Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
2005774349Member
Þvílík langloka hjá ÍFF.
Líklega Íslandsmet í innsláttarvillum ; )ÍFF les líka stundum eitthvað skakkt á milli línanna.
Allavega vissi ég ekki að ég vildi að Hnappavellir væru leyndarmál!!!Nei, nei, það voru kannski ekkert svo margar innsláttarvillur hér að ofan hlutfallslega miðað við lengd textans.
HRG.
2005774349MemberÉg virðist kannski ekki alveg hlutlaus ef ég fer að segja frá hvernig skórnir hafa reynst, en hvað með það.
Ég er búinn að klifra í Voodoo skónum síðastliðið ár og eitthvað styttra í X-Cube skónum.
Þetta eru einu skórnir sem ég hef verið jafnánægður með og Five-ten klifurskóna.Þeir passa vel á minn fót, en svo eru alltaf einhverjir sem eru í einhverju “lappaveseni”, og passa misvel í klifurskó.
Þeir eru fljótir að teygjast í notkunarstærð, og maður þarf ekki að kaupa þá eins geðveikt þrönga og var gert hér áður fyrr.Þeir virka líka það vel í klettum að maður þarf varla að styðja höndunum í lengur.
Hjalti Rafn.
2005774349MemberÞað virðast fæstir taka ábyrgð á sjálfum sér á þessu síðustu og verstu/bestu tímum.
Alla vega eru ansi margir sem vilja láta aðra taka ábyrgð á ruslinu sínu á Hnappavöllum og skilja það bara eftir.
Það eru ekki kindurnar á völlunum sem gleypa ruslið.
Það eru þeir sem mest klifra á Hnappavöllum (reyndar keyra þeir yfirleitt ruslið í bæinn) og láta sér umgengni þar einhverju varða.Meiri hlutinn af þeim augum, boltum og akkerum sem á Hnappavöllum eru eru kostaðir af örfáum (Bjössa, Stebba og Árna Gunnari).
Minniminnihlutinn er kostaður af Ísalp.Allir sem ganga vel um hljóta að vera velkomnir á Hnappavelli,
en það verður að halda þeim rólegheitum sem hefur ríkt þar áfram. Einnig verður að viðhalda þeim velvilja sem bændurnir hafa auðsýnt okkur klifrurum.
Það gerum við best með góðri umgengni og virðingu við staðinn.Annars gæti einhverjum dottið í hug að banna klifur þar eða eitthvað álíka óskemmtilegt.
Hjalti Rafn.
2005774349MemberMér finnst ísalp síðan skemmtileg.
Ég skoða líka mjög gjarnan umræðusíðuna, hún er mitt uppáhald.En vegna forneskju minnar þá verð ég að segja það, að ég vil minna en ekkert fá vefkaffi á Hnappavelli.
Ég kunni best við mig þar fyrir tíma GSM sambands þar.Hjalti Rafn.
2005774349MemberKH sjoppan stendur ekki í innflutningi á plastklossum til íspríls.
Markmið KH sjoppunnar er að útvega klifrurum gæðaklettaklifurskó á sem hagstæðustu verði.
Við stefnum að því að geta alltaf boðið þá skó sem veita best viðnám þegar spyrnt er í klett eða plast.HRG.
2005774349MemberÞað þarf víst að losa uppá sveifaröxlinum á bakborðshásingunni á dallinum sem flytur skóna. Mótorbremsan situr víst eitthvað á sér líka og það er komin slagsíða á vélarrúmið skutmegin.
Ég auglýsi hér með eftir laghentum mönnum til sjós í viðgerðar og björgunarleiðangur til handa skónum.
HRG
2005774349MemberNo problemo, amigo.
2005774349MemberMín tillaga var sú að eitthvað af þeim myndum sem eru inni á síðum félaga fengi að fjúka inná vefinn sem mynd dagsins svona endrum og eins.
Myndagetrauninin hans Palla fannst mér tilvalin (finn reyndar hvorki tangur né tetur af henni núna, Palli þú verður að koma myndunum aftur inn).
Jón Marinó á líka myndir af telemarki, þó að hann segi nú annað.
Jón Haukur er með sinn skókassa inni á vefnum, svo hann lúrir nú lítið á honum frekar en dreki á gulli.
Síður félaga eða skókassar félaga?
HRG
2005774349MemberMyndir af mótinu eru inni á :
Listi yfir “gráðun” keppnisleiða verður komin upp í KH(Klifurhúsinu) fyrir vikulok.
Leiðirnar verða óbreyttar fram að næsta móti í nóvember.
Einnig munu nýjar leiðir bætast í hópinn smátt og smátt.Hjalti.
2005774349MemberÁ næsta móti er fyrirhugað að keppt verði í fallhraða.
Það gæti orðið æsispennandi.Þökkum Kristínu Mörthu fyrir lúmskustu þrautina sem reyndist þeim bestu ódeigur ljár í þúfu (þungu hlassi?) og Valda fyrir margar svalar þrautir.
