Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
1709703309Member
Góður dagur í dag Bláfjöllum þrátt fyrir allt.
Honum má líkja við að undirbúa sig fyrir annars einfalda aðgerð en enda á því að framkvæma flókna heilaskurðaðgerð í gegnum nafla sem reynist fullur af eldgömlu naflakuski.
Oft þurfa starfsmenn Bláfjalla að lemja ís af einstaka staur í einstökum lyftum til að koma þeim af stað. Í dag kom mikil ísing okkur að óvörum var hún þannig að nánast þurfti að príla í hvern staur og berja ís. Var þar á ferð mikill gæða ís sem vel hefði sómað sér í görrótumdrykkjum sem Ísalparar kunna góð skil á og verður ekki nánar farið í þá sálma hér. í ísingu sem slíkri verður útleiðni og getur reynst erfitt að finna hana, fer ekki nánar í það enda enginn snillingur í því. Fyrsta gengið sem mætir er að koma kl. 06:30 í Bláfjöll og dugar þesi tími okkur í flestum tilvikum.
Að lokum komust þó flest allar lyfturnar, í gang og nutu skíðamenn ágæts veðurs með fínu skyggni og færi í troðnum brautum. Utan brautar var talsverð hörð skurn sem efsta lag og ekki ákjósanlegt að detta í því, auðvelt að renna langar leiðir í bröttum og löngum brekkum. Héðan í frá fer því engin upp með lyftu hjá mér í þessum aðstæðum nema með nýbrýndar ísaxir í báðum höndum ….
1709703309MemberÞriðjudagur 24. janúar.
Annar fréttaritari þar sem Árni er forfallaður.
Gaman að vinna í Bláfjöllum þessa daganna. Þar snjóar dag eftir dag. Brekkurnar verða sífellt styttri vegna nýrra snjólaga, því miður er ekki hægt að færa lyfturnar ofan á ný snjólög. Sífellt minnkar plássið fyrir allan þennan snjó og langar mig að biðja fólk að taka eitthvað af honum með sér heim, geyma í frysti og koma með aftur í fjallið þegar okkur vantar, sennilega verður það í kringum 17. júní.
Dagurinn í dag var sérstaklega góður þegar flóðlýsingin naut sín seinni partinn og skíðamenn voru lausir við snjóblindu sem ríkti fyrri partinn. Það er betra að sjá aðeins þegar skíðað er í púðri upp fyrir axlir (miðað við fréttaritara) sem sagt upp að hné fyrir meðalmann. Búast má við ennmeiri snjókomu á morgun. Fylgist endilega með veðurspánni og takið ykkur frí í vinnunni eða skóla þið eigið það skilið.
Jafnframt er rétt að minna á hlut sem Árni hefur áður minnst á áður en það eru snjóflóð. Í dag var talsverðum tíma varið í að losa snjóhengjur, með troðara, sem hafa síðustu daga safnast vestan megin við Kóngslyftu (nýja stólalyftan). Þessi hengja var nánast samfellt útað suðursvæði, misdjúp þó. Úr henni hafa fallið nokkur flóð þ.á.m. eitt sem náði langleið niður að Ömmu dreka, sem er barnalyftan staðsett næst Gosanum á suðursvæði. Í hengjunni mátti finna laus snjólög 2 metra djúp ofan á hjarni, fínn kokteill það….
1709703309MemberSnilld, hlakka svo til að heyra frásögnina.
1709703309MemberSnilld
1709703309MemberPakkinn kominn í virkni í tropinni braut og gengur ágætlega. Meiri reynslu vantar þó áður en loka dómur verður kveðinn upp. Ekki enn komin reynsla á utanbrautar skíðun.
1709703309MemberHalldór Kvaran er mikill áhugamaður um púlkur. Helst vill hann hafa þær manngengar en hann lumar held ég á einhverju svona. Hann er líka búinn að hanna og smíða púlku sem er skel á skíðum sem hægt er að sofa í og með geymsluhólfum undir svefnstæði, bara snilld.
1709703309MemberÁgúst Þór ber enga ábyrgð á þessum skrifum hér að ofan né þessum. Er í vandræðum með aðgangsorð. Bara til að það komi fram.
Kv.,
Stefán Páll Magnússon1709703309MemberFlottar myndir úr þessum túr.
Kv.,
Stebbi stubbur1709703309MemberHestunum finnst gott að klóra sér eins og mannfólki. Þá eru öll ráð og aðföng notuð.
1709703309MemberGaman að þessu.
Med hilsen,
Stebbi1709703309MemberSammála Palla með margt.
Betra væri að fá hverja grein borna undir til atkvæðagreiðslu.
Margt í lögunum er gott, persónulega finnst mér ekki þörf á að orðlengja fyrstu grein, sérstaklega þegar Stefnumótunarvinnan er orðin svona fín.
