Siggi Tommi

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 438 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Ísklifuraðstæður 2017-18 #64811
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór ásamt Palla Sveins í Glymsgil í dag (laugardag 6. janúar ´18).

    Fullt af ís í gilinu og skörin á ánni meiri en ég hafði reiknað með.
    En þar sem við vorum þarna í +3°C þá ákváðum við að hætta okkur ekki yfir tæpa skör handan við Hval 1 (önnur tæp aðeins lengra sem leit heldur ekki gáfulega út).
    Vippuðum okkur því bara í Hval 1 sem var í frábærlega skemmtilegum aðstæðum – passlega kertaður- og bólstraður og erfiðleikinn WI4+ eða létt WI5 (efri spönnin, fyrri WI4).
    Set með glæsilega mynd af göngumaðurinn Flosi Eiríksson tók af okkur í seinni spönninni af brúninni hinu megin við gilið.

    Sáum teymi í Nálarauganu í Brynjudal. Sáum ekki hverjir eða hvernig gekk (voru í miðri leið).
    Fullt af ís þar á bæ. Óríón og Ýringur smakkfullir af ís en Snati reyndar langt frá því að ná niður.
    Múlafjall kjaftfullt af ís sem fyrr.

    in reply to: Ísklifurfestival 2017 Skráning #62481
    Siggi Tommi
    Participant

    Var búinn að skrá mig með loðnum yfirlýsingum hérna ofar en hér kemur þetta staðfastara… 🙂

    Ég ætla að mæta og taka þrjár nætur, aðfaranótt fös, lau og sun.
    Kvöldmatur bæði á fös og lau.

    Annars væri ég mikil til í að geta tekið ekki-uppábúið rúm til að spara smá $$$.
    Var ekki óskað eftir verði í það hjá staðarhaldara?

    in reply to: Ísklifurfestival 2017 Skráning #62411
    Siggi Tommi
    Participant

    Reikna fastlega með að mæta.
    Vonast til að komast á fimmtudeginum og taka 3 nætur.

    in reply to: (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017 #62393
    Siggi Tommi
    Participant

    HFF er víst bara M4 eða M5…Robbi með einhverja gráðuverðbólgu 🙂

    Hér koma nokkrar myndir úr Tvíburagilinu í dag.

    Setti annars nokkur komment á leiðasíðum “Verkalýðsfélagsins” og “Himinn og haf

    IMG_0583 – Robbi leggur af stað í mega-bröttu byrjunina á Verkalýðsfélaginu. Beint í punginn
    IMG_0585 – Robbi að leggja af stað í toppkrúxið á Verkalýðsfélaginu. Frekar fönkí sjitt þarna…
    IMG_0613 – smá landscaping til að laga leiðina eftir að lykilgrip brotnaði þarna í fyrsta krúxinu.
    IMG_0630 – Robbi í Helvítis fokkíng fokk

    • This reply was modified 7 years, 11 months ago by Siggi Tommi.
    in reply to: (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017 #62278
    Siggi Tommi
    Participant

    Fórum nokkrir (Siggi Tommi, Ottó og Palli Sveins) í “Ólympíska félagið” (M7) og “Verkalýðsfélagið” (M8) á öðrum í jólum (26. des ´16) í prýðilegum aðstæðum.
    Annar hópur (Maggi og ?) fóru líka í “Ólympíska” og “Helvítis fokkíng fokk” (M4/5) og höfðu gaman af (þrátt fyrir meiri bleytu þar).

    Ísinn mátti ekki vera meiri, amk. ekki í “Ólympíska” og “Himinn og haf” (Síams var heldur þunn reyndar).
    Hláka núna og næstu daga 🙁 en það þarf ekki mikið að hanga eftir til að hafa góðan dag í Tvíburagilinu – leiðirnar verða bara aðeins meira hressandi…

    in reply to: (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017 #62136
    Siggi Tommi
    Participant

    Nokkrar myndir úr Múlafjalli í gær.