Ogogog Tóta Smið og og …….
ÚA
2005774349MemberJaá varstu bara að reyna að slá met.
Ég hélt að þú hefðir einfaldlega misst þolinmæðina, gargað á hópinn sem þú varst að leiðsegja “þið eruð aumingjar” og stungið síðan af.
Annað eins hefur nú gerst.Glæsilegur tími, til hamingju.
HRG ÚA
2005774349MemberVegna skrifa Óla R. og Helga B. fann ég mig tilneyddan til þess að slá inn nokkrar línur.
Ég held að menn séu almennt að misskilja nafnið sem leiðinni var gefið, Saurgat Satans.
Ég hef það eftir áræðanlegum heimildum (ég þekki bæði Hrapp og Rafn ágætlega), að nafnið lýsi leiðinni mjög vel, sem algerum sparigrís Andskotans (sbr. seðla og auragat Satans, saurgat stytt).
Ég óska þeim til hamingju með leiðina og smart nafn, og hvet þá til þess að láta tilmælin hér að ofan sem vind um eyru þjóta.
Bestu kveðjur,
HRG, útsendari Andskotans.
2005774349MemberÖmurlegt hjá ykkur piltar.
Ég ætla aldrei að renna austar en Hnappavellir.
Búú!!!2005774349MemberÞetta eru þær leiðir sem ég þekki. Má vera að ég gleymi einhverju.
HRG
2005774349MemberÍ Fílabeinsturninum eru tvær klifnar leiðir og þrjár óklifnar.
Klifruðu leiðirnar eru 5.12c “Vítisbjöllur” og 5.13b “Helgríma”.
Rétt þar hjá er leið sem Snævarr fór fyrir mörgum árum, 5.12b, “Mefisto”, tvær spannir.
Rétt vestan við Nálina er “Gandreiðin” hans JBD, um 5.10.
Austast í Búhömrum er svo “Rauði turninn” 5.9 tvær spannir, og ein leið í viðbót sem ég kann ekki alveg deili á.Það eru mörg tök í viðbót undir mosanum nyrst í Valshamri. Málið er að fletta ofan af þeim. Ég hugsa að það mætti gera 2-3 fínar leiðir í léttari kanntinum þar í viðbót.
Nóg að sinni,
Hjalti Rafn.
2005774349MemberAlveg ótrúlegt ekki satt?
2005774349MemberLeiðin sem slík varð ekki fyrir skemmdum, það er að segja að klifrið er óskemmt. En í staðinn er komið ljótt sár rétt í byrjun á leiðinni. Þetta var flaga í byrjun leiðar sem greinilega var laus og menn höfðu hingað til látið vera (og margir öflugir glímt við Janus .
Síðan tókst einhverjum að brjóta væna flís úr byrjun leiðarinnar “Lömbin þagna”, líka flaga sem skrölti aðeins og var ekki fyrir neinum. Viðkomandi einstaklingum þótti hún hinsvegar til trafala og eyddu góðum tíma og orku í að losa flöguna.Klifrarar verða aðeins að hugsa og muna að það er ekki hægt að skrúfa klettinn saman aftur.
Klifrarar hafa fengið að nýta Hnappavallahamranna vegna góðrar umgengni og velvildar ábúenda og landeigenda.
Við skulum halda því áfram.Hjalti Rafn.
2005774349MemberEins og fram kom hjá viðmælanda þínum sem þú skildir ekki er fínt búldersvæði í Bjarnarfirði á Ströndum. Þetta svæði hefur ekki verið sveipað neinum leyndarhjúp, heldur hafa allir sem það hafa viljað, fengið að vita allt um svæðið. Þetta eru nokkur lág klettabelti nálægt veginum og ættu ekki að fara fram hjá neinum.
Í Bjarnarfjörð verður komist með því að aka þjóðveg eitt, Vesturlandsveg norður í land. Hægt er að beygja úr Norðurádalnum til vinstri og aka um Bröttubrekku vestur í dalina. Þar er um nokkrar heiðar að velja til þess að komast norður á Hólmavík (t.d. Tröllatunguheiði, Steinadalsheiði eða jafnvel Laxárdalsheiði). Að gamni má geta þess að einnig er hægt að komast akandi norður á Hólmavík með því að fara yfir Holtavörðuheiði og halda út Hrútafjörðinn, en það er nú varla jafn gaman. Alla vega þegar að Hólmavík er komið er bara haldið áfram norður og er annaðhvort hægt að keyra beint yfir í Bjarnarfjörð yfir háls þar sem Selkollusteinn er, eða keyra fyrir Kaldrananesið. Að lokum endar maður í Bjarnarfirði.
Klettarnir vísa í suður.
