Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
2806763069Member
Þetta eru frábærar fréttir. Góður skáli þarna væri alger draumur fyrir námskeiðishald. Endilega hugsa einnig fyrir því með því að setja upp góða tússtöflu líka (og skjávarpa).
2806763069MemberJæja, hefur einhver einhverjar fréttir af hvað gæti mögulega enn hangið uppi af ís í nágrennig við höfðuborgina??
Einhver sem hefur t.d. átt leið um Bröttubrekkur?
2806763069MemberEkkert gáfulegt að gerast í veðrinu um helgina, þannig að Ísklifri II er frestað – AFTUR!
Góðar stundir,
Ivar2806763069MemberVegna ótímabærar hláku hefur verklegum hluta Ísklifurs II verið frestað um óákveðin tíma. Fyrir þá sem hafa áhuga á því námskeiði er því enn tækifæri að skrá sig (ég hef þá bara annað bóklegt undirbúningskvöld fyrir þá sem koma nýir inn). Sendið mér þá bara linu og ég hef ykkur inni í loopunni um nýja dagsetningu.
Svo minni ég á að fjallaskíðanámskeiðið sem er sett á 28. og 31. mars er þegar staðfest og því eru allir hjartanlega velkomnir. Umfjöllunin er nú sem fyrr fyrst og fremst um öryggismál á þessu námskeiði.
Góðar stundir,
Ívar: ivar (hjá) mountainguides.is2806763069MemberSælar
Vinsamlegast athugið að nota ávalt forskeitið Herra þegar rætt er um eða við Herra Hardcore.
Góðar stundir,
Ívar2806763069MemberJæja, það er víst bara að taka til sín sneiðin – Móskarðshnúkar í fínum aðstæðum – sem batna kannski í nótt.
Bjöggi Retró, sem hefur verið að uppgötva skíðinn þrátt fyrir fortölur svartsýnispúkans í vinnunni, var með myndavélina og tók víst flottar myndir. Ef við verðum heppin fáum við kannski að sjá eitthvað af þeim í lok næsta vetrar.
ENS: Thanks for the info. We did Moskardshnukur and it was fine. Lots of stuff to do in that area also. Keep up the good work with posting info and pics!
Góðar stundir,
Ívar2806763069MemberMúlafjall í gær, laugardag: – slatti af ís. Sumt blaut og þynnist oft aðiens uppi við brún. En vel hægt að klifra það.
Litum á Ýring og hann virðist vera á kafi í snjó að mestu leiti.
Góðar stundir,
Ívar2806763069MemberDuglegur strákur Gummi. Ég reyndar fór með þáverandi meðlimum stjórnar á fundi hjá öllum íslensku tryggingarfélögunum fyrir svona tveimur árum. Við reyndum að leiða þeim fyrir sjónir að mögulega væri ÍSALP góður markaður fyrir þá – gegn því að tryggingar næðu líka yfir klifur.
Við ræddum einnig við einhverja klúbba í skandinavíu bæði til að kynna okkur stöðuna þar og til að kanna möguleika á að ganga inn í þeirra tryggingar.Árangurinn var vægast sagt lélegur – ég er reydnar tryggður núna hjá Sjóvá gegn varanlegri örorku og var áður með frekar dýra samskonar tryggingu frá Allianz.
En ég er mjög spenntur að heyra hvað þessir tveir nýju aðilar eru að bjóða. Það hljómar eins og þú hafir þegar komist lengra en við gerðum þarna um árið.
Hvað trygginguna hans Steinars áhrærir gildir hún á Íslandi, en ekki í heimalandi tryggingaþegans – tryggingin er ferðatrygging sem austurríski alpaklúbburinn selur aðalega á UK markað. Austurríkismennirnir halda á þennan hátt út UK hluta af sínum klúbbi og græða líklega vel á því. Vel athugandi möguleiki fyrir þá sem eru að ferðast en virkar ekki að óbreyttu fyrir okkur hér heima. En kannski eru þeir til umræðu um samstarf.
