Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
2806763069Member
Sælt veri fólkið
Vetrarfjallamennsku námskeiði Ísdalp/ÍFLM sem halda átti um helgina var aflýst vegna ónógrar þátttöku. Reyndar skilst mér að einhverjir hafi spurt um námskeiðið síðastliðin miðvikudag – sama dag og halda átti bóklegan hluta. Ef allir ætla að bóka sig samdægurs á þessi námskeið þá verður þeim einfaldlega aflýst vegna ónógrar þátttöku! Þeir taka það til sín sem eiga það!
Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að flaggskipið í þessari námskeiðisflóru, Almenn fjallamennska (tillögur að betra nafni eru vel þegnar), er þegar staðfest – í Öræfum yfir páskana. Tékk it át: http://www.fjallaleidsogumenn.is/Namskeid/AlmennFjallamennska/
Góðar stundir,
Ívar
2806763069MemberÞessu hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Hér er svo almennur pistill um skráning á námskeið Ísalp/ÍFLM.
Ef allri bíða fram á síðustu studu með að skrá sig þá er óhjákvæmilegt að námskeiðunum verði aflýst vegna ónógrar þátttöku – ég hvet því áhugasama í framtíðinni til að skrá sig tímanlega – fara svo að námskeiðinu verði þrátt fyrir allt aflýst þá er námskeiðisgjaldið endurgreitt að fullu.
kv.
Ívar2806763069MemberJæja, nú er þá kominn tími til að skrá sig á þetta námskeið.
kv.
Ívar2806763069MemberSælt veri fólkið
Nokkrir lýstu áhuga á öðru Ísklifur I námskeiði og við ætlum að reyna að drífa í því. Bóklegt 16.jan og verklegt þann 19.jan.
Hægt að bóka núna hér.
Ísalp félagar verða að láta mig vita til að skrá sig á ÍSALP sérkjörum.
Gaman saman!
Ívar
2806763069MemberSissi og Skabbi – til hamingju með það sem líklega er 2.uppferð af Mikki Refur. FF. Ívar + Einar Ís * (held að einhver einn hafi verið með í viðbót).
Hardcore var reyndar aldrei viss nema að Mikki Refur hafi verið 2. uppferð af leið sem Arnar og Rafn Emilssynir fóru nokkru áður og hét eitthvað í áttina að Muscle Power Flower Flex – þeir kannski segja okkur til um það.
Sorry – flott effort en auðvitað var Hardcore löngu búinn að þessu!
Kv. Hardcore!
2806763069MemberÍsklifur II var haldið á sunnudaginn, tvímennt en góðmennt. Í þetta skiptið var einn af fossunum í Villingadal fyrir valinu.
Á myndinni má sjá nemendurna, Halldór og Andra.
https://picasaweb.google.com/106207102682455692233/Veturinn_201213#58203128431163602742806763069MemberSæll og stressaður,
Ég segi nú bara: “Má ég fá meiri SÓSU!”
2806763069MemberSælt veri fólkið
Vildi bara minna á að Ísklifur II hefst með kvöldfyrirlestri á miðvikudaginn í næstu viku.
Þeim umræðum verður svo fylgt eftir með alvöru ísklifri á laugardeginum sem ætti að vera toppurinn ef aðstæður haldast eins og þær eru í dag. Bara gaman!
Þeir sem eru spenntir fyrir þessu geta séð meira hér (og takið eftir sérkjörum fyrir félagsmenn í ÍSALP):
http://www.fjallaleidsogumenn.is/Namskeid/
Góðar stundir,
Ívar
2806763069MemberMettnaðarfullir fjallamenn sem jafnvel eru að velta fyrir frekari menntunarmöguleikum í snjóflóðafræðum á vegum CAA hafa skiljanlega verið að velta fyrir sér hverjir möguleikar þeirra séu á framhaldsnámi að loknu þessu námskeiði í mati á snjóflóðahættu sem lýst er hér að ofan. Við spurðum Colin Zacharias um þetta og hér má sjá hans svar:
Date: 15. nóvember 2012 15:27:31 GMT+00:00
To:
Subject: Re: A questionYes, very likely. Anyone who from countries other than Canada has to fill out a PLA “prior learning assessment”. These are fairly long winded applications to the CAA Educational Committee. Very likely it would pass as you suggest, particulariy if the courses that they have observation and recording standards are completed using OGRS (Canada) or SWAG (US) or New Zealand (OGRS) guidelines.
