Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
SissiModerator
Sleðamennirnir eru aðeins að spyrja mann hvort það sé þorandi að kíkja norður, var að pæla í þessu fyrir þeirra hönd líka.
En við sjáumst í fjallinu.
SissiModeratorHvernig eru menn að meta snjóalög fyrir norðan næstu daga, er þetta mjög óstabílt?
SissiModeratorVerð að valda þér vonbrigðum, ég er bara með Scarpa í þessum flokki. Held að ég sé á svona 3-4 pari frá 12 ára aldri, greinilega ekki búinn að ganga nóg. Maður heyrir líka ágætis hluti um Meindl, ætli verð og bara hvernig þú fílar þetta á löppinni á þér sé ekki aðal málið.
Svo er ég með TNF trekking skó í flokknum fyrir neðan þetta, svona meðal háa stífa útgáfu af þeim reyndar, hægt að láta skósmið sauma þá upp með nylon til að láta endast betur.
Og fyrir ofan koma Scarpa Freney XT (betra væri GTX) og loks Scarpa Omega double boots ef það er voða kalt.
Þetta er ansi breitt spectrum hjá þér, þægilegra að fara á vetarskónum t.d. á rjúpuna ef maður á slíkt á annað borð.
Sissi
SissiModeratorÞað sem Sveinborg sagði!
Sissi
SissiModeratorHalli þú ert alltof kurteis. Án þess að tala um þetta mál sérstaklega þá er það bara staðreynd að þetta haustið er verið að bjóða endalaust af einhverju rusli og forngripum á uppsprengdu verði. Dót sem byrjendur í klifri hafa ekkert að gera með.
1) Nylon dót sem er 5-15 ára hef ég séð mikið af. Það á bara að fara í ruslið eins og áður hefur komið fram (belti, línur, slingar etc)
2) Axir og broddar sem ættu kannski heima í nýliðakössum björgunarsveitanna, eða í eitthvað smá fjallabrölt að vetri, en alls ekki í ísklifri. Sumt af þessu er í lagi (Rambo og axir síðan á þessari öld sem má kannski modda eitthvað) margt ekki.
Máli mínu til stuðnings er ég með tösku hérna af dóti sem félagi minn bað mig að leggja mat á, þar er m.a. 20 ára lína, ísfleygar og títaníum skrúfa. Need I say more?
Verið endilega á varðbergi og fáið reyndari aðila til að kíkja á hvort þetta er málið fyrir ykkur ef þið eruð að stíga fyrstu sporin og langar að sleppa ódýrt í startinu. Ísklifurdót síðan 19xx er bara ekki sama og ísklifurdót 20xx.
Og ef maður vill endilega kaupa forngripi á verðið að endurspegla það (hræódýrt) og þær upplýsingar þurfa að vera til staðar.
Og hananú.
SissiModeratorBergur og Jósef ekki lengi að þessu, ánægður með ykkur, mjög flott lína! Tókuð þið myndir?
Sissi
SissiModeratorRobbi: Bóndinn vill vera látinn vita, svo þetta er ekki spurning um það heldur.
Hardcore: Það vita allir að Ági hefði skrifað: “Hei krakkar, komum í hópknús í spora”. Fellur enginn fyrir þessu, auk þess sést að póstið frá Ága kom frá sömu IP tölu og pósturinn frá Softcore, þessi split personality þinn er farinn að verða full flókinn. Getur þú ekki bara verið hardcore alltaf og skemmt okkur?
Annars sammála Ága/Hardcore, svona upp að vissu marki
SissiModerator2013?
SissiModeratorMagnaðir!
SissiModeratorFlott, vona að önnur fyrirtæki og björgunarsveitirnar, sem og hinn almenni klifrari, taki svona vel í þetta.
Býð mig fram í stigamission ef einhver handlaginn fæst í þetta. Vara samt við, ég og Góli gerðum gat á hausinn á yfirsmiðnum, Gísla Sím, síðast þegar við fengum að smíða eitthvað.
Svo er kannski allt í lagi að segja frá því, fyrst formaðurinn er ekki búinn að því, að Freyr og Stymmi bættu í ankerin og nú eru tvö tveggja bolta ankeri með keðju í Spora, svo menn ættu að geta sigið ósmeykir.
Sissi
SissiModeratorVæri gaman að heyra hvað menn voru að sýsla um helgina. Böns af liði í Villingadal, ég er að sjá að ég hef rétt klórað yfirborðið þar.
ROK – hvað heldurðu að þetta mömbó djömbó ykkar hafi verið erfitt þarna í tjaldinu? Hljómar eins og amk eitthvað WI5. Frekar svalt. Og allt klifrað á endurunnum hjólbörðum og höggvopnum sem fundust í einhverju kumli þarna fyrir vestan.
