Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Arni StefanKeymaster
Já merkilegt, ég var alveg viss um að Palli og Bladur væru með paraherbergi í Sunnuhlíð.
En að öllu gamni slepptu, svakalega vel gert!
- This reply was modified 3 years, 10 months ago by Arni Stefan.
Arni StefanKeymasterVarðandi einmanna boltanb heyrði ég að þetta hafi verið stigaklifur leið sem var bara kláruð hálfa leið upp þegar teymið þurfti frá að hverfa.
Við Haukur Már fríklifruðum hana um árið og kölluðum hana Giljagaur. Byrjuðum aðeins hægra megin og nokkuð beint upp og fram hjá boltanum. Hélt við hefðum skráð hana en finn hana hvorki hér né á klifur.is. Ef ég man rétt var hún um 5.7 og bergið var nokkuð laust á köflum, man ekki eftir neinum sérstökum erfiðleikum við að tryggja en man að ég klippti í boltann.
Arni StefanKeymasterBrattabrekkan er feit. Fórum Single Malt on the Rocks í flottum aðstæðum. Blár ís í litla gilinu beint á móti og Austurárdalur leit mjög vel út frá veginum.
Arni StefanKeymasterVið Íris mætum. Allur pakkinn, mögulega auka nótt.
Arni StefanKeymasterÍsbíltúrs report 20.nóv:
Búahamrar: aðeins að myndast en ekkert inni
Vesturbrúnir: Styttist í þetta, Vopnin Kvödd og Robba/Leichfried leiðir líklega inni, Miðgil þunnt.
Eilífsdalur: Blár úr fjarska
Kjós: Ekkert inni en aðeins byrjað að myndast. Sást í rennandi vatn í Ásláki, Spori og co. þunnt en frosið. Varla tryggjanlegt.
Hvalfjörður: Nóngil byrjað að hrímast.
Brynjudalur: Skán á klettum og eitthvað kertað en ekkert inni. Nálaraugað mögulega fært á klettatryggingum, Ýringur þunnur, Óríon þunnur.
Múlafjall: Dass af ís en hefði líklega gott af nokkrum dögum í viðbót.
Villingadalur: Fossarnir mjög þunnir en kemur líklega á næstu dögum.
N veggir Skarðsheiðar: Skyggni lélegt en leit frekar hvítt út svona heilt yfir.Mundi segja að flest þurfi smá stund í viðbót, líklega topp aðstæður næstu helgi ef það hlánar ekki of mikið í vikunni.
Arni StefanKeymasterArni StefanKeymasterHaukur Már mætir, pokapláss og allur sá matur sem í boði er
Arni StefanKeymasterCopy paste af Ottó
Ég mæti, svefnpokapláss tvær nætur, tvo kvöldverði og tvo morgunverði.
Arni StefanKeymaster30. jan – Grafarfoss
Frekar snísað, og slatti í aflíðandi hlutum. Skrúfur voru eftir aðstæðum misjafnar. Virðist sem eitthvað hafi lifað hlákuna af og sá ís virtist þéttari.
31. jan – Kjósarskarð, Meðalfellsvatn og Eilífsdalur
Spori og félagar litu út fyrir að vera þunnir en klifranlegir.
Slatti af minni fossum í Meðalfelli klifranlegir en þunnir. Áslákur náði rétt svo saman og hefði gott af nokkrum dögum enn.
Eilífsdalur séður frá sumarbústaðaþyrpingunni var mun hvítari en fyrr í vetur. Flestar leiðir litu frekar út fyrir að vera skíðaleiðir.
Arni StefanKeymasterThough discussion and criticism may be in order, direct threats to the party members are however not acceptable. The mission was a bold one and full respect is due for that although the outcome may not have been the desired one.
Keep it civil guys.
- This reply was modified 8 years, 12 months ago by Arni Stefan.
Arni StefanKeymasterAn excellent summary. This covers all the discussion I’ve heard (and participated in) regarding this expedition.
I wholeheartedly agree and I hope the aftermath will be honest and those who deserve praise get the proper thanks.
