Siggi Tommi

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 126 through 150 (of 438 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Gömul ársrit #54837
    Siggi Tommi
    Participant

    Þetta er glæsilegt.
    Sknilld að geta flett upp í þessu rafrænt.

    in reply to: ísalög og aðstæður, uppl. #54832
    Siggi Tommi
    Participant

    Ich, Marianne, Ágúst Þór og Kjarri sportrotta fórum í Tvíbbann í dag og það var tóm hamingja.
    Reyndar ansi blautt efst í Ólympíska og vantaði efst í Símans en þá var bara klifrað upp í efsta bolta.
    Einnig fengu HFF og Verkalýðsfélagið heimsókn.

    Múlafjallsliðið beilaði til okkar og átti með okkur góðan dag.

    in reply to: ísalög og aðstæður, uppl. #54827
    Siggi Tommi
    Participant

    Erum nokkur að fara í Tvíbbagilið á morgun, laugardag.
    Væri gaman að sjá fleiri…

    in reply to: Mynd dagsins #54821
    Siggi Tommi
    Participant

    Endalaust vanþakklæti er þetta í Bork. :)
    Þessum myndum var fagnað ógurlega í vor þegar heimasíðan kom enda ekki komið ný mynd á forsíðuna árum saman (sbr. “bla bla klifar Hval 1 á dögunum…” (as in 2004)

    En jú auðvitað gaman ef þetta er ekki sama karúsellan alltaf.
    Kannski má nýta eitthvað af umframmyndunum úr ársritinu í þetta.

    in reply to: Ísklifur þessa helgi? #54784
    Siggi Tommi
    Participant

    Hetjugrein um Marianne á mbl.is í dag.
    Gott ef þetta átti ekki að fara á prent líka en í mótmælaskyni við Dabba kóng, neita ég að kaupa blaðið. Maður reynir kannski að kíkja í blaðið hjá nágrannanum eftir vinnu.

    http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2009/11/24/skrair_sig_klifrara_i_islensku_simaskranni/

    in reply to: Ísklifur þessa helgi? #54778
    Siggi Tommi
    Participant

    Þú ert væntanlega að tala um Guðmund Helga Christensen en ég hef enga trú á að hann (né aðrir) samþykki að vera kallaður gamall… :)

    in reply to: Gott veður en enginn ís … #54665
    Siggi Tommi
    Participant

    Jibbíkóla. Töff stöff.
    Skemmtilegar myndir í skemmtilegri birtu svona í skammdeginu…

    in reply to: Fyrir sófaklifrarana… #54655
    Siggi Tommi
    Participant

    Þetta Long Ways vídeó er assgoti góður skítur.
    Temmilega ekspósd bivakk syllan þeirra… :)

    in reply to: Fyrir sófaklifrarana… #54648
    Siggi Tommi
    Participant

    Þetta er glæsilegt piltar.
    Takk fyrir þetta og hlakka til að sjá meira.

    Annars vil ég minna á þurrtólunarkvöld í Klifurshúsinu á miðvikudögum frá kl. 21:30-23:00.
    Í síðustu viku vorum við Ási bara tveir að sperra okkur og í kvöld var ég einn. Ekki líklegt að Hjalti nenni að halda þessu úti ef enginn mætir.
    Þýðir lítið að ætla að koma sér í form þegar ísinn er kominn því hann er fljótur að fara…
    Tíminn er NÚNA!!!

    in reply to: Klifur í sumar. Vídjó #54599
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, þetta er hresst, eða alla vega áhugavert.
    Vissulega rétt hjá Gulla að það er ekki verið að bjóða upp á nein stökk og læti þarna en gaman öngvu að síður. :)
    Góð leið…

    Þessi rigningarsuddi mætti klárlega alveg fara að hætta fljótlega.

    in reply to: Ársrit Ísalp 2008 #54552
    Siggi Tommi
    Participant

    Allra síðasti séns til að senda inn myndir á myndasíður í ársritið er í þessari viku.
    Kannski smuga að ritað efni komist inn en þeirri búllu hefur eiginlega verið lokað…

    in reply to: Bakpokar #54526
    Siggi Tommi
    Participant

    Leitaði lengi en þessum létta snilldar klifurpoka sem væri samt “nógu stór”. Þyngdin var samt aðal fítusinn sem ég vildi leggja áherslu á.
    Endaði á BD Jackal, 42L held ég að hann sé.
    1,3kg og nógu stór fyrir næstum allt (jafnvel myndavél Gollum :), lítið af fítusum en samt skíðastrappar og topphólf.
    Nógu þægilegur fyrir milliþyngdir en strípaðar og því ekki góður fyrir lengri og þyngri túra (enda ekki hannaður í það).
    Eini gallinn sem ég veit um er að topphólfið er fast. Hefði verið næs að geta hækkað og lækkað það, helst geta tekið það alveg.
    Get hiklaust mælt með honum. Frábær í ísklifur.

    in reply to: Ársrit Ísalp 2008 #54490
    Siggi Tommi
    Participant

    Hmm já 1. sept sögðum við…
    Ennívei, þá eru störf hafin á fullu hjá ritnefnd og nokkrar góðar greinar og myndir komnar ferskar í hús.
    Enn er opið fyrir efni frá ÞÉR Ísalpari góður til að marka spor þín á sögublöð íslenskrar fjallamennsku.
    Þó það væri ekki nema ein hress mynd frá liðnum vetri eða sumri, eða smásaga um eitthvað skemmtilegt sem á daga ykkar hefur drifið undanfarin ár.
    Þurfa ekki að vera einhverjar 10 opnu risagreinar til að eiga heima í blaðinu.

