Halldór Fannar

Forum Replies Created

Viewing 12 posts - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Ísklifuraðstæður 2023-2024 #84287
    Halldór Fannar
    Participant

    Lengi lumar Hvalfjörðurinn á meiri skemmtun. Við Ágúst fórum á nýtt svæði við Hvalfjarðareyri 10. desember. Við uppgötvuðum þennan ís í lok síðasta tímabils og höfðum einfaldlega ekki tíma til að fara í þetta áður en vorið kom. En um helgina gafst tækifærið og mikið var þetta gaman.

    Ég er búinn að bæta þessu við á Hvalfjarðarsíðuna. Eins og sést þá er annar sektorinn ófarinn, þ.e. Sigurjón. Vonumst við til að aðrir ísalparar geri sér ferð – þetta er frábært æfingasvæði í afar kósí umhverfi. Reyndar sýndist okkur að Gunnar Már hefði farið í gær og því fögnum við innilega.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2023-2024 #84215
    Halldór Fannar
    Participant

    Við Bergur fórum í Villingadal í gær. Bæði Kerberos og Hades voru í góðum gír. Við tókum Kerberos þar sem annað teymi var á Hades. Það var lítill snjór í gilinu og klifruðum við því fyrst eina aðkomu spönn til að komast að meginfossinum. Síðan tókum við allan fossinn í einni 60m langri spönn sem var frábær. Til þess að forðast vatn sem draup báðum megin í fossinum þá var best að klifra hann upp miðjan sem gerði klifrið aðeins meira krefjandi. Það var 7 stiga frost og áin við veginn vel frosin en áin upp í gilið var allt annað en frosin. Það vakti furðu okkar þar sem hún er vatnsminni. Sennilega rennur heitara vatn í þeirri á. Sömu sögu er að segja um fossana. Það seytlaði ennþá töluvert vatn í þeim og þeir eiga eftir að vaxa umtalsvert á næstu vikum ef fram heldur sem horfir. Það var nægur ís fyrir tryggingar og margar skiluðu þurrum ískjarna.

    V-þræðing frá toppnum var nakinn þar sem ísinn þar var þurr. Vegna frosts og seytlandi vatns þá myndaðist nokkur brynja utan á línunum og lentum við í því að Sterling Hollowblock fraus fastur utan um línurnar á síginu (tvær 8.1mm Beal Ice Line). Eina lausnin var að skrúfa sig inn, fjarlæga autuoblock uppsetninguna og síga án þess. Það er í fyrsta sinn á löngum ferli sem undirritaður upplifir slíkt. Eftir að hafa Googlað aðeins þá er þetta þekkt vandamál með Hollowblock í ísklifri og algeng lausn er að sleppa þessari uppsetningu við svona aðstæður. Önnur lausn er að nota grennri spotta fyrir autoblock eða prussik.

    in reply to: Ársrit 2022 (gefið út 2023) #83937
    Halldór Fannar
    Participant

    Takk Sissi! Gaman að heyra þetta. Ristjórnarstefnan hjá okkur var að sýna þá breidd sem við erum með innan ÍSALP en reyna janframt að birta áhugaverðar greinar, þ.e.a.s. góðar sögur sem innihalda mikilvægan boðskap. Þannig náum við vonandi til fleiri lesenda.

    Þar sem ég er með talsveraða fullkomnunaráráttu þá fannst mér nokkrar myndir prentast óþarflega dökkar þó ég hefði tekið rennsli yfir þær allar og lýst þó nokkrar, þar sem ég bjóst við því að þær mundu dökkna eilítið í prentun. Mér finnst líka að það sé hægt að þétta textann í næsta ársriti, núna þegar brotið er orðið stærra. Mér fannst textinn orðinn of smár í fyrri ritum, sérstaklega eftir að sjóninni fór að hraka! Nú fannst mér við fara kannski helst til langt í hina áttina með þetta.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2017-18 #64453
    Halldór Fannar
    Participant

    Fór í dag í vestur Esju með Jon Lander, 55 Norður nánar tiltekið. Klifruðum “orginalinn” eins og hann er kallaður hér. Þetta var svolítið blautt á köflum en okkur tókst að þræða framhjá því að mestu hluta. Ég tók nokkur höft sem voru kertuð og það hélt allt saman (eftir svolitla hreinsun). Læt fylgja með mynd af aðstæðum – ég sé fyrir mér að þetta verði spikfeitt í lok desember ef frostið heldur áfram.