Að endingu vil ég brýna fyrir mönnum að ganga vel um landið og virða fuglalíf sem er þarna. Ekki skilja eftir ruslörðu, en borið hefur á því að ansi mikið drasl er skilið eftir á Hnappavöllum. Ekki henda fingrateipinu bara á jörðina og vona að mamma komi og týni það upp. Klettarnir eru nokkuð hreinir og fastir, en eitthvað er um lausar flögur. Mælist ég til þess að fólk taki þá bara í eitthvað annað í stað þess að rífa þær af. Um seinustu helgi var stór flaga rifin ú leiðinni Janusi á Hnappavöllum. Flaga sem engum hafði dottið í hug að reyna að rífa úr leiðinni fyrr en nú, og er þar með orðið ljótt óþarfa sár á klettinum.
Af svæðinu er enginn leiðarvísir (varla heldur stór nauðsyn) en margt að gera skemmtilegt.
Allar hliðranirnar bera sama nafn sem er auðvelt að muna “Hinterstursertraverse” (man ekki rétta stafsetningu) og síðan tölustaf. Önnur vandamál eiga líka nafn en ég man ekki nöfnin á þeim öllum. Nöfnin tengjast þau þó öll Eiger Nordvand.
Sem sagt fjör.
Ég mæli svo með sundlauginni í Norðurfirði en þar er einmitt annað “leyniklifursvæði”.Góða skemmtun,
Hjalti Rafn.
2005774349MemberKoma svo!
Boltum Palla við Stardalinn.
Ég verð að viðurkenna að enn sem komið er hef ég ekki boltað eina einustu leið í Stardal og stefni ekki að því.Stardalur mekka klettaklifurs á Íslandi!!! Jeminn eini.
Jú það eru fínar leiðir þar og góðar, en mekka klifurs á Íslandi, um það má nú deila.
Hjalti Rafn.
2005774349MemberÉg er nú þegar búinn að bolta 5 leiðir í Stardal. Þær eru vestast í hömrunum og á bilinu 6c-8a. Ég set inn nánari leiða lýsingu á síðum félaga um leið og ég er búinn að kaupa snúru úr myndavélinni minni yfir í tölvuna.
Mér fannst bara svo leiðinlegt að vera með allt þetta drasl hangandi utaná mér og þurfa svo altaf að ganga niður í þröngum skónum.Hjalti R. G.
2005774349MemberEitt enn.
Allt um klifur a Spani her:
http://www.escuelasdeescalada.com/Ciao*
2005774349MemberHola
Er nybuin ad vera a Spani, sunnan vid Barcelona ad klifra. Byrjadi a ad klifra i Vilanova de Prades, sem er i Pradesarfjollum eins og Siurana. Thar er talsvert af klifri fra 5.5 (4+) og upp ur. Klifrid er a holum og er mjog skemmtilegt. Thad er tjaldsvaedi i baenum og allir klettar i gongufaeri. Guidebok faest a tjaldsvaedinu.
Adeins naer Siurana er svo Arboli sem er lika rosa fint. Thad er staerra svaedi og klifrid meira a kontum. Thar er lika klifur fra 5 og upp ur. Best ad gista a tjaldsvaedinu eda refugiinu i Siurana. I Siurana er klifrid adeins erfidara. Thar eru nokkrar 5+ leidir en megnid fra 6a og upp ur. Thad er rosa fallegt thar og algjorlega thess virdi ad kikja. I nagrenninu er svo lika La Mussara med fullt af leidum af ollum gradum (hef ekki enn haft tima til ad kikja thangad . Leidarvisar af Arboli og La Mussara fast i klifurbud/hostal i gotunni sem liggur i gegnum Cornudella de Montsant. Leidarvisir af Siurana faest a tjaldsvaedinu.(Montgrony er vist skemmtilegt en mest af godu leidunum eru 7a og upp ur. Maeli ekki serstaklega med Montserat sem fyrsta svaedi).
Er nuna stodd i rigningu i Orpierre en vona ad thad stytti upp bradum. Thad er rosa fint svaedi eins og Sissi sagdi, med alveg fullt af audveldum leidum 3 og upp i 8c og skemmtilegum fjolspanna leidum (ca; 100m). Leidarvisir faest i klifurbudinni i Orpierre.
Vona ad thetta hjalpi,
goda skemmtun!!Kristin Martha*
2005774349MemberÁfram Valdi (-:
2005774349MemberÞað er eitt sem er ögn að angra mig.
Hverja af hægri beygjunum tekur maður á hringtorginu við Rauðavatn til þess að komast eitthvert annað en uppí Breiðholt?
Annað var það nú ekki að sinni.-Alpakveðjur
Hjalti R.G.2005774349MemberRitnefnd á hrós skilið fyrir velunnið og óeigingjarnt starf við að koma þessu líka flotta blaði út.
Til hamingju ritnefnd.
Þið eigið inni kaffibolla hjá mér fyrir austan og jafnvel eitthvað úti einhverja góðveðurshelgina fyrir austan í sumar (en það verður víst nóg af þeim).Kveðja frá Hjalta R. el Monstruo Guðmundssyni.
-
AuthorPosts