Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
1908803629Participant
Til lykkes
1908803629ParticipantDjöfull er ég ánægður með þessa umræður! Það styttir í að þetta fari að slá út hitaumræður um boltun sem slógu út alla skala í spjallumræðum…
Eða hvað… maður getur kannski blandaði þessu saman.
Fyrst harðkjarna er það sem er gert, er dótaklifur ekki harðara en sportklifur og því meira harðkjarna? Það getur hver sem er farið í sportklifur og varla er sá/sú harðkjarna… eða breytist það við einhverja gráðu? Í huga sumra er held ég sportklifur eins og kóngsgilið, fjölfarið og auðvelt.
Og fyrst svo er þá er varla hægt að segja að klifur sé harðkjarna, nema maður geri eitthvað spes.
(Þetta er farið að snúast út í heimspeki held ég bara)
1908803629ParticipantSmá innlegg varðandi fyrir hverja Ísalp er. Hér kemur lýsing á Ísalp eins og það er í dag (og hefur væntanlega verið í 30 ár), fengið af þessari síðu, undir Um Ísalp. Það ber ekki mikið á hardcore fókus þarna.
“Íslenski Alpaklúbburinn (ÍSALP) er félag áhugamanna um fjallamennsku. Það var stofnað 1977. Nafnið dregur Alpaklúbburinn af samskonar félögum sem eru starfrækt um allan heim. Þessi félög miðla upplýsingum um fjallamennsku, halda námskeið, sjá um ferðir, o.s.frv.
ÍSALP býður upp á námskeið í flestum þáttum fjallamennskunnar. Farnar eru ferðir við flestra hæfi sem eru gráðaðar eftir erfiðleikastigi. Haldnar eru sýningar og myndbandskvöld. Myndarlega er staðið að útgáfustarfsemi með veglegu ársriti og þessum vef.”
1908803629ParticipantÞetta er mjög góð umræða, og akkúrat um það sem ég áttaði mig á að vantaði inn í könnuninuna.
Þ.e. fyrir hverja er Ísalp og hvað er hardcore fjallamennska?
Það virðast vera jafn margar útgáfur af lýsingum og félagsmenn eru margir… eða hvað?
Nú sprengjum við skala í umræðuþræðum og tjáum okkur um þetta!
1908803629ParticipantSmá svör/leiðréttingar um könnunina… þar sem ég stóð á bakvið hana.
1. Könnunin var á engan hátt ætluð til þess að draga fram “softcore” niðurstöður heldur var lögð áhersla á að telja upp allt það sem félagið gæti hugsanlega staðið fyrir. Að sama skapi voru talin upp öll þau jaðarsport sem félagsmenn gætu hugsanlega stundað, til að geta kortlagt hópinn sem best en eins og niðurstöðurnar sýna þá eru flestir að stunda “kjarnasport” klúbbsins.
2. Við gerðum svo ráð fyrir að svörunin myndi leiða fram sannleikann um hvað svarendur vildu sjá Ísalp standa fyrir og ég veit ekki betur en að sú niðurstaða sé nokkuð í línu við þær lykiláherslur sem hafa fylgt klúbbnum frá upphafi.
3. Ég sé ekki betur en að Himmi sé fyrst og fremst að vísa til skriflegra athugasemda sem eru auðvitað svör einstaklinga en ekki allra og því metin sem slík þegar við förum að endurskoða hlutverk og reglur Ísalp.Varðandi hardcore/softcore mál þá er greinilegt að skoðanir eru mismunandi auk þess sem það má velta því upp hvað er hardcore? Ég stunda sportklifur og gjótglímu, fer í frekar léttar fjallgöngur og tek upp á því að kíkja í klifur erlendis þegar ég er þar. Varla er þetta hardcore, eða hvað? Samt er ég meðlimur í klúbbnum og meira að segja í stjórninni…
1908803629ParticipantSnilld
1908803629ParticipantHVernig er það… eru ekki komnir hátt í 6 fyrirlesarar fyrir myndakvöldið á miðvikudaginn? Þetta verður væntanlega mjög skemmtileg myndasýning.
