Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Gummi StParticipant
Ég keyrði Barðaströnd fyrir nokkru og var að hugsa um klifurleiðir, fann þó ekkert afgerandi en mig langar að prufa að koma á Patró í frosti þar sem ég kom auga á nokkrar hugsanlegar WI4 leiðir við Kleifaheiðina.
Var líka á austfjörðum í vikunni og sá nokkrar djúsí alpalínur gegnum þokubakkanna á Reyðarfirði, bæði innst í Reyðarfirði og eins f. ofan Eskifjörð á leið í Oddskarð.
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantflott hjá ykkur !
líst vel á þessar D-gráður
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantjæja, ég lofaði að sýna ykkur hvernig þetta leit út og skellti ég smá myndaseríu inná http://www.climbing.is
snjórinn þarna er ansi takmarkaður, smá púður yfir ísilögðum giljunum á stöku stað, en annars er grasið og steinarnir langt uppúr öllu þarna enn.
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantÉg fór með Adda og Pabba upp na-hrygg Skessuhornsins í dag í refsingarskyni fyrir jólaátið!
það er alveg einhver ís þarna á svæðinu ennþá, en hann var ekki góður neðst, en alveg 100% þegar maður var kominn ofarlega. Tók myndir af N-veggnum á leiðinni niður, pósta þeim vonandi í kvöld… sýndist vera alveg hægt að gera eitthvað þar.kv. Gummi St.
Gummi StParticipantLíst vel á að bolta þetta, væri alveg til í að koma í einn dag í svoleiðis mission, get ath. hvort ég gæti fengið svona vél lánaða ef einhver kemur með augu.
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantSnilld, sá ykkur þarna fyrir neðan í morgun, en við Addi skruppum svo í Grafarfoss í mestu snjóaðstæðum sem ég hef lent í. (vorum 1,5 tíma uppað fossi vegna snjóþunga).
Bíð spenntur eftir myndum og videoi frá ykkur.
GF
Gummi StParticipantvery næz !
Gummi StParticipantHvernig var svo ??
frekar svekktur að missa af þessu, en ég er nú bara staddur á Melrakkasléttu þannig að ég komst ekki..
Gummi StParticipantsnilld! takk fyrir að setja þetta inn ! djöfull er glatað að vera veikur núna…
Gummi StParticipantVá, takk fyrir þessi orð.
Þetta var tekið 30. sept þegar fyrst fór að snjóa þarna og veðrið og skýjafarið var ótrúlega flott.kv. Gummi St.
Gummi StParticipantlíst vel á þetta
fékk mér fjallaskíði í vor og er að byrja í þessu.
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantSæll,
Ég hef verið að nota klifurskóna á fritschi bindingarnar frá diamir.
Fór í vor á þeim á Arnarfell í Hofsjökli og svo Kálfafellsdalur-Breiðamerkurjökul.
á Arnarfelli var ég í Ice evo og á Vatnajökli var ég í Nepal extreme, Ice evo kom betur út útaf hæl-festingunni, en það gæti svosem verið stillingaratriði. Ég kom þessu t.d. ekki á scarpa vega skóna ef ég man rétt.
kveðja
Gummi St.24. September, 2008 at 22:26 in reply to: Þegar fyrstu haustlægðirnar skekja landið kviknar líf í Íslenska Alpaklúbbnum #53066Gummi StParticipanthvernig geta vitleysingar eins og ég sem datt í huga að vera að vinna frameftir þennan dag nálgast ársritið ?
Gummi StParticipantflott mál,
ég er búinn að stimpla mig inn og vona að það verði bara bæði plönin Siz…
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantSæll félagi!
Ég fór þangað í sumar og tók töluverðan tíma, allavega 6 tíma ef ég man rétt ef ekki meira hreinlega, var líka að mynda á fullu.
Ég notaði 2x60m línur, það er rétt undir 30m á milli akkera þarna minnir mig og ég notaði 2 eða 3 vini milli fleyga á ákveðnum stöðum. Notaði ekkert fleyganna/hneturnar sem ég tók með. svo auðvitað bara sigtól til að tryggja og fara niður..
Það er farið upp austan megin.
þetta er ekki tæknilega erfitt, en þetta er djöfull hátt þegar þú lítur niður
man þó eftir því að akker-slingin voru í misjöfnu ástandi… vertu með nokkur slík
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantÞetta er snilld, meira en til í að vera með í þessu, hef verið mjög spenntur fyrir svona klifri og einmitt strandað svoldið á þessum öryggisþætti, því maður er dáldið eins og belja á svelli við að koma inn mixtryggingum og toprope er bara ekki eins kúl
Spurning um að skella sér t.d. í múlann í vetur og bolta í kringum Íssól og Pabbaleiðina, langaði að gera það síðasta vetur en var bara töluvert meira í fjallgöngum þá.
hvað kosta svona boltaskrattar? Svo þarf bara að eiga t.d. 18v DeWalt höggborvél…
Gummi StParticipanthehe… ég rakst einmitt á þetta um daginn og hugsaði það sama
Gummi StParticipantjá, þetta er hrikalegt.. sá þetta alltíeinu á mbl.is
Gummi StParticipantGætir sett “Tindfjöll – Ýmir og Ýma” ?
Gummi StParticipantFlott hugmynd,
ég hef aðeins verið að þvælast undanfarið og þeir eftirminnilegustu sem þú taldir ekki upp af minni hálfu væru
Lambatindur á ströndum
Dyrfjöll Borgarf. eystri
Birnudalstindur suðursveit
Skessuhorn Borgarf vestari
Eyjafjallajökull suðurland
Tindfjöll suðurland
Kirkjufell snæfellsnesi
Hlöðufell línuvegi
Loðmundur Kerlingarfjöllum
Stöng Berufirði
Snæfell Fljótsdalshérað
Arnarfell, Hofsjöklisvo það sem mér dettur í hug en vegna leti á ég eftir að fara á
Kverkfjöll, báðu megin
Hnapparnir
Tröllakirkja
Hamarinn vatnajökli
Þorvaldstindur
Hásteinar Hofsjökli
Eiríksjökull
Hrútfell
Grendill Goðahnjúkum
Tungnafellsjökulljæja… ég fæ samviskubit um hvað ég á mikið eftir ef ég tel meira upp…
en það er nú samt gott að þú hugsar eitthvað af viti þegar þú getur ekki sofið.. hehe
Gummi StParticipantSnilld, koma svo ekki skemmtilegar myndir úr þessu til að svekkja okkur aumingjana sem heima sátu ?
Gummi StParticipantÉg var að skoða þetta svæði um daginn og lítur vel út. Mjög mikið var í ánni reyndar. En þessa helgina er ég fastur í bænum því miður.
Gummi StParticipantÞetta var náttúrulega bara snilld, ég skemmti mér mun betur á þessari mynd en á banff
Vil óska Ingvari til hamingju með frábæra fjallamynd, þetta er alveg eðal efni, manni leiðist aldrei og stutt í húmorinn.
Takk kærlega fyrir mig !
þá eru bara 197 eftir..
Gummi StParticipantMyndina tók ég 18. apríl… Daginn fyrir Birnudalstind.
Gummi StParticipantþarna kom það.. loksins !
Þrusuflott landslagið þarna, og hægt er að keyra inn Heinabergsdalinn um slóða (hægra megin við Geitakinn). -
AuthorPosts