Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Siggi TommiParticipant
Olli, ég er á litlum bíl þannig að ég kem því miður ekki fleirum en okkur fjórum hjá mér (ég, Robbi, Ágúst og Birgir). Kem ekki öllum bakpokunum í skottið svo miðjusætið verður notað undir dót líka…
Siggi TommiParticipantJá, skelltum okkur þarna uppeftir í gær og það var gríðarleg snilld enda er þetta gil unaðslegt alveg hreint.
Fórum 3 góðar þriðju gráðu leiðir inni í gilinu og eina í klettunum vestan megin. Sú leið var reyndar heldur þunn en upp skemmtilega þrönga rás. Lentum í smá brasi við að henda upp V-þræðingu í lokin enda skall á okkur myrkur og ísinn ekkert spes traustvekjandi… Fór allt vel að lokum þó það tæki lengri tíma en fyrirhugað var (komnir niður í bíl um 7).
Það var víðast tiltölulega mikill ís, þó hann væri dálítið blautur á köflum þar sem rennsli var í gangi. Áttum í vandræðum með að átta okkur á hvaða leiðir voru hvað í tópóinu svo það er erfitt að segja til um hvaða leiðir eru í aðstæðum. Erfiðari leiðirnar virtust vera heldur þynnri og kertaðri (sýndist okkur alla vega en þetta var alla vega tiltölulega byrjendavænt…Siggi TommiParticipantMér finnst nú heldur að snilldarmyndinni K2 vegið með því að bera hana saman við Vertical Limit!
Auðvitað er K2 ekki fullkomin mynd en er þó að mörgu leyti fjandi góð og stórgóð skemmtun, drama og spenna í boði.
Vertical Limit aftur á móti var ekkert nema ömurleg í alla staði (flottar fjallamyndir reyndar) og ótrúlegt að höfðingi eins og Ed Viesteurs leggi nafn sitt við slíkan ósóma (greinilegt að allt er falt fyrir rétt verð…).
Enough said!Siggi TommiParticipantGlæsilegt að fá fregnir af þessu.
Fórum fyrir 2 vikum síðan í Múlafjallið og þá var það nokkuð gott gæti ég trúað. Reyndar mjög mikið af ansi skuggalegum íshengjum fyrir ofan flestar sprænurnar en það þykir reyndum mönnum kannski ekkert tiltökumál (oss nýgræðingunum varð alla vega um og ó).
Stefnum á alla vega einn góðan dag núna um helgina. Vonandi að fleiri láti sjá sig inni í Hvalfirði líka – helvíti dapurt að vera í sporum Palla, sem var einn í heiminum, þarna innfrá…Siggi TommiParticipantTakk fyrir þessa sögu. Fróðlegt að heyra reynslusögur, jafnvel slysasögur.
Vonandi að daman hafi náð sér að fullu.Siggi TommiParticipantVið fórum þarna nokkrir í nóvember til að grípa í ísinn þó ekki væri hann merkilegur. Þá var nú ekkert mjög mikill ís þrátt fyrir nokkuð langan frostakafla og var ástæðan að mér skilst sú að vatnskerfið var eitthvað bilað og hafði ekki runnið vatn þarna nema hluta af tímanum. Það var því ekki um það að ræða að leyfa þessu að aukast eitthvað því vatnsrennslið var ekki til staðar. (Veit ekki hvort búið er að lagfæra það eitthvað eða hvort málið var bara að menn höfðu ekki haft rænu á að skrúfa frá þessu nema hluta tímans.)
Nú svo var spáð miklu hlýindaskeiði í kjölfarið þannig að við sáum þann kost vænstan að nýta ísinn á meðan hann gafst enda hefur hann örugglega bráðnað allur dagana á eftir.Höfum þetta þó í huga næst…
Siggi TommiParticipantEr eitthvað sniðugt boulder í Heiðmörk?
Geturðu bent á einhvern góðan stað þar, Halli?Siggi TommiParticipantJH, algjör óþarfi að vera með einhvern móral þó maður reyni að afla sér upplýsinga og sýna smá lit á þessum miðli. Slepptu því bara að svara ef ég er svona mikið fyrir þér á þessu spjalli.
Ég vara bara að reyna að fá upplýsingar um einmitt hvort einhverjum fleiri leiðum hefði verið bætt við í þessum túr.
Ég ætti nú að vera með blaðið í höndunum en vegna einhverra mistaka þá hefur það ekki skilað sér heim til mín. Auk þess efast ég um að svör við öllum mínum hugleiðingum sé að finna í þessu eina ársriti og því er vel þegið þegar menn benda á eldri ársrit sem maður gæti reynt að hafa uppi á einhvers staðar…
Bið annars alla vel að lifa!
Siggi TommiParticipantJá, það væri spennandi að fá smá fréttir af þessari meintu perlu í íslensku grjótlandslagi.
Væri gaman að fá smá leiðarlýsingar svo hægt sé að kíkja þarna vestur áður en haustvindarnir fara að blása með tilheyrandi bleytu og látum…Siggi TommiParticipantLjómandi! Gott að vita þetta.
Eru stuðlarnir s.s. heldur illa til dótaklifurs fallnir – einsleitir og með þunnum sprungum kannski? Eða hafa menn kannski lítið nennt að leita þangað í dótaklifrið sökum annars prýðilegrar aðstöðu í Stardal, sem er óneitanlega á mun hentugri stað fyrir höfuðborgarbúa.Kíki á ársritið við tækifæri og máski upp að berginu næst þegar ég á leið hjá.
Þakka upplýsingarnar…
Siggi TommiParticipantOg hefur herramaðurinn einhverju hugmynd um hvað svona gripur kostar í þessum ágætu búðum?
Erum við að tala um fáa þúsara eða eitthvað í 10k andanum?Siggi TommiParticipantBlessaður Guðmundur.
Leiðinlegt að þetta hafi farið svona hjá þér. Óska þér góðs bata!
Ég fór í Valshamar á sunnudaginn (áður en ég gafst upp vegna nístandi kulda og fór í Stardal) og sótti tvistinn í leiðina þína (Slabbið minnir mig að hún heiti). Þú hefur líklega misst af mögulegri klippingu í gamlan hálf ryðgaðan bolta dálítið vinsta megin við boltalínuna fyrir ofan boltann sem tvisturinn var í. Myndi ekki vilja detta fast í þann gaur en hann er vonandi betri en enginn þegar þyngdaraflið rífur í mann…
Ég er nú ekki vanur að sparka í liggjandi mann þannig að þú færð að sjálfsögðu tvistinn þinn við tækifæri. Annað hvort ættirðu að renna við hjá mér (sími 896 7319) eða þá gæti ég skilið hann eftir niðri í klifurhúsi (merktan þér t.d.).
Þess ber að geta að félagi minn tjónaði sig í Eilífi fyrir rúmu ári síðan. Missti fótanna á haftinu í miðjunni (ofan 4. bolta) og skrikaði niður slabbið með slaka úti. Hann lenti svo með rófubeinið á syllu fyrir neðan og tjónaði sig þó nokkuð í bakinu. Er sammála því að staðsetning bolta er ekki upp á sitt besta í þeirri leið. Gætið ykkar því þegar þið klifrið þessa leið!Siggi TommiParticipantHafði hugsað mér Pöstin sem möguleika fyrir dagsferð í klifur því það er einum of langt á Hnappavelli fyrir einn dag…
Vitið þið hvar ég get nálgast tópó af Pöstinni? Ársrit Ísalp eða einhvers staðar annars staðar?… -
AuthorPosts