    IMG_0303 – Robbi sólóar neðri höftin í Stíganda
    IMG_0319 – Fyrra stóra haftið, sem venjulega er WI4 en var klárlega WI5 þennan dag
    IMG_0322 – Kertað og bratt í nokkrar hreyfingar en léttist svo.
    IMG_0323 – Efra stóra haftið, sem venjulega er WI4/4+. Fórum ská upp bólstrana fyrir miðri mynd og undir regnhlífarnar. Engan áhuga á að fara í kertaða og blauta stöffið til vinstri svo ég fór á milli regnhlífanna og það var mjög hressandi WI5 klifur. Tók aðeins á taugarnar og framdrifið en afar hressandi.

    in reply to: (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017 #62133
    Siggi Tommi
    Participant

    Við Robbi tókum brillíant klifurdag í Múlafjalli í dag.
    Sorglegt að við vorum einu þarna á ferð fyrir utan einhverjar rjúpnaskyttur og erlenda túrhesta.
    Aðstæður fáránlega skemmtilegar og veðrið frábært.

    Fórum fyrst Stíganda í stórskemmtilegum kertuðum og aðeins blautum aðstæðum. Var klárlega WI5 í dag en nóg af ís og maður þurfti ekki oft að hætta sér inn á bunusvæðin (sem voru samt víða í höftunum).
    Rísandi var þynnri en eflaust klifranlegur samt. Leikfangaland með fullt af ís.
    Fórum síðan Expresso (2nd ascent?), sem var á stórskemmtilegum aðstæðum. Mjög þunng og snúin niðri og með ginormous nævurþunna regnhlíf í toppinn, sem þurfti stórt hjarta til að leggja til atlögu við. Gátum klippt í alla bolta í byrjuninni og svo í lokahaftinu (tvær skrúfur að auki þar).
    Létum ekki þar við sitja heldur fórum líka Pabbaleiðina sem er einnig í ævintýralegum aðstæðum. Bunaði aðeins á mann þegar maður hliðraði framhjá kertinu út úr hellinum (við 3.-4. bolta). Þar tók við eitthvað verulega funky smásveppaklifur upp undir ansi hressilega regnhlíð í lokahaftinu – mikið stuð… 1. bolti á kafinu en gat klippt í 2., 3. og 4. og svo einn fyrir miðja leið, annars bara skrúfur í stærstu sveppina.
    Íste hefði verið klifranleg með boltunum tveimur í byrjun en hún var rennandi blaut.
    Mömmuleiðin var ansi ísuð og sást lítið í boltana í henni. Mikið af ís í Örverpinu og hinum leiðunum í gilinu.

    Í Brynjudal var slatt af ís í Snata en eiginlega ekkert hjá Nálarauganu. Pilsnerinn (ofan við Skógrækt) var langt kominn en ekki klár. Léttari fossarnir þarna flestir sennilega klifranlegir.
    Ýringur þunnur er sennilega orðinn klifranlegur. Skegg undir stóra haftinu sem gæti verið snúið.
    Óríon langt kominn. Sennilega klifranlegur eftir viku. Nokkrar línur í Flugugilinu klifranlegar sýndist okkur.

    Eilífsdalur enn þunnur en styttist í Þilið (að sjá úr fjarska).

    Allt að gerast!!

    in reply to: Hnappavellir myndasería #61951
    Siggi Tommi
    Participant
    in reply to: Hnappavellir myndasería #61949
    Siggi Tommi
    Participant

    Og það gleymdist víst albúm úr síðasta túr…
    https://photos.google.com/album/AF1QipMj_yTFZ8_kcED1dxW4DSVFJL-QDh8IGki-nxWS

    Röðin á myndunum er eitthvað brengluð á köflum og slatti af myndunum er af litlu grísunum að sprella.
    Fólk hlýtur að þola það…

    in reply to: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. #61912
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór ásamt Dodda Skagamanni í Búahamra á þriðjudaginn var.
    Fórum í Gandreið og Garún-Garún, sem eru miklar eðalleiðir eins og fólk vonandi veit (5.10b vs 5.11b).
    https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/6307146463731700817
    fyrir myndaseríu þaðan frá síðasta túr.
    Aðeins snúið að finna sektorinn, því það þarf að síga í hann ofan af brún niður á stóra syllu sem er hjá Nálinni.

