Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
SissiModerator
Fór í Múlafjall 3. desember ásamt Freysa og Ága. Þar var þvílíkt teymi, Robbi, Siggi Tommi, Stebbi Kalli, Ottó, Palli og Hallgrímur. Tvö til viðbótar sem ég þekkti ekki. Boltuðu leiðirnar mjög fínar, og eitthvað þarna lengst til vinstri klifranlegt með skrúfum.
Fórum aftur 9. des, ég, Freysi, Eyvi, Haukur Már, Ági og Þórhildur. Stígandi virkaði mjög ræfilslegur frá vegi. Fórum aftur í Testofuna, aðstæður eiginlega nákvæmlega eins. Virðist lítið sem ekkert rennsli vera þessa dagana.
Freyr setti tvo hringi fyrir ofan Helga, topp akkeri þar. Einnig setti hann hring fyrir ofan bratta kaflann í Fyrirburanum (ef ég les þetta rétt).
Skemmtilegt að þið fóruð í Weird Girls Gunnar Már, lítið farin leið sem er skemmtileg á skemmtilegum stað. Við vorum í spotta-öryggisgæslu fyrir danshópinn Weird Girls á þakinu á Höfðatorgi heilan dag fyrir ca. 15 árum í skítakulda og skutumst svo í hana í enn meiri skítakulda um kvöldið og skráðum, hún var fyrst farin löngu fyrr samt af öðrum (sjá topo).
Sá líka að Palli og Hallgrímur fóru í Grafarfoss á sunnudag, svo hún virðist vera dottin inn. En eftir morgundaginn spáir rigningu og hita.
SissiModeratorÉg get nú bara tekið undir flest hjá þér Siggi. Ég reyndi að starta smá umræðu um þetta snemmsumars, þú tókst nú þátt í henni.
En mér finnst þetta enn ofsalega tilgangslaus gjörningur, ruglingslegur, illa rökstuddur, huglæg einstaklingsbundin sjónarmið og eins og þú segir þá virðast umræður og ákvörðunartaka í þessu máli hafa farið fram í frekar litlum hópi.
Ég var nú bara svona miðlungsklifrari upp á mitt besta en ég hef samt klifrað í Chamonix og Orpierre í Frakklandi, nokkrum stöðum í Skotlandi, Tyrklandi, Thailandi, Lofoten í Noregi, Korsíku, El Chorro á Spáni og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma. Samt eru nú allar mínar erfiðustu leiðslur á Íslandi, þrátt fyrir að ég sé akkúrat að klifra þessar gráður sem umræðan snýst um.
Milli landa og svæða er bara ofsalega ólíkur karaketer og samanburður er smá erfiður. Þetta er huglægt mat. Það er því bara ansi góður árangur ef það næst svona þokkalegt innbyrðis jafnvægi milli svæða hérlendis og bara til að æra óstöðugan að fara að eltast við útlönd. Líka eins og þú segir, hvað eigum við að miða við? Við getum örugglega fundið einhver svæði með erfiðari gráðum þannig lagað.
Annað sem þú nefnir, ég er með-höfundur nokkurra leiða ásamt félögum mínum. Við eyddum til dæmis miklum tíma í Svarta Turninn, sem átti alltaf að vera fjölspannaleið í léttari kantinum á þessum stað, í Búahömrum, nálægt höfuðborginni. Við færðum okkur til frá upphaflega planinu þar sem upphaflega línan sem við höfðum í huga var nær 5.10, við vildum hafa þetta tops 5.8. Núna er hún gráðuð 6a á klifur.is (og reyndar líka 5.8, sem er ekkert ruglingslegt, bara nákvæmlega ekkert).
Ég myndi segja að seinni tíma leiðir væru margar hverjar vandaðar, vel boltaðar og býsna rétt gráðaðar. Auðvitað voru sumar gömlu leiðirnar í vel stífari kantinum þegar maður byrjaði í lok síðustu aldar, en síðan er búið að breyta nokkrum gráðum og bæta við boltum í sumar leiðir.
Okkar leiðir fengu ca. gráðu og voru síðan klifraðar af nokkrum klifurum áður en loka gráða var sett á þær. Mér þykir það bara fínar gráður.
Það er þvæla að fyrsta spönn í Svarta Turninum sé 5.10 (6a). Það er þvæla að Skuggi í Valshamri sé 6a+. Mér finnst gráðurnar sem við settum að endingu á þessar leiðir bara eðlilegar.
Hvað sem öllu líður þá er þetta býsna gerræðislegt og skrýtið allt saman. Er þetta virkilega nauðsynlegt?
