Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
KarlParticipant
Ég veit ekki um öskuna þar sem töluvert hefur snjóað eftir gos.
Það var tam nær ekkert öskufall í MývatnssveitKarlParticipantSæll Bárður, -þessi brú er gömul, finnst líklegra að sveitavargurinn hafi staðið í brúargerðinni en brúin er nálægt suðurmörkum vikurnámsins,
Hún er ágætlega greinanleg á kortavef ja.is
KarlParticipantÁ þessum tíma er betra að fara yfir efstu brúna á Rangá og aka upp með girðingunn sem liggur beint að Suðurbjöllum. Þetta er drullufrí leið.
Afleggjarinn að efri brúinni er á móti afleggjaranum að Þjófafossi, rétt sunnan við aðal vikurnámurnar.
Leiðin og brúin er sæmilega greinileg á ja.isKarlParticipantÉg fór á jökulin vestanfrá í desember. Hann var sprungnari en venjulega en lítið mál að þræða góða leiðí björtu. Stærstu sprungurnar sem enn voru opnar í desember voru ofarlega að sunnan og betra að fara norðan þeirra, svipaða leið og yfirleitt er farin.
KarlParticipantBorvélar henta ekki síður í ísklifur. Til að kanna þetta þá tryggði ég heila spönn í Kinninni með V þræðingum sem boraðar voru með batterísborvél með 38 mm spaðabor. Yfirleitt var nóg að stinga inn stífum sling og hann rataði út hitt gatið án þess að nota þyrfti vírinn….
KarlParticipantÞað var gott að ekki var skilinn eftir eðalmálmur sem mölur og ryð fá ekki grandað!
Þeir sem halda því fram að títaníum skrúfur bíti illa er sauðirnir sem föttuðu ekki að það þarf að brýna öll eggjárn, -sam hvort þau heita skíði, skautar, sporjárn, axir eða skrúfur…..
Auðveldast er að brýna skrúfur með þrihyrndri þjöl þar sem búið er að sljóvga eitt horn þjalar á smergeli. Það tekur mínútu að brýna títaníum skrúfu en allt að 5 mín að brýna stálskrúfu. Bitið endist líka 5X lengur í stálskrúfunni.
Ný brýnda títanskrúfu má skrúfa í gegnum 2″ þykka fjöl með annari hendi.KarlParticipantTil að stöðva misskilning Árna um hugmyndir mínar um vegabætur á norðurhálendinu, þá er ég ekki að leggja til uppbyggðan veg.
Þessar leiðir eru nær alfarið á ármöl, söndum eða hrauni. Leiðunum er haldið lokuðum í mai og júni, vegna þess að á örfáum stöðum er slóðin á kafi í vatni eða krapa. Þetta eru sömu staðirnir ár eftir ár.
Það þarf ekki nema minniháttar lagfæringar til að hægt sé að aka þetta á vorin án þess að valda nokkrum skaða.
Það þarf að breyta ökuleiðinni að Herðubreið á 200 metra löngum kafla til að gera hana færa á þeim tima sem best er að skíða fjallið.KarlParticipantSamtök Útivistarfélaga -SAMÚT voru stofnuð 1999 í tengslum við ný náttúruverndarlög sem lágu fyrir Alþingi.
Ég var formaður Ísalp á þessum tíma og hef verið annar fulltrúa Ísalp í Samút alla tíð síðan. Hinn fulltrúinn hefur verið e-h stjórnarmaður og nú þarf ný stjórn að tilnefna e-h í verkið.
Eitt stærsta verkefni alpaklúbba og UIAA er að tryggja félagsmönnum aðgang að fjöllum og klifursvæðum. Fyrstu drög nátúruverndarlaga frá 1999 takmörkuðu verulega för almennings um eignarlönd en þessu tókst að breyta með sameiginlegu átaki útivistarfélaganna.Umferðarmál innan Vatnajökulsþjóðgarðs hafa verið fyrirferðarmnikil hjá Samút undanfarin ár. Við höfum þurft að berja niður bábiljur um bann við tjöldun á jöklinum, bann við hjólreiðum á jökli, bannað á ríða á jöklinum ofl ofl.
Samút gerði nokkrar athugasemdir við verndaráætlunina sem öll snérust um umferðarmál.
Samút gerði hinsvegar ekki athugasemd við akstursbannið um Vonarskarð, þar sem FÍ var fylgjandi banninu en önnur mál voru afgreidd samhljóða.Mótórfélögin sendu inn fjölmargar athugasemdir við verndaráætlunina og skotveiðimenn hafa barist hart gegn veiðifriðlandi við Snæfell.
