www.facebook.com/events/2086322648315366/

 

 

Stigið WI 4

Leið í vesturhlíð Vatsendafjalls í Seljalandsdal í Álftafirði.

Fínasta stallaleið í Seljalandsdal, byrjar á mjög auðveldu brölti upp að megin kerti leiðarinnar. Þar er hægt að velja um tvö kerti en þetta á við um vinstra kertið en hitt hægra megin er ívið auðveldara að líta á. Þar fyrir ofan er löng snjóbrekka að næsta ís þar sem trygging var sett upp. Þaðan náði 60m línurnar ekki alveg niður.

Leiðin er rétt vinstra megin við miðja mynd, kertið sést vel.

FF: Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. 11. mars 2012

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Seljalandsdalur
Type Ice Climbing

Comedy of errors WI 4

Leið númer 4 á mynd.

Stutt vel bratt 8m hátt kerti í byrjun sem rétt snertir niður en svo er mjög létt brölt þar fyrir ofan. Snjóhengja fyrir ofan og smá hellir bakvið kertið þar sem hægt er að tryggja til að fá ekki íshrönglið í hausinn.

Leiðin gæti verið vitlaust staðsett.

FF: Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. 10. mars 2012

Crag Dýrafjörður
Sector Garðshvilft
Type Ice Climbing

Norðurhlíð Múlatinda inn af Lóni

Rauð lína á mynd, græn er niðurleiðin.

Leiðinn sem við fórum upp norðurvegg Múlatinda liggur upp áberandi snjógil með tveimur íshöftum. Gilið er hliðargil til vesturs úr mest áberandi gilinu á norðurhlið eystri af tveimur hæstu Múlatindunum.

Heildarhækkun er um 700 m en þar af eru um 300 m snjóbrölt og tvö WI 3 íshöft. Continue reading

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Lón
Type Alpine

Hælkrókur WI 3+

Leiðin er í Seljalandsdal í Álftafirði en er ekki staðsett nánar en það, mynd óskast.

Leið í vesturhlíð Vatsendafjalls í Seljalandsdal í Álftafirði.

Breitt ísþil með mjög auðveldri byrjun svo ca. 8-10m lóðrétt þil. Stuttu ofar er ágætis trygginarstaður í ís.

Hælkrókur er næsta leið hægra megin við gilið til vinstri.

WI3+, 40m

FF: Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. 11 mars 2012.

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Seljalandsdalur
Type Ice Climbing