Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipant
Við fórum uppeftir í dag og kíktum á Stiftamt. Sigum niður og klifruðum smá austast í þilinu en þetta er sona frekar laust en vel brúklegt. Spottuðum þrjár til fjórar línur og það yrðu ca. 6-7 boltar í leið. Við rétt kíktum við og skoðuðum vestustu þilin að neðan en leist ekkert rosa vel á. Skoða betur í næstu ferð.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÉg held að enginn hafi verið að tala um að stjórnin hafi eitthvað úrskurðarvald með boltun. Það var haldinn stjórnarfundur í gær og stjórnin var sammála um að hún gæti ekki ráðið því hvar væri boltað og hvar ekki. Heldur væri það hjá klifursamfélaginu að taka ákvarðanir um það. Var ekki skilyrði að fá úthlutaða bolta úr boltasjóðnum að það væri ekki boltað í Stardal. Það er ekki flókið. Þó ég sé ekki ,,boltunarsinni” finnst mér í lagi að bolta nokkrar leiðir í Stiftamt sem ekki er hægt að klifra með náttúrulegum tryggingum. Maður kíkir á þetta á morgun eftir próf.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantég held samt að Stiftamtið sé skárri kostur.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÉg klifraði einu sinni við Snorrastaðatjarnir og bergið þarna er ágætt nema að klettarnir eru mjög mosagrónir. Ef ekki er hægt að klifra í Stift Amt með trad-style þá getur ekki verið mikið að því að bolta nokkrar auðveldar línur.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÞað vantar öruggar, boltaðar leiðir í léttari kanntinum í nágrenni Rvk. Hjalti og Kristín boltuðu eina í Valshamri í fyrra sem var gott. En það vantar aðeins meira. Að bolta Stardal er MJÖG viðkvæmt mál en við þurfum að horfast í augun við vandan. Er einhver annar staður í nágrenninu þar sem hægt er að bolta öruggar leiðir. Var ekki umræða um klettavegg nálægt Rauða Turnsins? Ef öll þau sem eru að klifra í Klifurhúsinu fara í Valshamar, væri 30.min bið eftir að fá að klifra.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÞetta var virkilega pró myndasýning. Flottar myndir blandaðar inn á milli video-brotum.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantSammála Karli með hávaðan. Var alveg að gera mann brjálaðan undir lokin. Væri ekki mál að lækka aðeins volumið í kvöld?
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantFyrst menn eru að tala um kamarinn þá var hann víst í 1000 pörtum þegar nokkrir kíktu á vellina í gær.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantSiggi, þú þarft að vera með diktaphone til að taka upp öll þessi óhljóð sem þú heyrir, svo eftir nokkur ár geturðu mixað þau saman og gefið út disk sem héti t.d; Shit in our pants eða Time to bail. Ég tek eitt stykki!
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantEr þetta þá sona í anda Óshlíðarinnar, klifrað 3 metra frá vegi með lýsingu frá ljósastaurum. Alvöru Roadside!! Lýst vel á. Er maður ekki annars hátt á sjöunda tíman að keyra þangað austur?
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantMeira svona eins og krabinn sem maður kaupir úti í sjoppu og drekkur í gegnum rör.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantSamt ennþá meira en nóg af ís.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÉg og Róbert fórum í gær, sunnudag, í Grafarfoss. Lenntum í rigningu og hættum við eftir ömurlegustu, blautustu og ómerkilegustu spönn sem ég hef klifrað. Líkara væri að lýsa þessu sem klifur í lóðréttum krapa heldur ísfossi.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantSamkvæmt myndaalbúmi fjölskyldunnar á mínu heimili er ekkert minna af ís í gljúfrunum þarna fyrir austan Klaustur. Gljúfrin eru ca. 60 metra djúp ef ekki hærri. T.d. Hörgsárgljúfur.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantSvo er alltaf gaman að sjá klifur á síðum blaðanna, alla vega er ein góð úr Múlafjalli á baksíðu moggans í dag.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÉg legg til að umræðusíðan verði skýrð ,,Fjallaspjallið”.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantHef mikinn áhuga á að koma með en er fastur í öðru þessa helgi.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÞið getið lesið um atburðarrásina í æsifréttamiðlinum DV í dag, miðvikudag. Hún er frekar bjögðuð og töluverður hluti greinarinnar er tekinn HÉÐAN. Passið hvað þið segið. Það gæti farið lengra en þið haldið.
Kv. Ágúst
-
AuthorPosts