1001813049

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 35 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Telemarkfestival 2013 #58108
    1001813049
    Member

    Frábær hugmynd, Fjallafestival að vori. Þar gæti verið rennsli, hvort sem fólk ríði ösnum, hestum eða öðru. Hugsanlega væri hægt að troða inn einhverjum fyrirlestrum og skemmtiefni milli þess sem fólk rennir sér og er á after ski-inu. Boltinn er kominn á loft og aldrei að vita nema félögum Ísalp myndi fjölga eitthvað ef boðið væri uppá samkomu fyrir stækkandi hóp fjallageita (með fastan hæl).

    in reply to: Telemarkfestival 2013 #58099
    1001813049
    Member

    Hefur einhver mætt á Telemark-skíðum á Telemarkfestivalið síðastliðin 5 ár. Bara svona slá þessu fram, vill meina að Telemark festival sé tímaskekkja og fjallafestival væri nær lagi. Kv KM

    in reply to: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? #57846
    1001813049
    Member

    Sæll,

    Er að spá í að hætta mér í þessa djúpu laug og segja hvað mér finnst.
    Ég er sammála Himma og Palla um að það er gott að eiga fleiri en eitt par ég á sjálfur fleiri en eitt. En ég vill samt meina að þú ættir að geta fundið góð skíði sem geta flest en það verður svosem alltaf ákveðin málamiðlun.
    Ég á bæði Hellbent 189 2011 (púður) og Obsethed 189 2009 (púður og harðfenni og allt þar á milli) bæði frábær skíði bæði með Marker Duke. Þetta eru bæði þung og öflug skíði en þannig vil ég hafa þau þó það sé ókostur á leiðinni upp þá fer ég bara upp til að fara niður en ekki öfugt.
    Ég er mikill K2 sukker og þó ég viti ekkert um hvernig skíðamaður þú ert eða hvar þú villt skíða þá gæti ég trúað að K2 Kung Fujas gætu verið góð í allt. Vonandi verðuru einhvers vísari annars held ég að við ættum að hætta að eyða tíma okkar á þessu spjalli.
    Óþarflega breið skíði eru ekki til en hins vegar ættu allir að komast af á 110mm mitti ef það er ekki nóg þá er eitthvað annað að. Ávinninur af 120mm er að þú rúlar á púðurdegi sem er besti dagur ársins og færð fullt af athygli í röðinni í Fjarkann
    Kv KM

    in reply to: Snjóflóð í Troms 19. mars #57663
    1001813049
    Member

    Hérna er annað flóð sem féll í mars í Noregi engin slasaðist eða lést en það má segja að hurða hafi skollið í hæla.

    http://www.liveleak.com/view?i=0b9_1333579128

    Kv. KM

    in reply to: Verðmunur á skinnum #57610
    1001813049
    Member

    Mér finnst gott að fólk sé að benda á þegar það gerir kaup sem það er ánægt með öðrum til fróðleiks. Þetta gæti flokkast undir neytendavitund sem við erum ekkert sérstaklega öflug í hér á landi. Allar ábendingar um góða kaup, þjónustu og aðra góða díla eru alltaf vel þegnar hvort sem við erum að bera saman íslenskar búðir sem eða erlendar vefverslanir þá er mér alveg sama. Íslenskir söluaðilar hljóta að gera sér grein fyrir að þeir eru í samkeppni við erlendar vefverslanir.
    Kv KM

    in reply to: Loksins á Íslandi: Line skíði og Full Tilt skór #57572
    1001813049
    Member

    Kristinn Magnússon wrote:
    Langaði að pitcha þessu hér á vefinn til áhugasamra.