Secondly for the course to meet the PLA requirement it may have to have an evaluation component (pass/fail) similar to the CAA lv 1.
Colin
2806763069MemberHeld að þið verðið að byrja nýjan þráð fyrir FF veturinn 2012 / 2013 og taka heiðurssætið efst á þeim listanum – vel gert!
kv.
Sófacore2806763069MemberBara sveppirnir sem myndast í leiðum eins og Þilinu sem eru ekki alveg svona en samt nógu helvít óhugnanlegir.
Og svo hleðst svona hrím upp víða á veggi og dranga. Leiðir eins og Scottinn á S-Hrútsfjalls og A-veggurinn á Þverártinsegg enda t.d. í þannig klifri.
Góðar stundir,
Ívar2806763069MemberHæ
Það er búið að spyrja dálítið um Ísklifur I og þar sem kynningin á Ísklifur I var í algeru lágmarki þegar það var átti að vera um daginn höfum við ákveðið að skella á öðru námskeiði dagana 14. og 17. nóv. næstkomandi.
Miðað við fyrirspurnirnar ætti skráninginn á þessa síðari dagsetningu að vera öllu skárri en á þá fyrri.
Góðar stundir,
Softarinn2806763069MemberAf sérstölum ástæðum þarf að stytta umsóknarfrestin á þessu til 13. september – núna á föstudaginn.
Um leið og ég þakka góðar undirtektir fjallamenna og kvenna hingað til hvet ég aðra sem kunna að hafa áhuga á þessu til að senda mér línu sem fyrst.
kv. Softarinn
2806763069MemberDjö.. er ég rugl ánægður með þessi:
http://www.evo.com/skis/atomic-access.aspx
Reyndar ekki til lengur að því er virðist en 100mm eru algerlega málið og með Rocker þá fer maður í gegnum allt – svona pínulítið eins og að svindla bara á öllu!
Og Berglind – telemarkið er bóla sem er sprungin – ekki vera að hræra svona í hausnum á fólki
Kv.
Softarinn – alltaf harður!2806763069MemberAlltaf gaman þegar menn og konur skjóta föstum skotum!
Hvað er þessi leið annars erfið?
2806763069MemberEr ekki bara spurning um að leysa þetta mál eitt skipti fyrir öll og safna bara undirskriftum fyrir því að Árni fái alræðisvald á skíðasvæðunum?
Þó það væri vissulega söknuður af honum úr brekkunum!
Góðar stundir,
Softarinn!2806763069MemberAllir rólegir og allt í góðu. Þeir sem eru alltaf með derring verða að geta takið því að einhverjir gjaldi í sömu mynt.
Og reyndar hefur Aron fullkomlega rétt fyrir sér, ég á bara ekkert með að vera að flækja björgunarsveitunum inn í þetta. Þeir sem ég og aðrir besservisserar kjósa að pirra sig á hafa sjaldnast eitt né neitt með björgunarsveitir að gera. Ég bið því allt það góða fólk sem þar starfar innilegrar afsökunar á að hafa verið að blanda þeim inn í þessa umræðu.
Góðar stundir,
Softarinn.2806763069MemberSæll Karl
Ég er ekki hafinn yfir gangrýni frekar en aðrir og verð satt best að segja að það renna á mig tvær grímur þegar DV er komið í málið. Það var ekki planið en svona eftir á að hyggja kannski jafn fyrirsjálnlegt og lélegt skyggni á Hvannadalshnúk.