Góðar stundir,
Ívar2806763069MemberHolly F**K. Þetta toppar allt, veit JackAss af þessum gaurumÐ? Ganga þeir lausir í þjóðfélaginu? Í fyrsta skipti á ferli mínum á ísalp.is er ég orðlaus – þeir sem eru eldri en tvævetur hér vita að það hlýtur að vera stórt ef ég er orðlaus!
2806763069MemberHumm! Ansi erfitt að bera saman ferðaþjónustu og sjávarútveg.
– Þú munt ekki sjá eigendur ferðaþjónustufyrirtækja sem kjölfestu fjárfesta í næstu útrás bankanna.
– Einu framseljanlegu og erfanlegu réttindin í ferðaþjónustu eru landnotkun landeigenda.
– Það er engin Hafró sem sér um rannsóknir í ferðaþjónustu og þau opinberu framlög sem greinin fær eru ekki í neinu samræmi við það sem sjáfarútvegurinn fær eftir neinum mælikvarða.
– Allir sem vilja afla sér tekjum af ferðaþjónustu verða að vinna fyrir því. Það er ekki hægt að selja óveidda túrhesta. Maður verður að landa þeim og gera að þeim sjálfur. Eina undantekningin frá þessu eru nokkrir landeigendur fyrir austan sem rukka jafnvel opinbera aðila fyrir myndbirtingar af þeirri náttúru sem sést af landi þeirra.
Ég er hinsvegar mjög fylgjandi því að mögulegt sé að innheimta gjald af þeim aðilum sem nota viss svæði á landinu til að skapa sér tekjur. T.d. finnst mér að þeir aðilar sem starfa innan þjóðgarða eigi að greiða af því gjald. Þannig ættu þau fyrirtæki sem starfa sannarlega í Skaftafelli að greiða % af tekjum sínum þar, þessar tekjur ætti hinsvegar að nota staðbundið í verkefni sem beint eða óbeint nýtast þessum fyrirtækjum (og um leið þjóðgarðinum, gestum hans og öðrum sem þar starfa). Verkefnin eru víst næg.
Sólheimajökull er svo annað dæmi – ef hægt væri að gera þeim fyrirtækjum sem þar starfa kleyft að byggja upp aðstöðu, bæta veginn inn eftir svo hann nýtist allt árið væri alveg örugglega grundvöllur til þess að þessi fyrirtæki greiddu hluta af sínum tekju til þjóðfélagsins – umfram það sem þau greiða núna með sköttum og gjöld líkt og aðrir.
Það sama ætti að gera á öðrum svæðum. Menn eru sem dæmi aftur og aftur að ræða um uppbyggingu Geysissvæðisins. Engir peningar til og þessi auðlind þjóðarinnar er að drabbast niður af ágangi. Á sama tíma er rekin handan götunar sjoppa/veitingarstaður/ferðamannabúð sem ég get ekki ímyndað mér annað en að mali gull – á því að vera nálægt þessari perlu! Þjóðnýting er orð sem kemur upp í huga mér! Ekki ósvipað því og að eiga land þar sem ákveðið er að byggja virkjun – sem er þá keypt eða tekið eignarnámi svo auðlindin megi nýtast þjóðinni í heild til góðra verka.
Það er hinsvegar gleði efni að Árni sé aftur farinn að skrifa af skynsemi . En hann er aðeins að misskilja mig því ég er síður en svo að lasta rekstur Bláfjalla – þvert á móti var ég að benda á að sá kostnaður sem fer í að halda svæðinu opnu er mjög líklega lægri en þær tekjur sem samfélagið hefur beint og óbeint af rekstri svæðisins. Mér þykir hinsvegar mjög miður að hafa komið illa við Árna – enda einkar gaman að eiga við hann rökræður hér.
Enn og aftur hvet ég Árna fram á ritvöllinn á viðlesnari vetfangi en þessum. Þá mun hann líklega og vonandi frá mótsvör og stuðning frá klárari og víðlesnari mönnum en undirrituðum.
