Byrjar á auðveldu ísklifri rétt vinstra megin við sjálfa Súluna og stefnir á göng í gegnum klettinn. Eftir að komið er út úr göngunum er WI 3 klifur í 6m í viðbót
FF: Katrín Pétursdóttir, Rakel Ósk Snorradóttir og Siguður Kristjánsson, 2 janúar 2018, 25m
One of the outermost routes, on the east side of the valley Litlasandsdalur, behind the mountain Þyrill.
The route is two full pitches when conditions are good. The first pitch is WI 4 (but can easily become stiffer in different conditions) and requires continuous climbing. Once you pull over the ledge there is a bit of a walk/crawl/climb to the next wall of ice. Somewhere on this section you will set up a belay (see topo). The next pitch starts out relatively steep, in the middle about WI 4 but WI 3+ on the sides. This pitch is a sequence of short vertical walls with and tops out on the mountain ridge.
Descent
On the climber’s right of “Liquid Nitrogen” (number 7) you will find a descent gully. In good snow this gully is a relatively nice way down. Another option is to rappel the original route on V-threads.
FA: Freyr Ingi Björnsson og Styrmir Steingrímsson, 2012, WI 4 – 55m og WI 3+ – 60m
Leið vestan megin í Litlasandsdal, næsta gil vestan við gilið sem Gljúfurá kemur niður úr.
Leiðin er mjög breið fyrstu tvo þriðju af leiðinni en lokakaflinn er upp mikið mjórri og brattari ís. Í frumferð var ísinn mjög fídusaður og klifrið var sennilega um WI 3 en það þarf ekki mikið að breytast til að leiðin verði WI 3+
Þegar komið er upp úr mjóa kertinu (ein spönn um 70m af klifri) þá er hægt að ganga í gilinu upp með ánni þar til komið er að öðrum litlum foss, ca 10m WI 2+.
FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. desember 2018, WI 3 – 70m og WI 2+ – 10m
Nýjustu fregnir herma að líkamsleifar Ísalp félagana Kristinns Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar eru komnar til byggða í Nepal.
Kristinn og Þorsteinn fundust í um 5.500 m hæð í hlíðum fjallsins Pumo Ri eftir að hafa horfið þar árið 1988.
Leifur Örn Svavarsson var hæðaraðlagaður eftir tvær gönguferðir í grunnbúðir Everest og bauð hann fram aðstoð sína við að kanna möguleika á því að koma líkamsleifum Kristinns og Þorsteins niður af fjallinu.
Þetta tókst og nú eru líkamsleifarnar í rannsókn hjá Nepölskum yfirvöldum áður en að hægt er að senda þær til Íslands.
Ísalp vill einnig benda á styrktarreikning sem hefur verið stofnaður á nafni sonar Kristinns. Reikningurinn er til þess að styrkja leiðangurinn til Nepal og annan kostnað sem hlýst af því að koma Kristni og Þorsteini til Íslands aftur.
Nýjar upplýsingar herma að leiðangur upp á fjallið Pumo Ri í Nepal hafi fundið líkamsleifar tveggja félaga Ísalp núna í síðustu viku.
Sennilegast er um að ræða Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson sem að fóru í leiðangur á fjallið í október 1988.
Þeir frumfóru leið upp suðvesturvegg fjallsins og sá ástralskt teymi til þeirra við toppinn. Eitthvað kom fyrir á niðurleiðinni og ekkert hefur til þeirra spurst í rúm 30 ár, fyrr en nú.
Beðið er eftir nánari upplýsingum frá Nepal að svo stöddu.
Kristinn og Þorsteinn voru öflugir í stafi klúbbsins. Þeir frumfóru nýjar leiðir út um allt land ásamt öðrum meðlimum klúbbsins. Þeir sátu báðir í ritnefnd klúbbsins og voru hluti þess teymis sem gerði ársrit Ísalp að því sem þau eru í dag.
Byrjar á því að klöngrast upp byrjunina af Þursabtit (B14) en beygir svo til hægri og fer upp sama vegg og Fimm í fötu er á (B15) nema alveg vinstra megin á honum. Virkaði brött og samfellt en leyndi á nokkrum góðum hvíldum, gæti sennilega myndast í erfiðari aðstæðum.
Líklega verið klifrað áður en var ekki skráð.
FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 5. nóv 2018
Boltuð mixklifurleið sem átti að vera í léttari kantinum en endaði á því að vera snúin um miðbikið. Hin besta skemmtun og margir metrar af klifri. Fyrsti boltinn er mjög hátt og er í sléttum 30m frá akkerinu. (Notið 70m eða halfrope ef planið er að síga alveg niður frá akkerinu).
FF: Páll Sveinsson og Ottó Ingi Þórisson október 2018
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Nú er komið að árlegu ljósmyndakeppni Ísalp, og erum við að vanda að leita að myndum í þrjá flokka, Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Öllum er velkomið að taka þátt, dregnir verða út sigurvegarar í hverjum flokki og mun besta myndin príða forsíðu ársrits Ísalp 2018.
Myndin þarf að vera tekin eftir útgáfu seinasta ársrits (desember 2017), allir mega senda myndir í alla þrjá flokkana, en þó má hver mynd einungis taka þátt í einum flokki.
Allar myndir þurfa að berast á stjorn@isalp.is fyrir 2. nóvember!
Einnig erum við enn að leita að greinum og pistlum í ársritið, svo ef þú ert með hugmynd að góðu efni í ársritið og langar að deila með okkur, máttu endilega senda póst á stjorn@isalp.is.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Þann 30. október næstkomandi mun Íslenski Alpaklúbburinn sýna stór-klifurmyndina The Dawn Wall í Bíó Paradís klukkan 20:00.
The Dawn Wall er mynd sem klifurheimurinn hefur beðið spenntur eftir í yfir 3 ár, en hún fjallar um eitt af stærri afrekum klifurheimsins, þegar þeir Tommy Caldwell og Kevin Jorgeson fríklifruðu Dawn Wall vegginn á El Capitan í Yosemite, klifur sem áður þótti óhugsandi.
Þeir Tommy og Kevin toppuðu vegginn í janúar 2015, en aðdragandi áfangans var áralangur ásetningur, vinna og þrautseigju, í bland við hina ýmsu tilfinningalegu tálma í persónulífi Tommys, sem að lokum reyndust á sinn hátt hvati til þess að fríklifra Dawn Wall.
Miðverð á sýninguna
Meðlimir Ísalp: 1500kr
Aðrir: 2000kr
Strandir eru afskektar en ekki ófærar og vel hægt að komast þangað á veturna. Fullt er hægt að gera úti á Stöndum bæði um vetur og sumar. Sportklifrarar standa í ströngu við að setja upp leiðir í Norðurfirði og eitthvað hefur verið klifrað af grjótglímuþrautum í Bjarnafirði, á Gjögri og Skarðsvík. Augljós vetrarverkefni eru fossinn fyrir ofan Djúpuvík, þar sem tveir fossar falla og lenda saman á syllu og falla svo aftur í sitthvoru lagi af henni og mynda stórt X. Fjallið Kambur við Veiðileysu mynnir á Hraundrangann. Síðast en ekki síst má svo mynnast á Lambatind sem gæti vel verið frábærasta klifrur.
Lambatindur
Eitthvað hefur verið klifrað í Lambatindi og á hann ansi fallega norðurhlíð sem mynnir á Skarðsheiðina.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Aðalfundur ÍSALP
Í gær var aðalfundur ÍSLAP, fundargerðina er að finna í valmyndinni hér að ofan undir „Ísalp“ – „Um Ísalp“ – „Fundargerðir“. Skrýslu stjórnar fyrir síðasta starfsár má finnu á sama stað.
Fráfarandi stjórnarmenn eru
Helgi Egilsson sem hefur verið í stjórn í 8 (4 ár sem gjaldkeri og 4 ár sem formaður).
Bjartur Týr Ólafsson sem hefur verið í stjórn í 3 ár.
Við þökkum þeim báðum kærlega gott starf undanfarin ár.
Í stjórn sitja þá:
Jónas G. Sigurðsson (formaður)
Ottó Ingi Þórisson
Baldur Þór Davíðsson
Védís Ólafsdóttir
Sif Pétursdóttir
Sigurður Ýmir Richter
Matteo Meucci
Ný stjórn mun koma saman við fyrsta tækifæri og undirbúa spennandi dagskrá fyrir veturinn.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Bjórkvöld verður haldið á BarAnanas, laugardaginn 22.sept. Ætlunin er að peppa hópinn saman, skiptast á hetjusögum og hugmyndum að dagskrá fyrir veturinn. Skrúfað verður frá krananum kl. 21 og klúbburinn býður upp á bjór á meðan birgðir endast. Fyrstir koma fyrstir fá.
Hlökkum til að sjá sem flesta!