Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Björgvin HilmarssonParticipant
Flott að fá þessa umræðu í gang. Maður á sér alltaf þann draum að fá sér nýtt tæki, færa sig úr fornöldinni (GPS12) og yfir í eitthvað nútímalegra með kortamöguleikum.
Maður hefur kannski aðeins verið skeptískur á þessa snertiskjái en það gætu bara verið fordómar. Ívar segir hér t.d. að þeir virki vel. Hvað segja aðrir? Eru gömlu góðu takkarnir málið þegar maður er í þykkum vettlingum og við erfiðar aðstæður?
Eitthvað sem menn mæla sérstaklega með fyrir vetrarfjallamennsku, ísbrölt og annað í kulda og vosbúð?
Björgvin HilmarssonParticipantHelgi Ben krotaði niður fyrir mig sirka hvar hann hefði farið og ég bætti línu inn á myndina. Það er ekki að ganga hjá mér að setja hana hér inn en þið getið kíkt á hana í gallerýinu ef þið viljið.
Björgvin HilmarssonParticipantJá það er sorglegt að heyra af Kurt kallinum… og via ferrata af öllu. Óhætt að segja að þarna hafi farið stórmerkilegur maður sem gleymist ekki í bráð. Það er heiður að hafa fengið að hitta hann. Alltaf finnst manni það virðingarvert þegar goðsagnir í lifanda lífi eru alþýðlegar og ekki að setja sig á háan hest. Hann virtist hið mesta ljúfmenni og á sama tíma alger tröllkarl með ógnvænlegar lúkur.
Björgvin HilmarssonParticipantBjörgvin HilmarssonParticipantHefði auðvitað verið gaman að eiga vídeó af þessu en við ákváðum að láta myndir duga. Flott að sjá þetta.
En við erum komnir heim eftir FRÁBÆRA ferð! Og já, það eru til fullt af myndum sem líta væntanlega dagsins ljós fyrr en síðar.
Björgvin HilmarssonParticipantEitthvað hljóta aðstæður að hafa breyst á skömmum tíma ef það er óhætt að fara þetta sóló. Er það tilfellið? Rétt um miðjan ágúst var maður með hjartað í buxunum að silast yfir snjóbrýrnar sem ekki voru beisnar.
Björgvin HilmarssonParticipantNy faersla komin inn…
Björgvin HilmarssonParticipantÞetta lúkkar Gummi! Nú bíðum við spennt eftir restinni. Já og svo Ísalp-hittingi með fjallamyndasýningu í haust.
Björgvin HilmarssonParticipantHonnold sólari vara að rokka verulega fyrra kvöldið, þvílíkur töffari! Lokamyndin seinna kvöldið, Re:Sessions skíðamyndin var svaðaleg, líklega besta skíðamynd sem maður hefur séð fyrr og síðar.
Það er annars magnað hvað áhuginn á Banff virðist vera orðinn mikill, troðfullt bæði kvöldin og frábær stemmari.
Björgvin HilmarssonParticipantHaha, já og ég var að koma austan að rétt í þessu eftir að hafa onsight-að leiðirnar. Fínar leiðir bæ ðe way
Björgvin HilmarssonParticipantÞetta er klassískur ýlir… 1000 kall!
Björgvin HilmarssonParticipantSé að Jón Viðar laumaði inn kommenti meðan ég var að skrfa. Viturlega að taka meira mark á honum.
Björgvin HilmarssonParticipantVið Skabbi fórum labbandi frá Skógum í gær. Þú ferð að komast í snjó svona uppúr 4-500m hæð ef mig minnir rétt. Svo er töluvert í að það verði skíðafæri. En það ætti þó að vera hægt að brúka þau vel áður en þú kemur að brúnni og svo alveg eftir það. Ég held að það væri fín hugmynd að bera með sér skíði fyrsta spölinn, sú vinna mun borga sig í heildina.
Það er auðvitað mikil aska þarna og ég veit ekki hversu vel það fer með skinn og skíði.
Annars var Leifur Örn þarna líka á svipuðum tíma og hann er örugglega betri en ég í segja til um skíðafæri.
Björgvin HilmarssonParticipantNei hann gaf nú ekki mikið fyrir norsarana, væru að vísu góðir í að spá fyrir um veður í Noregi en handónýtir þegar kæmi að því að spá fyrir okkur t.d. Ástæðurnar eru einfaldar og skiljanlegar eins og hann útskýrði.
En sem sagt einn af mörgum góðum punktum hjá Hálfdáni var að þéttni spánetsins skiptir miklu máli og því þéttara sem það er þeim mun meira afl þarf í að reikna að sama skapi. Norsararnir reikna allt í spað heima hjá sér en netið er gisið annars staðar. Skiljanlega eru þeir ekkert að spandera reiknigetu í aðra.
Þessi pæling á líka við þegar við skoðum spár hér heima. Það er hægt að velja um mismikinn þéttleika (t.d. 1km, 3km, 9km) þegar spár eru skoðaðar á vefnum hér.
