Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
1811843029Member
Við Gummi vorum að ræða þetta um daginn. Hann kom með ágætis hugmynd að hólk til að geyma bókina og pelann í. Næsti hópur sem ætlar á Hraundranga mætti gjarnan heyra í stjórninni.
1811843029MemberÍ gamla daga notuðu menn víst rær með bandi sem hnetur. Þá lægi beinast við að hafa með sér skiptilykil fyrir það verkfæri sem hnetulykill er nú til dags….
1811843029MemberHæ
Við höfum verið að reyna að finna eitthvern til að halda utan um daginn en það eru margir uppteknir.
Er eitthver dótaklifrari sem ætlar í Stardalinn á morgun og er til í að halda utan um daginn, leiðbeina þeim sem eru að byrja og svo framvegis?
Kveðja,
Atli1811843029MemberJæks, það er ekki langt síðan ég var að þvælast þarna síðast.
En annars höfum við verið að ræða þetta í stjórninni sem þú bendir réttilega á Róbert. Höfum verið að skoða hvernig væri best að hafa þetta. Þá líka í samhengi við leiðaskráningu og fleira tengt. Ertu að bjóða þig fram í að vinna að þessu?
Atli Páls.
1811843029MemberFlottir strákar!
Gangi ykkur vel og komið heilir heim.
Endilega leyfið okkur hér á skerinu að fylgjast ef þið hafið færi á.
1811843029MemberEkki gleyma að mæta á spennandi fyrirlestur!
Tvöfaldur ávinningur, skemmtilegt kvöld og styrkjum klifursvæðið á Hnappavöllum í leiðinni.
Sjáumst
1811843029MemberSæll
Eg hef nú reyndar ekki farið þangað síðan í leitinni að Þjóðverjanum, en þá gengum við fram á eitthverjar stærstu sprungur sem ég hef séð, en vorum reyndar ekki á neinni venjulegri leið.
En það varð þarna eldgos fyrir stuttu sem bræddi stærðar gat í jökulinn. Nú hefur ísinn allskonar tækifæri til að renna í áttir sem hann hefur hingað til ekki getað.
Eg myndi segja að það sé vissara að taka engu sem sjálfsögðu og hafa allan vara á, sérstaklega ef ekki er um vanann hóp að ræða.
Eyjafjallajökull er að ganga í gegnum breytingar og því fylgja nýjar hættur.
Endilega póstaðu eftir ferðina hvers þú verður vísari.
Atli Páls.
1811843029MemberHæ
Það var frábært á Skessuhorninu í dag. Gott veður, gott fólk og góðar aðstæður.
Hinsvegar ætla eitthvað mjög fáir að koma í kvöld, það frestast þangað til næst.
1811843029MemberJæja, þá er komið plan fyrir helgina. Kíkið á fréttina á forsíðunni.
Vegna veðurs og stutts fyrirvara er planið að taka góðan laugardag í Múlafjalli. Vonum að sem flestir mæti og gerum góða stemmingu.
Sjáumst á laugardaginn
1811843029MemberSjúkk, næst notum við túlk Bassi
En gaman að sjá að búningakeppnin er hvergi nærri dauð!
1811843029MemberJón Marinó yfir mótshaldari getur kannski útskýrt þetta betur. Það er auðvitað ekki nokkur ástæða til að mæta ekki í búningum!
1811843029MemberÞetta verður svakalegt festival!
1811843029MemberHæ
Eg heyrði í Bassa í gær, festivals undirbúningur gengur samkvæmt venju.Hann lofar auðvitað topp skíðafæri og góðu veðri.
Skráning hefst von bráðar…
Er ekki stemming fyrir telemark festivali?
1811843029MemberHæ
Hvað nýja stjórn varðar höfum við falið nokkrum mönnum að skoða stöðuna á Bratta. Í framhaldi af því munum við leita eftir tillögum að framtíð skálans.
Ný stjórn þarf auðvitað eitthvern tíma til að átta sig á stöðu allra mála en ég tek undir með Hlyn að gaman væri heyra skoðun félaga á málum Bratta.
Kveðja,
Atli Páls.
1811843029MemberÞetta verður skemmtilegt, gaman að fá fólk alla leið frá Alaska í heimsókn.
Hvað er betra á föstudagskvöldi en að skoða myndir, heyra sögur og hitta fjallafólk. Ný kjörin stjórn sér að sjálfsögðu um að bjóða uppá hressingu milli mynda eins og Bjöggi lofaði uppí ermina á okkur.
Vona að ísalparar kíki við þó fyrirvarinn sé stuttur.
1811843029MemberSamkvæmt lögunum er það ekkert mál
Quote:Atkvæðisbærir félagsmenn geta veitt öðrum félagsmönnum umboð til atkvæðagreiðslu í sínu nafni. Skal umboðið vera skriflegt og berast formanni uppstillingarnefndar í upphafi fundar. Enginn getur þó farið með umboð fleiri en eins manns. Umboð til atkvæðagreiðslu gildir einungis til greiðslu atkvæðis um þau málefni sem kynnt voru félagsmönnum með réttmætum hætti minnst viku fyrir aðalfund.Atli
1811843029MemberSkíðakeppninni hefur verið frestað um viku svo menn komist á fundinn.
1811843029MemberGóður Skabbi, það er ekki nema sjálfsagt að frambjóðendur svari spurningum.