    Með von um jákvæð viðbrögð!!!

    Fh. ritnefndar.
    Zigster Thomsen

    in reply to: Ég er að leita mér að ísklifur skóm. #54448
    Siggi Tommi
    Participant

    Hefurðu prófað gæludýrabúðina?
    Reyndar er froskahald líklega ólöglegt hér á landi þannig að það er kannski lítið úrval af skófatnaði á þína líka… :)

    in reply to: DMM Dragon Cam #54442
    Siggi Tommi
    Participant

    Sexý græjur.
    Camalotinn hefur alltaf verið gagnrýndur fyrir þyngd en óneitanlega verið lang besti kaminn á markaðnum hvað varðar manúveringar og range.
    Ef f***ings kreppan hættir einhvern tímann þarf maður að skoða þetta þegar kemur að því að skipta út lúna vinarakknum.

    in reply to: Klifurleiðir í Kjarnaskógi #54435
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, ófáar skoðunarferðirnar hef ég farið upp í Kjarna til að vega og meta dýrðina þar enda klettarnir flottir. Jójóa milli þess að vilja gera þarna übersvæði yfir í það að finnast þetta ómögulegt með öllu…

    Gallinn við þá er í fyrsta lagi að hæstu beltin eru frekar óaðgengileg sökum stalla fyrir neðan (klettarnir eru í nokkrum lögum með grassyllum á milli styttri hafta). Indíánasvæðið (í Arnarkletti) og Krossklettur (ofan við Hamra) eru einna skástir hvað það varðar og hæð/bratta á meginstálinu.
    Annar galli er að klettafésin eru almennt frekar fítuslaus og grip því einkum að finna í sprungum frekar en á köntum. Klifrið þarna verður því líklega töluvert í “trad” frekar en “sport”-stíl (með “stíl” meina ég þá klifrið sjálft frekar en tryggingartegundina).
    En við vorum búnir að smakka aðeins á Krosskletti og settum toppakkeri í tvær leiðir um árið í tengslum við skátamót, þar af var önnur alveg ágæt (Eiki tvíbbi getur sýnt ykkur hvar þetta er). Var með 1-2 potential leiðir þar í viðbót og nokkrar vinstra megin við Indíánann.

    En það sem þarf að gera er að gefa sér nokkra daga í að síga í þetta dót, hreinsa laust dót og smakka á potential leiðum með túttur og kalk að vopni. Ekkert vit í að bolta neitt fyrr en nokkuð öruggt er að um eigulega leið sé að ræða.

    Endilega drífa í að smakka á þessu. Þetta er slatta mikil vinna en það væri snilld ef þetta verður að nothæfu klifursvæði með 10-20 leiðum.

    Climb on…
    Hlakka til að fá frekari fréttir af þessu og býð fram þjónustu þegar ég verð næst á svæðinu, hvenær sem það verður.

    in reply to: Mix-Boltasjóður #54433
    Siggi Tommi
    Participant

    Það voru keypt 100 augu (að mig minnir) í sjóðinn í lok vetrar (einhverju var úthlutað í verkefni en mest allt til enn) svo við erum ágætlega sett inn í veturinn. Spurning hvað áætla má að fari út af þessu í vetur… ??
    Það þarf reyndar að skoða betur hvort sjóðurinn eigi að skaffa boltana líka og pælingar um hvort klúbburinn ætti að eiga forláta borvél og allt sem til þarf svo þetta sé ekki háð sníkjum hjá hjálparsveitum eða úr verkfærageymslum félaga.
    Verður skoðað í samráði við stjórnina.

    Annars hefur sjóðurinn úrskurðað að Sófacore fái engar úthlutanir í ljósi arfaslaks mórals og almennt óheppilegs orðalags í garð náungans hér á síðunni í gegnum árin. :)

    Fh. boltasjóðs.
    Segurður Tópó

    in reply to: Ný leið í Munkanum #54398
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, var í nokkra tíma að moka mosa og mykju úr Fýlupúka, leiðinni sunnan við brú.
    Skoðaði ágætlega vel dótið undir brúarstöplinum en náði ekki að prófa það neitt. Þarf að setja vinnuakkeri undir brúna til að geta sigið almennilega í það til að smakka á því með klifri. Gafst ekki tími í það eftir að ákveðið var að mixa nýju leiðina. Kemst vonandi í að gera meira í þessu í næsta túr.

    in reply to: Kerlingareldur #54361
    Siggi Tommi
    Participant

    Nú bíða allir bara eftir rúllustiganum til að losna við þessa satans 2ja tíma aðkomu, sem gerir þetta þó að svo miklu meira ævintýri.

