orris

Forum Replies Created

Viewing 1 post (of 1 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59249
    orris
    Participant

    Vorum fjögur sem vorum nokkra daga í Arnarfirði um síðustu helgi (10-14 des.). Hellingur af ís út um allt og fínustu aðstæður en var samt sem áður að seytla smá vatn úr ýmsum leiðum. Var hins vegar komin hláka þegar við fórum til baka suður á mánudeginum en ef það hlýnar ekki of mikið þá ætti þessi ís ekki að fara langt. Nóg af dóti til að leika sér í.

    Læt 3 myndir fyglja;

    Fyrsta myndin er af leiðinni Musculus, næsta mynd á eftir er af Skotfélaginu. Síðasta myndin er af gili sem er í fjallshlíðinni rétt fyrir utan Bíldudal. Við höfum ekki fundið neinar upplýsingar um þessa leið og væri gaman ef einhver hér hefði kannski einhverjar upplýsingar um leiðina? Gilið er bara nokkrum mínútum eftir að maður keyrir í gegnum bæinn og er áberandi mest af ís í því af öllum hinum giljunum.

    Hún byrjar á ca 30m háu hafti með stóru kerti, svo eftir það er mikið af stöllum og mislöngum fossum uppá topp. Vorum búin að klifra og brölta ca. 280m upp gilið þegar við ákváðum að snúa við útaf myrkri og áttum alveg örugglega um 100-150m eftir uppá topp á fjallinu.

Viewing 1 post (of 1 total)