1908803629ParticipantAlfræðiorðabókin Örnin klikkar ekki…
1908803629Participantsakar ekki að hafa hlekkinn á könnunina hér líka: http://www.isalp.is/konnun
1908803629ParticipantÉg get vottað fyrir að hann er fyrirmyndarklifur/göngufélagi og hvet alla í nágrenninu að tékka á kappanum.
Hafðu það gott í sveitinni Eagle.
1908803629ParticipantÞað var gott að þú bentir á þetta Óli þar sem það virðist hafa gleymst að benda á þessa “hættu” í fréttinni um breytinguna.
Landeigandinn benti okkur á þetta og benti um leið á þann valkost að við myndum girða af svæði fyrir bílana, til að tryggja að útiloka alla hættu á að bílarnir verði hestum að bráð.
Við ákváðum að byrja á þessu og endurskoða síðan stöðuna þegar fer að vora á næsta ári. Þá getur vel verið að við skoðum möguleika á lagfæringum á veginum, gerð “bílastæðis” o.fl. en vil töldum réttast að fá fyrst smá reynslu á þessa nýjung til að átta okkur á þörfinni.
Varðandi hugmyndina um að fá að ganga upp fyrir bústaðinn þá er ljóst að það verður ekki. Þetta er ekki bara einn bústaður þar sem það styttir í að allur aðgangur inn á jörðina verður lokuð og eingöngu aðgangur fyrir þá sem eiga bústað þar.
1908803629ParticipantJæja… nú þarf túlk á svæðið…
“Þrjá svarta spámenn sem eru engar smá sleggjur”. Ég hélt ég hefði allt helsta lingóið í klifurheiminum á hreinu en svo kemur eitthvað svona…
úff
1908803629ParticipantÉg og Viðar munum að öllum líkindum hitta formann sumarbústaðarsvæðisins og líklega landeigandann á morgun til að kíkja á aðstæður og ræða lausnir.
Markmið þessara fundar er að finna endanlega lausn sem tryggir óheftan aðgang klifrara að klettinum og að fullkomin sátt sé um þá lausn af báðum aðilum. Nú hef ég ekki skoðað “nýju akstursleiðina” en ef hún lítur vel út þá grunar mig að það sé hin endanlega lausn sem við erum að leita að þar sem hún fer, að mér skilst, í kringum sumarbústaðarsvæðið og því minni hætta á árekstrum í ókominni framtíð.
Ég vona bara að útivistarmenn fari ekki að setja það fyrir sig að þurfa að labba aðeins lengri vegalengd til að komast að klettinum… eða hvað?
1908803629ParticipantJá, ég rak mig einmitt á þetta á sunnudaginn. Voru einhverjir smiðir sem voru allt nema sáttir við það að við færum þarna í gegn… þó að þeir væru ennþá bara að vinna í sökklinum.
Ég prófaði að ganga aðra leið þegar ég fór til baka, þ.e. fara fyrir ofan litla klettinn og það virkar ágætlega. Nema það þarf þá að skella upp nýjum tröppum aðeins ofar. En það er ljóst að við þurfum, eins og Ingvar bendir á, að blíðleg sendinefnd fari og ræði málin og reynt verði að komast að niðurstöðu og því fyrr því betra.
Það er rétt að Ísalp hefur ekki verið nógu sýnileg í sumar og er ég, sem stjórnarmeðlimur Ísalp, alveg tilbúin að taka þá skuld á mig með hinum. En það er heilmikið að gerast bak við tjöldin. T.a.m. munu félagsskírteini vera send út á morgun, ársritið er í umbroti og kemur því væntanlega í lok mánaðar og unnið verður að nýrri og stórbættri heimasíðu í haust. Einnig ætlum við að hafa svokallaðan kynningarfund í haust til að vekja athygli á starfi félagsins o.m.fl.
