Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Sissi
ModeratorGríðarlega töff ferð og myndir. Hefði verið gaman að standa þarna með ykkur piltar.
Siz
Sissi
ModeratorEr allt í lagi Freon? Þú verður að passa að stinga þér ekki í samband í amk 24 tíma eftir að þú hefur verið í láréttri stöðu
Annars er það skólabækur, kaffi, magic, rótorar og sölt tár vegna beiskju um hvað lífið getur verið ósanngjarnt um páska.
Það er erfitt að vera…
…Siz
Sissi
ModeratorHmm – Sólei heitir hún víst og er í Skarðshorni samkvæmt leiðarvísinum. Pass.
Hringiði í Freysandi ef þið eruð að pæla í þessu.
51551
Sissi
Moderator…var eðal. Steppo, Helgi og Hálfdán voru meðklifursveinar mínir um helgina. Við röltum inn Svínafellsjökul við komu austur, seint á föstudagskveld eins og oft vill verða í Öræfaferðum.
Bendi á að klósettið í Skaftafelli er opið og heitt, þrátt fyrir skort á raflýsingu, og er ákjósanlegt skjól til smurnings og græjunar.
Bívökuðum í 2-3 tíma við Hrútsfjall og hittum Arnar Kópavogsskáta og félaga í morgunkaffinu, í sömu erindagjörðum.
Klifruðum hryggjaleiðina, fórum fínan ísfoss inni í skálinni innst í gilinu frá Svínafellsjökli, lengst til hægri. Haftið upp úr efra gilinu var í mjög góðum aðstæðum, harður snjór/ís. Hlíðarnar grjótharðar og í príma aðstæðum. Þurftum ekkert að spanna. Niður Hafrafell. Klassa dagur.
Snjór talsvert minni en hvítasunnuna 2002, myndi drífa mig í þetta ef menn eru heitir.
Það er slatti af ís í hinum línunum upp úr stóru snjóbrekkunni (er feita í miðjunni ekki Scott og mjóa næst fallinu Postulín?) en hann er sjálfsagt þokkalega sólbakaður og harður.
Skarðsheiði
Skessuhorn (NV) var mjög tómlegt um síðustu helgi, en sjálfsagt eitthvað í Heiðarhorni, Freysi sá línu sem hann taldi heita Sóley.Við Steppo munum svo henda myndum á askinn við tækifæri.
Góðar (klifur)stundir,
SissiSissi
ModeratorÉg hef ákveðið að þyrma Ágústi þar sem hann riggaði vinningi fyrir mig í skiptum fyrir það að ég myndi halda kjafti um svindlið.
Ölli, var þetta (banana)sneið til mín?
Sissi
ModeratorÉg upplifi þá athöfn að skera banana, ATHÖFN nota bene, með allt öðrum hætti í dag en í gær.
Fínar myndir að öðru leyti. Magnað að sjá svona “incompetent” klifrara klifra M10-. Halli Gúmjárn getur örugglega frætt okkur um þessa traversu þarna í Edinborg.
En hvað skyldi Steve House segja um svona Svissneskar boltabullur? Er það ekki so last year?
Svo var happdrættið riggað (ég vann ekki) og mér finnst að Ágúst ætti að segja af sér
Sissi
ModeratorKlifurhúsið var í þokkalegum aðstæðum, svalir vindar léku um leiðirnar sem náðu allflestar niður.
Sissi
ModeratorNashyrningurinn elskar TAT. Ég hef myndir því til sönnunar.
Siz
(væri ekki málið að skipuleggja svo TAT-leik næst?)
Sissi
Moderator“Bivouac /n./ French for ‘mistake’.”
Sissi
ModeratorYuri: “Vodka, Russian tradition my friend.”
Tryggvi: “No, actually Yuri, it’s a tradition from Húsavík!”
Sissi
Moderator…og hvernig fór?
Sissi
ModeratorYuri er töffari, hér má sjá hann og Tryggva Þórðar á góðri stundu.
http://www.mounteverest.net/story/RussianEvrsttamsoundsoffondopingFb232004.shtml
Siz
Sissi
ModeratorFór í Múlafjall með Freyzandi og Tryggva Stefáns. Aðstæður þar eru enn í lagi. Lömdum í leið sem fyrir innan Stíganda, vinstra megin í gilinu. 2 spannir, very nice, en of þunn uppi við brún til að hægt væri að toppa.
Siz
Sissi
ModeratorÓgeðslega miklum tíma í dót sem enginn sér. Vertu þægur, vanþakklátt starf að reka vefi fyrir félagasamtök
Siz
Sissi
ModeratorFórum aftur af stað í bjartsýniskasti, nú í leit að road-side klifri. Grafarfoss var á hraðri niðurleið, hrundi stanslaust, og auk þess ekki frosinn saman.