    Við sigum svo niður úr akkerinu í Óliver loðflís eins og mælt er með. Ég læt fylgja með mynd af akkerinu, það tók mig svolítinn tíma að finna það. Spurning um að bæta þessu við 55 Norður sectorinn. Það var engin keðja, hringur eða linkur á akkerinu en þar var þó læst karabína sem við baktryggðum við fyrsta sig. Ég ætla að kaupa “quicklinks” næst þegar ég er ytra og hafa þá bara með mér til að bæta úr svona uppsetningu þegar ég rekst á hana – er það ekki bara sniðugt? Reyndar framleiða Metolius sérstaka ‘rap hangar’ týpu sem má setja reipi beint í en þessir voru frá Petzl sem notaðir voru í Óliver loðflís þannig að það var ekki málið. Ég er reyndar ekki viss um að ‘rap hangars’ séu sniðugir því að fólk þarf að geta þekkt þá frá öðrum til að vita að það sé í lagi að setja reipið beint í þá.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2017-18 #64451
    Halldór Fannar
    Participant

    Einmitt, við Ágúst klifruðum fossinn á sama tíma og Freyr mætti með öflugt fylgdarlið. Freyr fær sérstakar þakkir fyrir að klifra upp með bakpokann minn – við höfðum upprunalega ekki ætlað okkur að klifra upp allan fossinn en hann var bara svo skemmtilegur að við urðum að klára hann. Læt fylgja með mynd af fossinum frá þessum frábæra fimmtudegi:

    Attachments:
    in reply to: Ísklifuraðstæður 2017-18 #64196
    Halldór Fannar
    Participant

    Fór í göngutúr upp að Grafarfossi í dag. Hafði tekið eftir því að leiðarlýsing var frekar einföld hérna á vefnum hjá okkur og það vantaði góða mynd af fossinum. Ekki get ég sagt að hann hafi skartað sínu fegursta fyrir myndatöku. Fossinn er þunnur, víða bunar vatn undir þunnri skel. Svo er hann líka svo mjósleginn greyið. Gangan að fossinum tók 30 mínútur, en ekki 10 mínútur eins og segir á vefnum hjá okkur. Ég lagði hjá bænum Kistufelli, en ekki Gröf eins og stendur á vefnum. Kistufell er næsti bær við fossinn. Það mætti líka koma fram að Grafarfoss er ekki í Grafará, heldur í einum að lækjunum sem fellur í Grafará, á stað sem heitir Gljúfur (frekar ófrumlegt nafn á gljúfri, ef einhver mundi spyrja mig álits).

    Attachments:
    in reply to: Ísklifuraðstæður 2017-18 #63887
    Halldór Fannar
    Participant

    Við Ágúst Kr. Steinarrsson fórum í Spora í Kjósinni 23. nóvember. Það hefur komist í vana hjá mér að byrja alltaf ísklifurstímabilið þar. Bóndinn á Fremra-Hálsi tók okkur vel þegar við heilsuðum upp á hann og báðum um leyfi að leggja hjá honum og fara um landið hans. Það var undarlega mikill snjór í leiðinni eins og sést á myndunum. Það var ekki mikill snjór í hlíðunum, virtist allt hafa safnast í fossinn – metersdjúp snjóhengja efst sem var nákvæmlega ekkert hald í. Ég hafði sérstaklega gaman af því að ormast í gegnum hana (eða þannig). Það þýddi líka töluverðan gröft til að finna akkerið á toppnum (sjá mynd). Þetta var þynnsti ís sem ég hef upplifað í þessari leið, við notuðum eiginlega bara stuttar skrúfur og víða voru þetta bara sæmilega þykk ístjöld sem 16cm skrúfur fóru í gegnum – maður þurfti því að fara mjög varlega á köflum. Samt alltaf gaman að klifra þessa leið, sérstaklega af því að hún er svo skjólsæl. Það var tryllt veður í kringum okkur sem breyttist svo í blindbyl þegar við röltum til baka. Ég læt líka fylgja með mynd af Konudagsfossinum sem var alveg að komast í aðstæður.

    • This reply was modified 6 years, 12 months ago by Halldór Fannar. Reason: Fixing image sizes to be below maximum
    in reply to: Skráning á Ísklifurfestival #60781
    Halldór Fannar
    Participant

    Ég skrái mig til leiks og verð tvær nætur í rúmi (verð í herbergi með Jonna). Ég mundi gjarnan vilja taka morgun- og kvöldverðarpakkann en þar sem líkaminn minn hafnar öllum mjólkurvörum þá finnst mér ólíklegt að það muni ganga. Mér finnst litlar líkur á því að hið sígilda íslenska sveitaeldhús sé að púkka upp á slíkan aumingjaskap 🙂

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59689
    Halldór Fannar
    Participant

    Frábært, takk fyrir þetta, Bjartur. Hvernig var aðkoman? Var línuvegurinn fær eða þurfti að paufast langa leið í snjó? (Það er að segja, eitthvað vit að taka með fjallaskíði fyrir þann part). Hvernig fóru þið niður í þessum aðstæðum?

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59673
    Halldór Fannar
    Participant

    Þetta er flott. Ég var ekki með eina leið í huga – var bara að vona að það væri hægt að komast þetta upp og mér sýnist svo vera, sérstaklega eftir hryggnum. Takk takk!

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59663
    Halldór Fannar
    Participant

    Hefur einhver fréttir að færa af Skessuhorni? Var að spá í hvernig aðstæður væru þar þessa dagana (og hvernig færðin er upp að því). Líka spurning um Villingadal sem er þarna nálægt – hefur einhver farið nýlega?

    in reply to: Climbing Ice – The Iceland Trifecta #59108
    Halldór Fannar
    Participant

    Já, mikið rétt. Mér láðist alveg að taka það fram 🙂

Viewing 12 posts - 1 through 12 (of 12 total)