Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Siggi TommiParticipant
Hljómar vel.
Mig grunar hvaða svæði þið eruð að tala um fyrst þetta er sýnilegt úr bænum. Var í stuttri vinnuferð á Ísafirði í apríl í fyrra og var þá að horfa þarna í kringum bæinn með ísleit í huga…Er nóg af nýjum svæðum þarna kringum ykkur fyrir leiðasníkjana að sperra sig í?
Eða væri sniðugt að fara eitthvað afskekktara á Kjálkanum, t.d. Arnarfjörðinn, Barðaströndina eða Gilsfjörðinn?Hvað með möguleika á mixklifri? Eitthvað búið að gera umfram það sem Krister Svíi fór á Festivalinu um árið.
Einhver gáfuleg brött gljúfur/gil sem gætu gefið eitthvað í áttina að því sem við vorum í fyrir austan í fyrra?Siggi TommiParticipantVar á ferð um Þingeyjarsýsluna í dag, fjórða í jólum. Lagði lykkju á leið mína yfir í Kinnina til að skoða hvað satans hlýindin voru búin að skemma af ísmynduninni.
90% af sjávarleiðunum eru farnar norður og niður og aðrar sennilega minnkað um sem nemur ca. mánaðar myndun… Mikil synd eftir svona góða byrjun vetrar.
En þetta er ekki allt farið. Mér reiknast svo til að hátt í 10 leiðir séu enn þokkalega klifranlegar: Sólhvörf, Tangó kálfanna, Frygð, Sýnishornið, Öskubuska, Gleymskan, Miðnæturhraðlestin, Gleymskan, 1-2 af hinum rennunum, Öfund, Blár dagur (?), Glassúr (?).
Eflaust er hægt að fara fleiri ef menn eru með graníthreðju.Svo er bara að vona að þessi hláka fari að gefa eftir svo þetta fjúki ekki allt.
En myndir segja meira en milljón orð:
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Kaldakinn28Des2008#Siggi TommiParticipantJá, fokkings fokk er það víst.
Við Jökull Bergmann ætluðum að þenja testósterónið í Ólafsfjarðarmúla í dag en það svæði býður upp á 20-50 leiðir á bilinu WI3 upp í eitthvað massíft (WI6 alla vega skilst mér) af lengd 50-100m.
Nú eftir hlýindin sem allir eru svo ánægðir með hafði flestum leiðum skolað út í Íshafið svo ekki urðu nein stórræði framkvæmd. Kíktum yfir í Ólafsfjörð og beyond en þar var fátt um fína drætti. Enduðum því um hádegið á prýðilegri rómantískri fjörugöngu að skoða aðgengilegasta hluta Múlans (muna að vera ekk þarna á háflóði). Eftir suicidal drulluklifur og nesti var ákveðið að fara í einu línuna á þessu svæði sem ekki var að flysjast af klettunum og varð úr prýðisskemmtun í góðum ís og ekki svo góðu grjóti.
Afraksturinn varð leiðin “Hart í bak” (ef JB mótmælir ekki) og fær hún gráðuna WI4 (20m bratt og 10m brölt í ís) og svo 30m D4 (drulluspíru-viðbjóðs af slatta alvarleika en aðallega ófögnuði samt).
Vonandi að fleiri leiðir verði til þarna þegar frystir aftur.Siggi TommiParticipantBoltar munu ekki skemma neitt fyrir mér persónulega enda hef ég ekki stundað klifur í leit að sjálfsmorðsvettvangi (nema í hóflegu mæli). Mig hefur einmitt vantað fleiri leiðir til að jöppa í enda hef ég afar lítið mixklifrað með dóti og hef engar sérstakar ambisjónir í þá veru.
Styð Andra heilshugar í þessu máli og mun bolta í tætlur hugsanlega nýjar leiðir sem ég mun setja þarna upp.