Hugmyndafræðin á bakvið þetta var fyrst og fremst að vekja þá sem núna er verið að sjanghæa í ferðir á Hnúkinn og viðlíka fjöll aðeins til umhugsunar um að það er ekki alltaf einfalt mál að bera ábyrgð á öðrum á fjöllum, hvort sem ábyrgðin er lagaleg eða bara sú sem við berum almennt á samferðarmönnum okkar.
Menn þurfa hinsvegar ferðaskipuleggjenda-leyfi til að bjóða upp á afþreyingarferðir. Það er ekki atvinnurógur – það er bara þannig! Hefur samt ekki neitt með hæfni að gera.Þetta með Njálsgötuna var nú bara svon insider djók fyrir Halla – en auðvitað býr helmingurinn af öllum fjallamönnum landsins á Njálsgötunni. Ég held að það hafi ekki valdið neinum verulegum óþægindum en biðst að sjálfsögðu velvirðingar á því hafi það gerst.
Þetta með bakpokana er svo mest lýsandi dæmið af öllum. Hafi menn virkilega hugsað málið til enda hlýtur niðurstaðan að vera að maður vill hafa öll auka föt og annað sem í bakpokanum leynist meðferðis þegar farið er upp í versta veðrið og verið er að fara yfir stærstu sprungurnar. Hafi menn ekki hugsað málið til enda þá ættu þeir kannski að leggjast aðeins yfir það áður en þeir fara með hóp af óvönum á fjöll.
Ég sé því ekki eftir að hafa hafið þessa umræðu, ég mun ekki hefja hana á öðrum vettfangi því ég tel þetta vera þann vettfang sem nær til þeirra sem eiga að heyra. Og þeir sem ekki hafa áhuga og sjá ekki skemmtanagildið í þessu munu líklega bara sleppa því að lesa svona umræður.
Góðar stundir,
Softarinn2806763069MemberSæll Páll
Ekki bara það að ég hef sjálfum náð mér í reynslu og sloppið frá því með skrekkinn síðstu árin heldur þar ég líka að svara fyrir allt það sem mínir ca. 30 gædar gera og ekki gera.
Þannig að ég reyni að halda Hardcore litla aðeins í skefjum í þessu máli.
En svona krassandi sögu á ég ekki, síðan þetta með Norðmennina þarna ´98.kv.
Softarinn2806763069MemberVeit ekki meir. Kannski einhver á Njálsgötunni hafi þessa sögu með meiru kjöt á beinunum.
Það nú líka þanngi að öllum geta orðið á mistök og stundum verða aðstæður öðurvísi en ætlað var – svo ég er að reyna að kasta ekki of stórum steinum svo rúðurnar í glerhúsinu mínu brottni ekki
(þetta er ekki í fyrsta skipti sem gæd gleymir batteríum í GPS-ið sitt og einhverntíman týndi víst einhver 15 norðmönnum á Vatnajökli – allt hlutir sem eiga sér sínar eðlilegu skýringar, ekki satt?).
2806763069MemberNámskeiðið Almenn fjallamennska var haldið síðustu páska með 6 þátttakendum. James McEwan var leiðbeinandi og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að nemendur höfðu bæði gagn og gaman að. Síðan síðast hefur verið bætt einum degi við námskeiðið og var auka tíminn nýttur til að fara upp í Öræfajökul með tjöld, gista eina nótt og gera þar æfingar í snjó.
Fjallaskíðanámskeiði var einnig haldið á dögunum með 3 þátttakendum sem ættu nú að hafa grunn til að byggja á í mati á snjóflóðahættu, leiðarvali, notkun ýla og almennri umgengni og notkun á fjallaskíðabúnaði.
Nú er aðeins eitt ÍSALP / ÍFLM námskeið eftir – það er Jöklanámskeiðið þar sem farið er yfir ferðamennsku á jöklum frá A – Ö á tveimur dögum. Þetta námskeið verður haldið dagana 5. – 6. maí og það er enn laust pláss.
http://www.fjallaleidsogumenn.is/Namskeid/TourItem/240
Það er alltaf eitthvað um að einkahópar spyrjist fyrir um aðrar dagsetningar en þær sem við bjóðum upp á. Það er oftast ekkert mál að verða við þeim óskum og hópurinn þarf ekki að vera stór til að við getum boðið svipuð eða sömu verð og eru í boði almennt og fyrir ÍSALP félaga. Hvet alla sem eru í þessháttar pælingum að hafa samband.
