Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Siggi TommiParticipant
Fleiri svæði, ekki alveg við Marseille (aðeins norðar og vestar) eru:
Buoux (við bæinn Apt) – mjög skemmtilegt svæði, 1-2 tíma norðan við Marseille
Claret (nálægt Montpellier) – skemmtilegt en frekar erfitt svæði
Volx (nálægt Buoux) – juggarapumpur í megahelli (leiðir frá 6b og upp úr)
Russan – ekki prófað en BB lét vel af
Orgon – prófuðum Canal du Orgon, sem er ljótt svæði en með flottu klifri
Orpierre og Sisteron – svæði í léttari kantinum milli Buoux og Gap, trúlega 2-3 tíma að keyra frá Marseille
Nice og nágrenni – eitthvað stöff þarna hjá MónakóSiggi TommiParticipant[img size=614]http://isalp.is//media/kunena/attachments/legacy/images/DSC00026_sm.JPG[/img]
Strákarnir hressir á toppi Rauða turnsinsSiggi TommiParticipant[img size=461]http://isalp.is//media/kunena/attachments/legacy/images/DSC00033_sm.JPG[/img]
Ási að leggja af stað í GandreiðinaSiggi TommiParticipantGlæsilegt drengir.
Hraundrangi er snilld…Þegar þú segir “…upp á topp eru 1-2 svona 1-2 nettar klifurhreyfingar…”,ertu þá að meina til að komast úr skriðunum Öxnadalsmegin og yfir í söðulinn til að komast inn í hefðbundnu klifurleiðina? Eða fóruð þið nýja leið alveg upp á topp?
Þið siguð augljóslega niður orginalinn en ég átta mig ekki alveg á þessari lýsingu á uppleiðinni.Minni á ársritið.
Spurning hvort þið getið sent mér ítarlegri lýsingu á “hvar og hvernig” með þessa uppgönguleið til að geta bætt við væntanlegan leiðarvísi að Hraundranga í næsta ársriti. hraundrangi(hjá)gmail(.)com
Var ekki einhver ykkar félaganna sem fór á Kistuna um árið. Spurning um myndir og lýsingu að henni til að gera tópóinn afar hressandi.Siggi TommiParticipantÁrni með þjóðmenninguna á hreinu.
Hressandi frásögn…Siggi TommiParticipantTókst bara ótrúlega vel miðað við rok og ekkert kamerukrú.
Ási vippaði vélinni bara upp á þúfu í tóftinni og úr varð hin ágætasta snælda…Siggi TommiParticipantÞetta hljómar eins og “S fyrir Stratos”. Það var eitthvað fleira ófarið ennþá vestar (lengra vinstri neðan frá séð) en ég man ekki eftir einni ákveðinni sprungu.
Held það séu einhverjar myndir í greininni minni frá því í denn.Siggi TommiParticipantGlæsilegt. Mundi er alltaf hress.
Synd hversu lítil traffík er þarna uppeftir.
Hef ekki heyrt af hópum þarna síðan við Robertino fórum þarna fyrir mörgum árum (2004) en maður heyrir svo sem ekki um allar ferðir…Fóruð þið Orginalinn, Munda eða “S fyrir Stratos” eða jafnvel eitthvað nýtt?
Hér er annars slóð á greinina mína frá því um árið. Þar gefur m.a. að finna lýsingu á sportklifrinu í Pöstunum fyrir áhugasama.
Siggi TommiParticipantJá, þokkalega til lukku með vefinn, drengir!
Þetta er ekkert annað en stórglæsilegt.Hlakka til að vafra hingað inn á hverjum degi héreftir…
Siggi TommiParticipantÉg skal gefa ykkur gömlu línuna mína en bara ef þið fléttið unaðslegt hengirúm úr henni.
Siggi TommiParticipantFór við fjórða mann í síðvetrar ísklifur í Eilífsdal í þessum afar dvergvaxna “frostakafla”.
Með í för voru Skarphéðinn taðskegglingur frá Bergþórshvoli, Guðlaugur granítklettur úr Klobbavogi og Björgvin lapin kulta perkele kenndur við Retro.
