Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
1704704009Member
Það er meiri eftirspurn en framboð hvað þessi mál varðar. Þegar þessi orð eru rituð hefur ekki tekist að tryggja framboð í tvær stöður stjórnar.
Framboðsstaðan var kynnt 24 dögum fyrir aðalfund á vefnum, en hinsvegar ekki með tölvupósti og þar með hefur sá hluti 6. gr. laga ísalp verið brotinn. Uppstillinganefnd verður að axla ábyrgð á lagabrotinu að mínu mati.
Jæja. Að öðru leyti blasir við að framboðsfrestur er útrunninn samkvæmt lögunum. Samt er uppstillinganefnd enn að reyna. Líklega er það lagabrot líka.
Það er semsagt ekki barátta um sæti svo spurningu Ágúst Steinars sé svarað.1704704009MemberTilgangur: Efla áhuga manna á fjallamennsku þeirrar gerðar sem reynir á kunnáttu við klifur og meðferð öryggisbúnaðar
Skilgreining: Á listann eru sjálfstæðir fjallstindar yfir 1200 metrum sem eru þess virði að þeir séu klifnir (samkvæmt almennum og viðurkenndum hugmyndagrundvelli fjallamennsku) og eru fjölbreyttir innbyrðis hvað varðar upplifun á náttúru, tæknilega áskoranir og hugsanlega erfiðleika við aðgengi og í veðri.
Þar hafiði drög að tilgangi og skilgreiningu. Gott starf Ingvar. Góðar umræður. Gott kaffi.
1704704009MemberHáasúla þröngvaði sér inn í hugann. Nú langar mig allt í einu að fara þangað.
Þú ert nú meiri kallinn Ágúst að æsa þetta svona uppí manni.1704704009MemberEr þetta ekki í Haukadal í Trommaranum? Og giska á Sigurð Tómas.
1704704009MemberEndilega láta útvega svona tæki handa klúbbnum. Sem minnir mig á að UHF klúbbtalstöðvarnar góðu eru enn í umbúðunum. Þær áttu að auka öryggi í Ísalpferðum. Óefað hefðu þær það gert.
Þær gleymdust bara alltaf í bænum.
1704704009MemberEkki fyrir akkúrat þennan vinkil.
Bara fyrir mestu að allir séu ómeiddir. Vonandi skemmdist ekki mikið hjá þér. Baráttukveðjur.1704704009MemberÞessi mynd var frábær; það sem gerir hana svona frábæra er að hún segir áhugaverða sögu og hefur að auki nokkrar hliðarsögur. Það eru bara fagmenn sem hafa vald á góðri úrvinnslu hvað það snertir og hér var farið langt yfir þau gæðamörk. Og hreinlega tilþrif í persónusköpun líka. Maður lifði sig inn í þetta allt. Síðan voru klifuratriðin á lokasprettinum alveg stórfín.
Þessi vika er merkisvika í fjallamennsku, fyrsta íslenska fjallakvikmyndin í fullri lengd sýnd – og síðan Simon að troða upp á miðv.
..196…
1704704009MemberUppstillinganefnd er kjörin á aðalfundi. Nokkrar spurningar í þessu sambandi.
1. Framboð til nefndarstarfanna. Eiga þau að berast og þá hverjum? (uppstillinganefnd/stjórn..) og þarf ákveðinn fyrirvara líkt og með stjórnarframboð – eða verður ekkert framboðstilstand heldur einfaldlega kosið í nefndina samkvæmt gömlu aðferðinni á aðalf?
2. Á stjórn/fundarstjóri/aðrir að sjá um framkvæmd kjörs uppstillinganefndar á aðalfundi?
3. Varðandi stjórnarframboð í framhaldi af hugsun Palla ef ekki finnast framboð. Segjum að næg framboð finnist en aðalfundur tekur upp á því að hafna þeim öllum – er til plan B um að manna stjórnina? Hvað skal gera ef enginn frambjóðandi fær eitt einasta atkvæði? Fjarlægur möguleiki en eigi að síður þess virði að velta honum upp fyrst við erum byrjuð.
