Þorsteinn Cameron

Forum Replies Created

Viewing 22 posts - 1 through 22 (of 22 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. #67714

    Góð hugmynd!

    Spurning hvort það væri ekki gott að heyra fyrst í Skógræktarfélagi Reykjavíkur eða komast að því hver eigi landið. Skógræktin sér amk um gönguleiðirnar á Esjunni.

    in reply to: Yfirgefnar tryggingar: Safn eða sóðaskapur? #63901

    Áhugavert.

    Ég myndi treysta gamalli og rótgrónni hnetu alveg jafn vel og ég treysti fleyg. Eina leiðin til að tryggja að eitthvað vit sé í fleyg er að banka á hann með hamri sem ég er oftast ekki með. Þá finnst mér næstum auðveldara að visually staðfesta að hneta sé góð áður en ég treysti henni.

    Sammála með vini samt – stórhættulegt dót sem situr yfirleitt ekki eins og best á að vera.

    in reply to: ÍSALP 40 ára – að loknu teiti #63849

    Heldur betur flott djamm! Kærar þakkir fyrir þakkirnar en rétt er að nefna að ég hafði voðalega lítið með þetta allt að gera!

    Rúna kann mikið betur að skipuleggja flott matarboð og var mikið meir í því en ég og hvað varðar gjafirnar í myndakeppninni þá var það hún Rakel Ósk sem sá um að skaffa þær.

    Eru ekki allir spenntir fyrir útgáfupartíinu í desember?!

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2017-18 #63845

    Smá stjórnarbrot kíkti á allan þennan ís sem fólk hefur verið að ræða í Múlafjallinu.

    Þegar Palli og Bjartur fóru var víst príma mix og bolta færi en nú er þetta búið að þykkna aðeins og komið í heldur vandræðalegt millibils ástand, flestir boltar horfnir að okkur virtist og ísinn á flestum stöðum í þynnra lagi. Þetta er allt að koma!

    Við klóruðum aðeins í þetta um kringum Helga leiðina og flúðum svo norðangadda í sund á Kjalarnesi sem er toppnæs staður til að ljúka köldum degi í Hvalfirði!

    Líka ein mynd af Eilífsdal sem virðist úr fjarlægð vera kominn í góðan ham.

    in reply to: Tryggingar fjallafólks #63270

    Íslensk tryggingarfélög hafa verið einstaklega treg við að gefa góðan díl á tryggingum fyrir fjallamennsku, sér í lagi áhugamanna fjallamennsku. Það er hægt að fá þetta coverað af íslenskum félögum en ég hef bara heyrt himinhá verð.

    Þú verður í raun bara að meta áhættuna og verðgildi þess soldið sjálfur.

    Eins og ég held að hafi áður verið bent á þá er https://aacuk.org.uk/membership/ ansi góður díll. Þessi aðild kostar slikk og veitir þér 25.000EUR cover í björgun og flutningi og 10.000EUR cover í læknaþjónustu. Hún hefur líka fína afslætti í alla fjallaskála. https://aacuk.org.uk/p-benefits og hér er meira um slysatrygginguna sérstaklega https://www.alpenverein.at/portal_wAssets/docs/service/versicherung/2017_AV-WWS-folder_english.pdf

    Annars held ég meira að segja að öll þyrlu rescue í Mont Blanc Massif séu endurgjaldslaus að staðli en kannski veit einhver annar meir um það.

    Mt. Blanc ætti að ganga áfallalaust ef þú hefur þrekið í að ná toppnum. Það veltur á leiðarvali hvort þú ert með smá flóðahættu eða grjóthrunshættu en góð skipulagning ætti að sjá þér í gegnum þau svæði með sem minnstri áhættu.

    in reply to: (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017 #62924

    Ég og Rory Harrison fórum upp á Þumal seinasta þriðjudag þann 27.
    Færi var fínt, snjór úr 400m og upp úr. Klassíska leiðin reyndist tortryggt príl en stórskemmtilegur dagur á fjöllum.
    Þó nokkrar leiðir eru enn í fínum aðstæðum í Miðfellstind fyrir áhugasama!

    in reply to: Ísklifurfestival 2017 Skráning #62441

    föstudags og laugardagsnótt í gistingu, morgunmatur laugardag og sunnudag og kvöldmat föstudag + laugardag.

    in reply to: Facebook hópur ÍSALP #62036

    Er einhver stemmning fyrir því að opna fyrir umræðu á hópnum með það að leiðarljósi að nota hópinn aðallega til að smala saman fólki í vetrarklifur?
    Þá eitthvað eins og hópurinn Klifurvinir / Climbing buddies.

