Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Skipulagning ársrits ÍSALP 2019 er núna að hefjast af fullum krafti, og viljum við því hóa í öfluga félaga til þess að vera með í ritnefnd ársritsins, og/eða skrifa greinar af líðandi árum.
Ef þú hefur áhuga á að vera með í ritnefndinni eða langar að fá grein frá þér í næsta ársrit, þá skaltu ekki hika við að hafa samband (á stjorn(at)isalp.is), öll aðstoð er ómetanleg og ársritið verður aldrei áhugaverðara en það sem meðlimir hafa fram að bera!
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Nú ættu allir að vera búnir að skafa af sér hrím vetrarins og liðamótin vonandi fengið að liðkast í sólinni seinustu vikur. Þó veður seinasta sumars hafi haft okkur að leiksoppi, tókst dagurinn vel til og stefnum við því á að endurtaka leikinn í ár og halda Stardalsdaginn hátíðlegan aftur.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er Stardalsdagurinn árlegur viðburður þar sem dótaklifurviðundur landsins fjölmenna í klifur í Stardal. Stardalur er glæsilegt dótaklifursvæði, með yfir 90 skráðar klifurleiðir frá 5.1 upp í 5.11b, og ekki þykir verra að klifursvæðið er í einungis 20 mínútna fjarlægð frá Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.
Dagurinn sjálfur verður haldinn laugardaginn 29. júní (með 30. júní til vara ef veður ætlar í hart) og er brottför verður í Stardal klukkan 10:00 frá Orkunni við Vesturlandsveg/Grjótháls (en þið megið auðvitað mæta hvenær sem er í dalinn og fara þegar ykkur listir).
Fólk er að sjálfsögðu á eigin vegum og ábyrgð, og því mælum við eindregið með að þið verðið ykkur sjálf úti um klifurfélaga og lágmarksbúnað. Athugið að það verður ekki kennsla í Stardal, heldur erum við einfaldlega að fjölmenna í dalinn, og því er best að fólk hafi einhverja lágmarks þekkingu á leiðsluklifri (t.d. sportklifri).
Til að hita upp fyrir laugardaginn, ætlar Ísalp og klifurfélag reykjavíkur að halda kynningu á dótaklifri fimmtudagskvöldið 27. júní. Fyrir þá sem leggja stund á klifur og vilja víkka sjóndeildarhringinn og kitla taugarnar með eigin bergtryggingum, þá er þetta tilvalið tækifæri til að kynnast betur dótaklifri.
Kynningin hefst klukkan 20:00 á efri hæð Klifurhússins (Ármúla 23, Reykjavík), og munum við fara yfir öll helstu atriði sem hafa þarf í huga í dótaleiðslu, sem og að leyfa þátttakendum að munda sínar eigin bergtryggingar.
Meðlimum ÍSALP og Klifurhússins er velkomið að mæta, kynningin er meðlimum félaganna að kostnaðarlausu og verður boðið upp á kaffi og kleinur. Svo það er um að gera að kíkja við, og hlökkum við til að sjá sem flesta.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Nú er loksins komið að Banff fjallamyndahátíðinni. Hún fer fram í Haskólabíói 21. og 23. maí. Nánari upplýsingar má finna á Banff síðu Ísalp.
Þann 27. apríl koma til okkar gestir frá Ungverjalandi og Slóveníu til að taka þátt í þriðja hluta Erasmus samstarfsins á milli alpaklúbbana í þessum þrem löndum.
Hópur Ísalpara keyrir norður með hópinn þann 28. apríl og skíðar með þeim á Tröllaskaganum til 4. maí.
Nóg verður um að vera alla daga og á kvöldin. Planað er að hafa snjóflóða fyrirlestur, grillveislu í fjörunni, heimsókn í Kalda og margt fleira ásamt því að skíða á valda tinda hér og þar um Tröllaskagann.
Ísölpurum er velkomið að slást í hópinn, fara með okkur í skíðaferðir og grilla með okkur.
Því miður er mest allt húsrúm sem klúbburinn bókaði orðið fullt svo að þeir sem myndu vilja bætast við myndu þurfa að útvega sína gistingu sjálfir.
Leið III í gamla hraðsoðna leiðarvísinum. Þar segir: Einhver leið. Lítur út fyrir að vera fín byrjendaleið, WI2. Fyllist sennilega af snjó þegar líða tekur á vetur.
Leiðin byrjar á á 5m bröttum kafla en er svo brölt/klifur eftir það.
Þorsteinslundur er rétt vestan við Gluggafoss [Merkjárfoss] í Fljótshlíð.
Þar eru miklir möguleikar en hlíðin vísar í suður og því hentar best ef það nær að frysta vel yfir dimmustu mánuðina.
Leiðin fékk nafnið vegna þess að það var Haförn á sveimi yfir okkur sem þykir óvanalegt á suðurlandi.
Hægt væri að taka leiðina í einni spönn og er hún WI3+
Fyrri spönnin byrjaði á tæknilegu klifri upp kerti sem náði ekki alveg niður.
