2806763069

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 501 through 525 (of 528 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Umræðusíðan #48150
    2806763069
    Member

    Flott að heyra frá þér humarstrákur, láttu okkur endilega frétta meira og nánar af ferðum þínum. Svona svo ég geti grátið nokkrun söltum tárum í tjöldin.

    in reply to: Umræðusíðan #48148
    2806763069
    Member

    Þetta er allt spurning um forgangsröðun.

    Maður þarf bara að vita hvað er númer 1, 2 og 3. (það byrjar á K en endar ekki á lifur, og getið nú)

    in reply to: Búlandstindur #48154
    2806763069
    Member

    Ég hef líka tíma í þetta ef einhvern vantar klifurfélaga. Ef það er eitthvað vesen þá er einfaldlega hægt að klifra allar hliðarnar. Óþarfi að skilja nýjar leiðir eftir handa einhverjum öðrum.

    in reply to: Umræðusíðan #48146
    2806763069
    Member

    ég get farið hvernær sem er, látið mig bara vita hvenær þið viljið fara.
    Veðurspáin er fín fyrir vikuna, og ég veit fyrir víst að Arnar hefur ekkert að gera í skólanum.

    Sona á líka vefur Ísalp að virka.

    in reply to: Umræðusíðan #48142
    2806763069
    Member

    Ég er maður í það

    in reply to: Vakna #48072
    2806763069
    Member

    Ég sé norðufés buxur sem sakna eigandasíns. Langar að fara til Pamir og óska eftir að vera sóttar í Skaftafell.

    Þær vilja hinsvegar fá meira að heyra hér á netinu áður en þær verða sóttar, svona í fundarlaun.

    kv.
    Ívar besti gæjinn!

    in reply to: Dyna-Flex styrkir framhandleggsvöðvana! #48054
    2806763069
    Member

    Vissi ekki að gólf væri íþrótt ?!?!?!

    in reply to: Valshamar og Bensínbor #48032
    2806763069
    Member

    #1 Þegar hefur verið rætt um að kaupa nýja batterísvél fyrir sjóði SKFR, því miður hefur ekki verið rokið í það mál strax, en við tökum þetta sem spark í ********.

    #2 Reynslan af bensínborvélinni sem þegar er til er þannig að ekki þykir ástæða til að fjárfesta í annari slíkri.

    #3 Vegna þess að batterí og hleðsla þeirra er vissulega vandamál stendur til að kaupa þegar fleirri en eitt batterí í byrjun.

    #4 Áður en menn tapa sér yfir gleði skal taka fram að hver sem er mun ekki hafa aðgang að þessari borvél. Stjórn SKFR hefur enn ekki komist að niðurstöðu um hvernig aðgangstakmarkanir að möguleikum fólks til að bolta nýar leiðir. Allir málsmetandi aðilar eru hinsvegar sammála um að nauðsinlegt er að stýra þessu með einhverjum hætti. Þetta er bæði til að tryggja öryggi en ekki síður til að koma í veg fyrir boltunar slys. Þ.e. lélega boltaðar leiðir, boltun á stöðum þar sem ekki er leyfinlegt að bolta, boltun annars tryggjanlegra leiða osf.

    Stjórn SKFR mun taka feginshendi öllum tillögum varðandi reglur til að stýra því hverjir fá að nota vélina og hverjir ekki.

    En þangað til skýrar reglur gilda munu einungis afar fáir og afar gamlir/traustir gaurar hafa aðgang að vélinni, í flestum tilfellum þeir sömu og þegar hafa boltað um 90% af klettaleiðum landsins.
    Svona er bara lífið!!!!

    #5 SKFR hefur yfir að ráða sjóð af boltum og augum. Sá sjóður er varðveitur af formanninum Árna G. Reynissyni og er ætlaður fyrst og fremst til viðhalds og viðbóta við eldri svæði og uppbyggingu nýrra svæða. Þegar hefur verið ráðstafað úr sjóðunum til Valshamars, Hnappavalla, Munkaþverár og Skollakviltar við Súðavík. Stæðstur hluti fór svo til uppbyggingar á fjölspannasvæði í Gígjaporshamri við Hrafnsfjörð, Jökulfjörðum.
    Það eina sem sjóðurinn er ekki hugsaður til að gera er að bolta stakar leiðir á óþekktum svæðum. Sé eitthvað til í sjóðnum enn er sjálfsagt mál fyrir Jónka að banka upp á hjá Árna og fá fjárveitingu. Enda uppfyllir þessi nýja leið að öllum líkindum ítrustu kröfur sjóðsins.