1704704009MemberAðeins ein 8 mm lína og ekkert tryggingatól: Heppinn að sarga ekki af sér hausinn, sveinkinn.
1704704009MemberGersamlega frábært Banffið í gær. Sá ekki fyrra kvöldið.
Þessar fá alveg toppeinkunn, Crossing the Hima.: Ice Mine:
Ain´t got no friends:.Higher Ground: Allt í lagi.
Aerialist: Klifurkaflarnir alveg frábærir og helvítis línugangan ætlaði að ganga endanlega frá manni. – En bara óþarflega margir kaflar með röfli.
1704704009MemberÞetta er nú einn forvitnilegasti þráðurinn um nokkurt skeið. Algerlega sammála Skabba sbr. ný nöfn á spjallinu.
1704704009MemberEin hérna; í mars 2000 var undirritaður að endurvekja ísklifurdútl eftir margra ára hlé. Skrúfur og búnaður frá fyrrihluta níunda áratugarins var dreginn fram, tvistar voru ekki til í dæminu (bara ein karabína á skrúfu) og megnið af skrúfudraslinu var stálskrúfur sem þurfti að berja inn.
Við vorum þarna þrír á ferð og ekki með annað en einfalda 9 mm línu (sem ég fékk í jólagjöf 1986). Ryðdrulla gubbaðist út úr stálskrúfunum þegar maður juðaði þeim inn á leiðinni upp í fyrsta stans. Ætli ég hafi ekki tryggt félagana upp á hálfbragði á þessum hlægilega mjóa spotta. Þetta gekk nú slysalaust, en ekki er víst að línan eða skrúfudótið hafi haldið nokkrum sköpuðum hlut ef einhver hefði dottið.
Gleymdi ég að minnast á vopnabúnaðinn; þetta var svakaflott beinskeft og háöldruð Camp öxi með laflausu blaði en hamarinn var aðeins skárri – enda miklu nýrri (árg 1987) Eftir þetta áttaði maður sig á að maður var mörgum áratugum á eftir í öryggi (og nýjustu tízku). En við kláruðum upp á topp og vorum asskoti ánægðir með daginn. Það eina sem vantaði var sítt að aftan til að fullkomna þetta.
1704704009MemberSkrambi töff vídjó í alla staði. Meiriháttar gaman að skoða þetta.
1704704009MemberGUÐJÓN Snær aldeilis vígalegur þarna með blóðuga kinn. Þetta var þó ekta klifursár. Ólýsanleg afbrýðissemi blossar upp í manni.
Eitt sinn hitti ég gamlan félaga í sundi og heilsaði honum með handabandi en kveinkaði mér snarlega undan kröftugu handtaki hans.
Honum snarbrá.
“VARSTU í einhverju klifri?” spurði hann og skammaðist sín yfir meðferðinni á særðum “klifrara”.
Engin leið er að lýsa því samviskubiti sem hefur nagað mig æ síðan vegna svarsins sem var JÁ!
Staðreyndin var hinsvegar sú að ég hafði bara reitt allhátt til höggs gegn geitungi í stofuglugganum. Barði ég þvínæst af alefli og brákaði hendina auðvitað á gluggakistunni. Og það versta var að ég HITTI ekki einu sinni fluguna.
1704704009MemberÉg fullyrði að það ríkir fullkomin velvild milli Ísalp og FÍ.
FÍ hefur reynst klúbbnum mjög vel og ég vitna um að Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri og Ólafur Örn forseti eru frábærir menn sem hafa sýnt Ísalp óeigingjarnan áhuga.
Mér finnst falla heldur kuldaleg og óverðskulduð orð í garð FÍ hér á þessum síðum.Þetta mál snýst um málefni Ísalp. FÍ hefur ekki unnið sér til sakar með því að leggja fram kauptilboð. Klúbburinn á að ræða hvernig hann vilji bregðast við kauptilboðinu en vera ekki að gera FÍ upp hugsanir.
FÍ er gífurlega öflugt félag og gerir hlutina vel. En það er ekki þar með sagt að Ísalp geti það ekki líka með kofann sinn litla. Látum reyna á það. En gagnrýnum sjálfa okkur á þeirri vegferð – ekki FÍ.
