Siggi Tommi

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 376 through 400 (of 438 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Grafarfoss og kókostréð #49250
    Siggi Tommi
    Participant

    Smá huggun að heyra af þessu hjá þér Óli.
    Var einmitt að lesa í bók eftir Will Gadd að það sé mjög algengt að svona besefar þrói svona sprungu en sjaldnast falli þeir nú samt fyrr en um vorið (og eigi að vera mjög stabílir ef þeir ná ca. 2m í þvermál). Þetta hlýtur að frjósa saman núna eftir þessa hláku í gær.
    Frekar scary samt að heyra fyrstu myndun á sprungunni…
    En ætli maður stefni ekki á að klára þetta um næstu helgi fyrst maður var að byrja á þessu á annað borð.

    in reply to: Grafarfoss og kókostréð #49247
    Siggi Tommi
    Participant

    Hér er slóð á myndirnar því ekki tókst að setja þær inn á mínar síður (“Óþekkt villa” alltaf. Er vefnefndin með einhverja skýringu á því?):
    http://www.rds.is/siggi/myndir/kokostre.htm

    in reply to: Grafarfoss… #49244
    Siggi Tommi
    Participant

    Var á Akureyrinni í jólafríi með frúnni.
    Skellti mér við þriðja mann að klöngast í ís að Munkaþverá. Flottu leiðirnar norðan og austan megin í gilinu voru ekki í aðstæðum en styttri (<10m) og léttari leiðir voru þokkalegar að sunnan.
    Kíkti upp í Vaðlaheiði og þar var Tönnin í þokkalegum gír sýndist mér (gafst ekki tími í að fara upp að henni) og Ís með dýfu var skítþokkalegur en þó þynnri en tönnin. Viðmælendur mínir höfðu ekki fregnir af aðstæðum í Köldukinn.
    Ísboulderaði í Glerárgili í góðum ís í stuttum leiðum.
    Sá töluvert af vel þykkum línum í Hörgárdal og Öxnadal á leiðinni suður þannig að þetta er mest allt komið í góðan gír á Norðurlandinu…

    in reply to: Ísklifur um síðustu helgi #49234
    Siggi Tommi
    Participant

    Já sorry Stephanovitsch og aðrir sem vilja fræðast um aðstæður.
    Ég og Ágúst jarðköttur fórum í Flugugil í Brynjudal á laugardaginn og var það bara helvíti fínt.
    Reyndar verður nú seint talist að aðstæður þar séu orðnar eins og best verður á kosið.
    Fórum þó eina 40m 3. gráðu leið frekar utarlega í gilinu (veit ekkert hvað þetta heitir en þetta var í 2. geilinni til vinstri) og var það mjög fínt. Ísinn alveg þokkalega þykkur og gott í honum.
    Svo fórum við eina frekar þunna og kertaða 3.-4. gráðu ca. 200m innar og var það mjög fínt. Snilldarklifur en frekar erfitt að tryggja neðri partinn en efri parturinn var þykkari og ekki eins brattur.
    Svo fórum við upp eina frekar dræma 3. gráðu enn ofar (rétt áður en stóri hylurinn lokar gilinu). Hún var mjög blaut og ekki mjög spennandi.
    Snjór var með minnsta móti í gilinu og því meira sem þurfti að vaða en t.d. þegar við fórum í jan/feb í fyrra (augljóslega…). Vorum knappir á tíma (komnir í bíl rétt efitr myrkur) svo við náðum ekki að fara inn fyrir hylinn til að skoða stærri leiðirnar inni í botninum. Sáum þó eina efst í vesturkantinum, rétt innan við hylinn) og var hún mjög flott og virtist vera klifranleg þó svo ég myndi sennilega aldrei þora því… :)

    En s.s. ekkert að því að fara í Flugugilið enda á fáum stöðum sem er jafn þægileg aðkoma að ísleiðum.

    Það á að fara að frysta aftur á morgun svo þetta hlýtur að verða orðið fínt á nýju ári.