Félagsmenn bera líka hluta af ábyrgðinni þar sem það er ljóst að það skrifar nánast enginn í umræðusíðuna á sumrin þrátt fyrir heilmikið klifur og fjallabrölt. Það virðist sem ísklifurkapparnir séu duglegri við að láta heyra í sér en það breytist vonandi.
Tek undir baráttukveðjurnar og hvet alla félaga að vera virkir félagar í starfi klúbbsins, þannig vex hann og dafnar.
1908803629ParticipantEn hvernig er það… var ekkert reynt að fá sponsa? Haldið þið að það séu einhverjir áhugasamir? Ég myndi t.d. halda að N1 væru tilbúnir að skoða splæs á aksturskostnað sem er víst ansi mikill… 400 þús kall, ekki rétt?
1908803629ParticipantÞað hefur eitthvað verið rætt um að birta einhverjar af myndunum í ársritinu – ekki galin hugmynd þar.
1908803629ParticipantTil upplýsing verður fjallað um BANFF í Kastljósi í kvöld en þið munið auðvitað missa af því af því þið munið öll mæta svo tímalega á BANFF í kvöld
1908803629ParticipantGott að það var spurt að þessu en Arnar svaraði rétt. Í BANFF hléinu verða kynntar niðurstöður úr ljósmyndasamkeppninni.
Sjáumst þar spræk
1908803629ParticipantHátíðin verður haldin í Háskólabíói þann 15. og 16. maí og byrja sýningar kl. 20:00. Dagskráin verður komin á vefinn í dag auk þess sem félagsmenn fá senda tilkynningu í tölvupósti í dag.
1908803629ParticipantTakk fyrir þessar upplýsingar Bárður, þær eru mjög hjálplegar. Ef einhverjir fleiri skyldu hafa info þá væri það vel þegið.
kv. Ágúst Kr.
1908803629ParticipantÞetta er glæsilegt rit, frábært framtak. Með þennan leiðarvísir að vopni held ég að ég geti loks látið verða af því að spreyta mig í dótaklifrinu… hneturnar hafa allavega gert lítið gagn heima…
Takk fyrir þetta Siggi.
1908803629ParticipantHver er hvatinn á bak við öll þessi verkefni?
– adrenalín?
– ótroðnar slóðir?
– ná fram því mesta úr líkamanum, út á síðasta blóðdropa?
– keppa við sjálfan þig, huga og líkama?
– gaman..Gæti hann hugsað sér 8-4 vinnu bak við skrifborð?
Hvað mun taka við í ellinni eða ef hann slasast og getur ekki haldið áfram í fjallasportinu?
1908803629ParticipantBanff 2007 verður fastur liður eins og venjulega, það er bara spurning hvort það verði haldið fyrir eða eftir sumar. Þetta mál og mörg önnur mál verða ákveðin innan tíðar af nýju stjórninni en okkur hefur ekki gefist ráðrúm til að huga að þessum málum vegna ísfestivals, afmælis og Steve House.
1908803629ParticipantJá þetta var frábær sýning og vel heppnuð umgjörð, sammála að það hefði mátt hafa rými fyrir fyrirspurnir í lokin.
Sem meðlimur núverandi stjórnar vil ég taka undir að fyrri stjórn á hrós skilið fyrir þetta enda var þetta að þeirra frumkvæði (og Himma) að fá Steve House á klakann.
1908803629ParticipantÞetta eru nú bara mannleg mistök sem koma fyrir enda auðvelt að rugla þessu saman. Til upplýsinga hafði blaðamaðurinn mikinn áhuga á félaginu, fyrirgefið… klúbbnum og þessu áfanga og gerði klúbbnum ágætis skil.
Einhver umfjöllun er betri en engin umfjöllun og því fagna ég þessari frétt, þrátt fyrir þessa litlu villu. Þó hefði myndinn mátt vera aðeins minni… ekki vanur að sjá svona hluka mynd af mér í fjölmiðlunum
-
AuthorPosts