Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Siggi TommiParticipant
Ja, einhverjir fussuðu yfir því að verið væri að hella alls konar maltafurðum ofan í eðalmjöðinn sem einhvern tímann fór á Drangann. Ekki er ég nógu mikill fagurkeri til að geta greint hvort þarna var um óðals- eða hroðamalt á ferð minni þarna fyrir hálfum mánuði.
Hvað segja maltunnendur um áfyllingarstefnuna, sem Kalli boðar?Anyway, glæsilegt framtak hjá Sveinborgu og Frasier.
Við hreinsuðum tvo borða og nokkra prússíka úr toppakkerinu um daginn. Það væri lag að mæta með 3-4m langan vír til að slinga yfir blátoppinn því eina sem er utanum hann er gömul lína, sem farin er að láta á sjá.
Sú lína tengist svo vírnum og öðru nylonmeti í sigakkerinu, sem er að öðru leyti utan um ekki-svo-mjög-traustan hnullung undir toppnum. Væri gott að hafa vír í báðum júnítum og tengja saman.Annars er ástand á fleygum í leiðinni í þokkalegu ástandi nema í millistansinum fræga (það þarf smá af eigin dóti í efri partinn). Stansinn er mjög vafasamur og góði fleygurinn (af þremur) er sá sem ég setti þarna inn fyrir 6-7 árum. Auk þess er sá stans beint í skotlínunni frá þeim sem leiðir efri partinn og því hættulegur og mæli ég sterklega með því að menn sígi ekki af honum.
Nær væri að síga af hraustlega langa slingnum í neðri hlutanum (skilja þá eftir eitthvað járn í slingnum) til að láta 60m línu duga.
Annars fórum við þetta um daginn á tveimur 70m línum í einni spönn og var það afar gott fyrir utan að línudrag af annarri (single-rope sportklifurlína) var óheyrilega mikið…
Eitt sig og málið dautt!Myndir úr ferðinni má finna á
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Hraundrangi14JN2008Siggi TommiParticipantRobbi hefur vonandi rifjað upp ógurlegu vísindin sem við beittum í Þorgeirsfelli um árið.
Þá var útbúin steinslöngva með 1kg þungum hvössum steini með ca. 1m löngum prússík.
Með þessu tóli var hægt að vippa grjótinu upp á næstu syllu til að fæla pláguna burt og endurnýta steininn eins oft og verða vildi.Frá vistfræðilegum sjónarmiðum var þetta e.t.v. ekki mjög vinsælt þar sem þó nokkur fjöldi eggja varð fyrir varanlegum brotskemmdum í kjölfarið en væntanlega gráta fæstir klifrarar þau jaðaráhrif.
Siggi TommiParticipantGlæsilegt.
Til lukku piltz!Siggi TommiParticipantGlæsilegur leiðangur. Til hamingju og gangi ykkur vel…
Siggi TommiParticipantÚff, pant´ekki skanna inn allar þessar blaðsíður.
Vissulega göfugt markmið að reyna að koma þessu á rafrænt form en það hlýtur að vera til skárri leið en að skanna þetta inn í höndunum. Eru prentþjónustur með massa-skann þjónustu kannski?Siggi TommiParticipantDæses. Þetta er nú meira…
Jæja, maður hefur vissulega sett upp vafasöm akkeri í fjallamennsku en aldrei notað dubious body belay.Fínt að fá info um svona slys erlendis frá. Þau fáu slys sem verða hérna virðast yfirleitt vera hulin einhverri leynd svo aðrir frétti ekki af þeim.
Siggi TommiParticipantÉg held að þetta sé sjálfur Jón Haukur og gott ef það var ekki Palli Sveins sem vaktaði vaðinn, en það gæti hafa verið Dúllarinn (minnir að þeir þrír hafi komið þarna í dagsferð meðan við gistum á Vatnshorni í góðu yfirlæti).
Held að Siz sé með leiðina og tímasetninguna á hreinu enda var hann með okkur þessa helgi…Siggi TommiParticipantÉg las í einhverju tímaritinu í Klifurhúsinu um daginn að Brennivín væri ein af eftirminnilegustu leiðum sem Gadd hafði farið á ferlinum.
Eftir á að hyggja sagðist hann gráða hana M11 eða M11+ (hafði aldrei farið meira en M9 þegar hann kom hingað ef ég man rétt) – ekki slæmt það.
Er ekki málið að smala í hópferð upp í Haukadalinn og prófa leiðina í topprope?Siggi TommiParticipantRétt er að geta þess að á heimasíðu Veðurstofunnar er talað um að umsóknarfrestur sé til 10. maí! (en ekki 11. maí)
Siggi TommiParticipantSknilld. Pikka þetta upp í kvöld eða á morgun.
Siggi TommiParticipantTilvalið að tína til nokkrar góðar í ársritið.
Vantar alltaf góðar myndir í blaðið…Siggi TommiParticipantRobbi er kominn með myndir úr túrnum á slóðina:
http://picasaweb.google.com/roberthalldorsson/HeiArhornSkarShornOgSkessuhornBon appetit!
Siggi TommiParticipantKemur í næsta ársriti sem “klassísk leið” sem innan við fimm manns hafa farið. Það eru nú nokkrar slíkar í sögu ársritanna…
Palli, þú ættir nú að koma með ferðasögu úr ferð ykkar GHC. Gaman að fá meiri upplýsingar um ferð ykkar, ártöl og annað praktískt auk skemmtilegra punkta.