    Góða skemmtun.

    in reply to: Turninn í Grafarvogi #49178
    Siggi Tommi
    Participant

    Ja, við fórum þarna nokkrir í nóvember í fyrra og þá hafði verið kveikt á honum í einhverja daga en svo ekkert lengi á eftir.
    Einhver sagði að það hefði frosið á kerfinu og einhverjar lagnir sprungið í kjölfarið – sel það ekki dýrar en ég keypti það.
    Vona að það hafi verið ofsagt og hægt sé að græja þetta, því það er synd að láta svona góða frostakafla fara fyrir lítið…

    Veit annars einhver eitthvað um ísaðstæður á náttúrulegum stöðum í nágrenni borgar óttans?

    in reply to: snjóalög norðan heiða #49172
    Siggi Tommi
    Participant

    …með tilheyrandi neistaflugi þegar kantarnir skerast í grjótið! :)
    En það er bara hluti af sjarmanum jú.

    in reply to: Kaupið á netinu… #49098
    Siggi Tommi
    Participant

    Af hverju segirðu að það komi 15% ofan á það?
    Þetta á bara að vera vaskurinn auk flutningsgjalda. Frá USA eru einhver vörugjöld, minnir að það séu 5% + vaskur.
    Ég hef pantað frá http://www.barrabes.com á spáni og veit um menn sem hafa pantað frá http://www.globetrotter.de í landi síðs að aftan leðurbuxnanna. Man ekki til þess að menn hafi verið að borga meira en vaskinn.
    Hef pantað mikið frá USA og Kanada en læt yfirleitt bera draslið fyrir mig heim svo ég hef ekki oft pantað alla leið hingað.
    Mæli hiklaust með http://www.mec.ca, Mountain Equipment co-op. Algjört snilldarfélag, alvöru kommúnistakaupfélag með snilldarúrval og verðin spilla ekki fyrir. Eini gallinn við þá er að þeir flytja lítið af merkjavörum út fyrir Kanada vegna einhverra tollamála. Það er því aðallega þeirra dót og annað kanadískt sem er á frábæru verði… Var t.d. rétt um daginn að kaupa frá þeim Gore-Tex jakka á rétt um 20k og buxur með á um 15k.
    Einnig er gott úrval á http://www.bentgate.com og fleiri góðum netbúðum í hamborgaralandinu…

    Galli við að versla erlendis er sá að þá minnkar veltan ennþá meira í búðunum hér heima og við tryggjum að úrvalið verður nánast ekki neitt í hillunum hjá þeim… En ég hef ekki látið það stoppa mig ennþá :)

    in reply to: Eilífsdalur #49033
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, og í suðvesturhorni girðinganna frá útihúsunum er hlið sem er ekki með rafmagnsgirðingu ef menn vilja sleppa við girðingabrölt.
    Hliðið inn á sumarbústaðasvæðið við Valshamar er nefnilega meira og minna lokað frá október fram á vor og því vandkvæðum bundið að komast þá leiðina. Við komumst að því að nyrðri leiðin, þ.e. frá bænum, er ekki nema nokkur hundruð metrum lengri í mesta lagi, maður sleppur við að vaða ána uppi á dal auk þess sem mýrarnar eru mun skárri þeim megin. Mælum því hiklaust með henni.
    Vonum svo bara að þessir kuldar haldist því þetta var ótrúlega efnilega þarna innfrá en vantar ennþá slatta af góðum frostadögum til að verða alveg reddí.

    Hvernig gekk annars hjá Þórisjökulsförum?

    in reply to: Eilífsdalur #49030
    Siggi Tommi
    Participant

    Voðalega fínt. Gott að fá ferskar fréttir úr virkradagaklifri, sem ekki er farið á hverjum degi.
    Er það satt sem maður heyrir að þetta hafi verið hálf fáránlegt í lokin á leiðinni… ;)
    Kannski þarf að setja Batman þarna inneftir til að veita aðstoð Múhaha

    in reply to: Forsíðumyndir óskast #49022
    Siggi Tommi
    Participant

    Snilld.
    Á örugglega einhverjar skemmtilegar í mínum fórum sem gaman væri að smella til ykkar. Kemst vonandi í að finna þær á næstu dögum…
    Hvernig gengur annars með ársritið góða, Óli?