Ætlunin var að príla Tjaldsúlurnar og ef gæfan lofaði kannski lauma sér upp Tjaldið í leiðinni. Súlurnar gengu vel en þegar undirritaður var kominn hálfa leið inn í Tjaldið gaf gæfan ei meir og skynsemin sagði að lengra skyldi ei haldið og ég beilaði. Eflaust hefði verið hægt að klifra hærra en andlátsóttinn bar mig ofurliði. Var því sigið niður á þræðingu og tímabilið hvatt með virktum enda var það með þeim bestu síðustu ár þó það hafi verið hálf aumt eftir festivalið góða fyrir Westan.BTW. Þið eruð sennilega 2 mánuðum of seinir að byrja ísklifurferilinn, strákar. Eina sem hangir uppi núna er Eilífsdalurinn og hann á nokkrar vikur eftir og bara safe á köldum dögum. Ekki beint ofanvaðsvænt…
Einfarinn í Eilífsdal er mjög léttur ef þið eigið nokkrar skrúfur til að leiða fyrstu 10-20 metrana.
Annars eru skemmtilegar leiðir í Skarðheiðinni. NA-hryggurinn á Skessuhorni í klassískur og svo eru miðlungs erfiðar klifurleiðir upp á Skarðhorn og Heiðarhorn. Auk þess eru náttúrulega erfiðari leiðir, t.d. upp NV-vegg Skessuhorns en það er líklega einum of fyrst þið eruð að byrja í pakkanum.Siggi TommiParticipantKíkti á þetta og nokkur önnur vídeó frá Posing Productions á podcastinu. Mikið af góðum trailerum og “making of” skotum.
Siggi TommiParticipantGott stöff. Flott lína.
Nú þekki ég þetta ekki sérlega vel en ég veit að Ívar og fleiri fóru í eitthvað sem kallast Bólaklettur í nágrenni Borgarness fyrir nokkrum árum. Veit ekki hvort staðsetningin á þessu stemmir.Fór sjálfur með Robba í Búrfellshyrnu í Svarfaðardal á Skírdag. Endurtókum þar Ormarpartý, WI4, sem Jökull og einhver fóru fyrir 10 árum eða meira. Freysi og félagi fóru aðal fossinn í leiðinni um síðustu jól en toppuðu ekki sökum snjóflóðahættu.
Nokkur sólbráðarflóð fuku þennan dag niður austurhliðina (eða hvernig sem þetta snýr eiginlega), sem við þurftum að fara niður ca. hálfa leið. Áhugavert að skrölta niður flóðafarveginn með kletta fyrir neðan. Náðum svo að hliðra okkur út á hrygginn og yfir á aðal fésið sem snýr frá sólu og því allt frosið þar enn.
Góður dagur á fjöllum og gott partý með skíðafélaginu Mjálmari og fleirum á Dalvík/Ólafsfirði um kvöldið. Takk fyrir okkur!Á föstudaginn stutta fórum við svo að skoða sjávarfossa í Ólafsfjarðarmúla en ekkert varð úr klifri sökum massívrar bráðnunar, morknunar og sjávarfallanna. Lentum í nokkrum hressum gusum frá briminu og stukkum upp í klett í leit að skjóli. Góður dagur í fjöru…
Siggi TommiParticipantSammála um sigakkeri á nokkrum vel völdum stöðum.
Myndi flýta verulega fyrir við klifur í Miðhömrum og vera til hægðarauka á hinum svæðunum, þó þetta sé ekki jafn aðkallandi þar.Siggi TommiParticipantÞakka Bjögga fyrir hressan pistli. Glæsilegt!
Siggi TommiParticipantMér persónulega finnst pallagráðan ekki alveg vera að gera sig því hún er skv. þessum pistli í raun bara alpagráða og ég gef mér að þetta sé kópía af einhverju skosku hálandakerfi frá miðöldum.
Palli vill t.d. ekki gráða leiðir í Múlafjalli hærra en IV því þær eru svo stuttar. Það bara virkar ekki. Ísleið fyrir mér er ekkert erfið þó hún sé 200m ef hún er bara WI4 tæknilega. Sú leið fengi líklega hærra á pallaskalanum heldur en megabega kertisleið undir 20m á öðru svæði sem myndi samkvæmt öllum mínum skilningarvitum teljast miklu erfiðari…
Klárlega WI dæmi á þetta þó auðvitað komi aðstæður þarna inn eins og Olli kemur inn á. Ef menn vilja henda alvarleikagráðu aftan við WI erfiðleikastuðulinn, þá er það bara hið besta mál en ég held að það geri lítið því það kunna svo fáir á Fróni á þessar alpagráður (þmt. ég).Og ég sem hélt að P gráðurnar væru bara sandbaggaðar WI gráður…
Siggi TommiParticipantRétt er að geta þess að Robbi á einmitt svona handahitara í flestum stærðum og gerðum, þar með talið hjartalaga rómantískan sem allir fá að sjá og það er sterkur grunur um að hann eigi einn erótískan og dónalegan heima sem færri fá að sjá.