Renndum inn í Kjós með litlar væntingar en rákum svo augun í fína línu nálægt Efri-Hálsi. Þetta var mikið stuð, tvö 10-15 metra höft, brölt upp gil sem opnast í flotta skál með nokkrum klifurleiðum. Skálin heitir Kór samkvæmt bóndanum.
Þar uppi völdum við okkur skemmtilega 3° 70 metra línu, í algjörum eðal plasma-ís, sem gaf ávallt bomber festu í fyrsta höggi. Eðal klifur. Samkvæmt grein eftir Ara Hrausta úr ársritinu ’85 hét leiðin Lekandi (ömurlegt nafn) en í leiðarvísi fyrir Hvalfjörð og Kjós frá ’90 var búið að breyta því, í hvað man ég ekki.
Bóndinn sagði að enginn hefði komið þarna í vetur, og yfirleitt bara kanar síðustu árin. Þetta er stutt frá bænum, lítið labb og gott klifur.
Siz
Sissi
ModeratorVið Eiríkur Gísla fórum í Stíganda, fjölmennt þar því Viðar og Gísli voru spottakorn á undan okkur, og varð úr hið besta sósíal klifur. Skabbi og Bjöggi fóru í Rísanda. Báðar leiðir fínar, frekar þunnt efst í Rísanda reyndar og blautt.
Eitthvað meira er nú hægt að gera þarna í Múlafjalli, Ýringur leit ágætlega út í Brynjudal, Óríón er ekki í aðstæðum. Eilífsdalur er feitari sýndist okkur en fyrir 2 vikum, Himmi og Bjarni ætluðu þangað.
Nóg af ís til að eiga góðan dag, og ekki skemmdi veðrið fyrir.
“Góður dagur á fjöllum” = jamm.
Siz
Sissi
ModeratorÁsdís veit ekki neitt, en við vitum allt. Enda er hún stelpa, þó hún sé með meirapróf.
Sissi kvenfyrirlitningur
Sissi
ModeratorÞeir voru í góðu geimi í gær, búnir að klifra helling. 9 leiðir var einhver kominn með en Freyzandi ferskur og Robertino, barnastarnan góðkunna, með meira – enda komu þeir fyrr út.
Menn voru í magnþrungnum rökræðum um tilurð drykkjarins bjórs í gær, og sáu ástæðu til að hafa samband við undirritaðan, til að taka af öll tvímæli. (Hægt er að finna heimildir um tilvist bjórs í Mesópótamíu og Egyptalandi 5.000 ár f.kr.)
Lucky sons of …
Siz
Sissi
ModeratorJamm – meira svona “fer bara á morgun – að drekka bjór” á Freeze-landi…
Lítið heyrst frá Cham – up do no good I imagine. Skilaðu kveðu til skvís.
S
Sissi
ModeratorÉg frétti að þeir væru að taka P gráðurnar upp í Skotlandi…
Siz
Sissi
ModeratorGúgglaði smá og BD mæla með WD40 (heitir það ekki Water Dry 40 – mjög misskilið sem smurefni).
“Finally, give the inside diameter a quick shot of WD-40. Always dry your screws with the protective caps removed and use the caps for transit.”
http://www.bdel.com/faqs.php > How do I sharpen…
Hvernig er í Ameríkunni Lobbi Lobster? Hér er 60 cm púður og ísinn bókstaflega lekur úr eyrum manna.
Siz
Sissi
ModeratorHenti inn á askinn líka. http://gallery.askur.org
Sissi
ModeratorÉg keypti eitthvað dót í Skandinavisk Høyfjellsutstyr einu sinni, http://www.shu.no/herfinnerduoss.html, hún er svona frekar sentral í Osló. Minnir að úrvalið hafi verið þokkalegt, en Norge er náttúrulega í dýrari kantinum, sjálfsagt bara svipuð verð og hér.
Annars ættu Fjallaskarpurinn og Skabbi að vita allt um þetta mál.
Siz
Sissi
ModeratorSnilldar framtak að henda upp þessum leiðum og móti, gufan var líka fín, fámenn en góðmenn.
Siz
Sissi
ModeratorKlassi – hver ætlar að bjóða grill- / og bjórdrykkjuaðstöðu um kveldið? Við verðum nú að hafa smá partý líka. Þá er þetta orðið festival.
Svo væri jafnvel hægt (skýjaborgir) að athuga hvort einhver hafi aðgang að pródjektor, brenna nokkrar myndir á disk og sýna yfir matnum.
Eða ekki
Siz
-
AuthorPosts