En það er of langt mál að fara út í allt sem hann talaði um í gær. Snilldarfyrirlestur! Takk.
Björgvin HilmarssonParticipantVeðrið leikur við okkur í dag aldeilis. Talandi um veður… minni enn og aftur á fyrirlesturinn í kvöld þar sem Hálfdán Ágústsson mun fræða okkur um veður á fjöllum.
C-yah!
Björgvin HilmarssonParticipantÉg heyrði í Hlöðveri og þetta er augljóslega off næstu helgi og tæpt með þá næstu þar á eftir. Hann taldi að sísonið væri búið. En já, þetta bíður bara betri tíma.
Björgvin HilmarssonParticipantBjörgvin HilmarssonParticipantJá þín verður sárt saknað satt að segja enda ómetanlegt starf sem þú hefur unnið fyrir klúbbinn. Það fór reyndar allt í rugl eftir að þú fórst, vefurinn hrundi og allt í volli
En það er ekki eins og þú sért alveg sloppinn, það verður örugglega leitað til þín í framtíðinni. Eins og mig gruni að við munum eitthvað bögga þig í sambandi við næsta ársrit endar reynslubolti í tengslum við það.
Eins vil ég hvetja aðra fyrrverandi stjórnarmeðlimi að gleyma okkur ekki alveg og leggja áfram sitt af mörkum fyrir klúbbinn. Það sama á við um aðra almenna félagsmenn, saman sjáum við til þess að starfið sé áfram öflugt.
Eins og Skabbz benti á þá kom inn nýtt fólk og með nýju fólki koma nýjir straumar. Hlakka til að vinna með því.
Þakka þér Skarphéðinn, Björk og Braga fyrir gott samstarf.
Kv. Björgvin
Björgvin HilmarssonParticipantÞetta hljómar vel en útlitið er ekki sérlega gott. Skv. veðurspánni þá er hiti í kortunum út vikuna svo ekki hefur það góð áhrif á ísinn. Ég er persónuleg mjög heitur fyrir að fara í Kinnina en held að það geti verið skynsamlegt að fresta þessu um viku.
Hvað segja menn um að fjölmenna í Kinnina þarnæstu helgi?
Svo er auðvitað spurning hvort það sé mögulegt fyrir Hlöðver að taka á móti hópi þá. Ég skal senda á hann póst og tékka á stöðunni.
Björgvin HilmarssonParticipantSæll, var að senda þér póst í gegnum kerfið hér á síðunni. Ef þú færð hann ekki máttu gefa mér upp netfangið þitt.
Björgvin HilmarssonParticipantÞegar ég setti http:// fyrir fram þá kom linkur yfir hálft URLið, ekki allt. Fannst betra að taka það út og hafa engan link á bakvið en asnalegan.
[editerað]
Hér eru myndirnar myndirnar…
Björgvin HilmarssonParticipantJæja Ívar, þú baðst um það…
Hér eru m.a. myndir af Hardcore að fá væna rassskellingu í Tvíbbagili…
retro.smugmug.com/Ice-climbing/Tviburagil/Tvíburagil-various/7423684_UzJZ3#797056710_cyQPi
(Eitthvað að klikka greinilega með það að búa til link hér á síðunni, besta að láta tékka á því…)
Björgvin HilmarssonParticipantÞað verður án efa flott að sjá sýninguna hans Jökuls og allur ágóði af sölu aðgangseyris rennur í viðgerð á Bratta. Það er brýnt verkefni og því er vert að hvetja alla til að kíkja og láta skitinn 500 kall af hendi rakna. Ekki mikið fyrir góða skemmtun og gott málefni. Þetta er þægileg og sársaukalaus leið fyrir almennan félagsmann til að leggja aðeins extra til þessa verkefnis.
Held það sé öllum ljóst hvað það er mikil snilld að hafa Tindfjallaskálann núna uppgerðan og fínan. Þegar hafa fjölmargir nýtt sér hann í vetur og hann mun um ókomna framtíð vera mikilvægur í starfsemi ÍSALP enda á frábærum stað.
Sjáumst annakvöld.
Björgvin HilmarssonParticipantNaujjj, bara forsíða Moggans. Til hamingju Gummi. Skil vel að þeir hafi viljað birta þessa mynd, íshellamyndirnar úr ferðinni ykkar eru klikkaðar.
Vil líka benda áhugasömum á (venjulegu) hellamyndirnar hans Gumma á Team-síðunni, þær eru frábærar…
Björgvin HilmarssonParticipantTÖFF myndir Gummi! Glæsilegur hellir, hvar er hann nákvæmlega?
Þið hafið fengið frábært veður á Seyðisfirði… man að í ródtrippinu sem við félagarnair fórum í fyrra þá var veðrið afleitt á þessum slóðum svo ekki varð neitt úr klifri þar.
-
AuthorPosts