FF: Bjarni Guðmundsson og Sigurður Bjarni Sveinsson, 30. janúar 2019
Keyrt áleiðis inn í þórsmörk að fyrstu ánni/læknum (Sauðá) sem þarf að keyra yfir.
Þar er hægt að keyra slóða upp með ánni smá spöl austan megin við hana. Gengið er greinilegan göngustíg í ca.
10 mín yfir hrygg og svo áfram inn gilið ca. 20 mín.
Við blasir ísfoss beint að augum inn í gilinu. Þar er lænan lengst til vinstri kölluð Manía.
Ef farið er örlítið lengra upp kviltina til hægri (þegar horft er á fossinn) þá eru þar nokkrir möguleikar.
Við fórum næstu íslínu til hægri við Maníu og færðum okkur svolítið lengra til hægri eftir fyrstu spönnina.
Völdum okkur, það sem við héldum, auðveldustu leiðina sem var síðan mjög tæp í toppinn.
1. spönn: ca. 20m WI3+/WI4 foss sem fer á góðan stall fyrir tryggingu.
2. spönn: ca. 60m WI4 með mikið af sveppum og ,,kálhausum” og aðeins klunnalegt klifur. Þegar komið er yfir brúnina efst
tók við brött snjóbrekka með lítið af ís og þurfum við að nota hugmyndflugið við gerð akkeris.
Notast var við t-slot í snjópakka og ísexi í frosinn mosa.
Leiðina kölluðum við Á tæpasta vaði.
Mig grunar að í góðum ísaðstæðum sé þetta hins vegar mjög góður ís og ætti ekki að vera neitt vandamál 🙂
FF: Bjarni Guðmundsson og Sigurður Bjarni Sveinsson, 28. janúar 2019
Rétt austan við Hamragarða (Gljúfrabúa) eða Seljalandsfoss er brattur klettaveggur.
Þar myndast stundum ís í lítill skál. Hægt er að labba uppfyrir og gera topprope.
Settir voru þrír járnstaurar í jörðu fyrir ofan leiðina sem hægt er að tryggja akkerið í.
Hentar bara fyrir leiðir merkar rauðum lit.
20m leiðir WI3-4
FF. Ólafur Þór Kristinsson og Bjarni Guðmundsson, febrúar 2018
Rétt áður en komið er að Sauðá eru nokkrar kviltar í fjallshlíð sem vísar í norður.
Þar eru leiðir sem heita Jólakötturinn og Giljagaur. Ágætis klifur með mörgum stöllum milli stuttra en skemmtilegra ísfossa.
Neðst í Þorskastríðinu er stórt fríhangandi kerti sem við höfum klifrað í toprope.
Gaman væri að reyna að tengja það með mix klifri einn daginn. En lítið um tryggingar uppað kertinu.
Farið er upp fyrstu spönn á Jólakettinum. Og þaðan þverað til vinstri inná leiðina.
Leiðin eru margir stuttir en brattir kaflar og á einum stað er stór steinn sem þarf að klöngrast yfir.
Mjög skemmtileg leið í góðum ísaðstæðum en stundum fyllast stallar af snjó eftir mikla snjókomu.
WI3 ca. 100m í heildina. Hægt er að labba niður af leiðinni. Hlíðin er brött.
Leiðin fékk nafnið Þorskastríðið þar sem hópinn skipuðu tvö frá Stóra-Bretlandi og tveir frá Íslandi.
FF: Bjarni Guðmundsson, Sigurður Bjarni Sveinsson, Ginny Amanda, Chris Haworth, 25. janúar 2018
Rétt áður en komið er að Sauðá eru nokkrar kviltar í fjallshlíð sem vísar í norður.
Þar eru leiðir sem heita Jólakötturinn og Giljagaur. Ágætis klifur með mörgum stöllum milli stuttra en skemmtilegra fossa.
Garnaflækja er í næstu kvilt við Þorskastríðið í austur. (eða vinstra megin þegar horft er á fjallshlíðina) Leiðin var klifruð í aðstæðum þegar var mikill snjór. Þetta er svipað klifur og Þorskastríðið en þó með lengri stalla milli sumra ísfossanna. Á einum stað er stutt brött súla sem mætti kalla krúx leiðarinnar. Annars mjög þæginleg og skemmtileg leið með frábæru útsýni yfir Markárfljótsaurana.
Nafnið kom út frá misheppnaðri tilraun til að síga niður leiðina og vegna langra stalla flæktist línan all svakalega. Frumfarar mæla með að labba niður af leiðinni.
WI3 ca. 100m í heildina.
FF: Bjarni Guðmundsson, Þórir Guðjónsson og Helgi Þorsteinsson, 29. janúar 2018
Útgáfu ársrits Ísalp 2018 verður fagnað á Bar Ananas á Klapparstíg 38 föstudaginn 8. mars klukkan 22:00. Útgáfupartýið hefst strax á eftir sýningunni “No Man’s Land” sem verður í Háskólabíói sama kvöld.
Í partýinu verður sú nýjung að Ísalp mun veita viðurkenningu fyrir bestu “Fyrst farið” ísleið ársins 2018.