    Fórum í Ugluna og Stúlkuna á leiðinni niður.
    Fínasta viðbót en það vantar að fara þangað í hóp með góðan vírbursta og kúbein og skrúbba og jóðla aðeins meira.
    Braut eina löpp úr hægri leiðinni (Stúlkunni?) og tók hressandi salibunu í kjölfarið (þar sem ég hélt í akkúrat ekki neitt… 🙂
    Stúlkan var ansi snúin við bolta 3 (eða hvað það var) og 5.7 kannski í lægri kantinum (eins og Ottó nefndi).
    Úr vinstri leiðinni (Uglunni?) hentum við niður tveimur risa hnullum ofarlega í leiðinni. Þeir voru aðeins hægra megin við boltalínuna en samt eitthvað sem einhverjum gæti alveg hafa dottið í hug að grípa í.
    https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/6312713384576129185

    • This reply was modified 8 years, 4 months ago by Siggi Tommi.
    in reply to: Allt að gerast í klifrinu #61074
    Siggi Tommi
    Participant

    Við heimalingarnir búum víst líka stundum til fréttir svo það þarf ekki alltaf erlenda farandklifrara til að gera eitthvað nýtt og ferskt. 🙂

    Við Robbi klifruðum alltént austurvegginn á Búlandstindi (1069m) við Berufjörð í gær.
    Okkur vitanlega er þetta frumferðin upp vegginn en vitað er um eitt teymi sem fór ca. hálfa leið upp fyrir 6 árum en óvíst hvort aðrir hafi reynt fyrr eða síðar.

    A-veggurinn rís nánast beint úr sæ og býður því upp á einn af hæstu (samfelldu) fjallaveggjum landsins.
    Það eru þrjár megin-línur upp vegginn og fórum við miðjulínuna.
    Annars kemur nánari ferðasaga og skráning á næstu dögum.

    in reply to: Nýjar Leiðir 2015 – 2016 #60186
    Siggi Tommi
    Participant

    Jæja, komið frost aftur og því tímabært að públisera þessari frétt.
    Var ekki alveg að gera sig að tilkynna þetta í hlákunni um daginn… 🙂
    ==========================
    Stóra þakið í Brynjudal var loksins sigrað mánudaginn 18. janúar 2016.
    Úr varð leiðin “Svartur á leik” og fær bráðabirgðagráðuna M10 (gæti verið M9 eða M9+).

    Stórhuga ísklifrarar hafa horft með aðdáun upp þetta ferlíki lengi án þess að menn hafi gert sig líklega til að aðhafast nokkuð í málinu.
    Í mars 2015 brá undirritaður sér með Róberti Halldórssyni og Matteo Meucci á svæðið til að skoða dýrið og járna það kannski aðeins.
    Úr varð að Robbi seig einn niður mitt þakið í afleitu veðri og boraði sig einhvern veginn niður að ísþilinu undir þakinu.
    Á meðan vorum við Matteo að máta okkur við aðra leið aðeins austar (og var hún járnuð líka þann daginn en ekki kláruð).

    Hér gefur að líta myndaannál um smíði og rauðpunktun leiðarinnar.

    Nafn: Svartur á leik
    Gráða: M10 (óstaðfest)
    Staðsetning: í stóra þakinu vinstra megin við Nálaraugað ofan við skógræktina í Brynjudal.
    Fyrst farin: 18. janúar 2016. Róbert Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson
    Ítrarlegra info um leiðina í skráningu leiða hér á isalp.is

    Mynd: Robbi í kröppum dansi í slúttinu í “Svartur á leik”

    • This reply was modified 8 years, 10 months ago by Siggi Tommi.
    Attachments:
    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59340
    Siggi Tommi
    Participant

    4. mynd: Pilsnerinn (WI5) er pillarinn til vinstri. Kópavogsleiðin er heldur þunn í kverkinni fyrir miðri mynd. Porter og Stout síðan þunnar til hægri. Ófarinn speni með mixbyrjun svo til hægri.

