Comedy of errors WI 4

Leið númer 4 á mynd.

Stutt vel bratt 8m hátt kerti í byrjun sem rétt snertir niður en svo er mjög létt brölt þar fyrir ofan. Snjóhengja fyrir ofan og smá hellir bakvið kertið þar sem hægt er að tryggja til að fá ekki íshrönglið í hausinn.

Leiðin gæti verið vitlaust staðsett.

FF: Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. 10. mars 2012

Crag Dýrafjörður
Sector Garðshvilft
Type Ice Climbing

Norðurhlíð Múlatinda inn af Lóni

Rauð lína á mynd, græn er niðurleiðin.

Leiðinn sem við fórum upp norðurvegg Múlatinda liggur upp áberandi snjógil með tveimur íshöftum. Gilið er hliðargil til vesturs úr mest áberandi gilinu á norðurhlið eystri af tveimur hæstu Múlatindunum.

Heildarhækkun er um 700 m en þar af eru um 300 m snjóbrölt og tvö WI 3 íshöft. Continue reading

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Lón
Type Alpine

Hælkrókur WI 3+

Leiðin er í Seljalandsdal í Álftafirði en er ekki staðsett nánar en það, mynd óskast.

Leið í vesturhlíð Vatsendafjalls í Seljalandsdal í Álftafirði.

Breitt ísþil með mjög auðveldri byrjun svo ca. 8-10m lóðrétt þil. Stuttu ofar er ágætis trygginarstaður í ís.

Hælkrókur er næsta leið hægra megin við gilið til vinstri.

WI3+, 40m

FF: Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. 11 mars 2012.

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Seljalandsdalur
Type Ice Climbing

Freki WI 4

Leið númer 4. á mynd

Næsta lína til vinstri við Fenri. Nokkuð þæginlegt klifur upp að stalli ca í miðri leið. Þaðan lá leiðin annað hvort til vinstri út fyrir risa regnhlíf eða beint upp og í gegnum hana. Nokkrir léttir metrar eftir það. Sigið niður.

FF: Ottó Ingi Þórisson og Katrín Möller. WI4, 40m.

Crag Dýrafjörður
Sector Eyrardalur
Type Ice Climbing