Heil og sæl.
Gaman að sjá hér þráð tileinkuðum skíðaaðstæðum. Síðustu helgi fórum við yst Snæfellsnes. Þar var mikill nýfallinn snjór en ekkert undirlag svo 60 cm púður ofan á grjóti var ekki sérlega spennandi þegar á reyndi. Vegurinn upp að jökli var ekki fær nema 38″+ bílum. Enginn snjór kominn í Skarðsheiðina. Spurning með Eyjafjallajökul upp frá Seljavöllum?