    Tröllasport er innflutningsaðili fyrir Line, Full Tilt, Shred og Slytech vörur

    http://is-is.facebook.com/pages/Tr%C3%B6llasport/208209692532305
    http://lineskis.com/skis
    http://fulltiltboots.com/ski-boots
    http://www.shredoptics.com/products/
    http://www.slytechprotection.com/products/

    Endilega tékkið á því.

    in reply to: Fjallaskíðaskór #57518
    1001813049
    Member

    Sæll

    ég á atomic tracker 130 og er mjög ánægður með þá. ef þú ert að sækjast eftir skóm sem eru frekar hugsaðir til niðurrennslis en í langar uppáferðir er þetta málið. Þétt passform ( að sjálfsögðu persónulegt ) og ”quick respons” í þessum skóm.

    Kv KM

    in reply to: Norðurland – öskufall – skíðun #56755
    1001813049
    Member

    Sæll

    Ég skíðaði á miðvikudag í síðustu viku og sunnudag í þessari í Hlíðarfjalli það kom frekar mikil aska þangað en hefur eitthvað snjóað yfir hana aftur svo birtist hún þegar nýji snjórinn bráðnar hún hægir aðeins á manni þar. En staðir eins og Hvalvatnsfjörður held ég að hafi ekki fengið neitt af ösku og ættu að vera í góðu lagi annars eru þetta hlíðar sem eru hlémeginn sunnanáttarinnar sem eru verstar hvað varðar öskuna.
    ég myndi einnig huga að hitastigi því að það er það kalt ennþá að snjórinn yfir 6-700m er frosinn nema þú lendir í góðri sólbráð.

    Kv KM

    in reply to: Nýliðakvöld breyt? #56536
    1001813049
    Member

    semsagt gríðarlega áberandi!!! hehehe

    in reply to: Verndaraaetlun Umhverfisradherra #56431
    1001813049
    Member

    Hérna er dæmi um frétt tengda þessu máli

    http://vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=7774

    Þarna kemur fram að umferð snjósleða sé bönnuð um Öskjusvæðið eftir 1. maí sem snjósleða menn eru meðal annars ósáttir við.

    Spurning hvernig þetta og fleira í þessum lögum kemur við fjallafólk sem þarf að komast að fjöllum til að skíða eða klifra á vorin og er á eigin vegum eins og flestir Ísalparar sennilega stunda sitt sport. Þarf ekki að setja nefnd í að kynna sér lögin og kanna hvort að hagsmunir og frelsi fjallafólks séu í hættu.

    Kv KM

    in reply to: aldrei of varlega farið möst sí vídeó #56426
    1001813049
    Member

    Og núna jafnvel í slowmo

    in reply to: Ísfestival 2011 #56299
    1001813049
    Member

    Getið þið ekki mætt á þessa hátíð

    http://eljagangur.is/

    og gert eitthvað ísklifurlegt???

    in reply to: Aðstæður í hlíðarfjalli #56270
    1001813049
    Member

    Góðann daginn.
    Eftir frekar leiðinlega tíð undanfarnar tvær vikur með viðbjóðs harðfennisfæri stefnir allt í rétta á núna. Í gær snjóaði 10-15 cm af lungamjúku ofan á harðfennið og von er á fleiri gusum fram eftir vikunni. Allir melar eru uppúr og ætti fólk að varast þá en gott grunnlag er annarsstaðar.

    Kv. Kristinn

    in reply to: Nýir gönguskór? #56214
    1001813049
    Member

    Svona til að að ljúka spennusögunni: Já eftir miklar vangaveltur og mátanir endaðið ég í Scarpa Ladakh þeir passa vel á minn fót sem reyndar er ekki með nein afbrigðileg og útstæða aukahluti þannig að passform er yfirleitt ekki vandamál. Þakka öllum sem kommentuðu, spjallið á Ísalp er ekki dautt allavega þegar kemur að græjukaupum. Enda er hér örugglega gott samassafn af græjusjúkum einstæklingum þar sem aðeins það besta er nógu gott.

