Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
SissiModerator
Já, eins og Gulli segir þá var þetta hreint út sagt alveg æðislegur dagur. Þessi hryggur er alveg stórskemmtilegur og er búinn að vera á listanum lengi. Við Skabbi fórum Kistufellshornið um árið (gilið) en mér finnst þessi nú skemmtilegri.
[attachment=331]kallarnir2.JPG[/attachment]
SissiModeratorOlræt, takk fyrir það Árni. Alltaf frábært að hafa okkar mann þarna uppfrá, munar að fá upplýsingar sem maður treystir.
Kveðja,
SissiSissiModeratorEr komið nóg til að hæka og renna sér eina línu án þess að eyða 10:1 mín af rennsli í P-tex?
Sissi
SissiModeratorErum við ekki að fókusera á aðeins vitlausa hluti? Mér sýnist að uppgangur í fjallaleiðsögn hafi gert býsna mikið til að lífga upp á fagmennsku hérna heima, gefið Ísölpurum færi á að krafsa inn aukapening af og til (ég er einn af þeim) og ekki þvælst fyrir okkur þar sem ekki veit ég til þess að amast hafi verið á neinn hátt við mönnum þó að þeir ferðist á einkavegum á svæðum þar sem er verið að gæda á fjöll/ís/skíðun. Þá leiðir þetta einnig til þess að við erum núna að skipa Undanfarahópana okkar með fagmönnum sem eru á fjöllum allan ársins hring.
Ef það er sett upp einhver aðstaða sem er smekkleg við bissí ferðamannastaði flokka ég það sem landvernd, fólkið kemur einnig þarna á eigin vegum og það þarf amk. að gefa því færi á að fara á salernið. Straumurinn á þessum helstu stöðum á hálendinu er býsna mikill og átroðningurinn eftir því. Það þýðir bara stíga og klósett hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Auðvitað þarf að huga að því samt að halda ósnortinni náttúru og standa á bremsunni og ber auðvitað að fagna því að menn hugsi út í það. Við viljum jú geta komist í ósnortna náttúru.
Það sem ég hef hinsvegar áhyggjur af þessa dagana eru aðgengismál. Ég sé fyrir mér að á allra næstu árum verður okkur bannað að klifra, keyra og hjóla á stórum svæðum. Þetta er hlutur sem við verðum að setja okkur í stöðu til að berjast gegn, það er skuggalegt að sjá þessar pælingar í Vatnajökulsþjóðgarði að enginn nema ferðaþjónustuaðilar megi aka inn á ákveðin svæði. Síðan eru menn að banna hjólreiðar á sumum af þessum stöðum. Svoleiðis rugl gengur ekki og við þurfum að passa upp á það.
Sjá umræðu um daginn: https://www.isalp.is/forum/5-almennt/12160-umhverfis-og-aegengismal.html
Þarna eigum við að fókusera, ekki rífast um klósettskúra.
Sissi
SissiModeratorValdi á forsíðunni á 8a.nu (listinn vinstra megin). Geðveikt!
SissiModeratorSjitt hvað þetta var gaman og þakka staðarhöldurum fyrir Zeppelin og góðan móral.
Takk fyrir að deila myndum drengir.
Áfram BÍS!
SissiModeratorNú erum við að tala saman.
*Klapp á bakið.
SissiModeratorÓtrúlegt hvað sumir geta gert þegar það er beint að þeim myndavél
Palli er snillingur.
Sissi
SissiModeratorKnús á Gulla fyrir að græja þetta, má ekki gleyma því að hann og Óli Hrafn mössuðu þessa síðu á sínum tíma, fór örugglega fullt af vinnu í það.
Og +1 +1 +1 +1 +1 +1 +1 +1 á Berglindi.
SissiModerator1) Stjórn og klúbbfélagar þurfa að nota þetta tæki. Setja inn smá tilkynningu um hvað er gert. Stjórn getur sýnt gott fordæmi hér með því að vera virk í tilkynningum, setja inn dagskrá með góðum fyrirvara etc.
2) Þessi vefur er varanlegur, upplýsingar á facebook eru það ekki. Menn og konur ættu að reyna að setja inn lýsingar á ferðum/aðstæðum/fróðleik etc. hér á síðuna því að hér er hægt að leita og við höfum control yfir því að þessar upplýsingar tapist ekki. Þær er síðan hægt að nota í framtíðinni, til að fletta upp og sem heimildir í ársrit.
3) Leiðarlýsingar – það eru 10+ ár af skráningu leiðarlýsinga í grunnum ísalp. Sumar þeirra eru merkilegar sögulegar heimildir, skrifaðar af frumförum rétt eftir frumferð, með myndum eftir þá. Mér finnst skandall að þetta sé ekki aðgengilegt og algjört forgangsmál að koma upp skráningu leiða hérna á vefinn aftur. Þetta ætti að vera einn aðal tilgangurinn með því að halda vefnum úti. Stjórn ætti að leggja mikla áherslu á að koma þessu upp aftur hér á ísalp vefnum með öllum gömlum skráningum aðgengilegum.