Þessi mótmæli hafa verið hörðust gagnvart akstursbanni um Vonarskarð..Stjórkerfi þjóðgarðsins er bölvaður bastarður, með 4 svæðisráðum sem aðallega eru mönnuð sveitarstjórnarmönnum og svo einni aðalstjórn.
Samút á fulltrúa í öllum svæðisráðum og áheyrnarfulltrúa í aðalstjórn og hér með óskað eftir Ísölpurum í þessi verkefni.Ég held að verndaráætlunin sé ekki vandamál fyrir þá sem stunda fjallamennsku. Ég hefði þó gjarnað vilja að vegirnir að Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum væru endurbættir lítillega (þar er aldrei aurbleyta) þannig að fært verði að fjöllunum þegar best er að skíða þau.
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=1528116857015&set=a.1528116817014.2072212.1657506779&theater
KarlParticipantHelvíti er það magnað að framboð sé meira en eftirspurn.
Á árum áður voru menn yfirleitt Shanghæjaðir í djobbið…
KarlParticipantBjargsig, -er þess eðlis að menn”eru dottnir” strax og þeir eru sestir í línuna. Það er því alla jafna ekki hætta á falli líkt og í klifri. Alla jafna er álag á búnað sem engöngu er notaður í sig, aðeins brot af því álagi sem verður í klifri við sæmilegt fall við háan fallstuðul.
Við sig í fuglabjörg er bráðsniðugt að nota svera og ódýra kaðla. Slíkir kaðlar eru lestaðir lítið á flatareiningu og verja sig mun betur en hlutfallslega strengdari 11 mm statiklínur.
Sjálfur hef ég oft setið í rólu í sigi. Ég er að sjálfsögðu líka í belti, en rólan tekur drjúgan hluta þungans og er haldið uppi af lyklakippukarabínum. Rólan er bara þunn krossviðarplata. Kraftarnir eru óverulegir og í sjálfur sér ekki meiri en á ísöxi við að klifrari pendúli.
KarlParticipantSteinar Sigurðsson wrote:
Quote:Það er verst að það er ekki hægt að leita í gamla spjallinu.Sást þú ekki leitarstrenginn hér að ofan? -Það er alsstaðar hægt að leita.
Minni á að ég á ennþá púlku úti í skúr. Hún stendur til boða hverjum þeim sem lofar að skila henni ekki aftur…
KarlParticipantÞað segir sitt um ágæti púlkna, að þeir sem eru að þjálfa sig fyrir stórjöklagöngur hafa stundað að draga á eftir sér liggjandi hjólbarða í bandi.
Ef þú ætlar að æfa þig fyrir sleðadrátt er þér óhætt að hafa dekkin upprétt, láta þau snúast á legu, og tengja þau við þig með kjálkum svo þau taki ekki frammúr…..Hefur þú velt því fyrir þér hvort þú rennir hraðar niður Kaldbakinn á skíðum eða snjóþotu?
Góðar stundir
KarlParticipantMFD
Þetta er fín hugmynd, -en hálfgert skítmix.
Klúðrið felst í því að venjuleg tábinding er það löng að táin á skíðaskónum endar laangt aftan við lömina. (ef tábindingin er fest framar á álplötuna þá reksst bindingin í skíðin þegar hællinn fer upp.)
Hefðbundnar fjallaskíðabindingar eru með eins stutta tábindingu og kostur er, jafnvel aðeins vír, og öryggið undir bindingunni, til að lömin endi ekki langt framan við tá.
Í praxís geri ég ráð fyrir að þetta virki álíka vel og alstífir skór sem stolið væri frá Leningrad Cowboys.
Þetta er hinsvegar fínt fyrir þá sem skíða á skíðasvæðum en vilja skreppa á fjöll þrisvar á ári.Ástæða þess að betra er að ganga á telemarkskóm er sú að þar er snúningurinn á eðlilegum stað, þe um öftustu táliði.
Á hefðbundnum fjallaskíðabindingum er snúningurinn um tána en með þessum búnaði er snúningurinn vel framan við tá.Himmi -Fritchi seld í fornöld ódýra “base plate” -grunnplötu sem skrúfuð var á skíðin. Þannig var hægt að eiga einar bindingar sem nota mátti á fleiri skíði með réttri grunnplötu.
KarlParticipantHvernig komust þið heim á GSM? Hringduð þið á vælubílinn? eða var GSMið til að spjalla á milli hæða?.
Ég átta mig ekki á því hvað þið gerðuð til að ná kallinu upp eða koma honum niður!Palli, -hreinsaðir þú út millitryggingarnar svo hægt væri að slaka Sigga niður á samanhnýttum 60m línum? -prússaði kallinn sig upp? eða hífðuð þið hann upp?