    Attachments:
    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59334
    Siggi Tommi
    Participant

    Gleymdi víst að setja inn myndir frá Brynjudalnum í síðustu viku (22. des).
    Býst ekki við að þessi stutti hlákusprettur hafi breytt miklu um aðstæður þar.
    Gaddurinn yfir jóladagana sennilega frekar bætt í frekar en hitt.

    1. mynd: Séð yfir Nálaraugað, Snata og co.
    2. mynd: Ýringur. Þunnur neðst en stóra haftið og höftin uppi í góðum gír.
    3. mynd: Ofan skógræktarinnar. Allt í bullandi þar. Pilsnerinn er stóri pillarinn, sem við klifruðum 22. des í skemmtilegum (en snúnum) aðstæðum.
    4. mynd: Pilsnerinn (WI5) er pillarinn til vinstri. Kópavogsleiðin er heldur þunn í kverkinni fyrir miðri mynd. Porter og Stout síðan þunnar til hægri. Ófarinn speni með mixbyrjun svo til hægri.

    • This reply was modified 8 years, 11 months ago by Siggi Tommi.
    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59190
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór með Guðjóni Snæ og Haraldi Erni í Skálagil í Haukadal í dag 12. des ´15 í blíðskaparveðri.
    Góður slurkur af ís en heldur í þynnri og kertaðri kantinum mv. oft áður.
    Fórum “Fyrsta barn ársins” og “Brasilian Gully” hægra megin í gilinu.
    Ísinn mjög harður og þurr í gaddinum (-8°C).
    Vatn að seytla í báðum leiðum svo þetta er enn að byggjast upp.

    Sýndist vera slatti af ís í Austurárdal þegar við keyrðum framhjá en maður sér bara í efsta hlutann af þilinu.
    Vænti þess að Single Malt og co séu í bullandi líka (gleymdi að kíkja þeim megin við veginn).

    Set nokkrar myndir á https://picasaweb.google.com/hraundrangi á eftir.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59150
    Siggi Tommi
    Participant

    Ný mixklifurleið lét dagsins ljós í Brynjudal um liðna helgi (29. nóv 2015).
    Ber hún heitið Þyrnigerðið og er einhvers staðar í kringum M8 eða M8+ (hugsanlega fræðilega M9?).
    Nánari upplýsingar koma um leiðina í leiðaskráningu á næstu dögum en ég læt teaser myndaalbúm duga í bili.
    https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/YrnigerIM8IBrynjudal#

    Nokkrar leiðir til viðbótar eru í vinnslu í Brynjudalnum og er vona á að áður en veturinn er allur verði komið veglegt mixklifursvæði þarna með fjölbreyttri flóru erfiðleika og karaktera…

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59148
    Siggi Tommi
    Participant

    Fórum nokkrir í Brynjudal um liðna helgi (29. nóv).
    Þar voru allar leiðir að detta í aðstæður þannig að núna eftir aðra frostaviku er nokkuð ljóst að flestar ísleiðir (nema helst Snati og einstaka aðrar) eru komnar í bullandi aðstæður.
    Fyrir þá sem ekki vita, þá er norðurhlíð Brynjudals (ofan Ingunnarstaða og skógræktarinnar) algjört gósenland fyrir ís- og mixklifur. Leiðir af öllum kalíber, frá WI2 upp í WI5+ og verið að byggja upp mixklifur þar undanfarið.
    Það var kominn vísir að tópó af svæðinu og þær upplýsingar að finna hér á isalp.is.