Það skal svo að lokum tekið fram að þær skoðanir sem hér eru settar fram eru mínar og endurspegla á engan hátt skoðanir þess fyrirtækis sem ég starfa fyrir.
En annars er Hardcore farinn að gefa mér hornauga fyrir það að sóa tíma mínum (og hans) í eins nytlausa hluti og að ræða efnahagsmál og politík á vefsvæði sem ætti að vera helgað fjallamennsku og öðru macho-dóti!
Góðar stundir!
2806763069MemberNú er ég alveg rasandi brjálaður Árni. Hingað til hefur nú flest sem þú segir átt nokkurn rétt á sér þó að fortíðaþráin og nostalgían hafi stundum verið dáldið fram úr hófi!
Greiði ég ekki mitt til samfélagsins? Ég veit ekki betur en að ég greiði hér skatta af laununum mínum og þeim vörum sem ég versla. Ég veit ekki betur en að þeir túrhestar sem ég þjónusta greiði sömuleiðis skatta af þeim vörum sem þeir kaupa hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki greiða svo einnig skatt af t.d. eldsneyti sem þau nota – og það kæmi mér ekki á óvart ef sá skattur væri töluvert hærri en það fjármagn sem notað er í uppbyggingu vegakerfis á helstu ferðaþjónustustöðum (Sólheimajökull er einmitt einn af þeim). Svona þar sem ég sá tölurnar nýlega þá koma 19% af gjaldeyristekjum landsins í gengum ferðaþjónustuna. Eigum við eitthvað að ræða hvað ríkið kostar miklu til til að styðja við þessa gjaldeyrisöflun – svona í samanburði við fisk- og áliðnaðinn?
Þetta er svona svipað og ef ég færi að væla yfir því hverskonar ómagi þú værir á okkur skattgreiðendum, vinnandi á skíðasvæði sem aldrei skilar hagnaði. Og gerandi það væri ég alveg að gleyma öllum þeim sem vinna við að selja skíðabúnað, skíðafatnað, skíðaferðir, skíðahjálma osf. og greiða af því VSK auk þess að greiða skatt af sínum launum. Ég væri einnig að leiða hjá mér þá staðreynd að stór hluti af þínum launum sem skrifast sem kostnaður á rekstur Bláfjalla fara einmitt beint í ríkiskassan aftur og koma aldrei við í þínum vasa.
Ég á nú að venjast því að þín skrif séu örlítið ígrundaðari en þetta og vona svo sannarlega að sú verði raunin í framtíðinni.
Hitt er svo annað mál að FÍ er ótrúlegt batterí. Þetta væri svosem allt í góðu ef þeir gerðu það sem þeir eiga að gera og þjónustuðu eingöngu sína félagsmenn. En þeir gera það ekki og því eru þeir á samkeppnismarkaði en lúta á engan hátt sömu lögum og reglum og aðrir aðilar á sama markaði. Reyndar á maður ekki von á öðru, alveg síðan þingmaðurinn góði reið um sveitir og lofaði niðurfellinu á öllum gjöldum af snjóflóða ýlum, enda öryggisbúnaður en ekki íþróttavörur, gegn því að hann yrði kosinn. Þegar hann svo var kosinn heyrðist ekki meira um það.
Kannski sérstakur saksóknari sjái sér fært að skoða þessa markaðsmisnotkunn þegar hann er búinn með stóru karlana! Nei líklega ekki því ferðaþjónustan á bara að borga en ekki að vera sjáanleg að öðru leiti.
Góðar stundir!
2806763069MemberÁrni minn. Það er ekki mikill sjarmi af þessum vegi þegar verið er að reka stóran vinnustað (á mælikvarða ferðaþjónustunnar) og honum er skyndilega lokað vegna þess að það skóf smá snjó í veginn (og við setjum ekki 20 – 40 manns í jeppa bara sí sona).