1704704009MemberFleiri staðreyndir: Skálinn er lítill. Klúbburinn ekki. Ef fimm sex manns geta reist 20 sinnum stærra hús frá grunni í Grafarvoginu, þá hlýtur 400 manna félag að ráða við einn kofa.
Farartæki hafa aldrei verið öflugri í eigu klúbbfélaga, penginur aldrei meiri. Aðstæður á allan hátt hafa aldrei verið betri.
Þeir fluttu byggingarefnið á hrossum töffararnir sem reistu skálann á sínum tíma. Til hvers var puðað? Svo að næstu kynslóðir myndu láta skálann frá sér af því það er svo mikil samkeppni um tíma fólks? Horfa á sjónvarp og svæfa börn og fara á kaffihús..
Skálinn er lúinn. Er ekki málið að redda þessu bara?
1704704009MemberEr það ekki rétt að klúbburinn hefur aldrei verið eins fjölmennur og nú? Sömuleiðis að hann hafi aldrei átt jafnmikinn pening? Það þykir mér undarlegt að samtímis svona stækkun klúbbsins, skuli þrekið vera að minnka í þessum málum. Ekki meint neikvætt.
Hér er tillaga; Fresta söluáformum í tvö ár og að stjórnin gefi sér svigrúm á kjörtímabilinu til að einbeita sér að endurreisn skálanefndar og finnum fleiri Bárða þarna innanum. Skálinn eyðileggst ekki á meðan. Held að margir félagsmenn vilji og geti gert góða hluti – en viti hreinlega ekki af því hvað er mikil þörf fyrir þá. Ísalp þarf kveikja í þessu fólki. Ísalp getur haldið skálanum, þarf bara að vinna skipulega í að koma nefndarstarfinu á kopp. Ef mistekst gersamlega að endurreisa skálanefndina, þá finnst mér fullreynt að klúbburinn getur ekki staðið í þessu. Þá má FI kaupa hann. Ég skil sjónarmið stjórnar en myndi vilja sjá önnur úrræði reynd fyrst. Ég ætla því að segja nei við sölu á fundinum 5. des.1704704009MemberÞetta er nú ekki amalegur fjallafréttaoktóber, hver stórspretturinn rekur annan. Og nú Ama. Flottir.
Ö.1704704009MemberÞetta var nú FRÁBÆRT og til lukku. Vænti þess að sjá rit útgefið, ekki minna en sjöhundruð síður. Sendi einnig hamingjuóskir með áratugina fimm. Ö.
1704704009MemberÞað er ekkert annað en að grjóta á þessa kalla þeim myndum og greinum sem þegar hafa birst hafa í fjölmiðlum til að sýna að þetta verkefni er í fréttum. Besta auglýsingin eru fréttir eins og þeir vita. Og þú ert í fréttum – og verður meira eftir því sem líður á verkefnið. Spurning til fjármálastjóra: viljið þið vera með?
-Hvaða fyrirtæki hefði t.d. ekki viljað vera með lógóið sitt á jakkanum þínum á myndinni sem kom í Morgunmálgagninu um daginn?1704704009MemberGlæsilegt. Sýnir líka að svona verkefni fylgir mörg skýrslugerðin og heimavinna, bæði undirbúningsritun og úrvinnsla gagna. Fjallamennska er líka skjalamennska.
1704704009MemberTil Ólafs í nælu og kaffi.
Ekki má gleyma því að Útivera hefur gert verkefnum Olla frábær skil, bæði á Tröllaskaganum og nú þessu – og staðið sína vakt sem sæmir alvöru útivistarblaði.1704704009MemberÞjóðgarðsmálið var rætt á vettvangi SAMÚT í vetur – og Ísalp er aðili að SAMÚT (Samtök útivistarfélaga). Ráðamenn hafa verið látnir hlusta á gagnrýnina auk þess sem skoðunum SAMÚT var komið á framfæri við fjölmiðla. Ég vildi bara halda þessum staðreyndum til haga ef Ísalparar óttast að enginn heyri kvart og kvein hér á vefnum.