Siggi TommiParticipantRétt er að geta þess að erfiðasta leiðin sem við fórum fyrir vestan fékk nafnið Vatnsberinn (í Svarhömrum ofan við sjóinn) og var gott samþykki um WI6 gráðuna eftir smá vangaveltur meðal leiðangursmanna.
Settum WI5+ á aðra leiðina í Hvestudal og stöndum við hana. Gæti verið WI5 í feitari ís þegar daggerinn nær niður á sylluna og efsta stóra haftið minna kertað.Tel okkur því ekki vera að sandbagga okkar leiðir neitt markvisst.
Siggi TommiParticipantÉg legg til nafnið “Þrífarinn” eða “Beinfarinn” á “direktinum” af Einfaranum (vinstra afbrigðið) og það verði gráðað WI4+/5- eða svo eins og mér heyrist þetta vera á þeim sem þarna hafa riðið um héruð.
Sammála Robba með þessar gráður annars.
Þilið er örugglega sjaldnast í einhverjum meira en WI5 aðstæðum.
Hef farið þarna tvo síðustu vetur og það hefur alls ekki verið eitthvað “erfitt WI5”, meira svona “spooky WI5” vegna furðuleika íssins og snjóbrekkunnar í lokin. Leiðin var klárlega ekki í neinum WI5+ aðstæðum núna um helgina heldur – allt spikfeitt.
Benchmark WI5 myndi ég segja en auðvitað eru leiðir hérlendis alltaf mismunandi eftir ísafari og snjóalögum.Siggi TommiParticipantGóðir.
Hefur alltaf ákveðinn sjarma þessi leið og ekki alltaf í aðstæðum.
Beilaði nefnilega efst í henni fyrir mörgum árum og á því harma að hefna…Siggi TommiParticipantJæja, hættið að ýta á F5 krakkar því biðin er á enda.
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OpiIEilifsdal#67 myndir af æði misjöfnum gæðum en stemning í þeim öllum og textarnir vonandi sæmilega hressir.
Verðið að lifa við það að ansi margar þeirra eru keimlíkar en það var bara allt of erfitt að velja úr þeim rúmlega 200 sem voru teknar þennan daginn.
Siggi TommiParticipantÁhugavert nýmæli hjá P-manninum.
Þetta hlýtur að skrifast í annálinn.“Meðal helstu tíðinda ársins var að þann 5. mars 2009 óskaði Hr. Sveinsson eftir línu að ofan til að láta dorga sig upp erfiðari leið en hann hafði hjarta til…”
Sennilega rétt hjá Ívari samt, að þetta er ólíklega í aðstæðum en það hlýtur að styttast ef hún ætlar að myndast á annað borð í vetur.
Siggi TommiParticipantMér hefur alltaf þótt þetta “Kertasníkis” concept frekar hjákátlegt.
Man ekki betur en leiðir ætti ekki nefna fyrr en þær hafa verið frumfarnar.
Auk þess er nafnið Kertasníkir ef ég man rétt á WI5+ leiðinni sem er beint á móti Óríon í Flugugili (hinu megin í gilinu).
Eitthvað skiptar skoðanir á hver fór þá leið fyrstur en það er önnur Ella.Siggi TommiParticipantHey, hvað með myndir af herlegheitunum góurinn?
Ómögulegt að hafa ísrapport bara í munnlegri geymd…Siggi TommiParticipantJæja, ég er stoltur eigandi EOS400D vélar þó takmarkað kunni ég til verka við bæði myndasmíð og -vinnslu. Þurfti að vaka fram á nótt til að klára þessi ósköp því það er enginn tími á daginn fyrir svona húmbúkk.
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/SklifurfestivalSalpBildudal#
Afsakið myndafjöldann en þetta byrjaði í 250stk og endaði í 72stk og gekk mjög erfiðlega að lækka það meira.
Eitthvað af þessu er svona þokkalegt.
Bon appetit og takk aftur fyrir góða helgi… -
AuthorPosts