    Stefnan í næstu ferð hjá mér þarna upp væri að fara inn bergganginn og upp á toppinn á Kjellingu. JB vill meina að það sé hreinn unaður með smá línuklifri í blálokin.

    in reply to: Nýtt akkeri á Hraundranga. #54341
    Siggi Tommi
    Participant

    Glæsilegt.
    Löngu tímabært að tiltekt færi þarna fram.

    Jökull var eitthvað að laga fleygana í spönnunum um árið og ég hreinsaði elstu slingana úr toppakkerinu í fyrrasumar en þessi lagfæring hjá ykkur var tímabær því millistansinn var tifandi tímasprengja og toppurinn kannski líka.
    Hvernig er það annars, er búið að færa millistansinn eitthvað til eða löppuðuð þið bara upp á hann á gamla staðnum? Grjótið var allt svo morkið þarna þegar ég skoðaði þetta einhvern tímann að maður sá t.d. ekki að hægt væri að bora í neitt til að gera þetta solid.
    En ef þið hafið náð að koma inn solid fleygum sem mjakast ekki úr í fyrstu frostum, þá er þetta gúdd stöff.

    in reply to: John Bachar kveður #54324
    Siggi Tommi
    Participant

    Hmmm, sóló dauðaslys.
    Það er merkilega sjaldgæft.

    Yfirleitt stúta þessar hetjur sér á einhverju aulalegu eins og línustökkkum með morkna línu (Dan Osman), sigi í ónýtu belti (Todd Skinner), við myndatöku á Everest (Babu sherpi) og við standard klettaklifur með konunni sinni (Göran Kropp).

    in reply to: Svarti turninn í Búahömrum #54323
    Siggi Tommi
    Participant

    Hér er svo mynd af dótinu sem var hreinsað var úr Rauða turninum en í staðinn voru settir 9stk ferskir boltar, 7stk augu og eitt rústfrítt akkeri.

    [img size=614]http://isalp.is//media/kunena/attachments/legacy/images/DSC00049_sm.JPG[/img]

    Ég vona að enginn sakni fleygsins sem tekinn var hjá fyrsta bolta. Ef menn vilja vitja hans og/eða negla hann inn aftur, þá hafið þið samband… :)

    in reply to: Svarti turninn í Búahömrum #54320
    Siggi Tommi
    Participant

    Þetta er sérdeilis glæsilegt.
    Var búinn að heyra af þessu og beið spenntur eftir frumsýningunni. Kíkir á þetta við tækifæri.

    Synd að þessi póstur kom ekki í gær því við Skabbi vorum Búahömrum seint í gærkvöldi og sáum djásnið en erum svo miklir heiðursmenn að ekki stóð til að snáka FFið. Hefði verið flott að teymi endurtæki leiðina sama dag og hún var FF.

    Við fórum aftur á móti í Rauða turninn og fórum þar í nokkurra klukkutíma endurreisnarstarf því eins og kom fram í pistli mínum í síðustu viku voru fjölmargir boltar og efri stans komin í vafasamt ástand.
    Við skiptum því um tvo bolta í krúxinu í fyrri spönn (þeir voru grútmorknir) auk þess að setja betra sigakkeri (rústfrían hring + keðju) á góðu boltana á stansinum. Tókum ónýta boltann úr stansinum líka.
    Í seinni spönn var allt orðið morkið og var því skipt um fjóra bolta í neðri helmingi auk þess sem sigakkerið uppi á klöppinni var endurnýjað alveg (well ekki alveg kannski – glænýir boltar en sighringir og augu sem við tókum úr neðri stansinum). Einnig var einum bolta bætt við á létta slabbinu fyrir lokahaftið öryggisins vegna, því bráður bani hlýst ef dottið er þar (10m niður í boltann og oft múkki á syllunni). Nú þarf því ekki lengur neitt dót til að fara þarna um gleðinnar dyr.
    NB. Það er ennþá gott runout milli bolta 2 og 3 í þessari spönn og vildum við ekki skemma það ævintýri enda er klifrið létt á þeim kafla. Farið bara varlega.

    in reply to: Munkinn um helgina #54318
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, Hlunkaþverá klikkar ekki.
    Afar hressar leiðir, fáar lélegar leiðir og fjölmargir gullmolar.

    in reply to: Ársrit Ísalp 2008 #54306
    Siggi Tommi
    Participant

    Ritnefnd hittist á sveittum fundi í gær og ákvað að lengja skilafrest fyrir efni til 1. september nk.
    Menn þurfa þá ekki að vera að stressa sig á að skila núna á miðjum sumarleyfistímanum.

Viewing 25 posts - 126 through 150 (of 438 total)