Allt er breytingum háð. Nýjar byggingar rísa og aðrar fara í eyði, vegir eru endurbættir og slóðar hverfa. Ísland eins og það var þegar þú varst ungur er ekki lengur til, það verður aldrei til aftur – það var bara til þá – það var ekki þannig áður en þú fæddist og það verður ekki þannig eftir að þú ferð.Og ekki falla í þá gryfju að saka ferðaþjónustuna um að vilja rífa allt upp á sem skemmstum tíma og fyrir sem minnstan pening – það er ekki ákvörðun ferðaþjónustunnar hvernig hlutirnir eru gerðir þegar um stórar framkvæmdir er að ræða – þar halda einhverjir aðrir um budduna. Og hvað gáma varðar þá hef ég skilning fyrir því að það er erfitt að fjárfesta mikið á íslandi þegar vertíðin er bara 6 vikur í raun. Svona er það bara – því miður!
Og oft eru það nú landeigeindur sjálfir sem eru mesta hindrunin fyrir því að hægt sé að standa vel að málum – byggingar fá bráðabyrgðarleyfi til eins árs osf. Og þá er lítið annað að gera en að pakka saman og fara heim eða henda upp nokkrum gámum.
Svona er þetta og ég sé svosem enga ástæðu til að fetta mikið út í það fingurinn – en ég hvet þig eindregið til að halda áfram að láta skoðun þína í ljós og helst koma sjónarmiðum þínum á framfæri á örlítið víðlesnari miðlum en þessari heimasíð. Því að sjónarmiðin eiga sannarlega rétt á sér og eru vel til þess fallin að skapa líflega umræðu sem gæti leit af sér hugmyndir um raunhæfar lausnir – því staðan eins og hún er í dag á ýmsum ferðaþjónustustöðum er einfaldlega ekki raunhæf lausn. Sólheimajökull er mjög gott dæmi um það!
En ég deili svo sannarlega með þér óbeit þinn á undanþágum fyrir ferðaþjónustuna þegar kemur að ferðatakmörkunum. Sú hugmynd er algerlega fáranleg og er bara til þess fallinn að skapa glundroða og pirring. Eitt skal yfir alla ganga – sama hvaða tungu þeir tala.
Góðar stundir!
2806763069MemberJebb, all oft farið í dagsferð þó það sé bæði langur og strangur dagur og þó að hlutfall klifurs og göngu sé heldur óhagstætt!
2806763069MemberFjalló á slatta af ónotuðum broddum sem við þurfum að losna við. Black Diamond Serac á 25.000 sem eru stál broddar sem myndu henta mjög vel á fjallaskíðin og eru notahæfir í fjallamennsku líka.
Einnig tvö pör af grivel Air Tech álbroddum sem eru náttúrulega hrikalega léttir og frábærir í fjallaskíðun svo lengi sem þú ætlar ekki að labba niður neinn skriðjökul á leiðinni heim. Þeir fara á 18.000. Sömuleiðis ónotaðir en reyndar búið að merkja þá ÍFLM.Það er hægt að nálgast þessa brodda á Vagnhöfða 7 á virkum dögum milli 09:00 og 16:00.
Svo vantar okkur ódýra plast skó sem eru enn í góðu ástandi. Sérstaklega vantar okkur stærri skó – svona 44 og uppúr.
Góðar stundir, Ívar
2806763069MemberSælir
ÍFLM á ekkert í þessum gámum þarna, þvæ hendur okkar af því! Það er þó gleði efni að sá hluti þeirra þúsundu túrhesta sem koma þarna og eru algerlega í spreng eða þaðan af verra hafa nú möguleika á að komast á salernið en þurfa ekki að skilja eftir pappír og með því á bakvið stein. Geri ráð fyrir að Óðin fagni því heils hugar!