    Vonandi verður þetta til að skýra eitthvað.
    Tekið skal fram að ofantalið byggist á skoðunum og minni undirritaðs og þarf ekki í nákvæmlega öllum atriðum að endurspegla raunveruleikan, enda minnið farið að slakna og skoðanirnar löngum verið skrýtnar.

    kv.
    Ívar F. Finnbogason, gjaldkeri Sportklifurfélags Reykjavíkur

    in reply to: Til hamingju með tindinn Anna!! #48024
    2806763069
    Member

    Massa flott. Fyrirmynd íslenskra kvenna í háfjallaklifri. Nú væri bara gaman að sjá eins og eina sem getur eitthvað í klettum eða ís.

    Kannski það sé einhverjar þarna út sem taka Önnu sér til fyrirmyndar og gera bara það sem gera þarf.

    Kv.
    Hardcore

    in reply to: Austurveggur Þverártindseggjar #47998
    2806763069
    Member

    Graðumal eru alltaf vandræði, serstaklega þegar um er að ræða alpagraður sem fair islendingar þekkja eða skilja (amk hefur undirritaður litið vit a þvi). Sem dæmi um það hvað þetta er skrytið kerfi þa graðaði einn besti isklifrari frakka og fjallaleiðsögumaður til fjölda ara i Chamonix Þilið bara TD (eða var það kannski TD+). Samkvæmt þvi fengi Enafarinn ekki meira en PD sem mindi nu ekki stopp mjög marga.
    Auk þess eru malin farin að flækjast verulega þegar klettaklifrarar nota jöfnum höndum tvö graðukerfi og isklifrara i rauninni lika tvö (WI og M) við þetta ma svo bætta stigagraðunum sem eru lika tvær.
    Personulega held eg að við ættum ekki að vera að flækja hlutina meira en orðið er.

    Einhverntiman var það minn draumur að klifa Þumal. Eina helgi a Hnappavöllum var þar einn mesti Alpinisti landsins. Eg manaði mig upp i að spyrja hann um Þumal og byrjaði a að spyrja um graðuna. Ut kom einhver rumsa sem hafði ekkert með 5.x gradukerfið sem eg var vanur að nota að gera, . Eg reyndi að lata ekki a þvi bera að eg skildi ekki bofs, þakkaði fyrir mig og lett mig hverfa.

    Enfalt er gott, það er hvort eða er ekki það mikið af Alpaleiðum og þær eru sjaldan klifraðar (of sjaldan miðað við gæði sumra þeirra).

    in reply to: Austurveggur Þverártindseggjar #47996
    2806763069
    Member

    Vá, þetta er ekki nein smá síða sem Einar hefur sett upp.

    Einar ég verð að fara að kaupa mér stafræna vél svo þú fáir nú einhverjar myndir af þér líka.

    Mér líður bara eins og Dean Potter og félögum, allt á tíma og læti.

    Hvað gráðuna varðar hef ég ekki hugmynd. Sá að Snævar og Jón settu TD+ á Skarðatindana á sínum tíma. Þessi leið var bæði tæknilega erfiðari og alvarlegri, en það á bara við um síðustu 80m, þannig að ég veit ekki alveg hvað skal segja. Mér hefur samt alltaf fundist að ED sé eitthvað öfga, amk voru ED leiðirnar sem við horfðum á í Perú ekki eitthvað sem maður var að fara að skella sér í.

    Eigum við ekki bara að segja að þetta sé ein af þessum gömlu góðu 5+ sem banka létt í P-þakið.