Annað mál sem ég hef verið að velta fyrir mér um helgina. Maður er alltaf að lesa um eitthvað aðgangs vesen vestanhafs og ég hef smá áhyggjur af Spora í því samhengi. Held að menn þyrftu að taka eftirfarandi hluti til umhugsunar:
1) Reyna að nota Spora kannski aðeins sparlega, muna að það eru fleiri fossar og reyna kannski að vera ekki með mjög margar heimsóknir á tímabili.
2) Muna að þarna býr fólk sem vill láta ræða við sig en vill ekki láta vekja sig fyrir allar aldir, þetta er verkefni sem tekur ekki svo langan tíma og spurning með að reyna að mæta ekki fyrr en 10-11 á svæðið.
3) Ég er ekki viss um að það sé heppilegt að mæta mikið með gædaða flokka / stóra nýliðahópa / merkta bíla á svæðið. Þessi foss er sérstakur fyrir það að vera mest klifinn hérlendis og er jafnframt nánast í hlaðinu á bæ, en sú staða er ekki víða uppi í kringum höfuðborgina. Því held ég að menn ættu að stíga mjög varlega til jarðar í þessum efnum svo leiðin haldist áfram opin. Það er pirringur til staðar þarna og óþarfi að gera hann verri. Hann er fljótur inn en síðan detta staðir eins og Villingadalur, hin hlíðin í Kjósinni, Kaldidalur og fleira á svipuðum tíma. Kleifarfoss í Þyrli er líka 100m af WI2 og WI3 þegar hann dettur inn. Vona að allir séu amk. til í að taka þetta til umhugsunar.
Síðan langaði mig að benda á tvær fáfarnar sem við fórum í fyrra, Skálafellsfossinn og Leið #41 fyrir austan Þverfellshorn. Báðar hin prýðilegasta skemmtun og sjálfsagt báðar ca. WI4 í góðum aðstæðum. Væri gaman ef fleiri legðu leið sína þangað og commentuðu á þær, held að þetta séu svona djásn eins og Spori sem hafa gleymst þegar Múlafjallstímabilið reið yfir. Auðvelt að sjá Skálafellið frá vegi og bara 15 mín aðkoma.
Svo er bara að vona að þetta hitaskot rústi ekki of miklu.
SissiModeratorAð gefnu tilefni og mikilli tillitssemi héldum við félagarnir vestur í Bröttubrekku á laugardaginn og fórum þar nýja leið.
Single malt og appelsín – WI4-5
Staðsetning:
Norðan við Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals og Dalasýslu. Nokkurn veginn gengt Austurárdal, en þar eru nokkrar ísklifurleiðir. Leiðin er áberandi gil sem sker alla hlíðina í Hlíðartúnsfjalli og skiptist síðan upp í þrjár íslænur efst í klettabeltinu við toppinn.
Ekið er til vesturs inn slóða gengt afleggjaranum inn í Austurárdal, í gegnum hlið sem merkt er skógræktinni, og um 100 metra. Lagt hinumegin við lækinn. Aðeins fimm mínútna aðkoma að fyrstu höftunum.
F.F.:
27/11/’10 – Freyr Ingi Björnsson, Styrmir Steingrímsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi)
Lýsing leiðar:
1. spönn – 3. spönn: WI3, 100 m.
4. spönn: WI4 – 20m.
5. spönn: WI4 – 15m.
6. spönn: WI4 – 12m
7. spönn: WI3 – 60m.
8. spönn WI4-5 – 40m.
Fyrstu (líklega) þrjár spannir eru fjögur til fimm WI3 höft sem voru einfarin í F.F.
Fjórða spönn (sú fyrsta spannaða) er bratt en stutt kerti, sést á bakvið efri hlutann.
Fimmta spönn er annað stutt og bratt haft.
Sjötta spönn er frekar stutt haft upp úr skálinni þar sem maður velur hvaða línu skal halda upp á topp.
Sjöunda spönn býður upp á tvö þriðju gráðu höft og ísbrekku upp að lykilkafla. Gott að gera stans vel til hægri til að vera úr skotlínu.
Áttunda (loka)spönn inniheldur hreyfingar í lóðréttu / aðeins í fangið í brattasta kafla og skrýtna hliðrun út á stóra regnhlíf efst.
Venjulegur disclaimer ef einhver af gömlu skyldi hafa farið þetta og aldrei skráð.
Niðurleið:
Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.
Myndir
Það þarf einhverja doktorsgráðu til að koma myndum hérna inn svo ég verð að hafa þær annarsstaðar þar til einhver sýnir mér hvernig er hægt að troða þessu inn. Sjá hér: Myndir af leiðinniKveðja,
Freysi, Sissi og Stymmi
SissiModeratorHehe, ok.