Siggi TommiParticipantMjög flott framtak og löngu tímabært.
Hlakka til að fá þetta á prenti!Siggi TommiParticipantÉg auglýsi líka eftir einhverjum nettum bindingum sem taka standard ísklifurskó. T.d. gamalt par af Silvretta 300 eða álíka á góðum prís.
Vantar aðkomuskíði fyrir ísklifur og fjallamennsku.
Siggi Tommi: 860 7467 eða hraundrangi (hjá) gmail.comSiggi TommiParticipantOg hvað á barnið að heita?
Þú verður nú að gefa stykkinu nafn…Siggi TommiParticipantHélt það væru engin fjöll í Niðurlöndum…
60m hái bæjarhóllinn hefur kannski fengið smá föl í frostinu.Siggi TommiParticipantUppfærður leiðarvísir er kominn á netið:
http://www.rds.is/siggi/klifur/topo/pdf/Kaldakinn_hires.pdfSiggi TommiParticipantAðeins ítarlegra rapport úr Kinninni.
Ég fór s.s. nokkra daga á þetta frábæra svæði og voru aðstæður svona þokkalegar. Flestar línur í sæmilegum aðstæðum en margar í þynnri kantinum.
Á föstudag fór ég ásamt Arnari, Berglindi og Eika tvíbba. Var þá klifin ný 80m, WI4+ leið vinstra megin við Bláan dag og hlaut hún nafnið “Knúsumst um stund”. Einnig voru farnar tvær eldri leiðir hjá Glassúr (við sjóinn).
Á laugardag mætti Gulli granítdvergur norður í sveitasæluna og fórum við þá nýja 90m, WI5- leið milli Drambs og Blás dags og hlaut hún nafnið “Öfund”. Einnig var farin ný leið vinstra megin við Glassúr og er hún 40m, WI4+ og heitir “Synir hafsins”.
Á sunnudag voru Glassúr og WI5 leiðina hægra megin við hana farnar. Ines og Audrey fóru hana í fyrra (líklega fyrstar) en ég veit ekki til þess að þær hafi nefnt hana og því settum við nafnið “Úr djúpinu” á stykkið. Við og Arnar og Berglind bökkuðum út undir nokkrum stóru leiðanna sökum grjóthruns þennan dag enda sólríkt mjög.
Á mánudag fórum við svo nýja leið hægra megin við Limrusmiðinn, aðra leið frá vinstri við sjóinn. Var hún pípandi sturta upp ekki svo ýkja erfitt kerti og er 30-35m, WI4+ og heitir “Í votri gröf” enda vel við eigandi.
Annars bara góðir dagar við sjóinn…
Siggi TommiParticipantFjórar nýjar leiðir voru farnar í Kaldakinn um páskana ásamt nokkrum eldri.
Ítarlegra rapport eftir helgina.Siggi TommiParticipantSnilld. Sjaldan hafa jafn margar myndir komið úr sömu leiðinni og eftir þessa helgi. Gamanaðessu.
Siggi TommiParticipantMyndir frá mér komnar á http://picasaweb.google.com/hraundrangi/NVVeggurSkessuhorns
Snilld að brölta þarna. Var ekki jafn mikið ísklifur og við bjuggumst við og okkar litla innistæða í alpinistabankanum hefði mátt vera meiri en það bjargaðist.
Greinilegt að það er ekki nóg að hafa ísklifrað mikið, því svona klifur er allt annar pakki.Siggi TommiParticipantLykilkafli smykilkafli. Þú ert svo veruleikafirrtur Kalli.
Við áttum nú ekki nema ca. 5m af WI3 klifri eftir upp í moldina þarna fyrir ofan þannig að ég get nú varla ímyndað mér að það hafi verið krúxið hjá ykkur búðingunum…Siggi TommiParticipantÞetta er snilld.
Gott að fá þessar leiðréttingar kringum Glassúr, Limrusmiðinn, Bláan dag.
Sumt af hinu er aðeins loðnara þannig að ég held því inni í bili.En Kalli, hvernig getur Stekkjastaur verið 120m ef þið voruð almennt að klifra með 50m spotta þarna í gamla daga (eða var þetta eftir að 60m urðu algengari)? Eða er sagan virkilega sönn um að þið hafið klippt ykkur úr í lokin og sólóað upp á brún?
Annars taldist mér svo til að leiðin væri nær 100m þegar við fórum hana í fyrra en ég var svosem ekki með neina hávísindlega mælingu á þessu.Siggi TommiParticipantVarðandi ísamagn, þá var Arnar Emils að senda mér ísrapport úr Kaldakinn og ég sé ekki betur á því en ísmagn þar sé afar svipað og það var á festivalinu í fyrra, nema ívið meira af snjó í þetta skiptið.
Það er því ekki rétt hjá Hjalta að það sé enginn ís fyrir norðan, það er bara mjög lítið af ísvænum þilum við þjóðveginn norpur og í Eyjafirðinum.Annars er kominn bráðabirgða leiðarvísir af Kinninni á http://www.rds.is/siggi/klifur/topo/pdf/
(er þar í þremur mismunandi upplausnum)Tilvalið að skella sér norður um páskana, skíða í fjallinu og mylja ís í Kinninni.
-
AuthorPosts