Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
1506774169Member
Sælir. Upp að vaðalfjöllum er cirka 1 kílómeters akstur frá Bjarkalundi. Ég fór þetta á mitsubishi colt í fyrrasumar og gaurinn á eftir mér var á appelsínugulum skóda svo að þetta er lítið mál að fara. Það er beygt út af veginum cirka 150 metra áður en komið er að bjarkalundi frá reykjavík. Með friðun, þá er svæðið ekki friðað en er í einkaeign svo að þarna þarf að passa að vera á slóðanum og ekki láta ykkur detta í hug að skjóta eftir rjúpunum á staðnum, presturinn á svæðinu má það ekki einu sinni . Góða ferð
1506774169MemberÍvar….það er ljótt að gera grín að veika fólkinu. Það eru bara dusilmenni sem slíkt gera
1506774169MemberÉg er bara fegin að þetta kom ekki í fréttunum. Maður er alltaf hræddur um að ísalp fái einhvern stimpil á sig þegar svona gerist. Kellingarnar á slysó voru einmitt að þusa og tuða um hvað þetta væri hræðilegt sport og hættulegt en það sljákkaði nú talsvert í þeim þegar ég spurði hvað hefðu margir fótboltamenn komið þarna inn á síðustu vikum. Allavega talsvert fleiri en klifrararnir viðurkenndu þær
1506774169MemberÞað er kannski rétt að bilið milli bolta skiptir ekki öllu máli. Við félagarnir vorum að klfra einhverja leið sem er 2 leiðum frá gollum í valshamrinum um helgina og ég datt þegar ég var kominn einn og hálfann meter upp fyrir bolta. Lappirnar hittu ekki klettinn af einhverjum ástæðum ég ég lenti á síðunni utan á veggnum. Núna er ég nýkominn heim af spítala og á að liggja í rúminu í 3 vikur með samfallinn hryggjarlið og tekur þetta 6 mánuði að gróa . Ef einhver rekst á tvistinn minn í boltanum má hann halda honum til haga og láta mig hafa hann. Ég er samt að spá í einu, borga tryggingar svona slys. Svar óskast.
1506774169MemberEf ég man þetta rétt þarftu að fara yfir markarfljótið til að komast i pöstina. Þegar þú ert búinn að keyra í 7-10 mínútur fram hjá fljótinu kemurðu að bæ sem heitir hvammur. Þar stendur dálítið áberandí hóll við veginn og er pöstin í skorunni þar bakvið. Hóllinn er mjög áberandi þegar keyrt er austur þjóðveg 1. Kletturinn samt sem áður sést ekki fyrr en komið er fram hjá hólnum svo að menn verða að hafa augun opin
1506774169MemberÉg held að ef menn hafa almenna skynsemi í kúpunni ættu þeir að sleppa þessum parti ævintýramennskunar þó ekki væri nema til að forða ættingjum sínum frá löngu sorgarferli sem er gjörsamlega óþarft og heimskulegt. (punktur)
1506774169MemberJæja ísalparar. Til hamingju með ársritið. Þetta er mögnuð og skemmtileg lesning og mætti segja mér að hún kæmi mörgum brölturum í fíling til að gera eitthvað um helgina. En annars, ég verð að koma með smá leiðréttingu á bæklingnum. Á blaðsíðu 65 er mynd frá Vaðalfjöllum í Þorskafirði sem eru beint fyrir ofan Bjarkarlund. Það stendur nefnilega undir myndinni að þetta séu Reiphólsfjöll í Þorskafirði . Bara til að hafa staðreyndir á hreinu.
1506774169MemberVar að koma úr ferð í breiðafirði og þar skorti ekkert sem heitir ís eða skíðafæri. Mikill snjór og flestir fossar komnir í aðstæður en reyndar var svæðið allt á kafi í snjó sem hamlaði manni soldið. En allavega nógur ís þar!
-
AuthorPosts