Já, gott að þið voruð að vanda ykkur stŕákar, þetta virðist hafa verið frekar þétt og nasty.
SissiModeratorEr það virkilega? Áttu myndir af einhverju svoleiðis Árni? Eða aðrir?
SissiModeratorTek undir með Skabba, væri fínt að láta aldur fylgja svona dóti.
Sissi
SissiModeratorPicture or it didn’t happen
SissiModeratorHehe, kallinn er greinilega góður sögumaður. Já, hann á nú alveg skilið konfektkassa kallinn, algjör ljúflingur.
Gott að allir komu heilir heim og menn klikka væntanlega ekki á þessu aftur
Sissi
SissiModeratorOk, veit ekki með fagnaðarerindi, en ég býst við að ef menn þurfi að gera svona sé þetta eins góð framkvæmd á því og hægt er. Páskaliljufactorinn réttur en ef menn gera sér grein fyrir því og svona. Leiðinlegt bara hvað Ívar er orðinn þroskaður og rólegur, mér finnst svo gaman að lesa einhverjar flugeldasýningar.
Varstu svo bara í Míganda Íbbi eða? Mest trakkað þar. Hann reyndar virkar ansi ídeal í svona kennslu þegar maður fer að spá í því, geðveikt stutt frá bíl og geta sjálfsagt 2-3 klifrað í einu, hægt að labba uppfyrir osfrv.
Annars held ég að ég verði að front-rönna Skabba aðeins, við heyrðum nefnilega svo geðveikt góða sögu í dag og hann er ekki búinn að pósta henni ennþá.
Við skelltum okkur í Spora í dag, sem er í prýðilegum aðstæðum, og spjölluðum aðeins við bóndann að Fremri-Hálsi (Steinar?). Hann sagði okkur að á dögunum hefðu mætt þarna einhverjir kappar á virkum degi og haldið upp án þess að banka upp á eða tala við hann. Líður svo og bíður og komið langt fram á kvöld, ekkert bólar á þeim og engin ljós. Hann endar því á að hringja í lögguna. Þeir mæta uppeftir, sprengja dekk og henda löggubílnum inn í skúr. Sér hann þá ekki hvar þessir félagar koma niður aftur og fela sig bakvið heyrúllur til að reyna að komast hjá því að tala við hann eða lögguna væntanlega. Hresst!
Mikið væri ég til í að vita hvaða herramenn þetta voru. Endilega tala við landeigendur þegar þið ætlið að klifra. Sérstaklega þarna, brjáluð traffík í byrjun á sísoninu.
Sissi
SissiModeratorA-B-B-Ó!
Skemmtið ykkur vel.
Sissi
SissiModeratorEf Kalli gefur út bók þá lofa ég að kaupa hana
Góð umræða.
Ég nota annað hvort prúsellu (alltaf þrædd í beltið sömu leið og belay lúppan) eða línurnar til að klippa mig í ankeri, eftir því hvort við erum 2 eða 3, hvað er til af línu osfrv.
Svo er það náttúrulega allt debatable, kannski ágætt að benda á þessa í framhaldi af umræðunni hér að ofan og “henda dóti” umræðunni: http://backcountrybeacon.com/2010/10/belay-loops/
En það sem ég tek aðallega frá þessu testi er
1)að hafa í huga að spectra / dyneema er basicly stálvír,
2)að hnútar veikja ekki bara dótið þegar ég er að rigga í útköllum og á æfingum heldur í klifri líka (maður hugsar síður í kN í klifri),
3) það þarf lítið fall á sling til að skapa stóra krafta – eins gott að hugsa um það þegar maður gerir ankeri og ekki síður hefur maður séð í ísalp ferðum að menn klifra uppfyrir júmmara með sling í (slingurinn fær reyndar líklega ekki tækifæri til að slitna því að júmmarinn myndi sjálfsagt slíta línuna miklu fyrr).Rétt hjá Kalla að styrkur búnaðar er venjulega ekki vandamál, en ég sé alveg fyrir mér að ef maður er klipptur á dyneema með hnút og bröltir aðeins upp fyrir tryggingu til að teygja sig í vatnsbrúsann gæti það orðið ruddalegur kraftur í falli. (kN er kraftur, = massi * m/s^2)
Svo hugsa ég að týpískur ísklifrari sé nú nær því að vera 90+ kg að meðaltali með öllu draslinu en 80, ætli þetta séu ekki hátt í 15 kg með gallanum, skóm, járnarusli, bakpoka osfrv?