Furthermore, this expedition is sure to be a massive learning experience and I hope we will see more of the team members employing their new found experience in the outdoors. Remember that the outdoor learning curve is a curve not a cliff and should be embraced and enjoyed. If that is not respected the price may be higher than you are willing to pay.
Arni StefanKeymasterVið Ottó og Haukur fórum þrönga rennu í Búahömrum, kannski 200m vestan við Tvíburagil. Þetta er á að giska 30m inni í þröngum skorsteini (um 1,5m á breidd) og svo annað eins upp snjóbrekku til að gera stans (með vinum þetta skiptið). Efri hlutinn af skorsteininum var vel brattur og frekar tæknilegt klifur, en ísinn var frekar slappur. Veggirnir í skorsteininum voru heldur lokaðir og ekki hlaupið að því að tryggja þetta með dóti, en viðurkenni að ég spáði ekkert allt of mikið í það þar sem ég var að elta.
Fann í fljótu bragði ekkert um þessa línu en í ljósi þess hvar hún er finnst mér samt líklegt að þetta hafi einhverntíman verið farið. Set þetta því hér inn með heldur meiri fyrirvörum en venjulega. Ef enginn kannast við þetta þá skrái ég leiðina í gagnagrunninn.
Nálarraufin WI4+ 60m
Hálf línulengd í þröngum skorsteini sem býður upp á skemmtilegt og tæknilegt klifur, getur verið tortryggt. Annað eins upp snjóbrekku í steina sem hægt er að byggja akkeri í.FF.: Ottó Ingi Þórisson, Haukur Már Sveinsson og Árni Stefán Haldorsen, 13. des 2015
Nb. myndin lætur þetta líta talsvert þægilegra út en það er, efri helmingurinn af skorsteininum er alveg lóðréttur (en hægt að stemma eitthvað)
- This reply was modified 9 years ago by Arni Stefan.
Attachments:
Arni StefanKeymasterAðeins of góður penni.
Arni StefanKeymasterOg hér kemur glóðvolgur póster um BÍS mótið.
Arni StefanKeymasterVið í stjórninni erum einmitt búin að vera að skoða málið.
Eins og staðan er núna er ólíklegt að farið verði í Kinnina. Höfum reynt að ná í Hlöðver, bóndann á Björgum, án árangurs, en viljum endilega heyra í honum áður en við sláum Kaldakinn út af borðinu.
Við höfum verið að horfa aðeins á Vestfirðina núna, annaðhvort Ísafjörð eða Bíldudal.
Hvað sem því líður viljum við eftir fremsta megni komast hjá einhverri frestun, enda líklega ekkert fengið með því að bíða eina viku.
Málið ætti vonandi að skýrast á morgun eða hinn.
Arni StefanKeymasterÁhugaverð lesning. Finnst sérstaklega athyglivert að fullgildir leiðsögumenn hafi tekið svona áhættusama ákvörðun (þ.e. að hafa 6 manns í sömu snjóflóðabrekkunni í vafasömum aðstæðum).
Arni StefanKeymasterVið Haukur Már og Viktor kíktum í Nálaraugað í Búahömrum í blíðunni í dag. Leiðin er fær en væri seint kölluð feit. Mjög skemmtileg engu að síður. Við höfðum með klettarakk sem kom að mjög góðum notum.
Löbbuðum svo niður Tvíburagil til að tékka á aðstæðum og þar er allt löðrandi í ís svo við stóðumst ekki mátið og skellum okkur í efri fossinn áður en við fórum niður. Báðir Tvíburafossarnir eru spik feitir og Ólympíska félagið nær niður (bara rétt svo samt) og vantar ekkert mikið upp á að það væri hægt að fara þá línu bara á ís.
[attachment=518]1_2013-01-01.jpg[/attachment]
Arni StefanKeymasterÞað voru glimrandi klettaklifursaðstæður á aðfangadag. Við Rúna og Helgi skelltum okkur í Svarta turninn til að hita upp puttana fyrir átökin við pakkana.
Arni StefanKeymasterTvær frá seinustu helgi meðfylgjandi og það var allt og sumt sem ég tók af myndum.
[attachment=516]1_2012-12-20.jpg[/attachment]
Stutt leið sem er rétt neðan við niðurgöngugilið. Mjög falleg leið og léttist ofar, líklega WI3.
