(Icelandic) Aukaaðalfundur og tvær myndasýningar þriðjudaginn 27.september

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Ársreikningur síðasta árs verður lagður fram til samþykktar í salnum í Klifurhúsinu kl. 20 á þriðjudaginn. Að því loknu bjóða klúbbfélagar upp á tvær myndasýningar.
Annars vegar mun Ingunn Ósk Árnadóttir segja okkur frá ferð sinni til Wales í sumar þar sem hún tók þátt í alþjóðlegum klifurhittingi kvenna. Hins vegar munu Eysteinn Hjálmarsson og Ævar Ómarsson segja okkur frá nýlegri fjallamennskuferð þeirra til Íran, þar sem þeir klifruðu spennandi alpaklifurleið með íranska klifurlandsliðinu.
_MG_1795Sabalan