KarlParticipantHilmar Ingimundarson wrote:
Quote:Ég þekki fáa sem ná 22kn, hvað þá klifrara sem eru flestir í fjaðurvigt til að geta stundað sína grein af kappi. Svo ég best viti að þá held ég að heimsins þyngsti maður nái ekki einu sinni 25% af þessar þyngd.Himmi, -hvort ertu á höttunum eftir Nóbelnum í bókmentum eða eðlisfræði!
Ef þú ert að spá í eðlisfræðina, -þá er rétt að minna á það sama og síðherði Tjallinn; KN er mæling á krafti en þyngd er mæld í kílóum.
Þessi tilraun gekk út á að 80 Kg ÞYNGD var látin falla ákveðna vegalengd og mælt hvað fallið olli miklum KRAFTI á slinginn og var þar mælt í KN.Léttir klifrarar geta líka slitið tryggingar ef föll eru ódempuð.
Styrkur búnaðar er almennt ekki vandamál í klifri. Styrkur/festa trygginga og góð dempun eru mun mikilvægari en styrkur búnaðar.
Ódempaðar tryggingar eru mjög sjaldgæfar í fjallamennsku og dæmið hjá JH það sem algengast er af þeirri gerðKarlParticipantÞetta er rétt hjá síðherða Tjallanum.
Munurinn á 80 KG klifrara og 80Kg stállóði er þó sá að klifurbeltið sjálft og vömb og læri á klifraranum eru eftirgefanleg.
Ef 80 Kg “staðalklifrara” hefði verið fórnað í þetta test, hefðu öll mæligildi verið töluvert lægri vegna aflögunar á klifraranum.Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum eru sú hugljómun að dempa megi öll föll með því hætta að binda línur og slinga beint í klifurbeltið og binda þess í stað í SCREAMER sem fastur væri í beltinu!!!!
Ég hef slitið nokkra skrímera og þekki vel að þetta rótvirkar.
Þetta er óþarft of allt of dýrt í boltuðu sportklifri en er upplagt í ísklifur. Í raun og veru jafn gott og að hafa skreamer í hverri tryggingu.
Skrímerinn mundi rifna við þokkalegt fall og háan fallstuðul, en við hóflegt fall þegar hálf línan er komin út þá fjaðrar línan það vel að skrímerinn heldur.
-Þetta er það snilldargóð hugmynd að það hljóta að vera amk 10 vídeó af þessu á jútúb…..KarlParticipantSkíðavertíðin hjá mér endaði 2. jan sl.
Mætti á Telemarkfestival spelkaður á 130cm stubbum og gömlu fjallaskíðaskónum. -Braut annan skóinn þegar ég smellti.
Fór á skíði um páskana, vopnaður mjúkum, nýjum 165cm kellingaskíðum og á 20 ára gömlu svigskíðaklossunum sem höfðu staðið smelltir út í skúr skíðan 1996. Braut báða skóna þegar ég var að troða mér í þá….
-Eins gott að gamli hjálmurinn er týndur!En þar sem þessi þráður virðist vera að rústa sölumöguleikum á þessu líka fína belti, er rétt að minna á að öryggisbelti í bílum og flugvélum eru úr samskonar vefnaði og klifurbelti og slingar. Aldrei hef ég heyrt minnst á að skipta eigi út öryggisbeltum í bílum og flugvélum með reglulegu millibili.
Minnir að í testi sem gert var hér fyrir margt löngu hafi gamlar línur haft sambærilegan brotstyrk og nýjar en mikið minna þanþol og teygjanleika.
Styrkur undir stöðugu átaki var sá sami, en gömlu línurnar gátu ekki dempað högg með sama hætti og nýjar línur.
-ég á 27 ára gamlan bíl… -ætti ég að setja screamer á öryggisbeltin…Eða eins og fjallað er um línur í afgamalli bók um fjallamennsku:
This is the tale of Sammy Shand
who bought his ropes all second hand
not knowing that inside they frayed.
And so poor Sammy was dismayed
when on an ice-ledge he was trapped
just at the time his lead rope snapped.
He fell far, -flying round and round
Until he plunged into a deep bergschrund.
Andi in that crevasse is Sammy´s grave.
-The cost of burial was all he saved…KarlParticipant“Todd Skinner completed a new route up the face of Leaning Tower in Yosemite National Park on October 23, 2006. While rappelling down, he fell 500 feet and died. The cause of death was the failure of the belay loop of his climbing harness. [1] Jim Hewett, a friend of Skinner, had previously observed that the harness appeared worn…”
Lestur þessa þráðar minnti mig á þennann Todd sem notaði næstum því jafn gamalt belti og Olli notaði …..