    Annars fer nú vonandi einhver að endurtaka einhverjar af þessum leiðum okkar og þá má kannski taka þessa gráðunarumræðu upp aftur, ég hef nú aldrei verið sá hógværasti í að gefa gráður.

    kv.
    Ívar

    in reply to: Hnefi og Pöstin #47953
    2806763069
    Member

    Það finnst engin leiðarvisir af Pöstunum þar sem eftir þvi sem eg best veit hefur engin verið gerður. Allar boltuðu leiðirnar eru 5.10 eitthvað (veit ekki alveg hvar einhver fann 5.8, kannski eru menn bara svona helv. sterkir eftir vetur i klifurhusinu). Leiðin lengst til hægri (austurs) heitr Langiseli og hana er hægt að klifra a auðveldari hatt, kannski er það 5.8, með þvi að byrja vinstramegin við boltalinuna og klippa þa með þvi að teygja sig.
    Leiðina i miðjunni verður að tryggja með vinum i mjög goða sprungu fyrstu metrana.

    Allar þrjar leiðirnar sem eru boltaðar eru tær snild auk þess sem svæðið er frabært þegar norðanatt rikir og hnjukaþeyrinn hitar upp sveitina og solinn skin.

    Auk boltuðu leiðanna eru nokkrar dotaleiðir sem eg kann litil skil a. Man þo að ein er 5.10 og hefur ekki verið klifruð i mörg ar þar sem hun er frekar tortryggð, amk seð að neðan.

    Held að allt i allt hafi um 10 leiðir verið klifraðar a svæðinu.
    Svo er ekki langt i Sarabot Satans og Ingimund ef menn fa ekki nog i Pöstunum.

    Annars hefur það nu viljað loða við sportklifrara þessa lands að hafa litið skyn fyrir fjarlægðum og telja kannski helst Egilstaði of langt fyrir einn dag.

    Goða skemmtun
    Ivar

    in reply to: Einfara “Solo Climbing” #47943
    2806763069
    Member

    Jæja ég er farinn að sjá ljósið í þessu máli. Maður er bara alltaf á hausnum. Ótrúlegt hvað þið gömlu kallarnir munið allt saman. Ég gleymi því alltaf strax þegar illa gengur, til að hafa pláss fyrir minningar af því þegar ég er spaði.

    kv.
    Hardcore spaði #1

    in reply to: Einfara “Solo Climbing” #47940
    2806763069
    Member

    ok, þá fjögur föll. Reyndar var þetta í Skarðsheiðinni þarna um árið aðeins ýkt af hjólastráknum. Ég eiginlega stökk niður ca. 1m (kannski 1,5m) vegna þess að ég var orðinn of pumpaður til að klára það haftið. En síðan eru liðin mörg ár.
    Rétt skal vera rétt.

    Mikið var þetta nú samt góur dagur þarna í Skessuhorningu um árið, manni hlýnar um hjartaræturnar við að rifja upp unaðslega plasteraðan ísinn sem maður gat sökt ísöxunum á kaf í, og samt sett inn skrúfur sem róuðu sálina.

    kv.
    Harðhaus

    in reply to: Einfara “Solo Climbing” #47937
    2806763069
    Member

    Jæja er þetta byrjað hjá ykkur greiin mín.

    Mönnum hættir til að dæma aðra á eigin forsendum, ég hef svosem séð það áður.

    Ég veit að Palli var bara að fá fram smá umræðu um þetta atriði og var á engan hátt að gagnrína mig. Ég vill samt minna á að hann sjálfur er ekki með öllu saklaus af þessum heimskupörum eins og menn kalla það.

    Einhver ofvitinn sem ég þekki ekki kallaði mig með óbeinum hætti heimskan. Kann vissulega að vera rétt en… Mínar forsendur eru töluvert aðrar en hans, ég hef klifrað ís í 10 ár núna og á þessum 10 árum eru ekki margir íslendingar sem gætu hafa barið upp fleirri spannir en ég. Mér dettur reyndar bara einn mögulegar kandidat í hug. Á öllum þessum klifrumetrum reiknast mér til að ég hafi dottið þrisvar sinnum, einu sinni var ég ekki í línu og í hin tvö skiptin datt ég úr lítilli hæð niður á jörð. Aldrei meiddist ég að ráði.