(Ljósmynd: Andri Bjarnason býr sig undir leiðslu í “6a” spönninn í Svarta Turninum í einum hvítum Converse)
SissiModeratorGóð hugmynd Ottó, við ættum að vinna að útfærslu á þessu.
Það verður líka bíó þegar einhver erlenda kempan kemur hérna og segir að þetta sé allt sandpokað og leggur til hærri gráður 🙂
Þarna fundum við eitthvað til að vera sammála um Siggi, það er líka ekkert confusing að leðirnar fá gömlu YDS gráðurnar og nýju frönsku gráðurnar, sem passa svo alls ekki saman. Finnst alveg magnað að þetta hafi bara flogið í gegn. Fyrir svona 15 árum var einn sector gráðaður í frönskum útlandagráðum og svo sögðu allir bara “neeeeeeei”, vippuðu þessu yfir í íslenskar YDS og síðan ekki sögunni meir.
Ég sé ekki alveg ávinninginn af þessum gjörningi, þrátt fyrir að hafa hækkað mig um gráðu, sem er náttúrulega eitthvað.
Ég bíð bara spenntur eftir að einhver fari að breyta tímanum mínum í 10 km í útlandamínútur og réttstöðulyftan gæti nú þegið útlandakíló!
Kv.
SoftcoreSissiModeratorHeimspekilegar vangaveltur, eru allir sem eiga erfiðustu leiðslur í leiðum sem voru hækkaðar betri að klifra í dag en í gær? Ef köttur klifrar búlder í skóginum en enginn sér hann…
SissiModeratorVið Haukur fórum í Brynjudal í dag og klifruðum flotta WI3 sem er sunnan megin í dalnum rétt áður en maður kemur í skógræktina, inni í þröngu gili en blasir við af slóðanum beint á móti. Ca. 50 metrar af klifri. Sýnist hún óskráð. Þeir sem eru að leita að góðum þristi á morgun verða ekki sviknir þarna.
Tókum svo eina WI2 aðeins austar í eftirmat.
Spori virðist líka feitur og fínn fyrir þristaveiðimenn en það er lítill ís í skógræktinni.
- This reply was modified 1 year, 11 months ago by Sissi.
- This reply was modified 1 year, 11 months ago by Sissi.
- This reply was modified 1 year, 11 months ago by Sissi.
- This reply was modified 1 year, 11 months ago by Sissi.
- This reply was modified 1 year, 11 months ago by Sissi.
Attachments:
SissiModeratorGrafarfoss var í toppmálum um helgina, klifraði lengst til vinstri með Freysa og Hauki. Það voru 9 manns í fossinum á tímabili samtals, Fjallateymið og fleiri á ferð, og svo bættust þrír við þegar við vorum að síga niður. Social og gaman.
SissiModeratorNovember is kind of rough for Alpine stuff, probably still not enough snow on glaciated terrain to close up the crevasses completely and very short days / daylight.
You might get good ice climbing conditions in November, there’s almost a lifetimes worth of climbing around Reykjavik. You can see all the topos on this page under Crags or routes, should be able to figure it out using Google translate.
There is also plenty of mountaineering that would be fun in November. I would actually just suggest you rent the cabin that ISALP has in Tindfjöll (Summit Mountains) wich is located in the south. There is plenty of mountaineering accessible from the cabin, and some of it involves crossing a small glacier, Tindfjallajökull. Info about the cabin is also here on the page.
Finally, the outlet glaciers are fun and it’s easy to set up a top rope for some easy ice climbing. That will be nice in November. If you are not used to navigating that kind of terrain there are plenty of guided tours on Sólheimajökull glacier in the south.
Have fun,
SissiSissiModeratorVið Freysi fórum í bíltúr á föstudaginn 10, desember. Fórum í Skálafell, vorum komnir í 4 psi rétt fyrir planið. Kíktum upp að KR svæði og skoðuðum Skálafellsfoss í dróna. Leit ekki sérstaklega spennandi út.
Kíktum í Kjósina og skoðuðum Áslák. Hann var opinn í miðjunni og ekki í aðstæðum. Leiðirnar fyrir utan Flugugil í Brynjudal voru þunnar. Múlafjall leit alveg þokkalega út.
En nú er búið að hlýna mikið og spurning hvað verður um þetta allt saman.
13. December, 2021 at 10:28 in reply to: SELDIR (Ísklifurskór Arcteryx Acrux AR Mountaineering Boot) #77467SissiModeratorSeldir!
