Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
ABParticipant
Gaman að heyra af þessu. Við Freysi fórum í bíltúr upp að Búahömrum en ákváðum að við ættum betra skilið en bleytuklifur (lesist: vorum latir) og snérum við.
Svo viljum við helst ekki klifra nema það séu að lágmarki tveir professional ljósmyndarar á svæðinu.
Kveðja,
AB
ABParticipantEins og ég hef áður fært rök fyrir þá finnst mér að bolta eigi Síamstvíburann. Hins vegar finnst mér eðlilegt að sá sem fyrstur fór leiðina eigi lokaorðið um hvort það verði gert. Eigum við ekki a.m.k. að leyfa Íbba að koma sér heim frá Suðurskautinu áður en við boltum leiðina?
Kveðja,
AB
ABParticipantFlott leið og gaman að sjá myndir.
Muna svo að skrá leiðina formlega hér á vefnum.
Kveðja,
AB
ABParticipantÞað er kannski heldur vafasamt að berja niður ís úr leiðum þegar aðstæður eru slæmar fyrir! En í þessu tilfelli var tilgangurinn góður.
Jú, Skabbi, við gátum ekki annað en gætt okkur á þessari gourmet-leið með nýju boltunum. Ég er ekki frá því að hún sé betri svona heldur en með löngum sling fram af syllu!
Leiðin er í skemmtilegum aðstæðum; ísinn neðst er temmilega þunnur og því tæknilega krefjandi, klettarnir lausir við snjó og óþarfa ís (stundum myndast ís í sprungunni sem getur torveldað klifrið. Þá gæti verið ráð að síga fyrst og berja hann niður). Svo er fríhangandi kertið efst akkúrat passlega stórt.
Þótt þessi leið sé ekki auðveld þá er öllum óhætt að prófa, enda liggja boltarnir þétt og bratti klettanna það mikill að fall er ekki áhyggjuefni.
Ég hlakka mjög til að heyra frá þeim sem skella sér í Ólympíska félagið:
25 mín akstur + 15 mín aðkoma + 60 mín klifur + 10 mín í bíl + 25 mín akstur heim + 15 mín eitthvað bull
= 150 mín = 2:30 klst.Þetta er bara eins og að fara í ræktina!
Kveðja,
Andri
ABParticipantSérlega fagmannleg og glæsileg síða. Til hamingju.
Kveðja,
AB
ABParticipantÚff, ég veit ekki hvort ég vildi vera messagutti á skipi með sjálfan Hardcore í öllum æðri stöðum!
Þetta er óneitanlega skemmtilegasti pistill um lélegar aðstæður sem ég hef lesið.
Gleðilegt nýtt ár.
Kveðja,
AB
ABParticipantSkemmtilegar myndir. Bergið í Þverárgili lítur vel út.
Kveðja,
AB
ABParticipantVóvóvó, rólegur Ívar! Ég er rétt að klára að melta hangikjötið svo verður Ólympíska félagið boltað. Ég rétt höndlaði þetta í dag. Kjötsviminn gæti slævt dómgreind mína og ég myndi kannski óvart bolta Síamstvíburann! Er þá ekki betra að bíða aðeins?!?
Ég setti inn nokkrar símamyndir til viðbótar:http://picasaweb.google.com/andribjarnason/HelvTisFokkingFokkTvBuragiliDes2008#
Kveðja,
AB
ABParticipantHey, þetta er flott. Alltaf gaman þegar fólk klifrar lengri ævintýraleiðir.
Súper steiktir myndatextar hjá Marianne. Gaman að þessu.
Kveðja,
AB
ABParticipantMikið er ánægjulegt þegar netumræður skila sér í bættum skilningi milli manna. Slíkt er óhemju sjaldgæft.
Síamstvíburinn verður heimsóttur við fyrsta tækifæri, engin hætta á öðru.
Jólakveðja,
AB
ABParticipantÉg skil þessi sjónarmið og virði þau.
Hins vegar væri það einmitt alls ekki rökrétt skref að bolta Vöfflujárnið á Völlunum. Það hefur reyndar ekki bara með hefð að gera: Að bolta dótaleiðir á besta boltasvæði landsins stuðlar ekki sérstaklega að framþróun sportklettaklifurs. Sá er punkturinn.