    Ég er ekki að segja að ég sé óskeikull eða ódauðlegur, hinsvegar hef ég mun meiri reynslu en flestir þeir sem heimsækja þessa síðu og menn ættu kannski að taka það með í reikninginn.
    Þannig vill ég meina að það sé líklega ekki frekar hættulegt fyrir mig að klifra Paradísarheimt án línu á klukkutíma og korteri en það var fyrir mig að klifra Paradísarheimt reynslulaus á 6 tímum eins og ég gerði þegar ég var 18 ára (í spotta).

    Hvað Skarðsheiðina varðar var þetta í 3 skipti í vetur sem ég fór vegginn, og það er bara í vetur.

    Ég myndi því nokkurnvegin slá því föstu að ég hef næga reynslu í verkið og er frekar fær um að dæma um hvort það er heimskulegt en einhver besser wisser sem veit varla hvað snýr upp né niður á ísöxi.

    Afsakið hrokann en honum er ætlað að undirstrika það minn reynsluheimur er annar en flestra þeirra sem tala um þessar klifurferðir mínar sem heimskulegar.

    Að lokum.
    Klifur snýst alltaf um það að feta mjög þröngt einstigi á milli hraða og öryggis. Þeir klifrara sem hallast um of í aðra hvora áttina lenda annað hvort í því að vera kallaðir heimskir og fífldjarfir (og vera það jafnvel) eða að vera bara lélegir og afreka aldrei neitt á ferlinum. Margir sjá aldrei þetta samband, en segjum sem svo það er hægt að klifra Grafarfossinn á 15 mín án línu, og hefur líklega verið gert. Það er líka hægt að sóa 6 tímum í fossinum og taka aldrei minnstu áhættu. Það þarf ekki að velja á milli en í hvora áttina hallast þú?

    Ég mun ekki taka neina ábyrgð á því sem aðrir gera, hver og einn verður að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Ég bendi hinsvegar á að ég hef verið lengi í bransanum og að það er mín besta trygging þegar ég fer að klifra, hvort sem ég er í línu eða ekki.

    Svo er það spurningin um það hvort ég hefi verið að sanna eitthvað, veit það ekki. Mér er ekki sama um það hvað öðrum finnst um mig en hvað það varðar að berja ís held ég ekki að mig skorti sjálfsálit eða gott álit annara. Þannig að líklega hef ég ekki verið að vinna mér inn neina auka punkta sem ég hef ekki.
    Ég er hinsvegar stundum dáldið þreyttur á að hvað hlutirnir ganga hægt í hefðbundnu klifri og finnst gaman að fá smá flæði í klifrið. Svo vantar mann líka smá kikk sem fæst ekki lengur úr 4.gr. leiðum.

    Vonandi temja men sér í framtíinni að horfa á hlutina frá báðum hliðum áður en þeir fella sleggjudóma.
    Ég er klifrari, ástvinir mínir vita það og treysta minni dómgreind þegar ég er á fjöllum, hún hefur sannað sig. 7,9,13.

    kv.
    Hardcore hrokagikkur

    in reply to: Boulder í Eyjafirði #47911
    2806763069
    Member

    Bannað að klifra, hvaða helv. vitleysa er það nú?

    Er steinninn í húsgarðinum hjá þessu fólki eða hvað??

    Er ekki rétt að klúbburinn athugi hver réttur náttúruunnenda er til móts við rétt þessara bænda sem þykkjast eiga landið.

    Maður hlustar nú ekki á svona vitleysu, eða hvað?

    in reply to: Íslensk kona á 8000 metra tind #47894
    2806763069
    Member

    Hum.
    Vegna kallrembu minnar var eg buinn að akveða að mitt hæðamet skildi aldrei vera lægra en hæðarmet islenskrar konu.
    En eg segi her með og stend liklega við það að eg er alveg snar hættur þvi fyrst að þetta er farið að verða svona.

    Mjög gaman að heyra að Islenskar stulkur lati að ser kveða i klifrinu. Mer hefur reyndar aldrei verið vel við snobb klifrara sem nenna ekki að klifra her heima en skella ser svo ut til að klifra einhverja tinda með feitum hæðartölum, af þeim er svo sem nog (snobburunum). En þetta er öllu frumlegra og framhleypnara en að fara i enn eitt skiptið a Kopavogshælið.