Held einmitt að hagsmunir sportsins liggi í að gera þetta aðgengilegt og öruggt svo allir geti farið og jóðlað í þessu í stað þess að úr verði stáleistnaleiðir sem farið verði í á 5 ára fresti eða álíka. Það finnst mér sóun á góðum leiðum.
Toprope er einfaldlega ekki það sama og að leiða og transitionið frá toprope í mixleiðslu verður illyfirstíganlegt ef engar verða boltuðu leiðirnar…Skora á þá sem ætla að bolta að gera það helst þannig að hægt sé að mixklifra þarna jafnvel þegar lítill eða enginn ís er til staðar. Þá væri hægt að koma þarna allan ársins hring og skemmta sér.
Jólalega gleði!
Siggi TommiParticipantAllt að gerast. Mikil gróska og eistnaflug í gangi…
Styð boltun heilshugar enda sé ég ekki meginmun á boltun og að fortryggja leiðir með dóti og skrúfum eins og gert var með þessar báðar.
Ef grjóthlutinn er það morkinn eða illa til dóts fallinn að það þurfi “hreiður af dóti” eins og Síamstvíburinn og Ólympíska þurfi ístryggingu og langan sling, þá er ég ekki að sjá að menn séu að fara að leiða þær “hreint”. Eða hvað?
Held það sé alveg ljóst að leið sem fær bolta í sig verður 10x vinsælli en óboltuð leið. Jafnvel klassík…Er ekki potential í nokkrar leiðir í viðbót þarna?
Fyrir þá sem ekki vita, þá var mixsjóðurinn búinn að hálfbolta tvær leiðir (og setja upp eitt akkeri) í klettunum ofan við bíltastæðið í Múlafjalli. Þar voru fjórar línur prófaðar, frá M4/5 upp í M6/7 eða svo. Svo kom ísinn og menn gáfu sér ekki tíma til að klára þetta í hlákutímanum. Áhugasamir mega gjarnan klára þetta mín vegna.
Robbi (s: 866 2235) situr annars á augunum sem sjóðurinn var kominn með (ca. 20 eftir). Dúllarinn ætlaði að gefa slatta af boltum en síðast þegar ég vissi voru þeir ekki enn komnir til skila og því verða menn enn sem komið er að gefa eigin bolta í málefnið.
Siggi TommiParticipantGlæsilegt.
Hressandi þetta efsta haft. Beilaði einmitt á því fyrir 2 árum í kertuðum aðstæðum og -15°C…
Ómögulegt að eiga þennan klassíker hálfkláraðan.Siggi TommiParticipantGlæsilegt.
En… áttu þetta nokkuð í hærri upplausn en er á Picasa?Siggi TommiParticipantTöff stöff.
Er þetta ekki bara orðið de-facto testpísið hér í nágrenninu?
Vonandi að þetta verði enn bunkað eftir jólin þegar ég kemst í að prófa þetta.Siggi TommiParticipantSissi alltaf með ferska brandara.
Annars er nú langt síðan ég heyrði þennan sketch. Þarf að hitta á þig Sizmeister, skila Masters of Stone (sem ég fékk lánaða 2004 eða álíka) og horfa á leiksigur þinn enda enn betri en orginallinn hjá Snjóberti.
Siggi TommiParticipantFerskar myndir komnar á
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/RInJRsRdal#Inndjóíj!
Siggi TommiParticipantJá, gaman að þessu.
Hressandi hvað löngu týndar leiðir eins og Nálaraugað og Vallárgil hafa fengið uppreisn æru nú í vetur.
Man ekki eftir að hafa heyrt neinn fara í Vallárgil síðustu vetur og einstaka hópa í Nálaraugað.
Mér telst svo til að Gulli og Skabbi hafi verið fjórða teymið þar í vetur. Ekki slæmt það.Siggi TommiParticipantNokkrar tölfræðilega staðreyndir um túrinn.
09:00, lagt af stað í Botnýju (WI3). 150m simul-klifur með 12 skrúfum. 9:40 STÞ upp, 9:55 RH upp.
