Ís verkfæri.
Það er alltaf erfitt að verðleggja dýrmætt dót úr geymslunni. Þessar vörur voru búnar að liggja ónotaðar um nokkurn tíma. Fínustu verkfæri sem dugað hafa vel og eiga mikið eftir.
Ekki vinn ég við verslun og ekki er ég góður í reikningi. En á uppboðsverslun í Bretaveldi voru sambærileg tæki seld 11. des. hæstbjóðanda á 166 Sterling x 180 = 29. þús. íslenskir peningar.
Nú eru verkfærin komin í nýjar hendur og eiga framhaldslíf á fjöllum.
Ég held að viðskiptin hafi verið sanngjörn og báðir geti vel við unað.
http://cgi.ebay.co.uk/pair-Charlet-Moser-Pulsar-ice-axes-spare-picks-/120655957897?pt=UK_Sporting_Goods_Climbing_Mountaineering&hash=item1c17a7cf89