[attachment=517]2_2012-12-20.jpg[/attachment]
Robbi að dansa upp einhverja ísskán þarna örlítið austar. Leit vel út úr fjarska.
Arni StefanKeymasterVið Viktor fórum í Villingadal í gær. Þar er böns af ís og fínt klifur.
[attachment=508]1_2012-12-09.jpg[/attachment]
“Aðal” fossarnir.
[attachment=509]2_2012-12-09.jpg[/attachment]
Gilveggurinn vinstra megin í dalnum.
Í dag var svo Brynjudalur nánast íslaus, reyndar Flugugil frekar hvítt og við sáum ekki nógu vel hvort það væri nægur ís eða hvort þetta væri mest snjór. Annað í dalnum er íslaust.
Spori og nágrannar hans eru síðan sæmilega feitir og bóndinn bara hress.
Arni StefanKeymasterÉg gerði smá prófanir með þetta með prússik og línu.
Lykilatriði í þessu er að til þess að hnúturinn breytist í áttuhnút utan um línuna og að yosemite bragðið er gert innan við lykkjuna í pelastikinum. Ég átti í erfiðleikum með að fá þetta til að gerast öðruvísi en að þræða bragðið þannig viljandi eða með því að ýta því í gegn. Ef pelastikinn er bundinn með línu sem er a.m.k. örlítið mýkri en stálvír og gengið vel frá honum sýnist mér þetta ekki mjög líklegt. En getur engu að síður greinilega gerst. Mögulega er því betra að nota venjulegan öryggishnút með pelastik.
Ég hef notað tvöfaldan pelastik (þ.e. lykkjan eða kraginn á hnútnum hafður tvöfaldur) með yosemite frágangi sem minn klifurhnút í a.m.k. tvö ár. Ég prófaði þetta á honum líka og það besta sem ég fékk var rembihnútur, auk þess sem bragðið þarf að fara inn fyrir báðar lykkjur til þess að eitthvað gerist. Sé ekki betur en það sé þeim mun ólíklegra, en þó líklega ekki útilokað. Kosturinn við tvöfalda pelastikinn er samt sá að það er meira viðnám í hnútinum sjálfum og því er gott að ganga vel frá honum (að því gefnu að línan sé ekki eins og stálvír) og ég hef ekki lent í neinum vandræðum með þann hnút.
Arni StefanKeymasterVegna góðrar mætingar var ákveðið að reyna nýja leið á Kistufellið um Tvíburagil. Skemmst er frá því að segja að toppi Kistufells var ekki náð. Engu að síður gott klifur þó svo að rakastig íssins hafi verið aðeins yfir meðallagi.
[attachment=488]1.jpg[/attachment]
[attachment=489]2.jpg[/attachment]
Arni StefanKeymasterVið Haukur lentum í svipuðu atviki í fyrra. Við komum að bænum og bóndinn var að skafa frá bænum. Ég fór úr bílnum, bauð góðan daginn og spurði hvort og hvar við mættum leggja og hvort honum væri sama ef við klifruðum í landinu hans. Hann brást frekar illa við, ásakaði okkur um yfirgang og eitthvað. Mér hálf brá þar sem ég taldi mig hafa verið sæmilega kurteisan (var búinn að sjá hinn þráðinn sem Sissi vísaði í). Þá fattaði ég að ég hafði ekki kynnt mig með nafni, sem ég gerði og tók í höndina á bónda.
Hann hresstist við þetta, sagði okkur hvar hann vildi að við legðum bílnum og óskaði okkur góðrar ferðar eftir stutt spjall.
Þegar við fórum bönkuðum við uppá og þökkuðum fyrir okkur sem hann kunni greinilega að meta.
Ég vona að aðgengi okkar að fossunum hér nálægt borginni haldist og vona að allir séu meðvitaðir um að það er ekki sjálfsagt að fá að leggja við bæi og ganga yfir lönd bænda.
Arni StefanKeymasterHvernig er niðurleið háttað? Bara labbað niður á hinni hliðinni?
Arni StefanKeymaster–
-
AuthorPosts