Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantSmá rapport hérna.
Ég skrapp í bíltúr áðan upp í Hvalstöð. Aðstæður eftir hlákuna eru svona lala.
Það var mikill snjór utan á klettunum þannig að erfitt var að greina ís úr mikilli fjarlægð.
Smá ís í búhömrum. 55° klifranlegar að öllum líkindum.
Sá ekkert inn í Eilífsdal vegna snjókomu. Ætti að vera í fínum málum þrátt fyrir stuttan hitakafla.
Ekkert að gerast í Ýring, Óríon ennþá feitur. Lítið í Flugugili.
Smávegis af ís í Múlafjalli, sá ekki Stíganda en Rísandi ætti að vera vera klifranlegur þó að mjór sé. Ábyggilega mjög skemmtilegar mix-aðstæður.
(Birt án ábyrgðar (eins og lottótölurnar:) )
Þannig er nú það.
Góða skemmtun í klifrinu á morgun. Sjáumst í glögginu.
Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantSvo er þessi síða svakaleg.
http://www.gdargaud.net/Climbing/index.html
Þessi ljósmyndari hefur klifrað um allan heim og einnig verið mikið á Suðurskautinu.
Kveðja úr prófatörn
Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantÉg horfi til Öræfajökuls.
Eftir að hafa verið mikið á Svínafellsjökli í sumar og glápt á Hrútfjallstinda, sýnist mér sem það sé alveg hægt að gera nýjar leiðir þar. Í það minnsta má búa til ný afbrigði af eldri leiðum. Ég býst þess vegna við því að stefna austur í febrúar/mars.
Einnig væri mjög gaman að komast á Skarðatind, þó að það væri bara eftir hefðbundnu leiðinni upp úr Morsárdal.
Kv. Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantÉg ætla að veðja á Villingadal í fyrramálið.
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantTöff. Ég hef notað hokkýteip sem ég fékk í Everest. Það hefur virkað ágætlega en mætti vera gripmeira.
Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantNei djö…. Mjög leitt að heyra.
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantÉg er með gömul fjallaskíði sem eru með Silvretta 300 bindingum. Virka fínt fyrir alstífa skó. Engar hælaupphækkanir takmarka brattann á þeim brekkum sem hægt er að stíma upp, svo er auðvitað vita vonlaust að skíða niður á ísklifurskónum.
Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantGrivel G12, New matic binding. Notaðir einu sinni. Broddarnir sem geta allt!
Verð 12.000 kr.Five ten Spire klifurskór. Lítið notaðir. Stærð 42,5. Verð 3.500 kr.
Kv. Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantFlottur leiðarvísir. Vel gert.
Kv. Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantTad voru enn ad falla ishlunkar ad falla tarna nidur brekkuna i gaer. Saum einn mola a staerd vid gott hjolhysi sem hrundi nidur brekkuna og endadi beint undir Tacul Triangle.
I gaermorgun voru leidsogumenn ad fara upp brekkuna i “konnunarleidangur” med kunna. Annars var Cosmiques Arête fjandi fin i gaer.Kv. Agust og Atli , ekki med summit fever.
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantFjallaleiðsögumenn kíkja örugglega á laugardagskvöldið. Hér fyrir austan er botnlaust að gera þannig við komum ekki fyrr en um kvöldmat.
Kveðjur úr Skaftafelli.
ÁgiÁgúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantÉg held að múkkafælan sé ennþá til heima. Algjört möst að nota áður en að skriðið er í gegnum æluhreiður.
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantTær snilld. Ekki hægt að segja annað.
Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantÉg ætla austur á fimmtudag.
Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantVarðandi ís á S-Austurhluta landins.
Ég var um helgina stutt frá Kirkjubæjarklaustri og þar var nóg af ís, Sexí og Hertoginn af Kolbeinsey virtust í aðstæðum. Á sunnudaginn gekk ég inn í Hörgsárgljúfur sem er við bæinn Múlakot, aðeins um 5 mínútna akstri frá Klaustri. Það var töluvert af ís í gljúfrinu þrátt fyrir asahláku á föstudeginum. Í gljúfrinu er ógrynni leiða í en flestar eru þær sennilega einnar spanna leiðir i mjög fallegu umhverfi. Á góðum degi er mögulegt að ná mörgum leiðum. Ég náði aðeins að ganga inn um rétt hálft gljúfrið en hafði mjög gaman af.
Skellti inn nokkrum myndum á http://www.agust.smugmug.comMæli með að menn kíki á þetta ef svo vildi til að menn ættu leið hjá.
ný-ísklifursvæðakönnunarkveðja
ÁgústÁgúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantVið Skabbi prófuðum einhverja örmjóa línu sem er við hliðina á Paradísarheimt, sem sagt ekki Skoruna heldur einhverja leið sem liggur upp hornið hægra megin við hana.
Ég var komin 15-20 metra upp leiðina þegar að frekar óskemmtileg hrunsería byrjaði niður leiðina okkar sem einhverskonar mjó rás upp klettinn. Nokkrir molar í handboltastærð flugu framhjá hausnum og þá sagði ég stopp.
Skoran var megablaut, ekki bara fyrsta spönn sýndist okkur. Svo var hrun í Paradísarheimt ekki til bæta sjálfstraustið.
En Eyjafjöll er mega flott svæði. Skelli myndum af tilþrifum strákana inn á netið við tækifæri.
Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantNýliðar HSG voru þar síðustu helgi. Það var víst allt á kafi í snjó í lægðum og giljum. Melar stóðu hins vegar berir uppúr. Sjá hér http://hsg.smugmug.com/gallery/4236561#248426240
Ætla menn ekki að lemja ís á morgun? Vantar klifurfélaga fyrir laugardag. S: 695 3310
Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantVar að fá Alpinist rjúkandi heitt úr prentsmiðjunni áðan. Gríðarlega fott grein um Köldukinn eftir Ines Papert.
Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantScarpa Vega Plastskórnir eru fjólubláir. Ofurtöff og með nýjum reimum. Hefurðu áhuga Árni?
Þeir fara á 4000 kall.Ágúst
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantMæti með gamla Scarpa Vega plastskó í stærð 46.
kv. Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantÞessir fetlar frá BD heita Lockdown og eru nokkuð góðir. Örugglega hægt að kaupa þá á netinu.
Svo eru til ágætis axir frá Grivel sem heita Alp wing og eru ekki ósvipaðar Simond Naja.
Annars hef ég séð Naja í fetlalausri útgáfu. Minnir að hillujárn og teppateip hafi komið þar við sögu.
kv. Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantPiranha eru snilldar axir.
Eini gallinn við þær var hversu mikið maus er að skipta um blöð miðað við Black Diamond og Charlet Moser. Svo festust blöðin svo gríðarvel í ísnum að það gat verið vandamál að ná þeim út (sem eitt sinn endaði með brotinni tönn). Samt frábær balance í sveiflunni og allt það. Ég held ég eigi enn auka hamar á Piranha ef einhvern langar að losna við hyrnuna.
kv. Ági
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantÉg sá að það var smá ís byrjaður að myndast í Grafarfossi í morgun! En það litla sem hefur myndast verður líklegast horfið á fimmtudag.
kveðja
Ági á ÍsvaktinniÁgúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantTil hamingju Olli með að hafa klárað þetta risaverkefni.
Kveðja. Ágúst Þór
Ágúst Þór Gunnlaugsson
ParticipantSkemmtileg myndasýning í gær. Sérstaklega gaman af myndum Dúllarans frá Yosemite.
-
AuthorPosts