    in reply to: Saurgat Satans #48955
    Siggi Tommi
    Participant

    Snilld. Hljómar verulega vel.
    Maður þarf greinilega að taka helgi eða alla vega laaaangan dag þarna næsta sumar og taka Ódysseifinn og Saurgatið í prufukeyrslu.
    Takk fyrir þetta…

    in reply to: Vetur konungur #48951
    Siggi Tommi
    Participant

    Jibbíkæjeimoððerfokker.
    Hvenær telja reyndari menn að verði orðið klifranlegt í Eilífsdal og/eða jöklunum, Þóris- og Eiríksjökli (hafa menn ekki annars verið að príla í þeim?)?

    in reply to: Leiðavísir komin í póst #48950
    Siggi Tommi
    Participant

    En ég er alveg sammála því að það ætti að taka þetta í gegn því það er til fróðleikur um þetta ansi víða (blöðum og í hausum ýmissa) en þarf að safna saman.

    Hefur vefnefnd eitthvað íhugað hvernig umhverfi væri hentugt fyrir svona leiðarvísakerfi?
    Erlendar klifursíður eru með misgáfuleg kerfi, oft með möguleika fyrir fólk (aðra en þá sem hafa skráð leiðirnar) til að gefa þeim einkunn og fleira.
    Margt hægt í stöðunni en gæti verið maus að útbúa á þægilegan hátt.

    PS Það hefur nú ekki mikið sést til gamalla leiðarvísa af t.d. Pöstinni, Gerðubergi og fleirum þannig að ég held að allar upplýsingar sem settar eru á netið til afnota fyrir fólk á aðgengilegan hátt séu af hinu góða. Hugsanlega eru til lýsingar á einstökum leiðum í ársritum en ekki heildstætt safn um svæðin (eða hvað?).

    in reply to: Hugtakaflóra klettaklifurs #48944
    Siggi Tommi
    Participant

    Þó svo Óla þyki “í hvelli” gott þá legg ég frekar til hugtakið “leiftra”, sbr. “gaurinn leiftraði leiðina”.
    Hljómar alla vega betur í mínum eyrum en “gaurinn fór leiðina í hvelli” :) (en sitt sýnist hverjum)

    Ekki svo galið hjá Steppó með “ásjá” fyrir onsight. Sbr. Megas: “Þú ert Rauðhetta bæði og Bláskjár” (eða “ásjár” eftir stórabrottfall…)

    Annars hefur nú oft verið talað um að “klára” leið fyrir redpoint en það er óttalegur bastarður, þó kannski betra en margt annað…
    Hvað um að nota “gelta” fyrir (hang)dogging?

    Æi, þetta er komið út í tóma vitleysu!

    Annars þurfa þessi orð alls ekkert að vera beina eða óbeinar þýðingar á saxneskunni. Þurfa þó helst að vera lýsandi og grípandi…

    in reply to: Hugtakaflóra klettaklifurs #48940
    Siggi Tommi
    Participant

    Held að helstu hugtök hafi verið listuð í inngangi Hnappavallatópósins (eða hvort það var í Stardalstópóinu) þannig að þetta er til en óneitanlega heldur lítið notað…

    in reply to: Ísöxin í Naustahvilft #48934
    Siggi Tommi
    Participant

    Sælla minninga… :)
    Æ karambah!

    in reply to: Vaðafjöll og Gerðuberg #48933
    Siggi Tommi
    Participant

    Smá prentvilla í fyrirsögninni en eins og fram kom í textanum heitir staðurinn “Vaðalfjöll” með stóru L-i… :)

    in reply to: Ekki ný leið í Skessuhorni #48926
    Siggi Tommi
    Participant

    Væntanlega eitthvað verið um fljúgandi hnullunga í tilefni dagsins.
    Það hefur enginn fengið hálft bjargið í fangið eða slíkt?
    Er þetta ekki eitthvað í stíl við Vesturbrúnirnar, þ.e. gönguskóaklifur með rífandi alpafíling og alvarleika því samfara?