    in reply to: Ísaðstæður 2012-2013 #58266
    Siggi Tommi
    Participant

    Ætlaði að hamra ís í Kinninni með Arnari og Berglindi síðustu daga en þar var allt á hraðri niðurleið í hlýrri vorsólinni. Heyrðum þungar drunur strax kl. 7:30 í morgun og hálfu fossarnir höfðu hrunið dagana á undan (þmt. efri parturinn af Stekkjastaur).
    Var því lítið annað að gera en að flýja á hærri slóðir og endaði ég því ásamt Arnari og Ólíver heimamanni í SuperDupont (WI5) í Stólnum í Skíðadal í dag. Ísinn í fínu standi og í meira lagi í leiðinni þetta árið. Varð því úr hin besta skemmtun í blíðviðrinu. Fossinn gæti alveg þolað nokkrar vikur í viðbót ef ekki hlýnar mikið meira en þetta.
    Aðrir Fossar í Stólnum (ofan Dælis og Másstaða) í fínu standi og snjórinn sæmilega stabíll.

    Gummi stóri og Arnar fóru í Ormapartý (WI4+) í Búrfellshyrnu í Svarfaðardal og áttu góðan dag.
    Aðrar leiðir þar (Wanker Syndrome, Ýmir etc.) væntanlega í fínu standi líka.

    Annars er betra skíðafæri en ísfæri hér á N-landi en með góðum vilja má eiga góða klifurdaga á Skíða- og Svarfaðardalssvæðinu.

    in reply to: Spennandi dagskrá framundan. #58223
    Siggi Tommi
    Participant

    Minnum á heiftarlega epískt þurrtólunarmót í Klifurhúsinu í kvöld kl. 20.
    Getur ekki orðið annað en magnað.
    Síðustu forvöð að klípa í ál og plast fyrir sumarsísonið.

    Leiðasmiðir hafa gefið fyrirheit um ferska vinda í útfærslu leiða þannig að það er vissara að mæta með onsight gírinn í pokanum…

    Tilvalið að mæta með eitthvað görótt í pokanum fyrir aprés-escalade hressleikann.

    Sjáumst í kvæld!

    in reply to: Símanúmerið ! #58217
    Siggi Tommi
    Participant

    Hmm.
    Mæli með að þú farir í fyrri þráðinn og gerir þar “Breyta” í stað þess að gera nýjan þráð fyrir eitt númer… Nú eða bæta við pósti á þann þráð.

    Hvað varð annars um pælingar um sér þráð fyrir sölu og kaup búnaðar?
    Eða þá að það verði eitthvað Markaðstorg hér á síðunni fyrir svoleiðis auglýsingar.

    in reply to: Hvað er að frétta af ísfestivali. #58201
    Siggi Tommi
    Participant
    in reply to: Veturinn ekki búinn #58146
    Siggi Tommi
    Participant

    Fínt vídeó.
    Synd með ísleysið hérna megin Atlantsála.

    Merkilegt hvað þau eru að höggva laust og grunnt í þennan harða og þurra ís (amk. sum þeirra). En virka nokkuð solid klifrarar svo þau hljóta að vita hvað þau eru að gera. :)

    in reply to: Ouray 2013 #58122
    Siggi Tommi
    Participant

    Næs. Til hamingju með þetta bæði (Marianne líka reyndar).
    Fer með sveittum vöxtum í gleði- og reynslubankann.

    in reply to: Nýjar Ísleiðir 2012-2013 #58098
    Siggi Tommi
    Participant

    Í norðan bálinu um jólin enduðum við Berlind og Arnar Emils ofan Kjarnaskógar í hressu klifri.
    Eftir góðan dag í ofanvaði var ákveðið að meitla fjóra bolta í stykkið enda prýðileg skemmtun.
    Þennan dag var leiðin líklega um M7 (mv. Tvíbbagil sem baseline) en varierar líklega frá hreinni WI4/5 ísleið í buffaðstæðum (þegar kertið nær niður) upp í M7+ eða M8 í þunnum þrettánda.
    Krúxhreyfingin aðeins erfiðari t.d. en allt í Ólympíska félaginu en þar sem þetta brattasta er ekki nema nokkrar hreyfingar, þá eru pumpuáhrifin mun minni.
    Þar sem nokkuð stór skafl var undir leiðinni var vont að meta hversu löng leiðin er án snævar svo fyrsti boltinn er bara í 2m hæð akkúrat núna. Hann nýtist þó vonandi þeim mun betur í þynnri aðstæðum. Við gátum okkur þess til að leiðin væri 1-2m lengri í snjóleysi.