Boltaðar leiðir í Tvíburagili gætu raunverulega haft mikil áhrif á heila undirgrein klifurs á Íslandi. Ég held að fórnarkostnaðurinn sé ásættanlegur: möguleikinn á því að draga úr ánægju fárra sterkra klifrara. Ég sé þetta sem mikilvæga undantekningu á almennu reglunni vegna sérstakra hagmuna fyrir sportið í heild sinni.
Ég skil þegar þú segir að þetta sé spurning um hverja leið fyrir sig. Því er ég sammála! Ég átti alls ekki við að í lagi væri að ofurbolta allar línur á einhverju svæði ef búið væri að bolta eitthvað. Boltun á Ólympíska félaginu réttlætir ekki boltun á Síamstvíburanum ef höfundar þeirrar leiðar telja hana vera dótaleið – skárra væri það nú ef þeir sem fyrstir fara leiðirnar hefðu ekkert með þær að segja!
Hefðir skipta máli. Þótt hefð sé fyrir boltun á tilteknu svæði þýðir það EKKI að bolta megi allt. Ef hefð er fyrir náttúrulegum tryggingum á tilteknu svæði þá þýðir það oftast að ekki má bolta neitt. Þetta er heilbrigð viðmiðun sem heldur boltun innan skynsamlegra marka.
Ég sagði í fyrri pósti: „Það er engin hefð í Tvíburagili – við erum að búa hana til.“ Það sem ég á við er að við værum ekki að brjóta neina hefð ef við kjósum að bolta leiðir í Tvíburagili. Einfaldlega vegna þess að hefðin er ekki til staðar (ólíkt því sem er í Stardal, t.d.).
Þið Haukur veljið fyrir ykkur. Ég vel fyrir mig.
Jólagjöfin mín er til allra klifrara sem vilja geta mixað í nágrenni RVK án þess að hugsa um hvort þeir séu að skemma eitthvað fyrir Robba og Sigga Tomma: Ég stefni á að bolta Ólympíska félagið. Ég skal sérstaklega gæta þess að fyrsti bolti trufli ekki ykkar línu; það er sjálfsögð kurteisi.
Ef elítan ætlar að buffa mig mætti hún gjarnar bíða með það fram yfir jól. Og ég á hnúajárn og kylfu.
Gleðileg jól!
AB
ABParticipantÉg er sammála. Það á að fara afar gætilega í að bolta leiðir sem hægt er að tryggja með náttúrulegum tryggingum. Þetta flokkast undir almennt klifursiðferði og er samþykkt af flestum klifrurum.
En svo þarf að vega og meta ólíka hagsmuni.
Það er staðreynd að boltaðar mixleiðir verða oftar klifraðar en leiðir sem tryggðar eru með náttúrulegum tryggingum. Það er því hóflegt að draga þá ályktun að boltaðar leiðir myndu stuðla að meiri framþróun í mixklifri á Íslandi heldur en leiðir tryggðar með dóti. Við viljum að mixklifur komist á hærra plan. Boltað mix-svæði í nágrenni RVK myndi aldeilis hjálpa til við það.
Hitt er annað, að með boltun erum við hugsanlega að taka fram fyrir axirnar á einhverjum sem geta og vilja leiða Ólympíska félagið og Síamstvíburann án bolta og fyrirfram innsettra trygginga. Það er vissulega hægt að klifra Ólympíska félagið með náttúrulegum tryggingum og án þess að nota langa slinga. Með því að hreinsa betur úr ísfylltum sprungum hefði kannski mátt finna staði fyrir meira dót. Ég sá hins vegar fyrir mér fínasta möguleika á því að „grounda“ úr leiðinni hefði ég dottið í það dót sem var hægt að setja inn í klettakaflann þennan dag. Ég var ekki tiltakanlega spenntur fyrir því, en ég veit að þeir eru til sem yrðu ofsakátir með tækifæri til slíks spennuklifurs. Hvort á að miða við mig eða þá þegar ákvörðun um boltun er tekin? Þetta er alveg gild spurning.
Í mínum huga er skýrt að framþróun mixklifurs á Íslandi og hagsmunir hins venjulega Klifur-Jóns/Gunnu vega þyngra en fræðilegi möguleikinn á því að boltun Tvíburagils ræni einhvern ævintýrinu sem felst í að klifra leiðirnar með dóti.