8 ára? Olli mundi kalla það nýtt. Þeir af 100 tindunum sem hann heimsótti á skíðum, -voru farnir á gönguskíðunum sem hann keypti notuð af Himma árið 1990…. (skíðin voru sléttbotna og hann notaði aldrei áburð, ef frá er talið þegar ég laumaði undir þau klístri sem kallinn hélt að eyðilegði þau endanlega…)KarlParticipantRúnar Óli Karlsson wrote:
Quote:Er einhver á leiðinni á klakann frá Frakklandi á næstu vikum?
Ég er með mjúkan pakka sem þarf að komast heim. Greiðinn verður vel launaður.Hva, -er ekki hægt að flytja inn alla “mjúka” pakka í “spítt” bátnum Áróru?
KarlParticipantÞetta er þokkalega troðin leið.
Þrír Breskir tindátar fóru frá Látrabjargi að Gerpi 1995. Ég man að þeir voru nestaðir útbúnaðarlista frá Sir Ranulph Fiennes sem hljóðaði uppá 150 Kg pr. mann og innifól fjallaskíði, tvöfaldan alknæðnað, 200 metra af 11 mm klifurlínum 25 Kg gufunesradíó sem hægt væri að morsa með til Englands ofl torkennilegt sem á endanum var skilið eftir í Keflavík.
E-h Spánverjar fóru á fjallaskíðum úr Borgarfirði og austuraf, fyrir 1990. Mig rámar í ávæning af öðrum erl. skíðahóp sem fór hálendið um svipað leyti.KarlParticipantStubai er gamalgróin verkfærasmiðja.
http://stubai.com/index_englisch.htm
Ég veit að allþekktum klifrara fannst mun bærilegra að gera við bílinn sinn eftir að hann eignaðist Stubai topplyklasett…Þeir eru enn að framleiða fleyga og fínerí en mig minnir að þeir hafi lent í fjárhagskröggum og vöruþróun datt niður undir lok þess tíma sem Skátabúðin var að selja þeirra glingur.
Almennt var járnaglingrið frá þeim sterkt eins of vænta má af verkfærasmiðum. Minnir þó að Olli hafi brutt frá þeim brodda í morgunmat. Líklega var hann að böðlast í P5 á léttum alpabroddum.KarlParticipantÉg var þarna e-h tíma með Tomma Júl og var að tosa hann upp síðustu spönn þegar hann tók stein á stærð við sementspoka í fangið. Það var enginn slaki á línunni en samt er þetta mesti slynkur sem ég hef fengið þegar topprópari dettur. Skýringin var sú að Tómas losnaði ekki við steininn fyrr en línan var farin að strekkjast töluvert.
Það hefði ekki verið glæsilegt að fá þetta flykki í fangið í leiðslu.KarlParticipantRollubændur undir Eyjafjöllum fundu upp betri drætúlunargræjur fyrir mörgum áratugum.
Fyrir margt löngu vorum við á leið á Ingimund og höfðum tal af rígfullorðnum bændum þegar við lögðum bílnum. Bændur sýndu klifurglingrinu nokkurn áhuga en sáu fljótt að nokkru var áfátt og spurðu:
-“Eruð þið ekki með neinar viftureimar”?
-“Viftureimar”!
-“Já, -við notum alltaf viftureimar þegar við smölum fjallið” (fjallið er móbergshroði og í raun vafasamara til umferðar en Ingimundur).
-“Notið þið viftureimar til að fanga rollurnar” (a la Kúrekar Norðursins)?
-“Nei, -við notum viftureimarnar til að klifra. Það er svo asskoti gott að húkka þeim upp á nibbur sem eru ofan seilingar og betra að halda um þær en klöppina”…Að sjálfsögðu áttuðum við okkur á því að viftureimar eru djöfull góðar í þetta. Þær eru stífar og lyppast ekki niður þegar þú ýtir þeim upp. Innhliðin er úr gúmmí og hefur gott grip og þú getur notað þær sem sling þar sem þær eru andskotanum sterkari.
Fást á næstu bensínstöð í mismunandi lengdum og breiddum….
http://www.marxparts.com/images/29-32%20chevrolet%20fan%20and%20generator%20belt.jpg
KarlParticipantfarin
KarlParticipantBazzi -ég mæti spelkaður og hælheftur og get dundað við brautarlögn og tímavörslu.
Minni á að Nashyrningar eiga tvö pör af tandem skíðum -(Óli skelltu inn vídeóinu)
Við erum tilbúinir til að skella upp (ca 5 hlið) braut í Risastórsvigi
Það væri gott ef e-h geta lagt til bindingar og skíði 2m+ til að útbúa tvö pör til viðbótar.k
-
AuthorPosts