Ég, kallinn og vinur okkar fórum á gönguskíðum á topp Eiríksjökuls (1675m) á laugardaginn. Komum seint á föstudagskvöldið, tjölduðum og héldum af stað á laugardagsmorgni eftir talsvert lélegan nætursvefn, sökum dýnu vandræða. Búin takmarkaðri gönguskíðareynslu en gríðarlegri bjartsýni örkuðum við með skíðin í hendi, annað í vinstri, hitt í hægri, yfir hraunið í átt að jöklinum, eða þar til við föttuðum “skíða-hengi-græjuna” á bakpokunum
Við jökulrætur gátum við sett upp skíðin og gengum við upp jökulinn í bongó-blíðu. Sólin skein og útsýnið dásamlegt.
Niðurferðin var skrautleg og skemmtileg, enda áhugavert að skíða niður í móti á gönguskíðum í “frjálsu falli”.
Ellefu klst., 30 km, 6 Magic og einum poka af þurrkuðum eplum síðar lentum við í bílnum, vel tönuð og 3 kg. léttari.
Heimferðin fór í að plana næstu ferð, enda fátt eins frábært og góður dagur á fjöllum