    Eg tek þvi hatt minn ofan fyrir þessu oþekkta klifurfljoði og oska henni alls hins besta i þessu verkefni.

    Að lokum vill eg benda a að þetta er eitt metnaðarfylsta verkefni sem islenskur klifrari, kall eða kona hefur tekið ser fyrir hendur, að klifra tvo 8000m tinda i einum tur og an surefnis (geri eg rað fyrir þar sem að öllu janfa er ekki notað surefni a þessum tindum). Við sem höfum setið her heima vælandi yfir ömulegum klifurvetri ættum að hysja upp um okkur buxurnar og taka þessa stulku til fyrirmyndar.

    kv.
    Hardcore, frekar skömmustulegur og með hraðlækandi rosta.

    Það versta er að eg mun þa ekki einusinni eiga hæðarmetið fyrir sunnlendinga, af hverju a maður þa að monta sig???

    in reply to: Segðu mér allt… #47880
    2806763069
    Member

    Menn geta nu valið um ansi mörg sport ef þeir vilja elta indiana stelpuna.
    Eitt er þo vist að hann felagi minn Arnar Emilsson mun vera anægður með fleirri indianastelpur i sportinu.

    Annars hef eg heyrt einhverjar goðar sögur um klifur”hæfileika” stulkunnar sem væri an efa gaman að fa fram her.

    Afsakið kommu leysið.

    Myndin i dag er annars fra Munkaþvera man ekki hvað leiðin heitir sem linan er i en hun er graðuð 5.9. Og er reyndar ansi stembin. Arni Gunnar Reynisson handleggsbrotnaði i þessari leið fyrir mörgum arum og það er flott mynd ur henni framan a einu af arsritum Isalp. Man ekki hvaða en það er amk 10 ara gamallt.

    Ekki satt Helgi?

    in reply to: Klifur/sig #47793
    2806763069
    Member

    Af því ég er orðinn alveg hrikalega góður gæi segi ég ekki neitt, en þið vitið hvað ég er að hugsa.

    En bara af því að ég er nú líka dáldið vondur Harðkorna gaur get ég ekki stillt mig um að benda á að SIG er ekki íþrótt heldur leið til að komast niður á sem öruggastan hátt. SIG er hættulegt vegna þess að maður gerir það bara þegar maður hefur komið sér í vandræði. Maður stundar það ekki gjarnan að síga á 8 til 11mm línu þar sem það fer illa með línurnar og er bara óþægilegt og afar ósportlegt.
    Ef ykkur langar að prófa eitthvað sniðugt til að fara niður kletta athugið með BASE jump, Paraglider eða svifdreka.
    Ef ykkur langar til að verða alvöru spaðar einbeitið ykkur að því að fara upp og lærið að klifra hjá ÍSALP. Án efa munið þið koma ykkur í fullt af vandræðum og þurfa að síga niður allskonar vibba á allskonar tæpum tryggingum. En aldrei, aldrei, aldrei síga að ganni ykkar.

    P.s. Ekki taka þetta persónulega svona hlutir hafa komið fyrir besta fólk, sjálfur var ég einu sinni furðulegur unglingur sem stundaði það að æfa sig. Reyndar oftast með börur og þannig dótt. Ég ætti kannski ekki að segja frá því en ég tók meira að segja þátt í sig-sýningum á 17. júní utan á Hótel Selfoss.
    En batnandi fólki er best að lifa og í dag er ég………
    HARDCORE mesti besserwisserinn sunnan alpafjalla (að Steve Haston undanskildum, náttúruega!)

    P.s.s.
    Það er mér að meina laus ef þessi skrif verða ritskoðuð og þurrkuð út, ég mun ekki eyða næstu mánuðum í að væla út af því.

    P.s.s.s.
    Reyndar verð ég að viðurkenna að ég lærði nú bara helmikið um línuvinnu og annað slíkt sem kemur sér vel í klifri á þessu bjsv. skeiði mínu. Það liggur við að ég geti mælt með því að taka létta syrpu í þannig dótti einhverntíman á ferlinum. En samt ekki alveg.

    kv.
    Ívar, svo flottur að það hálfa væri nóg.

    in reply to: Grípum til vopna!!! #47767
    2806763069
    Member

    Sumir eiga mjög erfitt með að tala af einhverju viti og ætla ég að svo stöddu ekki að blanda mér inn í frekar barnalegar umræður um ritskoðun hér að ofan en segi bara að stundum tekur yfir bakafullan lækinn og verður að hafa hemil á minna þroskuðum mönnum. En nóg um það, nenni satt best að segja ekki að rífast um þetta lengur.