Mjög ánægður með stefnumótunarvinnuna, veit vel að þó einungis taki 5 mín að lesa hana þá liggja margar vinnustundir þar að baki. Þetta er auðvitað einsog stjórnir fyrri ára hafa unnið eftir en ekki sett skipulega á blað og krafturinn til eftirfylgni ekki alltaf verið til staðar. Reyndar þá hafði Halldór Kvaran unnið að plaggi með sömu málum en bara öðruvísi sett upp.
En ef unnið verður eftir stefnumótunni þá er þetta gott mál.
Verður í boði svefnpokapláss og næturnasl á aðalfundinum?
Kv.,
Stefán Páll1709703309MemberÞað veit hver maður sem gáfur meiri en Ingjaldur bundinn við staur hefur að hrútsjárnið er samfast öðru og meira járni sem rennur getur um á fjórum jafnfótum sóluðum eða ósóluðum. Eða er ekki svo AB?
1709703309MemberMerkilegt að heyra fólk aknúast yfir kostnaði vegna skálanna. Undirritaður var gjaldkeri klúbbsins til nokkurra ára og hefur krufið tölurnar, það hefur lítið farið fyrir þeim í þessari umræðu.
Niðurstaðan er sú að skálarnir hafa fært klúbbnum á árunum 2003-2006 tekjur umfram gjöld ca. kr. 49.000,- Þá er ég búinn að taka út styrkinn 2005, kr. 300.000 (kr. 89.340 búið að nota af honum) en ef ég hef hann inni þá er staðan sú að tekjur umfram gjöld eru ca. kr. 260.000,-
Fjárhagslegar forsendur geta því varla verið ástæðan.
Klúbburinn átti semsagt óráðstafað í byrjun þessa árs kr. 210.000,- til framkvæmda í skálum og digran sjóð sem mætti alveg sjá svolítið af til viðbótar. Styrkurinn var skuldbundinn til framkvæmda í skálanna annars verður að greiða til baka af honum.Rétt er kannski að minna á að skv. fasteignamati í síðasta ársreikningi þá var Bratti metin á kr. 3.895.000,- til að hafa einhvern samanburð við kr. 500.000,- sem klúbbnum hefur verið boðinn fyrir þennan sjaldgæfa arkitektúr, aðgengi að fjölbreyttu landslagi og veðravíti.
1709703309MemberMerkilegt að heyra fólk aknúast yfir kostnaði vegna skálanna. Undirritaður var gjaldkeri klúbbsins til nokkurra ára og hefur krufið tölurnar, það hefur lítið farið fyrir þeim í þessari umræðu.
Niðurstaðan er sú að skálarnir hafa fært klúbbnum á árunum 2003-2006 tekjur umfram gjöld ca. kr. 49.000,- Þá er ég búinn að taka út styrkinn 2005, kr. 300.000 (kr. 89.340 búið að nota af honum) en ef ég hef hann inni þá er staðan sú að tekjur umfram gjöld eru ca. kr. 260.000,-
Fjárhagslegar forsendur geta því varla verið ástæðan.
Klúbburinn átti semsagt óráðstafað í byrjun þessa árs kr. 210.000,- til framkvæmda í skálum og digran sjóð sem mætti alveg sjá svolítið af til viðbótar. Styrkurinn var skuldbundinn til framkvæmda í skálanna annars verður að greiða til baka af honum.Rétt er kannski að minna á að skv. fasteignamati í síðasta ársreikningi þá var Bratti metin á kr. 3.895.000,- til að hafa einhvern samanburð við kr. 500.000,- sem klúbbnum hefur verið boðinn fyrir þennan sjaldgæfa arkitektúr, aðgengi að fjölbreyttu landslagi og veðravíti.
1709703309MemberHvað með kvaðir gegnvart þeim sem gáfu klúbbnum skálann?
1709703309MemberÁ eftir að sjá eftir kofanum.
Það er mikið flottara að gista í lúnum Ísalpskála heldur en flottum Freðnafélagsskála.
Tryggja að við höfum forgangskauprétt á honum ef Ferðafélaginu þóknast að selja hann aftur.
1709703309MemberHægt er að skoða yfirlit eldri ársrita undir – Um Ísalp – Yfirlit ársrita.
Hægt er að kaupa allan ársritapakkann á hóflegu verði hjá gjaldkera ÍSALP. Í pakkanum eru einnig eldri blöðin.
Yfirlit yfir elstu ritin er ekki til á netinu. En hver veit nema að maður taki sig til og skelli þeim til stjórnar við tækifæri.
Kveðja,
Stefán Páll
1709703309MemberÞað er bara einn Olli ….
Kveðja,
Stefán Páll1709703309MemberSjálfsagt er um mistök hjá stjórninni að ræða því klúbburinn hefur hingað til ekki stundað harða innheimtuaðgerðir.
Hægt er að leysa erindin sem eru nefnd áður með því að millifæra á klúbbinn og senda svo tölvupóst á gjaldkeri@isalp.is. Ágúst gjaldkeri getur þá eytt kröfunni út í fyrirtækjabankanum.