4) Ekki vitlaust að nýta sér nýjustu tækni. Það er til eitthvað extension í joomla skilst mér til að gera facebook share, ætti ekki að vera flókið.
Að öðru leyti má vísa til umræðunnar sem Björk vísar á.
Síðan þarf klúbburinn náttúrulega bara að vera lifandi. Myndasýningar, klúbbkvöld, gera BÍS hátt undir höfði, jólahlaðborð, fleiri ferðir, plögga skálunum okkar, undirbúningskvöld fyrir ísklifrið þar sem brýningar og fleira er kennt af fagmönnum etc. Margt hægt að gera.
Góðar stundir,
SissiSissiModeratorVið fórum yfir 3700 metra hérna um árið í Pakistan minnir mig og þótti það ekkert tiltökumál á eldgömlum LC70, held að þeir keyri eitthvað hærra en það jafnvel. Bara smá fikt í olíuverkinu.
Þarf annars ekki nauðsynlega að koma traktor á Hnjúkinn?
Sissi
SissiModeratorÞessar stóru skipulögðu ferðir eru oft sannkallaðar nýliðaferðir og oft hefur mér þótt stefna í vandamál af því að það er ekki passað nægilega mikið upp á þessa hluti. Hélt að klúbburinn væri búinn að brenna sig á því að taka þessu of létt.
En að sjálfsögðu gildir annað ef menn eru virkilega á jafnréttisgrundvelli í ferðum en ekki í einhverri nýliðaþjálfun.
Knús,
SissiSissiModeratorTil að byrja með: ekki fara ofan í Þríhnjúkahelli nema þú sért með einhvern mega reynslubolta með þér. Það er ekki nóg að hafa verið í björgunarsveit / klettaklifrað osfrv. Þú þarft að vita svolítið um að rigga, þarna eru margar hættur og það þarf að hafa svolitla reynslu til að setja þetta upp á öruggan hátt.
Hafandi sagt það, þá var þetta svona klassíker eins og að fara á Hraundranga, Þumal, Hrútsfjall etc. þegar ég byrjaði. Maður var ekki maður með mönnum nema hafa farið þarna niður. Og sorrý með mig en mér finnst einhverjar felgu / spilaæfingar bara vera svindl. Það er gaman að hafa júmmað sig þarna upp. Type II fun. En hinsvegar er það rétt hjá Kalla að það er varasamt, þarf að padda mjóa partinn af opinu mjög vel, línuvarnir, backuplína etc. Við eyðilögðum 2×200 metra af static, glænýjar, á þessu ævintýri.
Varðandi framkvæmdina
Gerum ráð fyrir að það fari ekkert opinbert fé í framkvæmdina til að byrja með. Gerum einnig ráð fyrir að öll issue varðandi vatnsverndarsvæði og slíkt séu leyst á fullnægjandi hátt. Þá sitja tveir möguleikar eftir:1) Ótrúlegur, stórbrotinn, einstakur staður / náttúruundur sem er magnað að upplifa og myndi örugglega vekja áhuga innlendra sem erlendra verði af framkvæmd.
2) En ef af framkvæmd yrði væri svolítið leiðinlegt að fólk fengi aldrei að upplifa þetta eins og margir á þessu spjallborði, að fara upp og niður af eigin rammleik fyrir eigin vélarafli (nema Kalli og co), hreinsa allt í burtu og skilja engin ummerki eftir. Vera þarna einn með félögum þínum í kyrrðinni og virkilega upplifa.
Það er hinsvegar bara á færi fárra útvaldra.
Þetta, eins og varðandi allt aðgengi, eru spurningarnar sem þarf að svara. Viljum við gera þetta aðgengilegt eða halda í horfinu og leyfa massanum ekki að eiga færi á þessu.
Ég hef ekkert svar við því.
En sem innlegg er hérna grein sem ég skrifaði um heimsókn þarna fyrir 11 árum sléttum, svona fyrir þá sem hafa ekki farið til að glöggva sig á fílingnum: https://picasaweb.google.com/104240981616495770314/RihnjukagigurOktober2000?authkey=Gv1sRgCMewrsOCuZzI1gE
Kveðja,
Sissips
Kalli skrifaði:
Quote:Í fjallamennsku ber hver ábyrgð á sjálfum sér. Þó svo að svona ferð sé farin undir merkjum Ísalp þá er hver og einn ábyrgur fyrir sér og sínum félaga/félögum, -rétt eins og menn eru ábyrgir fyrir eigin skíðun eða klifri þó svo að ferðin sé á dagskrá Ísalp.Hér er ég algjörlega ósammála Kalla, í þessar ferðir er að mæta reynslulítið fólk oft á tíðum sem er að stíga fyrstu sporin. Það hefur engar forsendur eða reynslu til að meta áhættu. Þetta eru nánast gædaðar ferðir og fararstjórar ættu að bera ábyrgð á því að fólk sé rétt útbúið og halda í hendina á því. Til þess er þetta. Ég ferðast á jafnréttisgrundvelli í einkaklifurferðum. ekki í nýliðaferðum Ísalp eða björgunnarsveitanna.