Varðandi starf Isalp næsta árið eða tvö finnst mér mikilvægt að viðhalda því starfi sem nú þegar er í gangi. Undanfarin ár hefur klúbburinn dafnað vel og því þarf að halda við. Auðvitað kemur nýtt fólk með nýjar áherslur en það má ekki vera á kostnað þess starfs nú þegar er í gangi.
Eg hef áhuga á að auka sambandið við fyrri kynskóðir Isalpara, nýliðun er nauðsynleg en það má ekki heldur týna þeim sem fyrir eru. Myndakvöld, fyrirlestrar, ferðir og hvaðeina með “eldri” félögum er eitthvað sem ég er spenntur fyrir.
Nú á Isalp svaka flottan skála í Tindfjöllum en félagar virðast ekki nota hann mikið. Mig langar að koma á Isalp ferðum í Tindfjöllin, skíða, klifra og nota fína húsið okkar. Einnig þarf að skoða hvað við viljum gera við Bratta áður en hann breytist í ryk.
Annað mál sem vert er að skoða er aðgengi að klifursvæðum á Islandi, Valshamar og Spori eru dæmi um svæði sem er mikið sótt í og mikilvægt að klifrarar og landeigendur lifi í sátt og samlyndi. Þar getur Isalp komið til og miðlað málum.
Þetta er það helsta sem á mér brennur þessa dagana.
Sjáumst á aðalfundi!
Atli Páls.
1811843029MemberÞetta er ekki galin umræða hjá Himma.
Ísalp er félagið okkar og á að vera akkúrat það sem við viljum.
Mér sjálfum finnst mikilvægast að Ísalp sé félag sem er gaman að vera með í. Svo er spurning hvað við viljum að klúbburinn geri fyrir félagsmenn. Tryggingar, samstarf við aðra klúbba, leiðaskráning, saga Íslenskrar fjallamennsku, skálar, ferðastyrkir og umhverfismál/aðgengi eru málefni sem mér detta í hug einmitt núna.
Hér má eflaust telja margt fleira en klúbburinn getur auðvitað ekki sinnt öllu.
Hvað finnst ykkur?
Atli Páls.
1811843029MemberKæru félagar
Eigum við ekki að gera þetta að alvöru framboðs þráð með fagurgala og loforðum.
Fráfarandi stjórn hefur unnið frábært starf í þágu íslensks fjallafólks. Þau eiga þakkir skilið fyrir að halda á floti starfi Isalp.
Eg gef kost á mér til formanns Isalp ef klúbbfélagar treysta mér í það hlutverk. Fyrir þá sem þekkja mig ekki hef ég verið viðloðandi fjallamennskuna undanfarin ár, er formaður undanfara flokks Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og starfa hjá Islenskum fjallaleiðsögumönnum.
Mig langar að bjóða tíma minn og krafta til að halda áfram góðu starfi fráfarandi stjórnar. Það er gaman að vera í Isalp.
Kveðja,
Atli Pálsson
1811843029MemberSæll
Ísalp er góður vettvangur fyrir þá sem vilja komast inn í sportið. Það er góð byrjun að fara á fjallamennskunámskeið sem Ísalp og fjallaleiðsögumenn halda í sameiningu. Þar kynnistu sportinu og færð nauðsynlega grunnþekkingu. Þegar þessi grunnþekking er til staðar er bara að pota sér í ferðir með reyndari Ísölpurum. Klúbburinn stendur fyrir skipulögðum ferðum og viðburðum eins og ísfestivali þar sem nýliðar fá frábært tækifæri til að kynnast öðrum. Eins er gott að fylgjast með isalp.is og ekki vera feiminn við að vera í sambandi þegar menn eru að tala um að fara á fjöll.
Semsagt, ganga í klúbbinn, fara á námskeið og mæta svo á viðburði og kynnast öðrum með sama áhugamál.
Sjáumst
1811843029MemberÞetta var nú óþarfa komment. Seljandi náttúrulega bara setur upp það verð sem honum sýnist og svo kaupa þeir sem geta sætt sig við það verð.
Annars var það ég og félagi minn sem keyptum græjurrnar, tvær ísaxir og ónotaðir rambo broddar á 40kall samanlagt og gps tæki í kaupbæti. Ég kalla það sanngjarna verðlagningu og þakka góð viðskipti.
1811843029MemberÉg reikna með að mæta og með nokkra kópavogsskáta í farteskinu.
Kveðja,
Atli Páls.
1811843029MemberÉg hef aldrei notað svona en hinsvegar fylgst með James nota sína naflastrengi sem eru black diamond. Þetta virðist rosa sniðugt til að byrja með, svo fara strengirnir að húkkast undir kerti, í dót á beltinu eða eitthvað þannig og þá er snilldin talsvert minni. Það er svo sem hægt að komast hjá því en þarf athygli. Var að hugsa um að fá mér svona en ákvað að nota athyglina frekar í að passa að missa ekki axirnar.
Kv.
Atli
1811843029MemberÉg fór ásamt Hákoni kópavogs skáta í Spora áðan. Nógur ís og geggjað veður.
Myndir hér:
http://www.facebook.com/album.php?aid=95136&id=1283765201&l=b1696eccc6
Kv.
Atli Páls. -
AuthorPosts