Það er síðan í höndum stjórnar Ísalp að ákveða hvort klúbburinn fari einsamall í umhverfisbaráttu eða í félagi með öðrum félögum. Allt um það, hér er lesefni, sem gæti hugsanlega hafa farið framhjá fólki þegar umræðan fór fram. (Eftirfarandi var sett á ísalpvefinn strax að loknum fundi um þessi mál, og var það gert í því skyni að upplýsa ísalpfélaga um það sem var verið að gera í þessum málum.)
“Ályktun Samtaka Útivistarfélaga 23. janúar 2007.
Frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð
Samút fagna hugmyndum um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en gera jafnframt alvarlegar athugasemdir við þá útfærslu er nú liggur fyrir Alþingi. Með þjóðgarðinum er ætlunin að stíga stórt skref til verndunar miðhálendisins og ýta undir nýtingu þess fyrir ferðamennsku í sátt við náttúruna. Útivistarfólk hefur um áratugi ferðast um það svæði sem Vatnajökulsþjóðgarður mun ná yfir og í hópi þess eru þeir sem best þekkja hálendið. Markmiðum frumvarpsins verður því ekki náð nema með góðri sátt og samvinnu við útivistarfólk og beinni aðkomu fulltrúa þess að ákvörðunum um ferðamennsku innan þjóðgarðsins.
1. Unnið án samráðs
Ekkert samráð hefur verið haft við Samút eða nokkurt félag útivistarfólks, notenda um útfærslu og stjórnsýslu þjóðgarðarins.
2. Þjóðgarðsstjórn
Ekki er gert ráð fyrir því að samtök Útivistarfélaga eiga ekki fulltrúa í stjórn(um) þjóðgarðsins. Farsælla er að fulltrúar þeirra sem nýta landið til útivistar eigi fulltrúa í þjóðgarðstjórn og í raun ómögulegt fyrir þjóðgarðsstjórn að henda reiður á umfangi og þörfum útivistar og ferðamennsku án beinnar þátttöku útivistarmanna.
3. Almannaréttur og umferð
Reglur um almannarétt og umferð eru óljósar. Útivist og umferð á þessu landsvæði á sér langa sögu og hefðir. Engir eru betur færir að fjalla um almannarétt og umferð en fulltrúar þess fjölbreytta hóps sem nýtir landið til útivistar. Í ljósi þess er aftur minnt á nauðsynlega aðkomu útivistarmanna að undirbúiningi og stjórn þjóðgarðsins.
4. Aðkoma að ágreiningsmálum
Ekki er kveðið á um að leita skuli umsagnar samtaka útivistarfólks varðandi útfærslu á þeim lögum sem hér um ræðir og Samút er ekki gefið færi á að kæra ákvarðanir til umhverfisráðherra og situr því skör lægra en t.a.m. umhverfisverndarsamtök.
Enn og aftur er því minnt á þörfina á því að notendur landsins (Samút) eigi fulltrúa í þjóðgarðsstjórn(um).
5. Gjaldtaka
Ákvæði um gjaldtöku fyrir aðgang að einstökum landsvæðum innan þjóðgarðs eru óljós. Slík gjöld eru óþekkt hérlenis og orka tvímælis gagnvart almannarétti og upplifun og aðgengi útivistarmanna að eigin landi.
6. Verndaráætlun.
Verndaráætlun er ekki til fyrir Vatnajökulsþjóðgarð en skal unnin innan tveggja ára.
Verndaráætlun innifelur m.a. skipulag umferðar og aðgengi og er brýnt að fulltrúar notenda séu þáttakendur í slíkri vinnu. Enn og aftur er því minnt á þörfina á því að Samtök Útivistarfélaga eigi fulltrúa í þjóðgarðsstjórn(um).”
1704704009MemberFlottir. Fóruð þið upp með Hafrafellinu, tókuð toppalykkjuna og síðan sömu leið til baka?
Myndir?
1704704009MemberÞetta er glæsileg ferð og ekki síður frábær Ísalpfrétt. Málið er alveg glerfínt á fréttavefnum. Gaman að lesa svona.
-
AuthorPosts