Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
LeifurMember
Uhhhh 85 þúsund fyrir fjallaskíðin, skinninn, bindingarnar og skíðabroddarnir fylgja. Einhver áhuga?
LeifurMemberFlott leið, vel boltuð og hið skemmtilegasta klifur. Takk fyrir uppsetninguna.
Gráðunin er vist fortíðarvandamál sem erfitt er að losa sig út úr. Væri klifrið í öðru landi mætti gráða spannirnar 5c, 6a, tengispönn og 6a og væri leiðin þá ekki ofgráðuð sem 5.8, 5.9 tengispönn og 5.9.
Núverandi gráðun samræmis “íslenska-yosemite gráðukerfinu” ágætlega en auðvitað er þetta ekki æskileg staða að undirgráða leiðir til þess að halda inbyrðis samræmi á mili klifurleiða hérlendis.Leifur Örn Svavarsson
LeifurMemberSmá sögulegur bakgrunur inn í annars fróðlega umræðu. Í gegnum tíðina hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn oft boðist til þess að kosta boltun á auðveldum leiðum á Hnappavöllum. Ég hef nokkrum sinnum rætt þetta við Björn Baldursson og minnst á þetta við Stefán Smárason og nokkra aðra áhugasama klifrara. Gott ef ekki var einhvertímann fest kaup á nokkrum boltum og augum í þessum tilgangi. Ekkert hefur en orðið úr þessum áformum af vel skiljanlegum ástæðum þar sem áhugi manna liggur í klifurleiðum sem eru í þeirra eigin getu.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru í mjög góðu sambandi við Hnappavallabændur og höfum við haft samráð við þá frá því að við fórum fyrst með námskeið á Hnappavelli 1997.
Þar sem fjallamennska er einn af hornsteinum í tilveru Íslenskra fjallaleiðsögumanna erum við að sjálfsögðu opnir til umræðu um þetta mál sem önnur.Kveðja Leifur Örn Svavarsson, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum
-
AuthorPosts