Ég fagna einnig þeim umbótum sem hafa verið gerðar á veginum þarna inn eftir og vona svo sannarlega að vegurinn verði fljótlega gerður enn betri svo að við getum af öryggi starfað þarna allt árið – án þess að þurfa að óttast smá snjó sem fyllir í niðurgrafinn veginn.
Hvað Sóló varðar þá hef ég líklega aldrei komið þangað án þess að fá greitt fyrir það og sé því ekki að bætt aðgengi að honum eigi að koma á neinn hátt illa við fjallamenn landsins, þ.e. það koma varla nokkrir þangað nema túrhestar og þeir sem eru á byrjenda námskeiðum.
Svo er bara kannski að koma að þeim tíma að leysa verði nokkur vandamál fyrir ferðaþjónustuna svo að hún megi vera sú stoð í Íslensku efnahagslífi sem þjóðfélagið gerir kröfu um.
Eins og með aðrar iðnvæðingu eru ekki allir sammála. Það er svo sjálfsagt að menn sýni þessum iðnaði sem öðrum aðhald með opini umræðu.En við getum jú ekki öll lifað af því að rækta rollu, framleiða ál, forrita tölvur eða veiða fisk.
Góðar stundir
2806763069MemberGlæsilegt!
2806763069MemberMinni á Ísklklifur I námskeiðið sem hefst núna á miðvikudagskvöld með smá fyrirlestri. Verklegi hlutinn verður svo á Sólheimajökli á laugardaginn.
Kennari að þessu sinni verður hinn margrómaði fjölsnillingur Björgvin Retró Hilmarsson sem hefur oft verið líkt við sjálfan Reinhold Messner.
Björgvin tekur við skráningum og veitir nánari upplýsingar í dag og á morgun í síma 522 4975.
Góðar stundir.
2806763069MemberEnn er til eitthvað af Black Diamond Serac smellubroddum nýjum úr kassanum. Þeir seljast á 25.000 kr. Einnig Grivel Air Tech álbroddar með ólum allan hringinn. Þeir fara á 18.000 kr.
Áhugasamir kaupendur geta nálgast varninginn á skrifstofutíma á skrifstofu ÍFLM Vagnhöfða 7.Góðar stundir,
Ívar2806763069MemberFulltrúi ÍFLM verður á svæðinu með eitthvað af notuðum tjöldum. Meðal annars hinn sívinsælu VE-25.
Einnig verða til sölu Grivel AirTech álbroddar með ólum og BD Serac smellu broddar. Allir broddar eru splunku nýjir og enn í kassanum.
kv.
Ívar2806763069MemberWell I would not want to be doing that trip either – sins the pictures are taken from 400km away from Reykjavik – the long drive would not allow for much climbing in a day tour
But if you are in Skaftafell you might want to drop in with the IMG guides in the area and see if some of them are heading out to Hnappavelli in the evening – other way there should be people in Hnappavellir all the time if the weather is good.
Good luck
2806763069MemberRendi á Hnappavelli. Varla hægt að sjá merki um eldgos og öskufall nema hvað það er smá ryk inni í Tóftinni.
Góðar stundir.
Softarinn
2806763069MemberSnöggir – já það er það sem við gerum ráð fyrir þegar ÍFLM gædar eru annars vegar!
Annars duglegir strákar!
2806763069MemberOg hvað? Má maður þá mæta snemma?
2806763069MemberJæja Árni, á ekki að starta eins og einni lyftu snemma í dag. Vonlaust að þurfa að vera drepa tímann í vinnunni til tvö!
2806763069MemberFyrir virði um tveggja góðra ísskrúfa (og um 20 títaníum rússa) getur Hardcore kennt ykkur v-þræðingu og önnur sniðug ísklifurtrix.
Námskeiðið heitir Ísklifur I og Hardcore mælir með því að þið mætið. Gæti sparað ykkur stórfé í framtíðinni.
kv.
Hardcore (skrásett vörumerki)P.s. Hardcore mælir ekki með titanium ísskrúfum, þær eru álíka cool púlkurnar hans Kalla.
-
AuthorPosts