11:05, lagt af stað í Þrána (WI5+). 60m fyrri spönn, RH kominn upp 11:47, STÞ kominn í stansinn 12:15. 10 mín tepása ca.
13:15, STÞ uppi á brún eftir 35m foss og 10-15m snjóbrekku.
13:47, RH upp.15:00, lagt af stað í Granna (WI4, efri parturinn slefaði í WI5 í þessum aðstæðum). Léttur stans eftir 50m, sólóað 20m slabb og léttur stans fyrir lokakaflann. 16:00 STÞ uppi. 16:25 RH uppi.
Svo var skemmtilegur ballet á ísbunkum 2-3m frá fossbrún Granna til að komast yfir ána… Frekar óhuggulegt.
Samtals ca. 150+100+120m eða um 370m af ís þennan dag á 7 1/2 tíma, ansi miserfiður reyndar.
Spurning hvort ætti að reyna að skáka Ines og Audrey í 1000m klifurdegi… (þær fóru reyndar allt WI5 og efriðara…)
Góður dagur á fjöllum!
Siggi TommiParticipantGummi stóri tók eitthvað af myndum í Eilífsdalnum.
Vona að hann sé sáttur við að ég sendi linkana frá honum hér inn.
http://www.internet.is/gummistori/ST2.jpg
http://www.internet.is/gummistori/ST3.jpgBáðar eru myndirnar teknar í mið-Tjaldsúlunni.
Hægri Súlan var enn feitari.Auglýsi eftir myndum frá Arnari og Marianne og svo fleirum frá Gumma.
Siggi TommiParticipantJájá.
Fór við fimmta mann í Eilífsdal í bítið í gær.
Voru þar á ferð undirritaður, Gunni Magg, Marianne sportrotta frá Niðurlöndum, Gummi hinn hávaxni og Arnar hinn ekki-jafn-hávaxni.
Aðstæður uppfrá voru hressandi. Nóg af ís en fossarnir eru enn að loka sér, slatti af tjöldum og regnhlífum svo það þarf aðeins að þræða framhjá því vafasamasta. Ég, Gunni og Marianne fórum mið- og hægri Tjaldsúlurnar og var sú hægri sérstaklega tær f***ings snilld. Gummi og Arnar fóru í vinstri Súluna og var hún vel fær hægra megin.
Einfarinn var þunnur en fínn niðri. Efri spönnin upp vinstri var mjög úfin en eflaust gerleg. Sá ekki inn í hornið þar sem orginallinn liggur. Gummi og Arnar voru að hnoðast þarna svo þeir geta gefið betra rapport um það.
Þilið náði saman og ég myndi giska á að það sé svipað og var þegar ég fór þar í byrjun des í fyrra (fórum ekki alveg að því). Sjá http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Ili8Des2007#Frost var með afbrigðum mikið fram eftir degi (12-15°C frost) og ísinn óheyrilega harður en mýktist aðeins þegar leið á daginn og hitaskilin nálguðust landið.
Lentum náttúrulega í að villast á slóðanum niðureftir og fórum örugglega 5 sinnum af leið en höfðum okkur þó niður að lokum.
Þrír voru með stórar myndavélar í túrnum svo það ættu að detta inn myndir af Dalnum á næstu dögum…
Siggi með kaldofa á hægri stórutá…
Siggi TommiParticipantSjitturin titturinn. Gott að ekki fór verr.
Hefði verið frekar skuggalegt ef hneturnar hefðu torque-að flögunni af stað fram af syllunni með tilheyrandi lífshættu fyrir Smára og tryggjarann og e.t.v. fleiri.Ég er enn á báðum áttum með hvort eigi að fleygja stykkinu niður. Langar til að líma en það verður að vera almennilegt til að skapa ekki falskt öryggi.
Siggi TommiParticipantÉg tek líka við styrkjum og öðrum fjárframlögum frá góðviljuðum aðilum.
