(Icelandic) Bætt vinnubrögð við boltun!

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Upp á síðkastið virðist það hafa færst í aukana að klifrarar verði varir við nýja múrbolta af ýmsum toga á ótrúlegustu stöðum, oftar en ekki boltar sem hafa engan augljósan tilgang. Ekki er nóg með það að þessir boltar eru villandi og síður en svo öruggir í öllum tilfellum, heldur eiga þeir líka til að finnast á svæðum þar sem boltun er óheimil. Þ.a.l. viljum við koma eftirfarandi áherslum á framfæri, og fara fram á að fólk kynni sér rétt og vönduð vinnubrögð við uppsetningu klifurleiða og almenna boltun í náttúru Íslands:

  1. Fá leyfi hjá landeigendum/hagsmunaaðilum! Sama hver tilgangur boltunar er, eru það óhjákvæmilega landeigendur sem eiga síðasta orðið um boltun á þeirra landi (hvort sem landeigendur eru ríkið eða einkaaðilar). Því er nauðsynlegt að öðlast tilskilin leyfi áður en lagt er í að bora fyrir boltum.
    • Þó svo að tiltekið svæði sé þegar boltað (t.d. sportklifursvæði) þýðir það ekki að enn sé leyfi fyrir að reka inn fleiri bolta, og þarf því að ganga úr skugga um að slíkt sé enn leyfilegt.
    • Stranglega bannað er að bolta á friðlýstum svæðum, nema skírt leyfi hafi verið fengið fyrir boltun á slíku svæði.
    • Á sumum svæðum er almennt samþykki um að halda boltalausum (t.d. Stardalur og Gerðuberg) og verða því allir boltar fjarlægðir fyrirvara- og undantekningalaust nema breyting hafi orðið á slíku samkomulagi.
  2. Þekkja og hafa reynslu af öruggri boltun! Margskonar vinnubrögð, misörugg, þekkjast við boltun í ýmsum tilgangi, og nauðsynlegt er að fólk kynni sér RÉTT og VÖNDUÐ vinnubrögð, sér í lagi á svæðum þar sem fólk gæti í gáleysi reitt sig á tryggingar í öðrum tilgangi en þær voru settar upp fyrir. Greinargóðar leiðbeiningar og siðferðisreglur við boltun í íslensku bergi má finna í viðamikilli grein Jóns Viðars Sigurðssonar frá 2012, sem hægt er að nálgast á PDF formi með eftirfarandi tengli, og mælum við eindregið með að allir sem hafa hug á að bolta hérlendis kynni sér hann sem og að öðlast reynslu frá reyndum leiðasmiðum: https://klifurhusid.is/wp-content/uploads/2012/04/Boltun-klifurlei%C3%B0a.pdf
  3. Ekki reka inn bolta sem hafa áhrif á þegar uppsettar klifurleiðir! Aðeins ætti að bolta í námunda við klifurleiðir ef tilgangur þess er að auka öryggi í þeirri klifurleið, t.d. ef skipta þarf út gömlum boltum (að sjálfsögðu í samráði við frumfarendur eða umsjónafólk). Annað getur verið villandi, verið klifrurum til vandræða og jafnvel skapað hættu ef slíkt er ekki vel ígrundað.
  4. Er nauðsynlegt að koma fyrir varanlegum tryggingum? Oft er nóg í boði af öruggum náttúrulegum tryggingum sem gera boltun óþarfa. Á þetta sérstaklega við á svæðum þar sem dótaklifur er stundað, og oftar en ekki er mjög óvinsælt meðal klifrara að leiðir séu boltaðar sem eru auðtryggðar á öruggan hátt með náttúrulegum tryggingum. Sömuleiðis er ekki í lagi að bolta klifurleiðir sem þegar hafa verið klifraðar með slíkum tryggingum, nema frumfarendur hafa gefið leyfi fyrir slíku.

Annars vonum við að sumarið hefur nýst klifrurum vel, og er frábært að sjá allar þær nýju og gömlu leiðir sem settar eru upp og haldið við á víð og dreif um landið. Það er einmitt ástæða þess að við viljum áfram sjá góð vinnubrögð og halda öllum á góðu nótunum, svo við getum haldið áfram á sömu braut í framtíðinni 😉

(Icelandic) Aðalfundur Ísalp 2019

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbsins 2019 verður haldinn á efri hæð Klifurhússins að Ármúla 23, fimmtudaginn 26. september, kl. 20:00.