    in reply to: Ný leið í Vestrahorni #48920
    Siggi Tommi
    Participant

    Snilld. Hlakka til að renna austur og grípa í grjótið.
    Geturðu gefið upp Emil eða síma sem er hægt að ná í ykkur Vestrahornsbræður?

    in reply to: Búhamrar #48914
    Siggi Tommi
    Participant

    Rétt er að benda á að seinni spönnin í Rauða turninum er boltuð fyrstu 10-15m og svo tekur við ca. 10m runout upp slabb og upp 2m haft þangað til komið er að sigakkerum á klöppinni uppi. Reyndar er þetta létt klifur en ef einhverjum skyldi detta í hug að detta þarna þá gætu slæmir hlutir gerst. Hef yfirleitt tekið eitthvað af dóti með til að henda inn undir síðasta haftinu.

    Leiðin við hliðina á Rauða turninum er ca. 5m austar og er ca. 5.7. Byrjar létt upp mosavaxið slabb (langt á milli bolta) en verður svo skemtilegri ofar og endar í bolta með ólæstri bínu. Ágætis upphitun fyrir Turninn. Þekki ekki nafnið á henni.

    Fór annars að leita að Gandreiðinni um helgina og fann ekki (fórum að skrölta í Vítisbjöllunum í staðinn…). Fórum nefnilega Nálina um daginn og enduðum á akkerum sem mér skildist á Bjössa að væru í Gandreiðinni. Fann þó enga bolta í fyrstu tilraun á veggnum neðan við þau akkeri.
    Getur einhver lýst nánar aðkomunni að þeirri leið? Þarf að síga niður þessi akkeri eða byrjar leiðin úr gilinu vestan við Nálina?

    in reply to: Keppni í Jósefsdal #48909
    Siggi Tommi
    Participant

    Gott verk hjá ykkur fóstbræðrum. Var ekki allt í gúddí á öðrum svæðum á Völlunum? Skemmdarvargar nenna nú varla að brölta langt inn eftir hömrunum til þess eins að vera með leiðindi.

    Verð að játa á mig þetta verk, ég er með fettish (heitir víst “blæti” á íslensku sálfræðimáli) fyrir því að brenna endurvinnsludósir og að gróma út krossviðarkamra með nesti sem ég hef ekki lyst á að klára þá stundina. Hef líklega gert þetta í svefni… :)

    Trúi varla að þetta hafi verið prílarar að verki! Er annars maður í að redda spotta og dráttarvél í kjöldráttinn hans Halla…

    in reply to: Keppni í Jósefsdal #48906
    Siggi Tommi
    Participant

    Smá komment um formgalla í auglýsingu.
    Hvernig getur verið að eitthvað falli niður vegna skráningarleysis, þegar tekið er sérstaklega fram í auglýsingu um atburðinn að skráning sé óþörf?
    Hefði reyndar ekki komist sjálfur en taldi mig vita af nokkrum sem ætluðu að mæta…
    Ójæja, gengur betur næst!

    in reply to: ný leið?? #48898
    Siggi Tommi
    Participant

    OK, takk!
    Ég skal reyna… :)

    in reply to: Labb á Tröllaskaganum #48902
    Siggi Tommi
    Participant

    Fjallamannaþjónusta norðursins klikkar ekki hjá Bassa! :)
    Skjótari en skugginn að svara…

    in reply to: ný leið?? #48896
    Siggi Tommi
    Participant

    Rafn, ein smá forvitnisspurning.
    Eitthvað rámar mig í að þú hafir hafir verið að plana að fara þessa leið í fyrravor þegar ég hitti þig uppfrá og brúka til þess double-rope þar sem tryggt væri í tvær samhliða sprungur til skiptis.
    Mælirðu með double-rope í þessa ágætu leið eða er alveg nóg að vera með single?
    Gott að vita, því maður verður væntanlega að prófa þetta nýja stykki ykkar félaganna…
    Danke schön!

Viewing 25 posts - 376 through 400 (of 438 total)