Gæti örugglega orðið 9a klifrari ef ég þyrfti ekki að mæta alla daga í vinnu.
Siggi TommiParticipantÞessi samtök eru nú grasrótarsamtök þannig að við hljótum frekar að skora á einhvern félagsmann að gera nothæfan leiðarvísi.
Það er fullt af liði búið að fara þarna upp og ég og fleiri hafa myndað þetta í bak og fyrir. Ætti því ekki að vera erfitt að strika nokkrar línur á þetta og skrifa nokkur orð um aðkomu, klifrið sjálft, línumálin og slíkt.
Info og allt er til á þessum þræði og eldri þræði frá í júní/júlí.
Bara spurning um að taka það saman.Örn og Ágúst. Nú er boltinn hjá ykkur enda þið með leiðina ferska í minni.
Getið kíkt á http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Hraundrangi14JN2008# og sent á mig póst á hraundrangi(hjá)gmail.com ef þið viljið einhverja mynd í hærri upplausn.
Vil gjarnan hjálpa til við þetta en er á fullu í ársritinu þessa dagana svo ég hef ekki tök á að gera þetta sjálfur.Siggi TommiParticipantÞað verður nú seint sagt að þessir tölvupóstar hafa verið milli fárra aðila, þar sem hátt í 30 manns voru í póstgrúppunni (sem dekkaði alla sem okkur datt í hug sem áhugamenn um mixklifur, einhver Email hefur kannski vantað).
Siggi TommiParticipantLas það einmitt á blogginu að bæði Marianne og Eyþór hafi rauðpunktað 7b+ (5.12c) og skilst mér að það sé bæting hjá þeim báðum.
Til lukku með það.Siggi TommiParticipantÍvar, farðu nú að gera eitthvað í vinnunni!
Það liðu ekki nema 2 mínútur frá því ég póstaði þessu þangað til þú svaraðir…Siggi TommiParticipantKlárlega setja inn Snæfell í staðinn fyrir Skarðatind.
Skarðatindur er orðinn svolítið “niche” þó hann sé flottur og allt það.Annars er pínu dularfullt að hafa Tindfjöll sem “fjall” þar sem þetta er jú samsafn af mismerkilegum tindum. Veit ekki alveg hvernig ætti að tækla það.
Siggi TommiParticipantKlárlega þarf Skessuhorn að fara hátt á þennan lista
Siggi TommiParticipantHmmm, þetta er áhugavert.
Ég hélt nú að kamarinn góði teldist vera fullnægjandi hreinlætisaðstaða.
Hvað gerir þurrkamar fram yfir núverandi kamar svo sem?
Þetta hljómar eins og kostnaðarliður og einhvern veginn efast maður um að landeigendur eða þetta “Ríki Vatnsjökuls” hafi áhuga á að borga brúsann.
Ætli eigi að óttast að menn vilji fara að rukka fyrir gistingu þarna ef fara á í fjárfestingar í kamarmálum?Siggi TommiParticipantArgasti püdding royal, það er nokkuð víst.
Það er nú þannig með mig í seinni tíð að ég er oftast að klifra og ver afar sjaldan meira en 1-2 tímum í aðkomu þannig að heils dags ganga er eitthvað sem kerfið er ekki sérlega vant. Annars var gangan svosem ekki vandamálið, aðallega bara að þetta var langt fram á nótt.
Maður ætti kannski að fara að ganga meira…
…en klifur er bara svo miklu skemmtilegra!Þá er það getraun dagsins.
Hvaðan er eftirfarandi ritstúfur?
“If you don’t eat your meat, you can’t have any pudding! How can you have any pudding if you don’t eat your meat?!”Siggi TommiParticipantFor the record (ef Sveinborg er að logga það sem á vantar), þá var s.s. ég þarna uppi ásamt Eiríki Geir Gunnarssyni og Hilmar Kristjánssyni þann 14. júní 2008. Ekki skildum við eftir spjald og engin var bókin…
-
AuthorPosts