(Icelandic) Everest tvíburarnir taka við verðlaunum á Íslandi

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

everest-twins-625_625x350_81453292156

Systurnar Tashi og Nungshi Malik frá Indlandi fengu Leif Eiríksson Young Explorer Award í vikunni. Stelpurnar eru þekktar sem Everest tvíburarnir (Everest Twins).

Tashi og Nungshi eru aðeins 25 ára gamlar en eru þrátt fyrir ungan aldur eru þær komnar með glæsilega ferilskrá í fjallamennskunni. Þær eru fyrstu systurnar til þess að klifra heimsálfutindana sjö (Seven Summits). Þær eru einnig búnar að ganga seinustu gráðuna á norður og suður pólunum. Með því að klára það urðu þær yngstu einstaklingarnir til að ljúka hinni svokölluðu Explores Grand Slam.

Indveska sendiráðið á Íslandi bauð stjórnarmeðlimum Ísalp í samkomu þar sem stelpurnar héldu fyrirlestur um ævintýri sín. Við spjölluðum við systurnar og vonandi verður hægt að birta viðtal við þær í næsta ársriti Ísalp sem er væntanlegt í desember.