SissiModeratorFrábært! Sprengjubyrgi næst?
SissiModeratorFlottir, síðasta teymi sem ég man eftir þarna hafði meðal annars eldiviðaröxi meðferðis til að hreinsa lausa meterinn svokallaða af Rifinu. Minnir nú að þeir hafi ekki lýst klifrinu með jafn jákvæðum lýsingarorðum og þið.
En það er líka kominn skænir inni í Eilífsdal og frábært friction í Valshamri í hauststillunum.
SissiModeratorFlottir, gaman að það er að bætast við í Búahömrum, það er ágætis potential þarna og stutt að fara.
SissiModeratorTakk fyrir að deila þessu Bjöggi, súper myndir að vanda og mjög skemmtilegt. Kannski verður maður einhvern tíman stór og spólar í þetta, hrikalega flott leið.
SissiModeratorSnillingar, vonandi kemst maður með næst til að klappa skálanum.
SissiModeratorJá einmitt, minnir að orðalagið hafi verið eitthvað sterkara á íslensku. Mér fannst landverðirnir við Snæfell vera alveg með þetta, þau voru að búa til skilti sem á stóð einfaldlega “No entry” fyrir einhverja hella upp við Eyjabakkajökul að ég held.
En væri fróðlegt að vita hvar þetta var nákvæmlega.
SissiModeratorÞað væri nú gaman ef menn myndu taka sig til og laga skráningu leiða hér á vefnum, búið að liggja niðri í nokkur ár sem er bagalegt þar sem þetta var ein helsta lífæð síðunnar og mikilvæg heimild.
Myndi klárlega einfalda mönnum lífið jafnt í sumar- og vetrarklifri.
SissiModeratorFínt að taka bara tveggja ára áskrift, kemur heim í lúgu. Fæst líka í bókabúðum en er foxdýrt.
Fékk þennan tengil með markpósti frá þeim um daginn á tilboð, 10 fyrir 8 blöð: https://www.alpinist.com/subscribe/twoyearhc
SissiModeratorÞað var amk. hægt að skutla okkur um þarna á milli staða en það fer svolítið eftir dögum og vindátt hvar ísinn safnast fyrir og hversu langan tíma allt tekur. Þeir eru ótrúlega seigir að troða sér í gegnum ísinn en mér skilst að þessi rúmlega hálftími frá Kulusuk til Tasiilaq geti tekið 6-8 tíma ef allt er í steik.
Hittum líka norska stelpu sem var að fara að gæda hóp þarna og planaði síðan skutl upp ströndina og skíðagöngu yfir á vesturströndina með vinum sínum, svo það hlýtur að vera opið. Hægt að fylgjast með þeim þegar þau leggja í hann á http://www.hvitserk.no/
Ísalparar þurfa klárlega að rifja upp gömul kynni við Grænland, endalaust af verkefnum og 1:30 í ferðatíma, gæti verið verra.
SissiModeratorÉg held að þetta sé allt til ennþá, þyrfti bara einhvern velviljaðan tæknisinnaðan til að koma þessu upp aftur. Ég myndi segja að skráning leiða og leiðarlýsingar væru um það bil mikilvægasta efnið sem þyrfti að vera hérna inni, og þá ekki síst öll þessi saga.
Svona fyrir utan að hafa menn eins og Hrapp, Gumma Tómasar, Hardcore og fleiri að rífa smá kjaft hérna, ekkert gaman þegar allir eru í rúllusleik alltaf.
Annars fóru tvö teymi í Vestrahorn um helgina, væri nú gaman að sjá comment og myndir frá þeim.
Sissi
SissiModeratorSnillingar!
Flott ferð, flott myndband og töff að skíða í júlí.
Sissi
(já og mig langar í þennan post rennslis bjór ykkar, sjitt hvað hann er girnilegur þarna á myndinni)
SissiModeratorhttps://www.isalp.is/efni/arsrit.html
Þarft að vera loggaður inn. Bls. 58 í 2003-2006. Það er líka voða skemmtileg grein þarna fyrr í blaðinu með einhverjum mjög töff náungum sem ég kann ekki nánari deili á.
Sissi
-
AuthorPosts