Einnig höfum við getað aðlagað námskeiðin að sérþörfum þessara hópa – t.d. með því að tengja jöklanámskeið við ferð á Hvannadalshnúk eða taka fjallaskíði og snjóflóð með þriggja daga skíðun á Tröllaskaganum.Við byrjum svo aftur á byrjun næsta haust með Ísklifurnámskeiðum.
Góðar stundir,
Ívar2806763069MemberFlottir, vel gert.
Spurning hvort við séum að sjá einhverja uppvakningu í íslenskum alpinisma! Það væri nú gaman!
Kannski svona eins og í þá gömlu góðu þegar maður einfaldlega fór í Skaftafell um páska og hitti þar allar hetjur landsins – það var skemmtilegt!
kv.
Sófacore.2806763069MemberÍBV
03.04.2012. Ívar F. Finnbogason, Björgvin Hilmarsson, Viðar Helgason.
400m hækkun frá jöklinum og upp í fyrsta klifur.1. spönn 70m, 4gr. Ís og brattar snjóbrekkur.
2. spönn 60m, snjór og auðvelt kletta brölt á móbergshrygg.
3. spönn 70m, auðveldur snjó hryggur.
4. Spönn 30m, snjóbrekka
5. spönn 50m, 4gr. Ís.
6. spönn 70m, 3gr. Ís og snjór.
7. spönn, 70m, snjóklifur.
8. spönn, 20m, 5gr, ísklifur. Leiðin sameinast upprunaleguleiðinni sem Snævarr og Jón Geirs fóru fyrstir hér.
9. spönn, 50m, snjór og léttur ís 3gr.
10. spönn, 20m, ótryggjanlegur ís, 4gr. Megintrygging léleg. Endar upp á hryggnum.Eftir það snjóhryggur upp á topp. Af toppnum var farið eftir snjóhryggjum, brattar snjóbrekkur niðurklifraðara, eitt langt sig og svo fleiri snjóbrekkur.
Mér telst til að þetta sé í sjötta uppferðin á þessum fornfræga vegg. Þetta er þriðja tilraunin sem ég sjálfur hef gert með mismunandi félögum til að reyna að setja upp nýja leið.
Þeir sem hafa farið eru líklega:
Jón Geirsson + Snævarr Guðmunds
Palli + Hallgrímur + G.Helgi
Gummi Tómasar + Kiddi skófla
Gummi Tómasar + Styrmir + Ingó
Ívar + Gummi Spánverji
Ívar + Vidar + Bjöggi (ff. á ÍBV).Aðrir sem hafa yfir höfuð komið á tind Skarðatinda eru líklega teljandi á fingrum beggja handa.
Bjöggi er með myndirnar okkar og svo heppilega vill til að þær eru allar á JPG formati en ekki RAW – sem þýðir að hann getur aðeins fiktað mjög takmarkað í þeim og það eru því góðar líkur á að eitthvað birtist á þessu ári.2806763069MemberPáll!!!
Heldur þú virkilega að Hardcore og félagar hafi bara rölt sér inn Morsárdalinn til að fara í rómantíska fjallgöngu?
Í framtíðinni væri gott að fá örlítið betur ígrundaðar spurningar.
kv.
Hardcore! Skrásett vörumerki.2806763069MemberÞað er mér sönn ánægja að tilkynna að flaggskipið í námskeiðun ÍFLM & Ísalp. Almennfjallamennska verður haldin þetta árið dagana 5. – 10. apríl.
Enn nokkur sæti laus.
Nánari upplýsingar hér:
http://www.fjallaleidsogumenn.is/Namskeid/TourItem/234Góðar stundir!
Ívar -
AuthorPosts