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:

  1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kjör meðstjórnenda.
  6. Kjör uppstillingarnefndar.
  7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
  8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
  9. Önnur mál

– Staðan á Bratta
– Dagskrá vetrarins 2019-2020

Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.

Í ár lýkur kjörtímabilum hjá Védísi Ólafsdóttur (kjörin til eins árs), Sif Pétursdóttur (kjörin til eins árs), Sigurði Ými Richter (kjörinn til tveggja ára) og Matteo Meucci (kjörinn til tveggja ára). Þau gefa öll kost á sér áfram fyrir utan Sif Pétursdóttur.

Framboð skulu hafa borist fyrir 19. september.

Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 19. september.

 

(Icelandic) Önnur klettaklifurferð til Toskana

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Í ár stefnir Ísalp aftur á klettaklifur í kringum Písa ásamt alpaklúbbi heimamanna þann 6. til 13. September.

Meðlimum Ísalp er að sjálfsögðu boðið í ferðina en áhugasamir geta sent umsókn í tölvupósti á stjorn@isalp.is. Betra er að taka fram með umsókninni hvers konar klifri áhugi er fyrir (sportklifur, fjölspanna sport, fjölspanna dótaklifur o.þ.h.).

Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst n.k.

 

 

Fuglalíf M 4

Mynd og nánari staðsetning óskast.

Mixuð leið í Kollafirði. Leiðin liggur upp 4m háa íslænu sem er 30-40cm breið, upp á snjósyllu að 2m kerti og þaðan tekur við 4m morkin bergsprunga. Þaðan er hliðrað í lélegu bergi til hægri upp í áberandi skál sem liggur upp á brún.M 4, 25m

FF: Guðmundur Tómasson 14. mars 1997

Crag Barðaströnd
Sector Kollafjörður
Type Mixed Climbing

Gnar for Breakfast

Route number 2

AD +, WI3 100m

Vestri Hnappur is one of the peaks of Öræfajökull. It is located on the south rim of Öræfajökull. The peak is 1851m and you can enter the climb at 1700m.

In order to access this peak, we traveled along the antenna access road behind Foss Hotel Glacier Lagoon and up to about 800 meters. We came to Stigárjökull at about 1000 meters and roped up from there to the base of the Vestri Hnappur. In late June, this area is fairly crevassed and you will have to end run many crevasses as compared to earlier in the season.

This climb is to the east of the previously climbed route, Einhyringar. This path follows the avalanche gully, which is fairly steep but somewhat mellows out after the initial 6-7 meter steeper section. From there, it’s about a 50degree snow climb until the section just below the summit, which is the last tricky area until the walk to the top.

Overall, it’s not very changing climb but the lack of reliable protection makes it one to think about. Ice screws are fairly useless being that I was only able to place 3, one of which I trusted, but if you bring an extra picket for intermediate protection, it would serve you well.

Lastly, why ‘Gnar for Breakfast’? Because although it would not stand alone on the scale of a Gnarly climb, it was good enough as a warm up for something proper… hence, Gnar for breakfast.

* As pictured, route # 1 is ” Einhyringar ” and route # 2 is “Gnar for Breakfast”

Michael Reid, Eugene Gilbun, and Deividas Matkevicius – 24 June 2019

Pictured is the 2nd coming up onto the 50 degree snow slope.

Crag Öræfajökull
Sector Vestari Hnappur
Type Alpine

(Icelandic) Ritnefnd ársrits ÍSALP 2019!

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Skipulagning ársrits ÍSALP 2019 er núna að hefjast af fullum krafti, og viljum við því hóa í öfluga félaga til þess að vera með í ritnefnd ársritsins, og/eða skrifa greinar af líðandi árum.

Ef þú hefur áhuga á að vera með í ritnefndinni eða langar að fá grein frá þér í næsta ársrit, þá skaltu ekki hika við að hafa samband (á stjorn(at)isalp.is), öll aðstoð er ómetanleg og ársritið verður aldrei áhugaverðara en það sem meðlimir hafa fram að bera!