    Hitt er annað mál að Jökull Bergmann hefur mikið til síns mál varðandi yfirgang stjórnvalda að því er mér finnst. Þetta er auðvitað eitthvað sem hver og einn verður að ákveða fyrir sig.

    Það kom hinsvegar upp nokkuð smellin hugmynd varðandi þetta mál í Klifurhúsinu um daginn. Hún var að efna til ísklifurfestivals í Dimmugljúfrum næsta vetur og bjóða þangað einhverjum stór-löxum og vekja þannig áthyggli á annarskonar nýtingu landsins.

    Hugmyndin er alls ekki svo slæm þegar tekið er tillit til þess að besta veðrið er alltaf á norð austurlandi (og minnsta klifrið til þessa).

    Um pólitíkan tilgang þannig aðgerða getur svo hver og einn dæmt fyrir sig, fyrir marga væri þetta einfaldlega tækifæri til að klifra fallegar leiðir sem mun ekki gefast aftur á þessu árþúsundi og líklega lengur.

    Svo hvet ég menn til að horfa til framtíðar og hætta að velta sér upp úr fortíðinni. Þetta ritskoðunarmál hefur margoft verið rætt og tel ég að fengist hafi viðhlýtandi skýringar á því afhverju ritskoðun var beitt. Ef einhver er enn ósáttur skal bent á auglýsingarnar sem príða vefin núna en væru varla þar ef menn væru hér aðalega að níða skóinn af hvor öðrum og þeirra nánustu.

    kv.
    Ívar Harðkjarni

    in reply to: Ársritið – on the cover of the Rolling Stone #47755
    2806763069
    Member

    eruð þið ekki að grínast??
    Var þetta umræðuefini bara til að koma af stað rifrildi?

    Auðvitað verður forsíðumyndin af Rúnari Óla með Reinhold Messner. Halló! Er ekki í lægi með ykkur?

    in reply to: Fjallaskíðakeppni #47715
    2806763069
    Member

    Ég held að Messner hafi verið svona vinveittur við ROK af því hann þekkir mig.

    kv.
    ÍvanHardcore

    in reply to: aðstæður og bitlausar skrúfur #47710
    2806763069
    Member

    Afsakið en ég gleymdi að setja inn lengdina á annari af leiðum sem ég var að skrá inn í Hestgilinu. Leiðin er ca. 50m.

    Hestgil er annars frábært ísklifursvæði sem fleirri ættu að leggja á sig að heimsækja. Mæli líka með því.

    kv.
    Ívar

    in reply to: Ísklifurfestival #47695
    2806763069
    Member

    Ég er sömu skoðunar og Olli. Ég tel það einnig mikilvægt að nota þetta tækifæri fyrir klifur á Íslandi og reyna að gera svona ofurspöðum eins auðvelt fyrir og hægt er að skilja eftir sig ekki bara nýjar leiðir heldur verkefni fyrir íslenska ofurklifrara framtíðarinnar að glíma við.

    Vonandi tekur stjórninin þessa tillögu til íhugunar.

    Ég tel einnig að stór kostur við Öræfin séu nálægð við Klaustur þar sem er mikið af mögnuðum mix-möguleikum séu aðstæður þar. Mín tillaga er að byrja festivalið jafnvel með viðkomu á Klaustri á fimmtudeginum séu einhverjar aðstæður þar.

    Gaman væri einnig að fá að heyra skoðanir fleirri aðila á þessu máli.

    kv.
    Ívar

    in reply to: Aðstæður?? #47690
    2806763069
    Member

    Sæll Olli
    Ég fór því miður ekki í Haukadalinn þessa helgina en skal láta amk þig vita um aðstæður þegar ég veit meira.

    kv.
    Ívar

Viewing 25 posts - 501 through 525 (of 528 total)