    Nafn: Kaldi, 10-12m, M7 (við FF en allt frá WI4/5 upp í M7+/8 eftir ísmagni líkl.)
    FF: Arnar Emilsson, Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir, 31. des 2012.
    Staðsetning: syðst í klettunum ofan Kjarnaskógar við Akureyri, ofan göngustígs yfir að Hvammi. Best er að leggja á efra bílastæðunu (hjá sólúrinu), ganga uppeftir og fylgja aðal stígnum til suðurs (fyrst aðeins upp). Síðan er skilti merkt Hvammi út af stígnum og þeim stíg fylgt ca. 200m og þar blasir ísþilið við ofan við skógarjaðarinn.

    Nokkrar slakar myndir á:
    https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/AkureyriJol2012?noredirect=1

    Og svo þessi flotta mynd í boði Arnars og Berglindar.
    [attachment=520]Kaldi_M7_Kjarnaskogi.jpg[/attachment]
    Berglind er þarna búin að klippa í fyrstu tvo boltana undir slúttinu og komin út á kertið, þriðji boltinn er rétt við hjálminn og sá fjórði sést með dinglandi tvisti aðeins ofar)

    Vitum ekki hvernig þetta er ofan þaksins í ísleysi en þar sem lykilgripið ofan þaksins er lítil solid sprunga, þá kemst maður amk þangað án klaka. Kertið spilaði svo lykilhlutverk í að leysa hreyfingarnar upp úr þakinu svo þær gætu orðið ansi hressar í ísleysi, því það eru þunnar lappir á veggnum undir þakinu. Afar hressandi allt saman. :)

    PS það er eitthvað á reiki hvort bolta megin í þessum klettum en þar sem þetta er kyrfilega utan alfaraleiðar og ólíklega í miklu varplandi fugla, þá ákváðum við að taka okkur bessaleyfi og bolta þetta öngvu að síður. Vonum að þetta nýtist norðanmönnum og öðrum sem best svo það reynist ómaksins vert…

    PPS það var eitthvað búið að brölta á þessu svæði síðustu ár (Jón Heiðar og Höddi amk.) svo það má vel vera að þetta sé ekki FF en það verður bara að hafa það ef svo er (þeir claima leiðina ef áður farin). Við eigum þó alla vega fyrsta mix-FFið og heiðurinn (skömmina?) af boltuninni í versta falli… :)

    in reply to: smá vídjó #58063
    Siggi Tommi
    Participant

    Voða fínt. Takk fyrir það.
    Athyglisvert að sjá menn klifra með twin-rope aðferðinni (as opposed to “half-rope”). Ekki margir notað þetta hérna heima svo ég viti.
    Yfirleitt er ísklifur svo mikið zikkzakk að menn fagna því að geta klippt línunum til skiptis til að minnka rope-drag (rosa er lítil íslenska í þessu hjá mér… :)
    Twin-rope minnkar þó mögulegt spaghettí sem getur orðið (og verður æði oft) þegar verið að klippa þvers og kruss og hægri vs vinstri hlutverkum ekki haldið nógu vel til haga.
    En svo komast menn líka upp með að nota þynnri línur í twin-rope, sem eru ekki hannaðar til að taka fall einar og sér. Gefa þannig kosti tveggja spotta (tvöfalt sig, þrír í teymi) en eru léttari en tvær half-rope.
    Óska mönnum annars gleðilegra klifurjóla og vona að menn nýti frídagana í leikaraskap og tóma vitleysu. :)

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 438 total)