(Icelandic) Stardalsdagurinn 2019 (& dótaklifurkynning)

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Nú ættu allir að vera búnir að skafa af sér hrím vetrarins og liðamótin vonandi fengið að liðkast í sólinni seinustu vikur. Þó veður seinasta sumars hafi haft okkur að leiksoppi, tókst dagurinn vel til og stefnum við því á að endurtaka leikinn í ár og halda Stardalsdaginn hátíðlegan aftur.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er Stardalsdagurinn árlegur viðburður þar sem dótaklifurviðundur landsins fjölmenna í klifur í Stardal. Stardalur er glæsilegt dótaklifursvæði, með yfir 90 skráðar klifurleiðir frá 5.1 upp í 5.11b, og ekki þykir verra að klifursvæðið er í einungis 20 mínútna fjarlægð frá Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Dagurinn sjálfur verður haldinn laugardaginn 29. júní (með 30. júní til vara ef veður ætlar í hart) og er brottför verður í Stardal klukkan 10:00 frá Orkunni við Vesturlandsveg/Grjótháls (en þið megið auðvitað mæta hvenær sem er í dalinn og fara þegar ykkur listir).
Fólk er að sjálfsögðu á eigin vegum og ábyrgð, og því mælum við eindregið með að þið verðið ykkur sjálf úti um klifurfélaga og lágmarksbúnað. Athugið að það verður ekki kennsla í Stardal, heldur erum við einfaldlega að fjölmenna í dalinn, og því er best að fólk hafi einhverja lágmarks þekkingu á leiðsluklifri (t.d. sportklifri).

Til að hita upp fyrir laugardaginn, ætlar Ísalp og klifurfélag reykjavíkur að halda kynningu á dótaklifri fimmtudagskvöldið 27. júní. Fyrir þá sem leggja stund á klifur og vilja víkka sjóndeildarhringinn og kitla taugarnar með eigin bergtryggingum, þá er þetta tilvalið tækifæri til að kynnast betur dótaklifri.

Kynningin hefst klukkan 20:00 á efri hæð Klifurhússins (Ármúla 23, Reykjavík), og munum við fara yfir öll helstu atriði sem hafa þarf í huga í dótaleiðslu, sem og að leyfa þátttakendum að munda sínar eigin bergtryggingar.

Meðlimum ÍSALP og Klifurhússins er velkomið að mæta, kynningin er meðlimum félaganna að kostnaðarlausu og verður boðið upp á kaffi og kleinur. Svo það er um að gera að kíkja við, og hlökkum við til að sjá sem flesta.

Endilega meldið ykkur á viðburðina á FB að neðan

Stardalsdagurinn: https://www.facebook.com/events/2262399440675940/

Dótaklifurkynningin: https://www.facebook.com/events/435004757075268/

Ath! við viljum ítreka það að þessi kynning kemur EKKI í stað vottaðra fjallamennsku- og línuvinnunámskeiða, og meðlimir eru á eigin ábyrgð í Stardal.

Fjallaskíðaferð á Tröllaskagann með þriðja hluta Erasmus samstarfinu

Þann 27. apríl koma til okkar gestir frá Ungverjalandi og Slóveníu til að taka þátt í þriðja hluta Erasmus samstarfsins á milli alpaklúbbana í þessum þrem löndum.

Hópur Ísalpara keyrir norður með hópinn þann 28. apríl og skíðar með þeim á Tröllaskaganum til 4. maí. 

Nóg verður um að vera alla daga og á kvöldin. Planað er að hafa snjóflóða fyrirlestur, grillveislu í fjörunni, heimsókn í Kalda og margt fleira ásamt því að skíða á valda tinda hér og þar um Tröllaskagann.

Ísölpurum er velkomið að slást í hópinn, fara með okkur í skíðaferðir og grilla með okkur.

Því miður er mest allt húsrúm sem klúbburinn bókaði orðið fullt svo að þeir sem myndu vilja bætast við myndu þurfa að útvega sína gistingu sjálfir.

Örninn flýgur WI 3+

Örninn flýgur – Þorsteinslundur – Fljótshlíð

Þorsteinslundur er rétt vestan við Gluggafoss [Merkjárfoss] í Fljótshlíð.
Þar eru miklir möguleikar en hlíðin vísar í suður og því hentar best ef það nær að frysta vel yfir dimmustu mánuðina.

Leiðin fékk nafnið vegna þess að það var Haförn á sveimi yfir okkur sem þykir óvanalegt á suðurlandi.

Hægt væri að taka leiðina í einni spönn og er hún WI3+
Fyrri spönnin byrjaði á tæknilegu klifri upp kerti sem náði ekki alveg niður.

FF: Bjarni Guðmundsson og Sigurður Bjarni Sveinsson, 30. janúar 2019

Crag Fljótshlíð
Sector Þorsteinslundur
Type Ice Climbing