    Það er lítið um þannig umræðu hér á spjallinu svo mér finnst ekki verið að draga neina umferð frá spjallinu. Ef eitthvað gæti þetta aukið umferð á spjallið hér þar sem fólk reportar aðstæður og farnar leiðir.

    in reply to: (Icelandic) ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman #61881

    Þetta er góð og þörf umræða! Mjög gaman að heyra skoðanir allra á þessu máli.

    Ég mun sjálfur ekki komast á fund 10. ágúst en það er vert að nefna, svo það fari ekki á milli mála og fólk haldi að þessi niðurstaða hafi verið tekin í flýti, að þetta mál hefur verið lengi í vandlegri umræðu innan ÍSALP.
    Eins og Helgi nefnir þá hefur Brattanefndin setið yfir þessu máli í 1 og hálft ár og hefur þróun málsins verið ítarlega rædd þar að auki á hverjum stjórnarfundi ÍSALP. Það má líka nefna að framtíð Bratta var tekin fyrir á Aðalfundi ÍSALP í mars 2015 og aftur í september 2015…

    in reply to: Alpar 2016 #61830

    Flott trip report! Kohlmann lúkkar verulega flott!

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #61489

    Fór upp Original leiðina á Hrútsfjallstindum seinasta fimmtudag með Timothy Ekins og Emily Bridger.
    Aðstæður voru almennt góðar í fjallinu. Nokkur minni flóð höfðu fallið vikuna áður en allt var með kyrrum kjörum hjá okkur.

    Hér er mynd af helstu fossunum í neðsta klettahaftinu.

    Attachments:
    in reply to: Nýjar Leiðir 2015 – 2016 #61417

    NV-veggur Kristínartinda 31.03.16

    Bjartur Týr og Þorsteinn Cameron

    Frekari uppl. https://www.isalp.is/en/problem/icehot1

    in reply to: Skráning á Ísklifurfestival #60871

    Mæti og í svefnpokapláss og allan matinn

    in reply to: Videoþráður #59759
    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59670

    Verulega slæm mynd af Skessunni í fyrradag tekin á meðan ég keyrði í gegnum Borgarnes. Gefur þér vonandi hálfa hugmynd um við hverju megi búast.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59325

    Ekki er öll von úti í Búahömrum þar sem tvíburagil var í solid aðstæðum í gær. Neðri fossinn var mjög feitur og ekkert að ama.
    Enn nóg pláss til að komast að mix leiðunum og efri fossinn var flottur líka.

    Kv. Þorsteinn

    in reply to: (Icelandic) Athugasemdir um nýju heimasíðuna #59317

    Það eiga allar umræður að detta inn, hefurðu tekið eftir að eitthvað vanti?

    Og já, við vitum að það vantar 2 ár inn. Það varð því miður að velja að taka annaðhvort allt efnið af báðum databaseum sem lágu fyrir eða einungis eldra. Ef við tókum bæði þá tvöfaldaðist Userpoolið og við það brenglaðist allt forumið. Úr varð þessi ákvörðun. Til hefur staðið að reposta því litla efni sem vantar í nýja þræði sem pure text. Hvað finnst ykkur um þá lausn?

    Skráning leiða er nú opin á alla notendur.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59163

    Hefur einhver séð norðurhlíðar Skarðsheiðar nýlega?

    in reply to: Videoþráður #59066

    Sherpa (2015) Official Trailer from Felix Media on Vimeo.

    Mest spennandi Everest mynd ársins?

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #58894

    Tom King einfór í dag ÍSALP-leiðina á suður fés Hrútfjallstinda. Reportar að snjórinn hafi verið soddan krap og sökk upp að hné sumsstaðar. Hann reyndi einnig að einfara Scottsleið en fannst fossinn heldur blautur og þunnur eins og er. Toppnum var því miður ekki náð vegna mikilla sprungna og lélegs færis, því ákvað hann að niðurklifra leiðina og endaði aftur á bílaplaninu við Hafrafell (hann mælti reyndar sterklega gegn Hafrafellsaðkomu líka sökum þess hve jökullinn hefur hörfað.)

    Geta einhverjir vitringar staðfest að þetta sé fyrsta einferð upp leiðina?

    in reply to: Videoþráður #58890

    Epískt video frá Tim Kemple á Íslandi

    in reply to: Nýjar Leiðir 2015 – 2016 #58837

    Ég og Matteo hentum í drög að nýju verkefni í dag nálægt Borgarnesi, nánari staðsetning síðar.

    Working title: A Porno Offer
    Working grade (unconfirmed): A2
    Working opinion: Very wet.

    Bolted abseil anchor and mid anchor

Viewing 22 posts - 1 through 22 (of 22 total)