En má ekki nota sömu röksemd fyrir boltun í Stardal? Hmm, nei, því þar er staðfest, skjalfest og þinglýst sú hefð að klifra án bolta.
Það er engin hefð í Tvíburagili – við erum að búa hana til.
Kveðja,
AB
ABParticipantHér er myndband í hörmulegum gæðum. Smá brot úr efri hluta leiðarinnar. Ágúst tók upp.
http://video.google.com/videoplay?docid=-3628771074372834374&hl=en
Veit einhver um vefsíðu sem tekur við og birtir myndbönd í góðum gæðum?
AB
ABParticipantHér eru myndir:
http://picasaweb.google.com/andribjarnason/LympSkaFLagiTvBuragiliDes2008#
Ég er að rembast við að koma myndbandi inn á youtube en það gengur hálf brösulega. Ég hendi inn hlekk ef þetta gengur.
Ég vil bolta Ólympíska félagið og hef fyrir því margar röksemdir. Ég er hins vegar of dasaður núna til að skrifa um siðferði við boltun leiða. Ég segi þó að mikilvægt er að fólk ræði þetta. Hvað finnst ykkur?
Kveðja,
AB
ABParticipantGóður, Friðjón:).
Annars er þetta er góður siður sem maður ætti að taka upp.
AB
ABParticipantMjööög flott hjá ykkur.
AB
ABParticipantFlott hjá ykkur!
AB
ABParticipantMér finnst gott að vita af tveimur fleygum á rakknum.
Ég er yfirleitt líka með tilbúinn sig-prússik.
Annars fínn listi.
AB
ABParticipantABParticipantÍvar, lát heyra!
Annars er það vitað mál að Þilið er ekki fullklifið nema að símtal hafi átt sér stað milli klifrara og tryggjara í eða eftir síðustu spönn. Þetta stendur í manualinum.
AB
ABParticipantUpplýsingar um Vallárdal í Esjuleiðarvísi frá ´85:
„Þröngur og stuttur hangandi dalur sunnan til í Esjunni vestan Vesturbrúna. Neðan hans er Vallárgil…“
Svo er leiðinni lýst:
„Vallárgil – ís.
Gr.: 3. L.: 80m. T.: 1-1 1/2 klst.
Fyrst farin: Mars 1983, Hreinn Magnússon, Ari Trausti Guðmundsson, Olgeir Sigmarsson. Ísleið sem felst í tveimur 15-20 m. háum íshöftum. Höftin eru reyndar mishá eftir snjóalögum og hafa jafnvel horfið alveg í snjóþyngslum.“
Gæti þetta passað?
AB
ABParticipantNei, þú ert ekki með þetta, Siggi.
Valdi, mér dettur ekkert sérstakt í hug en skal sannarlega hafa augun opin!
Kveðja,
AB
ABParticipantSiz,
Þá hef ég verið að ljúga. Afar traust berg, ekkert laust. Svo ég vitni í einn góðan: ,,Þetta er nú bara eins og malbik!”
Eða, kannski ekki. Það færðust vissulega nokkrir steinar úr stað þann daginn.
En án axarinnar hefðum við aldrei getað höggvið niður eldivið fyrir ,,brew-ið.” Ekki vill maður kalt te, er það nokkuð, Halli?
Svo er Steppo náttúrlega verkfræðingur og þegar enginn fannst fleygahamarinn þá ,,bestaði” hann verkefnið og eldiviðaröxin varð ,,heildræn hagkvæmdarlausn” á vandamálinu.
AB
ABParticipantVirkilega vel af sér vikið. Góðar myndir!
Nú er spurning hver verður fyrstur til að tækla alla veggina í röð að sumri til.
Minnir að í leiðarvísinum standi að klettaleiðin í Skarðshorni sé ,,…7-8 spannir með SLÆMUM megintryggingum.” Það var og!
AB
ABParticipantFljótt á litið sýnist mér þessi skoska leið líkjast nokkuð glæstri klettaleið hér heima á Fróni sem kallast Dauða-Spaðinn. Kannast þú eitthvað við þá leið, Halli?
AB
-
AuthorPosts