Veit að paraafslátturinn er 20% af venjulegu árgjaldi og er því ca. kr. 2.700,-
Kennitala: 580675-0509
Reikning 0111-26-001371
Hefðbundið árgjald kr. 3.400,-Vonandi að þetta hjálpi félögum að komast hjá dráttarvöxtum.
Þessu er svarað með samþykki stjórnarmeðlims.
Munið að senda tilkynningu á gjaldkeri@isalp.is
Með kveðju,
Stefán Páll
1709703309MemberÓska nýju stjórn velfarnaðar í starfi.
Með kveðju,
Stefán Páll Magnússon
ex gjaldkeri1709703309MemberSæll Freyr,
Ég vil reyna að svara einhverju af þessum spurningum frá mínu brjósti.
-Upplýsingaflæði
Best að svara þessu fyrst. Ég er sammála og það er rétt hjá þér ef stjórnin hefði byrjað á þessu fyrir einhverjum árum þá hefðir þú betri innsýn í stjórnarstarfið (ekki illa meint : – ) ).-Festivölin
Veit ekki til að ísfestivalið hafi alveg fallið niður. Merkilega við ísfestivalið er að til þess að halda það þurfa aðstæður að bjóða uppá að hægt sé að stefna tugi manns nokkuð langar vegalengdir. Til þess að freistast til að komast í góðar aðstæður hefur því verið frestað um viku í eitt skiptið (Ísafjörður fyrra skiptið) það gafst ekki vel, það varð fámennt en góðmennt (einn háskólanemi reyndar ættaður frá Ísafirði (Eiríkur), rauðbirkinn stubbur frá Akureyri (Böbbi) og löggiltur dvergur frá höfuðstaðnum (Stebbi) mættu), við nutum leiðsagnar snjóflóðabanans Rúnars Óla og félaga hans sem ég man ekki hvað heitir.Telemark- og Ísklifurfestival gætu í fljótubragði virðst svipuð í skipulagningu. Þau eru það að hluta en ekki að öllu. T.d. grunnatriðið aðstæður; það þarf ekki nema einn til tvo daga af óhagstæðu veðri til þess að klifuraðstæður bresta þetta tekur yfirleitt lengri tíma með skíðaaðstæður. Fyrir utan þegar búið er að stefna fólki til Akureyrar þá er hægt að skíða á Dalvík, Ólafsfirði og jafnvel Siglufirði.
Stjórnir síðustu ári vita um mikilvægi þessara liða og hafa verið gráti næst þegar ekki hefur tekist að framfylgja áætlunum varðandi Ísklífurfestivalið. Nóg um þetta í bili.
-Ársrit
Stefnt er að því að Útiverumenn taki að sér útgáfu næsta ársrits.-Árshátíð
Haldnar hafa verið nokkrar uppákomur síðustu ár og hefur mæting oft verið frekar dræm. Jólaglögg var haldið fyrir 3 2005 og fór fullur mannætupottur af jólaglöggi mjög illa í þá 3 sem mættu.
-Tópóar
Jökull Bergmann hefur sýnt því áhuga að fá að vinna að tópóum og hefur nafn Sigurðar Tómas. líka verið nefnt í þeim efnum. Ísklifurfestivalið er haldið í Kaldakinn núna til að hægt sé að fá þéttari tópó um Kaldakinn.Með kveðju,
Stefán Páll1709703309MemberJá, mér finnst ekkert til fyrirstöðu að hægt verði að greiða utankjörstaðaatkvæði. Spurning um framkvæmd en hún verður að ákveðast núna annars á næsta ári.
Hvernig ætla þau að kjósa ef annar frambjóðandinn nær ekki kjöri í formann en vill þá bjóða sig í almennan stjórnarmann nú þegar svo margir eru um sætin.
Kv.,
Stefán Páll1709703309MemberSvo hljóðar hið heilaga orð.
Tekið úr lögum ÍSALP.
2. grein
Félagar geta þeir orðið sem náð hafa 16 ára aldri. Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs en aðalfundur ákveður upphæð þess.Kv.,
Stefán Páll1709703309MemberGreiðsluseðill fyrir 2007 hefur ekki verið sendur út.
Fyrir aðalfundinn gildir að hafa greitt fyrir árið 2006. Ef fjallamenn eiga eftir að greiða þá geta þeir komið með kr. 3.400;- í beinhörðum peningum og gert upp á fundinum.
Einnig er hægt að greiða í heimabanka á reikning, munið að koma með kvittun;
5806750509
0111-26-001371Kv.,
Stefán Páll
gjaldkeri1709703309MemberHenrý hefur dregið framboð sitt til baka vegna anna á öðrum vígstöðvum.
Kv.,
Stefán Páll
fráfarandi stjórnarmaður -
AuthorPosts