Sissi
SissiModeratorJesss, af hverju er svona gaman að lesa Kalla, Árna og Hardcore (ekki kjéllinguna hans hann Ívar samt).
Þetta er allt satt og rétt hjá Hardcore en feilar á 2 hlutum (svolítið eins og þjóðveldið): Fólk er ekki að upplagi nógu skynsamt og það klifrar ekki nógu mikið (ég klifra svo sannarlega ekki næstum nógu mikið).
Þar af leiðir að draslið verður of gamalt og/eða skynsemin til að henda því þegar það er orðið loðið eins og bakið á gömlum kalli í sundi er ekki til staðar.
En gríðarskemmtileg lesning annars. Og ég sver það Árni, ég var að pæla í að kaupa mér PVC galla um daginn, held að hann yrði eflaust meira notaður en ýmislegt í dótaskúrnum.
Hils,
Sissips – ef það birtast ekki fleiri risaeðlur með uppsafnaða ritpressu getið þið alltaf farið og lesið þetta: http://gravsports.blogspot.com/2010/10/exercise-balls-are-stupid-core-strength.html
SissiModerator30 kN webbing sýnist mér og örugglega erfitt að ná fallfaktor 2 undir stýri
Vísan er massagóð!
Síðan eru svona menn eins og Steppo sem þurfa sjálfsagt að skipta um helsta búnað árlega (og klifra með aukaöxi)…
SissiModeratorÍ dæminu sem Kalli nefnir var það belay lúppan sem fór. Black Diamond segja:
http://web3.bdel.com/scene/beta/qc_kp_archive.php#102706
Hlutir sem eru m.a. relevant í þessari umræðu:
With normal use and proper care, the life expectancy of your harness is approximately three years, and can be longer or shorter depending on how frequently you use it and on the conditions of its use.
Factors that reduce the lifespan:
♦ Falls
♦ Abrasion, cuts, wear
♦ Heat
♦ Sunlight
♦ CorrosivesÓnotað belti geymt við bestu aðstæður á að fara í ruslið í síðasta lagi eftir 10 ár, en af hverju að taka sénsinn á því?
Margt gott þarna fleira og fullt, fullt af testum.
Sissi
ps – gaman að sjá Kalla og Árna Alf hérna að tjá sig um það sem þeim er hjartnæmast (nei – þú ert ruglaður sissi / suðurjöklahringi á gúmmístígvélum) Nú vantar bara að Hardcore birtist hérna og segi okkur af hverju allir fjallamenn á Íslandi eru slefandi hálfvitar. Það myndi bjarga vikunni hjá mér
SissiModeratorPart II fjallar einmitt m.a. um bínur: http://backcountrybeacon.com/2010/10/climbing-gear-inspection-hardgoods/
1mm af sliti/rispu og þá í ruslið.
Góð hugmynd líka að skjóta hjálminn! Maður á alltaf eitthvað af haglaskotum sem þarf að eyða líka, fuglar hafa einstakt lag á að forðast þá landshluta sem við Skarphéðinn erum staddir í.
Siz
SissiModeratorSvona fyrst þessi umræða er komin upp þá var ég einmitt að rekast á grein um þetta efni nýlega:
http://backcountrybeacon.com/2010/10/climbing-gear-inspection-ropes-harnesses-helmets/
Þeir eru reyndar ekki með ártölu á þetta en ég held að ágæt þumalputtaregla með nylon og hjálma sé að nota ekki neitt slíkt lengur en 5 ár (línur, slinga, prússika – og náttúrulega hjálma) að því gefnu að meðferð sé góð, notkun hófleg, ekkert stórt fall etc komi uppá. Annars styttist þessi tími, jafnvel í 2-3 síson.
Og það segir sig sjálft að um leið og það sést eitthvað á þessum búnaði (þ.e. eitthvað annað en að hann verði smá úfinn), misjafnt slit eða sjáanlegar skemmdir á að klippa þetta niður (svo enginn asni hirði þetta úr ruslinu) og henda því.
Eða þið getið búið til mottu: http://www.summitpost.org/article/263578/so-you-want-to-make-a-rope-rug-eh.html
Ég klippti niður eitt stk Petzl Guru í síðustu viku (sem hefði reyndar átt að fara þá leið fyrir svona 2-3 árum). Og henti sjittlód af slingum.
Ég meina – sumir kaupa ný skíði nánast á hverju sísoni en nota einhverja forngripi í klifrið, eina sportið þar sem það er bókstaflega lífsspursmál að dótið sé í toppstandi.
Hvet alla til að taka til í geymslunni, setja slatta í ruslið og koma með rest á útbúnaðaruppboðið.
Svo er líka gaman að eiga nýtt og fínt dót.
Sissi hættir að ranta í bili.
-
AuthorPosts