8. December, 2021 at 14:58 in reply to: SELDIR (Ísklifurskór Arcteryx Acrux AR Mountaineering Boot) #77417SissiModeratorHér má finna dóm um skóna: https://northeastalpinestart.com/2018/10/22/gear-review-arcteryx-acrux-ar-mountaineering-boots/
SissiModeratorRosalegur Matteo, vel gert!
SissiModeratorGet ekki beðið eftir því að hér komi í ljós að þessir broddar séu úr gamalli herflugvél, eða Árni Alf sé að geyma þá þarna, eða Andri Bjarna hafi breytt þeim sérstaklega til að passa á inniskó eða að einhverjir young bucks hafi lent í svakalegri epík og búið til skjól úr þessum broddum og gamalli snjóþotu. Eða að þetta sé hreinlega frá ísmanninum ógurlega. Eða að Ívar hafi kastað þeim í hausinn á Sigga Skarp þegar þeir voru að rífast um hvor Huber bróðirinn væri betri klifrari.
SissiModerator(Forsíðubump)
SissiModeratorHi, you can reach me by sending to sissi at askur dot org
Cheers,
SissiSissiModeratorHi, there are a lot of guides that could tackle that.
Quite a bit of them focus on their local area, so depends a bit on where you are going to climb.
In October you might get lucky and have conditions for water ice, but it’s more likely that you would climb on hard ice, in one of the outlet glaciers near the south coast. Sólheimajökull is a part of Mýrdalsjökull and is about 2 hours drive from Reykjavik, would probably be most likely.
I would personally contact https://www.mountainguides.is/, a rather large company by Icelandic standards, and good quality guides. They have operations in Sólheimajökull whole year round. Both the companies that you mention have high standards, but one focuses on Heli skiing in the north and I think the other is waiting for Covid travel restrictions to ease before resuming business.
https://www.mountainguides.is/category/glacier-tours-solheimajokull
Have fun,
SissiSissiModeratorHerregud, þetta er svakalegt! Takk fyrir góða ferðasögu.
SissiModeratorFrábær túr hjá ykkur greinilega, takk fyrir góða lýsingu
SissiModeratorFrábært, ekkert smá góð byrjun á klifursumrinu hjá ykkur
Sissi
SissiModeratorSissi og Freyr Ingi – 2 nætur og kjötsúpa
SissiModeratorBömp fyrir forsíðu
SissiModeratorFrekar áhugavert að sjá hvað það er verið að afgreiða mörg skálamál þarna.
SF
SissiModeratorPlease leave a plan with Safe Travel Iceland, and preferably contact them for advice.
SissiModeratorOhhh, þarna fór vöntun á langtímaminni alveg með mig. Anna Svavars er náttúrulega magnaður fjallamaður, kleif Cho Oyu fyrst íslenskra kvenna 2003 og Manaslu 2014, og er því með tvo 8 þúsund metra tinda. Einnig hefur hún amk reynt við Pumori og fleira.
SissiModeratorJohn Snorri toppaði Manaslu (8.163 metrar) í morgun. Hann er fyrsti
Íslendingurinníslenski karlmaðurinn til að standa á tindi fjallsins og þetta er þá þriðji 8 þúsund metra tindurinn hans (Lhotse 2017 og K2 2017, fyrstur Íslendinga á bæði). Ef mér skjátlast ekki rétt missti hann af toppnum á Broad Peak. Rekur ekki minni til þess að fleiri séu með þrjá mismunandi 8 þúsund metra tinda og er hann þá fyrsti Íslendingurinn til að toppa þrjú 8 þúsund metra fjöll. Leifur Örn hefur klifið Everest tvisvar og Cho Oyu einu sinni og er því með þrjá toppa yfir 8 þús.Óska John Snorra til hamingju með þetta, grjóthart.
Uppfært: Anna Svavars kleif Manaslu árið 2014
- This reply was modified 5 years, 2 months ago by Sissi.
SissiModeratorSkarðshryggur í Skarðshorni fékk trúlega sína aðra heimsókn nú í september, þegar Bjartur Týr og Matthew McAteer klifu hann. Aðstæður hafa trúlega verið ansi langt frá þeim sem voru í frumferðinni, klettaklifur í vettlingum og broddum í bland við mix hreyfingar skv. Bjarti Tý. Alltaf hressandi þegar menn skella sér í klifur á óvenjulegum árstíma og gaman að þessi leið hafi fengið aðra heimsókn, okkur þótti hún virkilega skemmtileg um árið.
-
AuthorPosts