    Kv. Kristinn

    P.S. Uppgvötaði (er þetta rétt skrifað???) nýja búð á Akureyri, Veiðihornið (á móti Subway) fékk fína þjónustu þar og eru þeir með allskonar dót úr Fjallakofanum auk eins og nafnið gefur til kynna veiðidót.

    in reply to: Aðstæður í hlíðarfjalli #56166
    1001813049
    Member

    Sæll

    Var í rennsli í gær og snjórinn er farinn að bindast eða pakkast aðeins þó hann sé nokkuð mjúkur ennþá. Jón Heiðar skíðalögga gerði prófíl í Norðurbakkanum í gær og væri forvitnilegt að heyra hans mat á því. Renndum okkur tvær ferðir í Kúlusúkkið/Reithólana og þar var aðeins mýkra. Óvísindalega myndi ég segja að snjóalög væru pínu grunnsamleg.

    in reply to: Nýir gönguskór? #56157
    1001813049
    Member

    Hef nú farið og mátað aðeins hérna á Akureyri, meðal annars Scarpa og sambærilega HanWag http://www.hanwag.de/schuh-detail.php?shoe_id=20
    Pössuðu báðir nokkuð vel fannst Scarpa aðeins stífari en betra reimasystem á HanWag þeir þrýstu líka meira framan á ökklaliðinn þegar maður pressar fram í skóinn sem var ekki gott.
    Hefur einhver einhverja reynslu af þessum HanWag skóm?
    Hallast aðeins meira að Scarpa eftir þetta mátunarsession eins og allir hinir; )

    in reply to: Til eigenda BCA Tracker 2 #56135
    1001813049
    Member

    Hérna er svo annar linkur um það sama:

    http://backcountryaccess.com/blog/

    in reply to: twintip eða svigskíði fyrir telemark? #56134
    1001813049
    Member

    Sæl

    Twintip er kannski bara spurning um hvort þú ætlir að renna þér aftur ábak eða ekki, það sem er frekar spurning er hvar og hvernig ertu að renna þér?
    Utanbrautar er allavega betra aðhafa aðeins breiðari skíði en hefðbundin svigskíði kannski svona 80-100 mm undir fætinum og jafnvél enn breiðari og kannski aðeins mýkri en hefðbundið er sem á oftar en ekki einmitt við um twintip-skíði.

    Kv Kristinn

    in reply to: Nýir gönguskór? #56123
    1001813049
    Member

    og meðan ég man: flott svör hérna

    in reply to: Nýir gönguskór? #56121
    1001813049
    Member

    greinilega er scarpa algengast og sennilega ekki að ástæðulausu. en er enginn þarna úti sem notar eitthvað annað og er þvílíkt ánægður með það???

    in reply to: Nýir gönguskór? #56113
    1001813049
    Member

    Þakka góð svör. Líklegt að Scarpa sé eilítið ráðandi hér á landi og kannski líka annarsstaðar og sennilega ekki að ástæðulausu. Endilega haldið áfram að drita?

    in reply to: Enn ein ”fjallaskíðabindingin” #55884
    1001813049
    Member

    Það er reyndar búið að leysa þetta vandamál

    http://www.quiverkiller.com/

    in reply to: frábært færi, lítill snjór (Ýmir) #55880
    1001813049
    Member

    Veit ekki með ofurmennið, en ég var allavega þarna á sunnudaginn.

    in reply to: frábært færi, lítill snjór (Ýmir) #55873
    1001813049
    Member

    Ég virðist ekk vera nógu klár til að geta smellt inn mynd

    in reply to: frábært færi, lítill snjór (Ýmir) #55871
    1001813049
    Member

    Góðann daginn

    Hér norðan heiða er allt miklu betra eins og þið vitið ; )

    Rennsli á norðurlandi hefur farið vel af stað þetta sísonið.
    Mest verið í kringum skíðasvæðið í Hlíðarfjalli þarsem klassikerar eins og Mannshryggurinn eru í fínum aðstæðum (hljómar eins ég sé að lýsa ísklifurleið) Einnig ætti að vera klárt að skella sér í Hlíðarskálina. Snjórinn er þurr og mjúkur fyrir ofan c.a. 500m.

    Kv KM

    Myndin er frá sunnudeginum 21. nóv

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 35 total)